V-Húnavatnssýsla

Jómfrúrræða Eyjólfs Ármannssonar á Alþingi

Fyrr í mánuðinum flutti Eyjólfur Ármannsson jómfrúrræðu sína á Alþingi í tengslum við fjárlagafrumvarpið sem nú er nýsamþykkt. Eyjólfur er sjötti þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Flokk fólksins. Hann er 2. varaformaður fjárlaganefndar og 1. varaformaður allsherjar- og menntmálanefndar.
Meira

Dagbjört Dögg Karlsdóttir valin Íþróttamaður USVH

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfuknattleikskona, hefur verið kjörin Íþróttamaður USVH 2021. Á heimasíðu USVH kemur fram að Dagbjört hafi verið valin varnarmaður ársins í úrvalsdeild kvenna seinasta vor og er hún byrjunarliðsmaður í A landsliði Íslands. Þá varð liðið hennar, Valur, Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili.
Meira

23 í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í hádeginu frá sér tilkynningu vegna Covid-bylgjunnar sem nú ríður yfir landið en smit hafa aldrei verið fleiri en nú um jólin. Brýnt er fyrir fólki að halda vöku sinni og sinna persónulegum sóttvörnum og er fólk hvatt til að halda lágstemmda hátíð nú um áramótin. Í smittöflu sem fylgir tilkynningunni kemur fram að 23 séu smitaðir á Norðurlandi vestra og 39 í sóttkví.
Meira

Ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun staðfest fyrir dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun fimm einstaklinga vegna smita af völdum Covid. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis er þetta í þriðja sinn sem látið er reyna á lögmæti ákvörðunar sóttvarnalæknis um einangrun fyrir dómi, segir á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Árið 2021: Þvottaefni í púðum fyrir þvottavélar – ætti ekki að nota í uppþvottavélar

Nú skýst Feykir með lesendur sína í uppgjörsleiðangur yfir snjóþakta Öxnadalsheiði og nemur staðar á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hvar fyrrum prófarkalesari blaðsins, Karl Jónsson, unir hag sínum í góðum félagsskap. Kalli, sem er uppalinn á Hólaveginum á Króknum, starfar nú sem verkefnastjóri á Akureyri, hefur góðan smekk á íþróttum og er í nautsmerkinu. Árið í þremur orðum? Allt á uppleið.
Meira

Gul veðurviðvörun og óvissustig á Tröllaskaga

Þæfingsfærð er nú á Siglufjarðarvegi samkv. heimasíðu Vegagerðarinnar, snjóþekja á Þverárfjalli og hálka á flestum leiðum norðanlands. Lýst var yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Unnið er að mokstri á Siglufjarðarvegi, Þverárfjalli og Svalbarðsströnd að Grenivík en Víkurskarð er lokað vegna snjóa. Snjókoma er á Öxnadalsheiði og éljagangur á Vatnsskarði líkt og víða á Norðurlandi vestra og er vegfarendum bent á að hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku auk éljagangsins en vel fært öllum bílum.
Meira

Árið 2021: Lífið á Smáragrundinni spennusögu líkast

Það er komið að Álfhildi Leifsdóttur að gera upp árið á netsíðu Feykis. Hún býr á Smáragrundinni á Króknum, í hjarta bæjarins, en er að sjálfsögðu uppalin í Keldudal í Hegranesi. Álfhildur er kennari og sveitarstjórnarfulltrúi og auk þess fiskur. Til að lýsa árinu notar hún þrjú orð sem öll byrja á eff; Fjölskyldusamvera, fjarfundir, fordæmalaust!
Meira

Af hverju er heilagt kl. 18 á aðfangadag?

Margir hafa velt því fyrir sér af hverju jólin hefjast hjá okkur Íslendingum, sem og öðrum Norðurlandabúum, á aðfangadag en víðast hvar í heiminum daginn eftir eða þann 25. desember. Skýringuna er m.a. að finna á Vísindavefnum en þar segir að til forna hafi nýr dagur hafist um miðjan aftan, það er kl. 18 og hefst því jóladagur klukkan sex síðdegis á aðfangadag.
Meira

Covid lætur á sér kræla í herbúðum Tindastóls

Það virðast ansi margir hafa fengið eitthvað óvænt og óvelkomið í jólagjöf þetta árið. Covid-smitum fer hratt fjölgandi í kjölfarið á útbreiðslu Ómikron-afbrigðis veirunnar sem er augljóslega bráðsmitandi en virðist þó sem betur fer ekki hafa í för með sér alvarleg veikindi. Íbúar á Norðurlandi vestra hafa alla jafna sloppið nokkuð vel undan pestinni í ár en nú herma fréttir að leik Þórs Akureyri og Tindastóls í Subway-deildinni, sem fram átti að fara annað kvöld, hafi verið frestað vegna smits í herbúðum Tindastóls.
Meira

Árið 2021: Saknar viknanna tveggja

Nú er það Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sem leiðir okkur í allan sannleikann um árið sem er að líða. Hún býr í Grundartúninu á Hvammstanga, starfar sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV og er sporðdreki. Sveinjörg segir ást, samveru og ferðalög lýsa árinu hennar best.
Meira