V-Húnavatnssýsla

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira

Það má ekki gleyma að njóta og hafa gaman

„Ég man að mér fannst þetta smá stressandi og spennandi,“ segir Vigdís Hafliðadóttir þegar Feykir spyr hvað sé eftirminnilegast frá fermingardeginum hennar. „Ég fór auðvitað í greiðslu sem ég myndi ekki hafa í hárinu mínu núna þótt ég fengi borgað fyrir það. Svo fannst mér gaman að allir voru komnir heim til mín til að fagna mér og ég man að ég hafði áhyggjur af því að það kæmi svitablettur í kjólinn minn – gerðist ekki.“
Meira

Farskólinn óskar eftir að ráða verkefnastjóra

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu Farskólans í Sjónhorninu sem kom út í dag að óskað var eftir að ráða skólastjóra til starfa en raunin er að Farskólinn leitast eftir að ráða verkefnastjóra. Í auglýsingunni segir að Farskólinn leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi/einstaklingum til að takast á við lifandi og fjölbreytt starf verkefnastjóra í símenntun. Náin og þétt teymisvinna starfsfólks er ríkjandi í verkefnum Farskólans. Til greina kemur að ráða í fleiri en eina stöðu og starfshlutfall og vinnutími getur verið umsemjanlegur.
Meira

Arney og Lydía hlutu viðurkenningar á Hólum

Síðastliðinn laugardag fór fram reiðsýning brautskráningarnema til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum. Tíu nemendur útskrifast frá skólanum með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu nú í vor. Brautskráning fer fram miðvikudaginn 6.. júní í hátíðarsal skólans.
Meira

Vilja frekar slátra á Selfossi en á Króknum

Í frétt á RÚV.is segir að einhverjir sauðfjárbændur í Húnavatnssýslum hafi óskað eftir því að fara með fé í slátrun hjá SS á Selfossi enda ekki lengur slátrað á Blönduósi í kjölfar uppsagna starfsmanna SAH afurða og lokunar sláturhússins. Fullbókað mun vera í sláturhúsið á Hvammstanga og því komast ekki allir bændur í Húnavatnssýslum þangað með fé til slátrunar í haust og þurfa að leita annað.
Meira

Við skuldum þeim að hlusta | Ólafur Adolfsson skrifar

Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur.
Meira

Norðursnakk Norðansprotinn 2025!

Síðastliðinn föstudag fór fram lokaviðburður Norðansprotans sem er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands. Í frétt á vef SSNV segir að leitin hafi byrjað 19. maí og voru 22 glæsileg verkefni sem skiluðu inn umsóknum, en af þeim voru valin átta verkefni sem fengu að kynna verkefni sitt fyrir dómnefnd.
Meira

Varmahlíðarskóli endaði í 3ja sæti í Skólahreysti

Í gærkvöldi fór fram æsispennandi úrslitakeppni í Skólahreysti og í tólf skóla úrslitum áttu tveir skólar á Norðurlandi vestra sína fulltrúa; Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli. Bæði lið stóðu sig frábærlega og Varmhlíðingar gerðu sér lítið fyrir og náðu besta árangri sínum í Skólahreysti frá upphafi, lentu í þriðja sæti og Húnvetningar voru sæti neðar en með jafn mörg stig.
Meira