Fín veðurspá fyrir helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.06.2025
kl. 03.00
Það ætti ekki að væsa um heimamenn og gesti sem heimsækja Skagafjörðinn þessa helgina. Bæjarhátíðin Hofsós heim hófst í gær þó Sóli Hólm hafi tekið forskot á sæluna sl. fimmtudagskvöld þegar fullt var út úr dyrum á uppistandi hans í Höfðaborg. Uppselt var á seinna standið hans í gærkvöldi fyrir löngu en dagskrá Hofsósinga er stútfull af alls konar oh heldur fjörið áfram í dag. Þess má geta að í ár eru 30 ár frá fyrstu Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi. Á Króknum fer síðan af stað Króksmót ÓB á laugardagsmorgni og stendur fram á sunnudag.
Meira
