V-Húnavatnssýsla

Langar að vera með spurningakeppi í veislunni

Guðni Þór Alfreðsson býr á Hvammstanga og er sonur Alfreðs Alfreðssonar og Unnar Valborgar Hilmardóttur. Alfreð verður fermdur þann 8. júní í Hvammstangakirkju af sr. Magnúsi Magnússyni.
Meira

Langar að útbúa krossgátu um sjálfa sig fyrir gestina

Álfhildur Þórey Heiðarsdóttir býr á Bæ 1 í Húnaþingi vestra. Álfhildur fermist þann 15. júní í Prestbakkakirkju og mun sr. Magnús Magnússon sjá um ferminguna. Foreldrar hennar eru Sigrún Eggertsdóttir Waage og Heiðar Þór Gunnarsson.
Meira

Gleðilega páska!

Feykir óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra páska.
Meira

Nemó FNV fer með Rocky Horror í Hof

Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eru heldur betur stórhuga þetta vorið. Nemendafélagið setti upp frábæra sýningu, hryllingssöngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Eysteins Guðbrandssonar, nú eftir áramótin og sýndi í Bifröst við góðar undirtektir eða ellefu uppseldar sýningar. Nú hefur verið ákveðið að setja upp sýninguna í Hofi á Akureyri og sýna dagana 9.-10. maí næstkomandi.
Meira

Tónleikar með Karlakór Eyjafjarðar í Blönduóskirkju þann 3. maí

Það verða glæsilegir tónleikar í Blönduóskirkju laugardaginn 3. maí kl. 15:00 en þá mæta félagarnir úr Karlakór Eyjafjarðar á svæðið. Þeir ætla að flytja alls konar lög úr öllum áttum fyrir gesti og verður dagskráin bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Meira

Samstaða og samhugur er mikill í samfélaginu

Í gær var haldin samverustund á sal bóknámshúss Fjölbrautaskólans í tilefni af bílslysinu við Hofsós sl. föstudag. Settur skólameistari, Þorkell V. Þorsetinsson, flutti stutt ávarp og greindi frá fréttum af hinum slösuðu. Þar kom fram að þrír hinna slösuðu eru komnir af gjörgæslu og tveir þeirra hafa verið útskrifaðir af barnadeild Landsspítalans en ljóst er að mislangt bataferli er framundan hjá þeim öllum.
Meira

Hvað á að gera þegar komið er að slysi?

„Dásamlegu krakkarnir okkar sem komu að slysinu gerðu allt rétt,“ segir Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, þegar Feykir leitaði eftir upplýsingum hjá henni um hvað beri að gera þegar komið er að slysi, líkt og varð við Hofsós sl. föstudag. Þá slösuðust fjórir piltar á aldrinum 17-18 ára alvarlega í bílslysi en um 30 ungmenni voru á leið í veislu á Hofsósi og voru á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu að. Mörgum þykir ónotaleg sú tilhugsun að koma að slysi og efast kannski um að þeir viti hvernig bregðast á við. En hvað á að gera þegar komið er að slysi?
Meira

Dansskóli Menningarfélags Húnaþings vestra – eitt af framúrskarandi verkefnum Uppbyggingarsjóðs

Á dögunum veitti framkvæmdastjóri SSNV, Sveinbjörg R. Pétursdóttir, formanni Menningarfélags Húnaþings vestra, Sigurði Líndal, viðurkenningu fyrir hönd stjórnar SSNV, Dansskóla Menningarfélagsins, sem valinn var eitt af framúrskarandi verkefnum Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra árið 2024.
Meira

Ráðstefna um menningarferðaþjónustu og ferðamálastefnu til 2030

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), sem Háskólinn á Hólum er stofnaðili að, stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar. Í frétt á vef Háskólans á Hólum segir að ráðstefnan sé um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030. Ráðstefnan erður haldin þann 14. maí í Hofi á Akureyri.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira