V-Húnavatnssýsla

Sara Björk Þorsteinsdóttir ráðin verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi vestra

Sara Björk Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi vestra eins og fram kemur á vef SSNV.
Meira

Heilun til að safna fyrir viðgerðum

Viðamikilla viðgerða er þörf á húsi Sálarrannsóknarfélagsins að Skagfirðingabraut 9A og til að safna fyrir viðgerðum ætlum við að bjóða upp á heilun til styrktar viðgerðunum.
Meira

Tvö verkefni fengu styrk frá Íþróttanefnd Rannís

Íþróttanefnd á vegum Rannís hefur ákveðið að úthluta rúmri 21 milljón til 71 verkefna fyrir árið 2025. Á Norðurlandi vestra fengu tvö félög úthlutað úr þessum sjóð og fengu bæði félög 200.000 króna styrk. Ungmennasamband Skagafjarðar sótti um fyrir inngildingu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skagafirði og  Skotfélagið Markviss  til kaupa á raddstýrðu stjórntæki fyrir Trapp völl.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd áætlar jákvæða rekstrarniðurstöðu

Á fréttavefnum huni.is segir að fjárhagsáætlun Skagastrandar 2025 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi rétt fyrir jól. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um 11 milljónir króna. Tekjur eru áætlaðar 946 milljónir og þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs áætlaðar 684 milljónir en aðrar tekjur 262 milljónir. Rekstrargjöld eru áætluð 867 milljónir, afskriftir 58 milljónir, og fjármagnsgjöld 10 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað jákvætt um 93 milljónir.
Meira

Leikdagur allir í Síkið

Í kvöld fimmtudaginn 9. janúar á slaginu klukkan 19:15 heimsækir lið ÍR Síkið.
Meira

Sokkaþjófurinn á Skagaströnd | Ég og gælydýrið mitt

Á Skagaströnd er duglegur blaðburðarstrákur á fjórtánda ári sem heitir Ísak Andri Jónsson en hann á krúttlegan varðhund sem heitir Loppa. Ísak Andri er sonur Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur og Jóns Ólafs Sigurjónssonar á Ránarbrautinni. Loppa fylgist vel með öllu sem er að gerast fyrir framan heimilið þeirra og lætur þau vita ef eitthvað grunsamlegt er að gerast. Það getur blaðamaður fullyrt því þegar komið hefur fyrir að hann hefur þurft að skutlast með blöðin yfir á Skagaströnd þá lætur hún heyra í sér fyrir innan útidyrahurðina en virkar samt hið mesta gæðablóð.
Meira

Alls voru gefnar út 333 veðurviðvaranir árið 2024

Á vedur.is segir að gefnar voru út samtals 333 viðvaranir vegna veðurs árið 2024, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Sá fjöldi er svipaður og árið áður, en frá 2018 hafa að meðaltali 373 viðvaranir verið gefnar út á ári. Árið 2024 var því heldur undir meðallagi síðustu ára. 
Meira

Nýr framkvæmdastjóri hjá USVH

Á heimasíðu UMFÍ segir að Anton Scheel Birgisson sé nýr framkvæmdastjóri hjá Ungmennasambandi Vestur -Húnvetninga. Í tilkynningunni segir hann.. „Við ætlum að virkja félögin í því að koma með hugmyndir og senda inn umsókn í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hann getur veitt félögum ýmiss tækifæri,.“
Meira

Öflugur liðsauki við Byggðastofnun

Í byrjun desember sl. auglýsti Byggðastofnun eftir sérfræðingi á þróunarsvið stofnunarinnar. Alls bárust 18 umsóknir, 11 frá konum og sjö frá körlum. Nú hefur verið ákveðið ráða Hebu Guðmundsdóttur og Sigfús Ólaf Guðmundsson, segir á heimasíðu Byggðastofnunar.
Meira

Hrós dagsins fær Þröstur Árnason á Skagaströnd

Það var skemmtileg færsla sem sást á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær. Þannig er málið að þar hefur snjóað eins og alls staðar á svæðinu en einn góður íbúi, Þröstur Árnason, tók upp á því fyrir stuttu að fara um bæinn eins og herforingi á fjórhjólinu sínu og ryðja snjó frá gangstéttum. Þetta er að sjalfsögðu frábært framtak fyrir litla samfélagið og er virkilega vel metið. 
Meira