V-Húnavatnssýsla

„Við mæðgur erum byrjaðar að grandskoða Pinterest“

María Eymundsdóttir sem býr í Huldulandi í Hegranesi ásamt eiginmanni, fimm börnum, alls konar fuglum, býflugum og öðrum gæludýrum er viðmælandi í handverksþætti Feykis að þessu sinni. María ætlaði sér alltaf að verða handavinnukennari eftir að hún setti arkitektadrauminn á hilluna, enda búin að hafa áhuga á alls konar handavinnu frá blautu barnsbeini. Eftir að María tók óvænt að sér afleysingar í smíðakennslu í nokkrar vikur áttaði hún sig allt í einu á því hvað það er skemmtilegt að kenna smíðar og fór í framhaldi í húsgagnasmíðanám í FNV og er nú smíðakennari í Árskóla.
Meira

Þróttarar úr Vogunum höfðu betur gegn Kormáki/Hvöt

Knattspyrnuliðin hér á Norðurlandi vestra eru komin á fullt í Lengjubikarnum. Þó var frí hjá liðum Tindastóls þessa helgina; stelpurnar eiga leik gegn Val um næstu helgi og leik strákanna sem átti að vera nú um helgina var frestað um viku. Húnvetningar voru aftur á móti í eldlínunni í gær og mættu liði Þróttar úr Vogum í Akraneshöllinni og máttu þola 0-3 tap.
Meira

Vísnakvöld í Kakalaskála

Laugardaginn 22. febrúar mun hópur hagyrðinga og vísnamanna úr Húnavatnssýslum, Skagafirði og Eyjafirði leiða saman hesta sína í Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði. Farið verður með ljóð og vísur, nýjar og gamlar, og ekki ólíklegt að einhverjar verði til á staðnum. Þessu má enginn vísnavinur missa af.
Meira

Þremur frá Norðurlandi vestra veitt viðurkenning á Nýsveinahátíð IMFR

Þann 8. febrúar fór fram 19. Nýsveinahátíð IMFR á Reykjavík Natura Berjaya Iceland Hotels (áður Lofleiðahótelið) að viðstöddu forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, sem sá einnig um að afhenda viðurkenningarnar, ráðherra mennta- og barnamála, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmönnum, meisturum nýsveinanna, heiðursiðnaðarmönnum og öðrum góðum gestum.
Meira

Alþjóðlegi Rótarýdagurinn | Ómar Bragi Stefánsson skrifar

Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu hinn 23. febrúar n.k. og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér hvernig starf Rótarý fer fram og hvað í því felst.
Meira

Verði stórveldi með eigin her | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fram kemur meðal annars í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, hefur sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, að tímabært sé að sambandið verði að stórveldi (e. superpower) og komi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Þá er kallað eftir inngöngu Íslands og Noregs í Evrópusambandið.
Meira

Eldur í mannlausum sumarbústað

Lögreglumenn við umferðareftlit á Norðurlandsvegi tilkynntu um reyk er lagði frá sumarbústað í Húnaþingi vestra um klukkan 18 í gærkvöldi. Óskað var eftir slökkviliði en fljótlega varð húsið alelda. Húsið var mannlaust, kemur fram á vef lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Garðbæingar lögðu lið Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar spilaði um helgina fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum og var spilað á Samsungvellinum í Garðabæ. Andstæðingurinn var lið KFG sem spilar í 2. deildinni í sumar líkt og lið Húnvetninga. Garðbæringarnir reyndust sterkari á svellinu í þetta skiptið og unnu 4-1 sigur.
Meira

Er hægt að fara á þorrablót án sultu?

Þegar þetta er skrifað þá er bóndadagurinn, 24. janúar, og þorrablótin að fara á fullt skrið í öllum sínum sjarma og skemmtilegheitum en þegar þetta er birt þá er aðeins vika eftir að þorranum og niðurstöður sýnatöku á hópsmiti sem varð í lok janúar byrjun febrúar orðnar opinberar og fyndið en ekki fyndið að hér eru uppskriftir af bæði sviða- og grísasultu ásamt rófustöppu.
Meira

Riða greindist ekki á árinu 2024

Mast segir frá því á heimasíðunni sinni að Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú lokið rannsóknum á öllum heilasýnum sem tekin voru á árinu 2024. Klassísk riða fannst ekki í neinu sýni. Aftur á móti voru tvö sýni, sitt frá hvorum bænum, sem reyndust jákvæð vegna afbrigðilegrar riðu (NOR98) en slík greining kallar ekki á aðgerðir.
Meira