V-Húnavatnssýsla

Þekkir þú einhvern sem á skilið Landstólpann?

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi þeirra. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Meira

Býr afskekkt í alfaraleið | Karólína í Hvammshlíð í viðtali

Karólínu í Hvammshlíð þarf nú varla að kynna fyrir fólki. Og þó, hún er vissulega fædd og uppalin í sveit í Þýskalandi þar sem nágrannar hennar áttu kind sem Karólína notaði eins og flestir notast við hesta. Það má því segja að Karólína sé fædd „dýrakona“ og þó uppruninn sé þýskur er hún íslenskari en margir Íslendingar. Nú er hún búin að búa lengur á Íslandi heldur en í Þýskalandi svo nú tölum við um hana sem Íslending. Eftir framhaldsskóla, þegar Karólóna var 19 ára gömul, nánar tiltekið árið 1989, kom hún fyrst til Íslands. „Þegar ég lenti í Keflavík voru engin göng eða neitt, maður kom bara strax undir beran himinn. Ég man ennþá þegar ég kom út úr flugvélinni, þetta loft, það var eins og tært vatn og ég vissi bara strax að þetta væri landið mitt og það hefur ekkert breyst. Ísland er landið mitt. Ég hef litla sem enga tengingu til Þýskalands lengur,“ segir Karólína.
Meira

Áfram spáð fólksfækkun á Norðurlandi vestra | Mannfjöldaspá Byggðastofnunar

„Ekki er um eina niðurstöðu að ræða fyrir landsbyggðirnar enda um að ræða fjölbreytt og ólík svæði. Ef horft er á meðaltal mann-fjöldaspár Byggðastofnunar fyrir landshluta utan höfuðborgarsvæðisins er fjölgun nánast út spátímabilið fyrir Suðurland og Suðurnes. Á Vesturlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir fjölgun fram undir 2040 og síðan fækkun en fyrir Vestfirði og Norðurland vestra gerir spáin ráð fyrir fólksfækkun nánast allt spátímabilið,“ segir Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði hjá Byggðastofnun, þegar Feykir spyr hann út í mannfjöldaspá Byggðastofnunar sem verður að teljast nokkuð nöturleg og þá ekki hvað síst fyrir Norðurland vestra.
Meira

Íbúðalóðir til úthlutnar á Hofsósi

Á heimasíðu Skagafjarðar eru auglýsir skipulagsnefnd lausar lóðir til úthlutunar á Hofsósi. Um eru að ræða einbýlishúsa,raðhúsa og parhúsalóðir. Lóðirnar eru auglýstar frá og með 24. janúar til og með 9. febrúar 2024. 
Meira

Ástandið í umdæminu almennt gott

Lögreglan á Norðurland vestra hefur sent frá sér afbrotatölfræði síðasta árs og borið saman við árin 2022 og 2021. Í fyrra voru skráð 2.099 brot en það er rúmlega 15% aukning frá því árið 2022, eða 322 fleiri brot, en árið þar á undan var fjöldinn svipaður og í fyrra, eða 2026. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn hjá embættinu.
Meira

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Fólk hvatt til að taka þátt í garðfuglatalningu um helgina

Húnahornið segir frá því að árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26.-29. janúar. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Hópur fólks stóð vaktina á Mannamótum

Það var vaskur hópur ferðaþjóna frá 18 fyrirtækjum af Norðurlandi vestra, sem stóð vaktina á Mannamótum landshlutana í Kórnum í Kópavogi í síðustu viku. Mannamót er ferðakaupstefna, vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni að koma saman og kynna vörur sínar og vöruframboð fyrir fulltrúum ferðaskrifstofa sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Feykir heyrði í Freyju Rut Emilsdóttur framkvæmdastjóra 1238: The Battle Of Iceland á Sauðárkróki sem var einmitt stödd á Mannamótum.
Meira

73 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í september eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2024, með umsóknarfresti til 1. nóvember. Í frétt á vef SSNV segir að alls hafi borist 103 umsóknir þar sem óskað var eftir 221 milljón króna, en til úthlutunar úr sjóðnum fyrir 2024 voru rúmar 79 milljónir króna.
Meira

Háskólasamstæða fýsilegasti kosturinn

Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að undanfarna mánuði hafi stýrihópur, skipaður fulltrúum Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum, unnið að því að meta fýsilega kosti um aukið samstarf eða sameiningu háskólanna tveggja. Fram kemur að í því skyni hafi fjórar mögulegar útfærslur verið greindar varðandi aukið samstarf eða sameiningu: Aukið formlegt samstarf, óbreytt samstarf, sameining að fullu og ný háskólasamstæða.
Meira