V-Húnavatnssýsla

Bjarni Jónsson og Lilja Rafney berjast um fyrsta sætið hjá VG í Norðvesturkjördæmi

Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er runninn út og munu átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í Norðvesturkjördæmi, í rafrænu forvali sem haldið verður 23. – 25. apríl 2021. Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði, sækist eftir 1. sæti líkt og Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri.
Meira

Leikritið um Gutta og Selmu aðgengilegt öllum sem útvarpsleikrit

Hvað er betra í Kóvidinu en að njóta þess að hlusta á leikrit um þau Gutta og Selmu sem var gert að útvarpsleikhúsi fyrir ári. Á tímum þar sem flestir voru í einangrun, var útvarpsleikhúsið tekið upp á Akureyri, Danmörku, Reykjavík og á Sauðárkróki. En allt hefur sinn tíma, segir á heimasíðu Draumaleikhússins, og nú er komið að því að hlustendur fái að njóta.
Meira

Tækifærin í kófinu - Leiðari 13. tbl. Feykis

Það er óhætt að segja að vonbrigði ársins hafi átt sér stað í síðustu viku þegar ríkisstjórn Íslands tilkynnti hertar aðgerðir í sóttvarnamálum þjóðarinnar. Ég sá einhvers staðar að andvarp landsmanna hafi greinst á jarðskjálftamælum, svo djúpt var það. Ég var reyndar bara feginn þá þarf ég ekki að hitta fólk.
Meira

Skírdagur, dagur iðrunar og afturhvarfs

Páskahátíð er ein aðalhátíð kristinna manna. Upprisuhátíð frelsarans. Aðdragandi hennar er dymbilvika og bænadagar, skírdagur og föstudagurinn langi. Skírdagur er síðasti fimmtudagur fyrir páska. Hann var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.
Meira

Heim að Hólum

Nú fyrsta apríl eru 40 ár síðan ég var skipaður skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Við Ingibjörg – ásamt börnum okkar fluttum frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi Heim á Hólastað þá um sumarið. Reglubundið skólahald hafði þá legið niðri við Bændaskólann um tveggja ára skeið og framtíð Hóla mjög í óvissu.
Meira

Ný reglugerð um skólastarf eftir páska

Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi, sem birt var í dag, hafi verið unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og taki í meginatriðum mið af appelsínugulum lit í litakóða viðvörunarkerfis fyrir skólastarf sem kynnt var að loknu umfangsmiklu samráði við skólasamfélagið fyrr í vetur, nema hvað íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl.
Meira

Fjallabyggð tapaði „fjár“- máli fyrir Héraðsdómi

Þann 16. mars síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem Fjallabyggð tapaði máli gegn Á Gunnari Júlíussyni, einnig vel þekktur sem „Gunni Júll“ á Siglufirði. Frá þessu er greint á Trölla.is.
Meira

Fyrsta sjónvarpsþáttasería fyrir börn tekin upp og framleidd á Akureyri

Upptökur á glænýrri íslenskri sjónvarpsþáttaröð fyrir börn hófust í síðustu viku hjá N4 á Akureyri og er það í fyrsta sinn sem vitað er að slíkt sjónvarpsefni sé að fullu unnið utan Höfuðborgarsvæðisins. Þættirnir eru gerðir í samstarfi við fræðslusvið þjóðkirkjunnar sem sr. Hildur Björk Hörpudóttir stýrir, og nefnast Himinlifandi.
Meira

Meirihluti stúdenta telja heilsu sína góða á tímum COVID-19

Niðurstöður skoðanakönnunar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti lét gera fyrr í vetur í samvinnu við Landssamband íslenskra stúdenta sýna að meirihluti stúdenta, rúmlega 54%, meti andlega heilsu sína góða eða mjög góða og að rúmlega 76% svarenda hafi ekki viljað vinna meira en þau gerðu síðasta sumar.
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra flytur á Vesturlandið

Dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að Gunnar Örn hafi frá árinu 2015 verið yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra árið 2017.
Meira