V-Húnavatnssýsla

Við eigum nýja stjórnarskrá

Eitt ár er í dag síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók við yfir 43 þúsund staðfestum undirskriftum kjósenda þar sem hins sjálfsagða var krafist, að úrslit kosninga yrðu virt og nýja stjórnarskráin lögfest. Við vitum að í lýðræðisríki eru úrslit löglegra kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Að brjóta þá grundvallarreglu getur ekki gengið til lengdar. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Alþingi lögfestir nýju stjórnarskrána. Meðan það er ógert hangir skömm yfir stjórnmálum landsins.
Meira

James Bond er dauður - Leiðari Feykis

James Bond hefur hætt virkri þjónustu, segir í kynningu nýjustu myndar um hinn eitursvala njósnara hennar konunglegu hátignar í Bretlandi, 007. Í myndinni, sem nú spannar ellefu korter, er þó friðurinn skammvinnur þegar Felix Leiter, gamall vinur frá CIA, mætir á svæðið og biður um hjálp. Að sjálfsögðu bregst Bond ekki vini sínum og lendir á slóð dularfulls illmennis, vopnuðum hættulegri nýrri tækni, meira að segja líftækni sem ég efast um að verði nokkurn tímann verði að veruleika.
Meira

Fjórum veittar samfélagsviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Fyrr í haust kallaði fjölskyldusvið Húnaþings vestra eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem þeir telja að eigi skilinn virðingarvott fyrir verk sín eða störf í þágu samfélagsins. Viðurkenningarnar eru veittar annað hvert ár og er er þetta í fjórða sinn sem þær eru veittar.
Meira

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra virkjuð

Á dögunum var virkjuð í fyrsta sinn samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, en sveitarfélög umdæmisins eru sjö talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu embættisins.
Meira

Fagna hugmyndum um húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir byggðarráði og fagnar hugmyndum um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni. Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því að sveitarfélög taki afstöðu til hugmyndarinnar fyrir lok október.
Meira

1.796 laxar veiddust í Miðfjarðará

Á Húnahorninu segir af því að laxveiðitímabilinu sé nú lokið í flestum ám landsins þetta sumarið. Í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum veiddust samtals 4.550 laxar og er það 156 löxum meira en í fyrra þegar 4.394 laxar veiddust.
Meira

37% vilja láta síðari talningu í NV-kjördæmi gilda

Enn er tekist á um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í kjölfar alþingiskosninganna sem fram fóru 25. september síðastliðinn. Nú hafa að minnsta kosti ellefu aðilar kært kosningarnar til Alþingis og þegar þessi frétt er skrifuð er undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa að funda. Mjög skiptar skoðanir eru ríkjandi varðandi málið en í nýrri könnun Gallup sem RÚV segir frá kemur í ljós að flestir telji að seinni talning eigi að standa.
Meira

Unnur Þöll Benediktsdóttir nýr formaður SUF

46. Sambandsþing SUF (Samband ungra Framsóknarmanna) var haldið um helgina á Hótel Sel í Mývatnssveit. Hópur ungmenna sótti þingið og tók þátt í málefnavinnu. Mikið var rætt um velgengni Framsóknar í Alþingiskosningunum ásamt aðdraganda næstu kosninga, sveitarstjórnarkosningar. Hæst bar til tíðinda að nýr formaður tók við af Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, sem nú er orðin Þingmaður Framsóknar.
Meira

Rabb-a-babb 203: Sara Ólafs

Nafn: Sara Ólafsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Óla Stebba og Huldu Einars á Reykjum. Er alin upp þar á bæ í hressilegu hrútfirsku sveitalofti. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ein af mínum elstu minningum er þegar ég vaknaði um miðja nótt í stofunni heima eftir að hafa grenjað mig, ömmu og afa í svefn. Ástæðan var sú að ég fékk ekki að fara með foreldrum mínum á þorrablót. Þarna hef ég verið u.þ.b. 4 ára. Hættulegasta helgarnammið? Gott súkkulaði og rauðvín.
Meira

Auglýst eftir fulltrúum á nýja skrifstofu skipulags- og byggingamála í Húnavatnssýslum

Laus eru til umsóknar embætti byggingafulltrúa og embætti skipulagsfulltrúa á nýrri skrifstofu í Húnavatnssýslum auk annarra starfa á skrifstofunum tveimur en á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöðvarnar verði á Hvammstanga og Blönduósi.
Meira