Við eigum nýja stjórnarskrá
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
20.10.2021
kl. 15.06
Eitt ár er í dag síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók við yfir 43 þúsund staðfestum undirskriftum kjósenda þar sem hins sjálfsagða var krafist, að úrslit kosninga yrðu virt og nýja stjórnarskráin lögfest. Við vitum að í lýðræðisríki eru úrslit löglegra kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Að brjóta þá grundvallarreglu getur ekki gengið til lengdar. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Alþingi lögfestir nýju stjórnarskrána. Meðan það er ógert hangir skömm yfir stjórnmálum landsins.
Meira
