V-Húnavatnssýsla

Ofurspenntir krakkar á Króksamóti

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu á laugardaginn og var þetta í tíunda skipti sem þetta mót var haldið. Um 150 krakkar, bæði stelpur og strákar, tóku þátt og voru þátttakendur að þessu sinni að koma frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Smáranum Varmahlíð, Fram Skagaströnd, Hvöt Blönduósi og Tindastól Sauðárkróki.
Meira

22 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir frá því að föstudaginn 8. október síðastliðinn var brautskráningarathöfn háskólans að hausti í Hóladómkirkju en alls brautskráðust 22 nemendur að þessu sinni.
Meira

Hrútasýning í Hrútafirði - Besti hrútur sýningarinnar holdfylltur frá nösum til dindils

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár virðist áhugi á sauðfjárrækt í engu hafa dalað. Haustið er uppskerutími þeirra sem unna sauðkindinni þegar árangur kynbótastarfsins birtist skriflega á vigtarnótum sláturleyfishafa og dómablöðum ráðunautanna, en ekki síður við skoðun og áhorf á lagðprúð og læramikil líflömb.
Meira

Íslensk kjötsúpa?

Um nýliðna helgi fögnuðum við Kjötsúpudeginum hér á landi, en hefð er komin fyrir því að bjóða gestum og gangandi upp á íslenska kjötsúpu í höfuðborginni á þeim degi. Það er gert til þess að halda á lofti merkjum íslensks landbúnaðar, íslenskrar framleiðslu og íslenskrar menningar.
Meira

Að vera kostnaðarliður

Á tyllidögum erum við kennarar framlínustarfsfólk sem gegnir mikilvægasta starfi í heimi. Aðra daga erum við langstærsti kostnaðarliður vinnuveitenda okkar. Um áramót renna kjarasamningar fimm aðildarfélaga KÍ við sveitarfélögin út og skilaboðin úr þeirri átt eru skýr, það er enginn peningur til. Ekki frekar en fyrri daginn.
Meira

Æfingaferðirnar með Keflavík standa upp úr ;; Liðið mitt Halldóra Andrésdóttir Cuyler

„Best að byrja á því að þakka Baldri vini mínum kærlega fyrir þetta!“ segir Halldóra Andrésdóttir Cuyler en Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, skoraði á hana að svara í Liðinu mínu áður en þátturinn og enska úrvalsdeildin fór í frí seinasta vor. Halldóru er auðvelt að staðsetja á Bergstöðum í Borgarsveit í Skagafirði en sjálf segist hún vera ótrúlega heppin að eiga marga staði sem hún geti kallað heimili sitt. „Nánast alveg sama hvert ég er að ferðast þá er ég ansi oft á leiðinni heim. En ég er skráð til heimilis í Virginia Beach, USA, en alltaf á ferðalagi í Skagafirðinum og með hugann í Keflavík,“ segir Halldóra en glæstan feril á hún með liði Keflavíkur í körfuboltanum hér áður fyrr. Starfstitill Halldóru er Business Development Consultant eða fyrirtækja þróunar ráðgjafi ef hann er færður upp á bjagaða íslensku! „Já, og svo auðvitað hobby sauðfjárbóndi í íhlaupum,“ áréttar hún.
Meira

Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf.
Meira

Verðbreytingar hjá Íslandspósti á pökkum innanlands og fjölpósti

Breytt verðskrá Póstsins tekur gildi 1. nóvember sem taka til sendinga á fjölpósti og sendinga á pökkum 0-10 kg. Ástæða verðbreytinganna eru ný lög sem kveða á um að gjald fyrir sendingar endurspegli raunkostnað en verði ekki jafnað út þvert yfir landið með stuðningi frá ríkinu eins og fyrri lög kváðu á um. Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að með þessum aðgerðum mun verð á sendingum sumstaðar hækka en annarsstaðar munu þau lækka.
Meira

Nemendafélag FNV með nýtt frumsamið leikrit

Vertu Perfect heitir leikritið sem Nemendafélag FNV setur á svið að þessu sinni og verður þar um heimsfrumsýningu að ræða. Höfundur er hinn geðþekki Akureyringur Pétur Guðjónsson, sem getið hefur sér góðan orðstír á Sauðárkróki fyrir leikstjórn fyrir NFNV og Leikfélag Sauðárkróks. Pétur segist fara óhefðbundna leið að þessu sinni þar sem hann hefur þegar skapað karaktera og skipað í hlutverk en ekki búinn að klára verkið, þó langt komið sé. Svo þegar handrit liggur fyrir muni það taka breytingum.
Meira

Stefán Orri er með slæman verk en vill ekki hitta lækni

Stefán Orri Stefánsson, stundum nefndur Neyðarkallinn, setti sig í samband við ritstjórn nú í morgun og sagði farir sínar ekki sléttar. „Ég skal nú segja þér það vinur minn, að þetta samfélag okkar er hérna bara alveg farið í hundana, alveg hreint bara vinur minn, og þetta heilbrigðiskerfi okkar er alveg komið í þrot, þar stendur ekki steinn yfir steini. Ég lenti í smá óhappi nú í vor og ég fæ bara enga aðstoð, þá var sko farið beint í rassgatið á mér, skal ég segja þér vinur minn, á hérna stöðvunarskyldu hérna í bænum og ég hef bara ekki getað tekið á heilum mér síðan. Allur verkjaður eitthvað og, já, bara ómögulegur. Og svo er bara hlegið að manni í þessu kerfi okkar!“
Meira