V-Húnavatnssýsla

Nýr og bráðhollur Kefir kominn á markaðinn

Það eru ansi margar vörur framleiddar í Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki en auk alls kyns osta þá eru Vogaídýfurnar, E. Finnsson sósurnar og vörur undir merki Mjólku unnar í samlaginu. Nú nýverið kom á markaðinn nýr Kefir mjólkurdrykkur frá Mjólku. „Þessi Kefír er töluvert frábrugðinn þeim sem við erum nú þegar með á markaði,“ sagði Valdís Ýr Ólafsdóttir í vöruþróun samlagsins þegar Feykir forvitnaðist um drykkinn.
Meira

Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa raflínunefnd vegna framkvæmdar sem fengið hefur vinnuheitið Holtavörðuheiðarlína 1. Í frétt í Húnahorninu segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdin muni ná til fjögurra sveitarfélaga: Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Fyrirhuguð framkvæmd er 220kV loftlína sem áætlað er að liggi frá tengivirkií Hvalfirði að nýju tengivirki sem byggt verður á Holtavörðuheiði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2027. Sagt er frá þessu á vef Stjórnarráðsins.
Meira

Ágætt veður í kortunum en snjóar eitthvað í nótt

Ekki er annað að sjá í veðurspám en það verði áframhald á tiltölulega stilltu og tíðindalitlu vetrarveðri út vikuna. Þó er gert ráð fyrir snjókomu eða slyddu aðfaranótt mánudags en rigningarskúrum eða slyddu fram eftir morgni. Vindur alla jafna hægur en á fimmtudag hlýnar og má reikna með rigningarveðri á fimmtudag og föstudag.
Meira

Ásgeir Trausti lofar nokkrum jólalögum á sínum tónleikum

Það styttist í jólin en í dag er hálfur mánuðu í að aðventan hefjist. Fólk deilir nú um hvort leyfilegt sé að hefja spilun.á jólalögum. Og fyrst minnst er á jólalög þá styttist að sjálfsögðu í alls konar jólateónleika. Jólin heima, þar sem ungt og frábært skagfirskt tónlistarfólk treður upp með glæsilega dagskrá í Miðgarði verða með eina tónleika en í tilkynningu á Facebook-síðu tónleikanna segir að fella hafi þurft niður aukatónleikana, sem bætt hafði verið við, af óviðráðanlegum orsökum.
Meira

Íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Á tímabilinu 28. nóvember til 13. desember nk. verða haldnar íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu sem er svohljóðandi:
Meira

Selasetrið fagnar 20 ára afmæli

Selasetur Íslands á Hvammstanga fagnar 20 ára afmæli á þess ári og í tilefni af því verður efnt til afmælisveislu laugardaginn 15. nóvember. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til 17 og verður eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla.
Meira

„Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi...“

Langar þig til að hressa við gamla uppáhalds flík? Textílmiðstöðin, í samstarfi við fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum, býður til vinnustofu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16 – 19 í Félagsheimilinu Blönduósi. Nemendur sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þátttakendur við að breyta, bæta og/eða skapa nýja flík úr gamalli.
Meira

Atvinnuleysi lægst á Norðurlandi vestra

Atvinnuleysi er lægst á landinu á Norðurlandi vestra, eða aðeins 1,3%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Í frétt Húnahornsins segir að skráð atvinnuleysi á landinu öllu í október hafi verið 3,9% og hafði þá aukist um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í október 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,4%. Að meðaltali voru 8.030 atvinnulausir í október síðastliðnum, 4.661 karl og 3.369 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 682 manns milli mánaða.
Meira

Ágætis veður áfram í kortunum

Það er miðvikudagurinn 12. nóvember í dag, styttist óðfluga í aðventuna og fólk þarf að fara að grafa upp jólalagalistana sína fyrr en varir. Jafnaðargeð hefur helst einkennt Vetur konung síðustu vikuna og útlit er fyrir að lítil breyting verði á því fram yfir helgi. Þó gæti aðeins bætt í vind seinni partinn á morgun - fimmtudag - og jafnvel boðið upp á lítils háttar snjókomu. Á föstudag lægir og sólin brýst fram.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgaði um 69 milli ára

Fjölda íbúa í sveitarfélögum á Íslandi fjölgaði um 1,3% milli ára samkvæmt tölum Þjóðskrár en miðað er við tímabilið frá 1. nóvember 2024 til 1. nóvember 2025. Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 60 milli ára, eða um 0,8%, en mest var fjölgunin í Skagafirði. Þar töldust íbúar vera 4.500 nú í byrjun mánaðar og hafði fjölgað um 69 frá fyrra ári en það er 1,6% fjölgun. Þá fjölgaði sömuleiðis í Húnaþingi vestra um 1% og teljast íbúar þar nú vera 1.362 en voru ári áður 1.249.
Meira