V-Húnavatnssýsla

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
Meira

Allir vegir færir á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
Meira

Vinnustofa í nýsköpun og gervigreind á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands, í samstarfi við KPMG og Iceland Innovation Week standa fyrir vinnustofu í nýsköpun og gervigreind í Kvennaskólanum á Blönduósi 31. október klukkan 8:30-12:30. Á vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast raunverulegum leiðum til að nýta gervigreind í daglegu starfi ásamt því hvernig styrkja má og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu.
Meira

Spáð snjókomu og svo rigningu

Það snjóar á höfuðborgarsvæðinu og þar er vetrarfærð með tilheyrandi umferðarteppum. Ástandið er töluvert skárra hér fyrir norðan og sennilega ekki laust við að einhverjir glotti yfir ástandinu fyrir sunnan þó það sé nú ekki fallegt. Flestir höfuðvegir á Norðurlandi vestra eru snjóléttir en varað er við hálku eða hálkublettum.
Meira

Smásagnasafn eftir Stein Kárason komið út

Út er komin bókin Synda selir ­smásögur eftir Stein Kárason, sem er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra voru veittar við hátíðlega athöfn á Sjávarborg, þriðjudaginn 21. október sl. Þar voru saman komin viðurkenninarhafar, nefnd um umhverfisviðurkenningar, sveitarstjóri, umhverfisfulltrúi og fulltrúar sveitarstjórnar þetta kemur fram á vef Húnaþings vestra.
Meira

Í syngjandi jólasveiflu í Hörpu | Feykir spjallar við Huldu Jónasar

„Það sem er næst á dagskrá hjá okkur núna eru jólatónleikar í Hörpu. Þeir hafa hlotið nafnið Í syngjandi jólasveiflu og þar ætlum við að flytja jólalögin hans Geira okkar í bland við hans þekktustu lög. Jólalögin hans eru mjög falleg og hafa allt of lítið fengið að hljóma,“ segir tónleikahaldarinn og Króksarinn Hulda Jónasar, dóttir Erlu Gígju og Ninna heitins, þegar Feykir spyr hvað standi nú til.
Meira

Kvennafrídagur 24. okt. 2025 | Sigríður Garðarsdóttir skrifar

Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Meira

Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost

Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti FNV í gær

Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson er á ferðalagi um landið að heimsækja framhaldsskóla landsins og heimsótti hann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði.
Meira