V-Húnavatnssýsla

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 | Björn Snæbjörnsson skrifar

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira

„Rödd þín er öflug, svo ekki gleyma henni“ | GRETA CLOUGH

Þá er komið að því að fræðast um jólin og árið hjá Gretu Clough en hún er bandarísk að upplagi en býr nú á Hvammstanga ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Líndal, og börnum þeirra. Greta er listrænn stjórnandi hjá Handbendi brúðuleikhúsi, leikhúslistamaður og brúðuleikari. Hún verður heima á Hvammstanga um jólin og fær góða gesti í heimsókn.
Meira

G L E Ð I L E G J Ó L

Starfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,
Meira

Litrík veðurkort næstu daga

Veðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.
Meira

Jólaböllin árlegu

Við höldum okkur við jólahefðirnar og nú eru það jólaböllin sem mörgum finnst ómissandi partur af jólum og verður heldur betur hægt að skella sér á jólaball um þessi jólin og sennilega eiga einhverjir sitt uppáhalds ómissandi jólaball.
Meira

Blása til aukatónleika

Miðasala á Áramótatónleika Heimismanna þann 28. des. næstkomandi hefur gengið vonum framar og nú um helgina var komin upp sú staða að það var orðið uppselt á tónleikana.
Meira

Gerði heiðarlega tilraun til að heimsækja söguslóðir Outlander bókanna

Hrund Jóhannsdóttir er fædd í Reykjavík, búsett á Hvammstanga, uppalin á Gauksmýri, gift, móðir tveggja barna og fædd á áratug áratuganna. Við vitum öll að tugurinn er 80 og árið er sjö. Hrund er veitingahúsaeigandi á Hvammstanga, á og rekur Sjávarborg og er framtíðar víngerðarkona. Hrund svaraði Bók-haldi Feykis um miðjan nóvember en þá var hún að gera sig klára í Edinborgarferð með hluta af bókaklúbbnum sínum sem farin var í byrjun desember. Bók-haldið birtist fyrst í JólaFeyki.
Meira

Makríllinn vannýttur | Sigurjón Þórðarson skrifar

Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Meira

Síðasti Feykir ársins 2025 kominn úr prentun

Þá er kominn út síðasti Feykir ársins 2025. Svokallað jólakveðjublað enda fullt af jólakveðjum og auglýsingum og sennilega hefur þetta síðasta blað fyrir jól aldrei verið stærra, heilar 36 síður. Að sjálfsögðu er blaðið stútfullt af áhugaverðum umfjöllunum og viðtölum. Blaðið fer í drefingu í dag en er þegar opið í rafrænni áskrift.
Meira

Það hlaut að koma að því

Eigum við að segja hlaut að koma að því? Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna norðaustan hríðar. Tíðarfarið í Desember hefur nú hingað til verið einstakt en komandi viðvörun tekur gildi á hádegi á morgun 17.desember og rennur út snemma morguns 18. desember.
Meira