V-Húnavatnssýsla

Kjarninn og hismið – sameiningartillaga Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Einnig var haldin vinnustofa á Borðeyri í lok ágúst þar sem saman komu kjörnir fulltrúar, fulltrúar í nefndum og ráðum, embættismenn og forstöðumenn einstakra sviða og stofnana beggja sveitarfélaga auk fulltrúa menningarlífs og atvinnulífs.
Meira

Daníel Smári, Emma Katrín og Snædís Katrín skipa Gettu betur lið FNV

Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Í frétt á vef FNV segir að eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Meira

Þjónustustefna Húnaþings vestra samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 18. nóvember var samþykkt þjónustustefna sveitarfélagsins. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að stefnan er sett á grunni sveitarstjórnarlaga en árið 2021 var lögfest ákvæði í þeim þar sem sveitarstjórn er gert að móta stefnu um þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum.
Meira

Tvö alvarleg umferðarslys urðu á stundarfjórðungi í Húnavatnssýslum

Feykir greindi fyrr í kvöld frá því að þriggja bíla árekstur hefði orðið á Þverárfjallsvegi um kaffileytið í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra varð slysið við Blöndubakka á Skagastrandarvegi og var tilkynnt um það kl. 16:06. Aðeins 14 mínútum síðar var tilkynnt um annað alvarlegt bílslys en það varð við Hvammstanga.
Meira

Stjórn SSNV fundaði með innviðaráðherra

Stjórn, ásamt framkvæmdastjóra, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) átti fund með innviðaráðherra og embættismönnum ráðuneytisins sl. föstudag þar sem farið var yfir stöðu landshlutans og þau tækifæri og áskoranir sem blasa við á næstu árum.
Meira

Starfamessa á Sauðárkróki

Starfamessa fyrir ungmenni á Norðurlandi vestra var haldin í dag 20. nóvember. Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar landshlutans fyrir árið sem er að líða. Þetta er í þriðja sinn sem ungmennum í landshlutanum gefst kostur á að kynnast fjölmörgum starfsgreinum, sem hægt er að vinna við innan og utan landshlutans, bakgrunn þeirra og menntunarkröfum.
Meira

Erindið Jólin og sorgin á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember kl. 18.

Þau leiðu mistök urðu að röng auglýsing var sett í Sjónhorn vikunnar fyrir erindi á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember.
Meira

Menning í landsbyggðunum

Sagt er frá því á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að verkefnastjóri SSNV, menningarfulltrúar allra landshlutasamtaka og Byggðastofnunar áttu fróðlegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember sl. Markmið dagsins var að ræða stöðu menningarmála, styrkja tengslin og leita leiða til að auka sýnileika menningar í landsbyggðunum.
Meira

Framlag sem verður seint fullþakkað

Brunavörnum Húnaþings vestra barst á dögunum myndarlegur styrkur frá Gærunum til kaupa á búnaði fyrir slökkviliðsmenn liðsins. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að í þetta skiptið hafi styrknum verið varið í kaup á ullarundirfatnaði og nýjum vinnuvettlingum á alla liðsmenn.
Meira

Íbúafundur vegna sameiningar

Í dag þriðjudaginn 18.nóvember verður íbúafundur í Félagsheimilinu Hvammstanga vegna hugsanlegrar sameiningar Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Fundurinn verður frá kl.17-19 og streymt verður frá fundi. 
Meira