V-Húnavatnssýsla

Sundlaugar og íþróttahús loka

Í framhaldi af hertum reglum um samkomubann vegna COVID-19 verður öllum sundlaugum, íþróttahúsum og líkamsræktarstöðvum lokað meðan bannið stendur. Lokunin hefur þegar tekið gildi í sundlaugum og íþróttahúsum á Norðurlandi vestra.
Meira

Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti í kvöld (þ.e. aðfaranótt þriðjudags). Takmörkun á skólahaldi verður óbreytt.
Meira

Upplýsingar um verkefni gærdagsins hjá Húnaþingi vestra vegna úrvinnslusóttkvíar

Upplýsingar um verkefni gærdagsins hjá Húnaþingi vestra vegna úrvinnslusóttkvíar voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins í gær. Þar er einnig minnt á að aðeins einn af hverju heimili hefur heimild til að fara út til að afla nauðsynja og gildir einungis um þá sem ekki voru í sóttkví áður en úrvinnslusóttkví var sett á.
Meira

Leiðrétt uppskrift að laxarúllum

Í matarþætti vikunnar í nýjasta tölublaði Feykis (11.2020) urðu þau mistök að eitt orð féll niður. Það var í uppskrift að laxarúllum en laxinn í þeim á að vera REYKTUR. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist uppskriftin hér að neðan eins og hún á að vera:
Meira

Allir íbúar Húnaþings vestra sæta úrvinnslusóttkví

Vegna grunsemda um víðtækt smit í Húnaþingi vestra verður að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax. Frá og með kl. 22:00 í kvöld, laugardaginn 21. mars 2020, skulu allir íbúar sveitarfélagsins sæta úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.
Meira

Þegar Norðurlandi var lokað

Ýmislegt hefur verið nefnt til sögunnar sem möguleiki í baráttunni gegn útbreiðslu og smitleiðum COVID-19 kórónaveirunnar og þar á meðal er að setja heilu landshlutana eða byggðarlögin í sóttkví. Þetta gerði Jónas Kristjánsson, læknir á Sauðárkróki, í félagi við fleiri lækna á Norðurlandi, árið 1918 í baráttunni við hina illræmdu spænsku veiki sem er talin hafa lagt að velli um 50 milljón manns og þar af um 484 Íslendinga.
Meira

Hægeldaðir lambaskankar

Uppskrift vikunnar birtist í tólfta tölublaði ársins 2018. Hún kemur frá Kristni Bjarnasyni og móður hans, Guðlaugu Jónsdóttur, á North West Hóteli í Víðigerði en fjölskyldan hefur rekið hótel og veitingasölu þar frá árinu 2014. Þau buðu upp á hægeldaða lambaskanka með rauðvínssoðsósu, basil-parmesan kartöflumús, sykurgljáðum gulrótum og pikkluðu salati. Uppskriftin er fyrir tvo.
Meira

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.
Meira

Viðbragðsáætlun í landbúnaði vegna COVID 19

Nauðsynlegt er fyrir bændur að hafa viðbragðsáætlun sem tekur til þátta sem mikilvægir eru til að tryggja órofinn búrekstur komi til veikinda, segir á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þar er brýnt fyrir bændum að gera ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf án þekkingar á viðkomandi búi eða með aðstoð bónda en þá skiptir viðbragsáætlun hvers bús höfuðmáli.
Meira

Við erum eins tilbúin og við verðum – Stefán Vagn í viðtali við N4

Karl Eskil Pálsson, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni N4, tók viðtal Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón á Norðurlandi vestra, og spurði hann um ýmislegt er varðar Covid 19 og aðgerðir Almannavarna á svæðinu. Stefán segist búast við því að veiran fari að breiðast meira út á Norðurlandi vestra líkt og annars staðar og verkefni Almanavarna sé að reyna að hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms þannig að viðbragðsaðilar ráði við ástandið.
Meira