V-Húnavatnssýsla

Árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands hafið

Í dag hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „Þú ert ekki ein“. Í átakinu er lögð áhersla á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar kona greinist með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Í tilkynningu frá félaginu segir að stuðningur fjölskyldu og vina skipti miklu máli í öllu ferlinu, allt frá greiningu, en einnig faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds. Rannsóknir sýna að þeim vegnar betur sem fá stuðning í ferlinu. Bleika slaufan er með nokkuð breyttu sniði í ár og í fyrsta sinn er Bleika slaufan ekki næla heldur hálsmen.
Meira

Talsvert magn fíkniefna gert upptækt

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að vel hafi tekist til um Laufskálaréttarhelgi, sem hafi farið vel fram svo og viðburðir henni tengdir. Fjöldi ökumanna var stöðvaður fyrir ýmiss konar umferðarlagabrot og var hraðakstur þar mest áberandi. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp um helgina og var þar um að ræða talsvert magn fíkniefna sem talið að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu. Lögreglan á Norðurlandi vestra naut aðstoðar fíkniefnaleitarhunds og þjálfara lögreglunnar á Austurlandi en fjöldi lögreglumanna stóð vaktina um helgina.
Meira

Vígsla viðbyggingar við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Á morgun, þriðjudaginn 1.október klukkan 18:00, verður viðbygging Íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra vígð Af því tilefni er íbúum og gestum boðið til móttöku og gefst þeim tækifæri til að skoða aðstöðuna og njóta veitinga.
Meira

Skagafjörður vill öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra að borðinu um málefni fatlaðs fólks

Sveitarfélagið Skagafjörður er reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku. Áður hafði byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu þar sem ljóst var að Húnaþing hugðist gera það einnig.
Meira

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira

Nýr kaffidrykkur frá KS

Mjólkursamlag KS í samstarfi við Te & Kaffi hefur sett á markað markað nýjan kaldbruggaðan kaffidrykk undir nafninu Íslatte. Drykkurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem framleiddur er hér á landi úr kaffibaunum frá Te og kaffi og íslenskri mjólk og þróaður í samvinnu við kaffisérfræðinga Te og kaffi.
Meira

Hefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

Til stendur hjá SSNV að auglýsa eftir umsóknum í næsta skref rannsókna á hagkvæmni smávirkjana á Norðurlandi vestra, kallað Skref 2. Tilgangur smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Meira

Fjölbrautaskólinn mikilvægur á Norðurlandi vestra

Haldið var upp á 40 ára afmæli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðasta laugardag og var öllum velunnurum skólans boðið til afmælisdagskrár á sal Bóknámshússins. Í tilefni tímamótanna fékk skólinn 10 milljón að gjöf frá KS. Að lokinni dagskrá var boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans.
Meira

Aksturstími skólabifreiða lengdur um 40 mínútur á dag

Aksturstími skólabifreiða um Vesturhóp hefur nú verið lengdur um 20 mínútur á hvorri leið að því er kemur fram í tilkynningu frá Grunnskóla Húnaþings vestra í morgun. Ástand vegarins er nú þannig að ekki er mögulegt að aka veginn nema mjög rólega og mun lengingin vara þar til lagfæringar hafa verið gerðar á veginum. Við þetta lengist heildartíminn sem skólabörn á svæðinu þurfa að vera í bílnum um 40 mínútur á dag.
Meira

Hægelduð kiðlingaöxl og kjúklingasalat

Það er Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari sem ætlar að leyfa okkur að kíkja í pottana hjá sér að þessu sinni. Þórhildur er Skagfirðingur, úr Lýtingsstaðahreppnum en starfar nú sem umsjónarmaður Vörusmiðju hjá BioPol á Skagaströnd. „ Ég hef mjög gaman af því að lesa matreiðslubækur og kaupi iðulega matreiðslubækur á mínum ferðalögum erlendis sem minjagripi. Hef gaman að því að borða góðan mat og helst ef einhver annar eldar hann fyrir mig. Bestu stundirnar eru þegar maður er með fjölskyldu og vinum að borða góðan mat og tengir maður iðulega minningar við ákveðin mat.
Meira