V-Húnavatnssýsla

Hrun í laxveiði í Húnavatnssýslum

Það stefnir í eitt lélegasta laxveiði sumar í Húnavatnssýslum í langan tíma. Laxveiði sem af er sumri er 55-79% minni í helstu laxveiðiám sýslnanna miðað við sama tíma í fyrra. Almennt minnkar veiði milli vikna. Skást er laxveiðin í Miðfjarðará en þar hefur 571 lax veiðst, sem er 55% minni veiði en í fyrra.
Meira

Norð-vestur slagur í fotbolti.net bikarkeppninni

Dregið var í Fotbolti.net bikarnum rétt í þessu og fór það svo að nágranna liðin Tindastóll og Kormákur/Hvöt drógust saman.
Meira

Norðlenskir sigrar í Fotbolti.net bikar

Það gekk allt í haginn hjá Tindastóli og Kormáki/Hvöt í Fotbolti.net bikarkeppninni í gærkvöldi í 8 liða úrslitum. Tindastóll tók á móti KFG úr Garðabænum. Er skemmst frá að segja að Stólarnir unnu nokkuð þægilegan sigur, 4–1. Heimamenn vörðust vel og sóttu af krafti og uppskeran því góð.
Meira

Flemming Jessen púttar á Hvammstanga

Flemming–pútt 2025 fór fram föstudaginn 25. júlí. Að þessu sinni fór mótið fram í blíðskapar veðri, sól og góður hiti, sem sagt við bestu aðstæður. Góð þátttaka var, alls um 40 þátttakendur frá hinum ýmsu stöðum s. s. Hvammstanga, Borgarbyggð, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Að venju var boðið upp á veitingar s. s. kaffi, gulrætur, ídýfur og konfekt. Þetta er í fimmtánda sinn sem Flemming stendur að púttmóti á Hvammstanga, fyrsta mótið fór fram 2011.
Meira

Væri ekki hlaupið út aftur

Aðsend Grein: Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018.
Meira

Fyrsta Landsmótið í hestafimleikum á Íslandi haldið á Hvammstanga

Dagana 15.-18. júlí fór fram fyrsta landsmót í hestafimleikum á Íslandi og var það haldið í Þytsheimum á Hvammstanga. Sex hópar, frá Hvammstanga, Borgarfirði, Snæfellsnesi og Suðurlandi tóku þátt og sýndu alskonar kúnstir. Þó sumir hóparnir væru frekar nýlega stofnaðir og æfingastigið því mjög mismunandi stóðu öll börnin sig einstaklega vel og fengu verðskuldaða viðurkenningu.
Meira

Eldur í Hún tókst vel og allir sáttir

Hátíðin góða Eldur í Húnaþingi fór fram í síðustu viku og lauk á sunnudaginn. Framkvæmdanefndin hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Meira

Norð-vestlensku liðin áttu góðan dag í gær

Kormákur/Hvöt skruppu á Akranes og spiluðu við Kára í 2. deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu 2 – 3. K/H komst í 2-0 með mörkum frá Abdelhadi Khalok El Bouzarrari og Goran Potkozarac. Börkur Bernharð Sigmundsson minkaði muninn fyrir Kára en Abdelhadi Khalok El Bouzarrari kom K/H í 3-1. Sigurjón Logi Bergþórsson klóraði aðeins í bakkann í restina en leikurinn endaði því 2-3 fyrir Kormák/Hvöt og sitja þeir núna í 6. sæti í deildinni.
Meira

Miðfjörðurinn mun nötra

Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 11. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Hægt að sjá nánar um hátíðina á facebook-Norðanpaunk.
Meira

Kormákur/Hvöt með fjórða sigurinn í röð

Það var hátíðarbragur á liði Kormáks Hvatar í gær enda tilefni til þegar það atti kappi við topplið 2. deildar, Ægi frá Þorlákshöfn. Leikurinn fór fram á Hvammstanga þar sem bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi fer fram. Kormákur Hvöt gerði sér lítið fyrir og sigraði toppliðið í skemmtilegum leik 3-2. Moussa Ismael Sidibe Brou skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Kormák Hvöt en Ægir minnkaði muninn áður en flautað var til hálfleiks.
Meira