V-Húnavatnssýsla

Húnvetningar krækja í markahrókinn Ismael á ný

Húnvetningar hafa verið í pínu basli með að skora í 2. deildinni í sumar en nú gæti mögulega ræst aðeins úr málum því Ismael Sidibe hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Kormák/Hvöt. Hann fór mikinn með liði Húnvetninga í fyrrasumar, gerði þá 18 mörk í 19 leikjum og ef hann heldur því formi áfram með Kormáki/Hvöt eru Húnvetningar í góðum málum.
Meira

Tæplega 70 þátttakendur frá Norðurlandi vestra

Um sl. helgi fór fram Símamótið í Kópavogi þar sem hátt í 70 stelpur frá Norðurlandi vestra í 5.fl., 6.fl. og 7.fl. kvenna voru mættar til leiks. Var þetta í 40. skiptið sem mótið var haldið og voru um 3000 stelpur alls staðar af landinu mættar til leiks. Tindastóll og Hvöt/Fram hafa verið dugleg að senda frá sér lið á þetta mót undanfarin ár og var engin breyting á í þetta skiptið.
Meira

Skátafélagið Eilífsbúar á Landsmóti á Úlfljótsvatni

Landsmót skáta 2024 fer senn að ljúka en það byrjaði þann 12. júlí og lýkur þann 19. júlí. Mótið í ár er á Úlfljótsvatni og eru átta ár liðin síðan síðasta Landsmót var haldið en venju samkvæmt er það á þriggja ára fresti. Eftirvæntingin leyndi sér því ekki hjá mótshöldurum og þátttakendum og var þema mótsins Ólíkir heimar sem var svo skipt upp í fimm svæði, Bergheima, Jurtaheima, Loftheima, Eldheima og Vatnaheima. Skátafélagið Eilífsbúar á Króknum létu sig ekki vanta og fóru 17 manns á mótið. Þar af voru fimmtán krakkar og tveir fararstjórar þau Hildur Haraldsdóttir og Emil Dan Brynjólfsson.
Meira

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal valinn í U21 landsliðið í hestaíþróttum

Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga segir að undirbúningur fyrir Norðurlandamótið sé á blússandi siglingu og nú liggur fyrir hvaða knapar munu keppa fyrir Íslands hönd í yngri flokkunum. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal í Hestamannafélaginu Þytur í Húnaþingi vestra var valinn í hópinn og hefur verið hluti af honum undanfarin ár.
Meira

Anna Karen og Una Karen keppa á Íslandsmótinu í höggleik

Á morgun, fimmtudaginn 18. júlí, byrjar Íslandsmótið í höggleik en það verður haldið á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja í ár. Þrettán ár eru síðan GS hélt mótið síðast en golfklúbburinn heldur upp á 60 ára afmælið sitt í ár og var það stofnað þann 6. mars árið 1964. Þær stöllur, Anna Karen og Una Karen, ætla ekki að láta sig vanta á þetta mót og keppa fyrir hönd GSS. Hægt er að fylgjst með gangi mála á golfbox en við hjá Feyki ætlum að sjálfsögðu að tilkynna stöðu mála þegar keppnin hefst. 
Meira

Upp'á palli, inn'í tjaldi, út'í fljóti með Áskeli Heiðari

„Hvernig er það, er ekkert að gera hjá þér Heiðar? Hvað ertu að gera í útvarpinu?“ spyr Feykir einn splunkunýjasta útvarpsmann landsins. Hann svarar því til að sem betur fer sé enginn skortur á skemmtilegum verkefnum.
Meira

Reisa nýtt vitaljós á sama stað

Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að hinn rúmlega aldargamli Gjögurviti á Ströndum féll á hliðina í suðvestan hvassviðri í desember 2023. Ástand stálgrindar vitans var orðið bágborið og grindin illa farin af ryði. Vitinn var strax aftengdur. Í byrjun júlí fór vinnuflokkur á vegum Vegagerðarinnar á staðinn til að búta stálgrindina niður og flytja í burtu. Starfsfólk Vegagerðarinnar fjarlægði brak úr vitanum í byrjun júlí en til stendur að reisa annað vitaljós á sama stað fyrir lok sumars.
Meira

Húnabyggð auglýsir Húnavelli til leigu

Nú er tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki í ferðaþjónustu þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir um leigu á Húnavöllum segir á Facebooksíðu Húnabyggðar. En á Húnavöllum er m.a. hótelbygging, matsalur og íþróttasalur, fimm nýupgerðar íbúðir, sundlaug og heitur pottur, tjaldsvæði, sparkvöllur og leiksvæði. Auk þess er staðsetning Húnavalla sérlega góð, skammt frá þjóðvegi 1 en að sama skapi ríkir mikil kyrrð á staðnum.
Meira

Nytjamarkaðir á Norðurlandi

Mig hefur lengi langað til að fara á rúntinn og þræða nytjamarkaði á Norðurland því á þessu svæði og reyndar á öllu landinu er heill hellingur af svona búðum og mörkuðum. Eini ókosturinn er opnunartíminn því hann er svo misjafn en síðastliðna helgi var ég fyrir sunnan og kíkti að sjálfsögðu í eina slíka, í Portið, sem er ein af mínum uppáhalds. Ég get nefnilega gleymt mér, ef ég hef tíma, inni í svona verslunum við að skoða alls konar drasl og gersemar og enda yfirleitt á því að kaupa eitthvað sem mig vantaði alls ekki. Sumir tala um að fara inn í þessar verslanir til að „spara“, ætli það sé ekki þegar fólk er að gefa hlutum og fötum nýtt líf með því að mála, laga og breyta, en ég er nú ekki mikið í því, ég kaupi bara. 
Meira

Allir vegir á Víðidalstunguheiði loks opnir

Sagt er frá því á vef Húnaþings vestra að nú loksins eru allir vegir á Víðidalstunguheiði opnir fyrir umferð en í sumar hafa þeir verið óvenju blautir og því lengur ófærir. Þó búið sé að opna allar leiðir eru einstaka kaflar leiðinlega mjúkir enn og vegfarendum bent á að fara að öllu með gát.
Meira