feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
26.09.2025
kl. 11.44
Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira