V-Húnavatnssýsla

Íþróttamaður USVH tilnefndur á laugardag

Laugardaginn 28. desember kl. 15 verður íþróttamaður USVH árið 2019 útnefndur á Staðarskálamótinu sem fram fer í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Tilnefndir eru eftirfarandi einstaklingar í stafrófsröð.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á árinu sem senn lætur sjá sig með þökk fyrir samskiptin á því sem senn kveður.
Meira

Safna saman upplýsingum í kjölfar óveðurs

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hyggst safna saman upplýsingum um það sem úrskeiðis fór í óveðrinu sem gekk yfir í desember. Tilgangurinn er sá að læra af reynslunni og verða upplýsingarnar meðal annars notaðar til að vinna viðbragðsáætlun fyrir óveður af þeirri stærðargráðu sem desemberveðrið var.
Meira

Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóður sameinast í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Alþingi hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um að sameina Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun í nýja stofnun sem mun bera nafnið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Á heimsíðu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að markmið stjórnvalda með því að sameina stofnanirnar tvær sé að stuðla að betri, öruggari og skilvirkari húsnæðismarkaði fyrir almenning, byggingariðnaðinn og aðra haghafa.
Meira

Fuglavernd hvetur Landsnet og RARIK til að leggja raflínur í jörð

Í ljósi atburða í tengslum við nýlegt óveður vill Fuglavernd hvetja Landsnet og RARIK til að setja raflínur í jörðu. Ekki er einungis um mikilvæga hagsmuni manna að ræða, heldur einnig hagsmuni fuglalífs í landinu, segir í tilkynningu frá félaginu. „Þótt neikvæð áhrif raflína á fuglalíf hafi ekki verið rannsökuð með beinum hætti hér á landi, er vitað að slíkar línur hafa mikil umhverfisáhrif víða um heim vegna áflogs fugla.“
Meira

Fyrsta í búð Bústaðar hses. afhent

Leigufélagið Bústaður hses. afhenti nýlega fyrstu íbúðina að Lindarvegi 5a á Hvammstanga. Leigufélagið Bústaður hses., sem starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir, auglýsti sex íbúðir að Lindarvegi 5a til leigu í nóvember. Alls bárust sextán umsóknir og hefur öllum íbúðunum verið úthlutað, fyrsta íbúðin var afhent á föstudaginn og verða hinar fimm afhentar hver af annarri frá miðjum janúar.
Meira

Hugarró milli jóla og nýárs

Þann 27. desember ætla vinkonur að koma saman, annars vegar í Sauðárkrókskirkju kl.16:30 og síðan í Blönduóskirkju kl. 20, og flytja tónlist og talað mál eftir konur eða sem hefur verið samin til kvenna. Vinkonurnar sem um ræðir eru á öllum aldri og eiga tengingu við Norðurland vestra og flestar búa þær í Skagafirði. „Hugljúf stund í skammdeginu og góð leið til að slaka á um jólin,“ segir í tilkynningu.
Meira

Nýir áhorfendapallar í Félagsheimilið á Hvammstanga

Síðastliðinn föstudag skrifuðu Félagsheimilið Hvammstanga og Leikflokkur Húnaþings vestra undir nýjan samning þegar fjárfest var í áhorfendapöllum fyrir félagsheimilið. Pallarnir eru þegar komnir í notkun en þeir voru vígðir á lokasýningu leikflokksins á Skógarlífi á föstudaginn. Sagt er frá þessu á Facebooksíðunni Leikflokkur Húnaþings vestra.
Meira

Öxnadalsheiði opnuð í kvöld

Öxnadalsheiði var opnuð á ný í kvöld eftir að hafa verið lokuð vegna veðurs í langan tíma. Róbert Daníel Jónsson, á Blönduósi, tók meðfylgjandi myndir er hann beið í um 40 mínútur í ansi langri biðröð er vegurinn yfir Öxnadalsheiði var við það að opna. Veginum hafði verið lokað á fimmta tímanum í fyrrinótt vegna veðurs og snjóþunga en opnaði síðan um kl. 21:00 í kvöld.
Meira

Milljörðum varið til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga

Frá því er sagt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins að komugjöld í heilsugæslu verði felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform um ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Hluti aðgerðanna kemur til framkvæmda 1. janúar næstkomandi en í fjármálaáætlun stjórnvalda eru 3,5 milljarðar króna ætlaðir til að draga úr kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu til ársins 2024.
Meira