V-Húnavatnssýsla

Gjaldskrá Matvælastofnunar hækkar ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að hún hyggðist ekki hækka gjaldskrá Matvælastofnunnar að svo stöddu. Hún sagði að ekki kæmi til greina að taka ákvarðanir sem leitt gætu til hærra matvælaverðs.
Meira

Stjórn Byggðastofnunar fundar á Skagaströnd

Það er hefð fyrir því að stjórnarfundir Byggðastofnunar séu haldnir víða á landsbyggðunum og verður næsti fundur á morgun, þriðjudaginn 29.ágúst, haldinn á Skagaströnd. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar segir mikilvægt fyrir stjórn og starfsfólk að hafa möguleika á að kynna sér helstu áherslur í viðkomandi byggðalagi sem heimsótt er, kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana en einnig að kynna hvernig hægt sé að nýta hin ýmsu verkfæri sem Byggðastofnun hafi yfir ráða, þar sem það á við.
Meira

Íslensk erfðagreining greinir sýni úr íslensku sauðfé

Nú hefur það verið staðfest að Íslensk erfðagreining ætlar á næstu vikum að byrja að taka við sýnum úr íslensku sauðfé. Gerðar verða erfðarannsóknir á íslenskum kindum í fyrsta sinn hjá ÍE til þess að leita að arfgerðum sem vernda þær gegn riðuveiki og binda við það vonir að með því færist þeir nær því að rækta riðurfrían sauðfjárstofn.
Meira

Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er

Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni.
Meira

Þungbær heimsókn Húnvetninga í Sandgerði

Toppliðin í 3. deildinni í knattspyrnu mættust á Brons-vellinum í Sandgerði í gær en þar var um að ræða lið heimamanna í Reyni og húnvetnsku gæðingana í liði Kormáks/Hvatar. Með sigri hefðu gestirnir jafnað Reynismenn að stigum á toppi deildarinnar en sú varð ekki raunin þó um hörkuleik hefði verið að ræða. Sandgerðingar höfðu betur, 3-2, eftir mikinn hasar þar sem tveir gestanna fengu að líta rauða spjaldið.
Meira

Tímafrestur ráðherra löngu liðinn

Ennþá hefur ekki verið gengið frá samningum við sauðfjárbændur í Húnaþingi vestra sem skera þurftu niður fjárstofn sinn vegna riðu fyrr á þessu ári. Tímafrestur ráðherra vegna þessa er löngu liðinn og með öllu ólíðandi vinnubrögð að ekki skuli frá þessu gengið að mati strjórnar SSNV. Skorar stjórnin jafnframt á Matvælaráðherra að ganga frá samningum strax við alla þá bændur sem málið varðar.
Meira

Norðvesturúrvalið í góðum málum í 2. flokki kvenna

Það var spilaður fótbolti á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Norðvesturúrvalið (Tindastóll Sauðárkróki, Kormákur Hvammstanga, Hvöt Blönduósi og Fram Skagaströnd) tók á móti liði Aftureldingar, toppliði B-riðils í 2. flokki kvenna. Lið NV stendur vel að vígi í riðlinum því það hefur tapað fæstum stigum liðanna en á eftir að spila nokkra frestaða leiki. Stelpurnar okkar höfðu talsverða yfirburði í leiknum sem þó var spennandi því þrátt fyrir mýmörg tækifæri gekk brösuglega að koma boltanum framhjá sprækum markverði gestanna. Lokatölur engu að síður 4-2 sigur.
Meira

Um 500 manns mættu á Stórhól í afmæli Beint frá býli

Nú á sunnudaginn var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á sex stöðum á landinu. Hér á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í gamla góða Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ellefu framleiðendur mættu þar til leiks frá Norðurlandi vestra sem eru aðilar að Beint frá býli til að kynna og selja afurðir sínar. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps var með bakkelsi á svæðinu og ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymdi undir börnum.
Meira

Icelandair býður til fjölskyldudags á Glerártorgi

Norðlendingar tóku vel á móti flugfélaginu NiceAir sem flaug frá Akureyri til áfangastaða erlendis. Það félag varð því miður ekki langlíft, hóf sig til flugs í febrúar 2022 en lauk starfsemi í vor. Nú hyggst Icelandair koma til móts við Norðlendinga og bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkur til reynslu í vetrarbyrjun og blæs því til kynningar og fjölskyldudags laugardaginn 26. ágúst næstkomandi á Glerártorgi á Akureyri. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og þar á meðal verða tónlistaratriði, húllasýning, andlitsmálun og veitingar. Auk þess verður glæsilegt lukkuhjól sem færir heppnum þátttakendum veglega vinninga og ratleikur þar sem hægt er að vinna flugferð fyrir fjóra til Barcelona.
Meira

Bjarni segir MAST algjört nátttröll þegar kemur að heimavinnslu á mat

Mbl.is segir frá því að ný gjald­skrár­hækk­un sem Mat­væla­stofn­un hef­ur boðað muni gera bænd­um og litl­um slát­ur­hús­um erfitt fyr­ir ef marka má um­sagn­ir sem borist hafa inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda vegna hækk­un­ar­inn­ar. Kemur fram að Bændasamtök Íslands leggist al­farið gegn því að drög að gjald­skrá þess­ari taki gildi. Hafa Bænda­sam­tök­in og Sam­tök fyr­ir­tækja í land­búnaði sam­eig­in­lega farið fram á það við mat­vælaráðuneytið að málið verið dregið til baka.
Meira