Vonir um sólskin í næstu viku – en fyrst rignir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.08.2024
kl. 10.45
Veðrið hefur ekki farið á neinum sérstökum gleðikostum síðasta mánuðinn hér á Norðurlandi vestra og fáir dagar sem hafa fært fólki sanna sumargleði. Eitthvað virðast þó horfur vera betri framundan og sólin óvenju oft í veðurkortum næstu viku og talsverðar líkur á að hitastigin gæli við tveggja stafa tölur til tilbreytingar. Fram að helgi munu veðurguðirnir þó láta vatnsdæluna yfir okkur ganga og vinda yfir okkur síðustu dropana í bili um helgina.
Meira