V-Húnavatnssýsla

Vel sóttur stofnfundur Pírata í Norðvesturkjördæmi

Stofnfundur PíNK - Pírata í Norðvesturkjördæmi var haldinn á veitingastaðnum Grand-Inn á Sauðárkróki sl. laugardag og var fundurinn vel sóttur eftir því sem kemur fram á heimasíðu Pírata. Ljóst þykir að mikill áhugi er á starfi og stefnu Pírata sem fara vaxandi í kjördæminu. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata stýrði fundi og eftir formlega stofnun var ráðist í kosningar.
Meira

Skattaskil til 10. mars

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga vegna tekna síðasta árs á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 10. mars nk. en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 13. mars. Einfaldar framtalsleiðbeiningar á ensku og pólsku.
Meira

Landbúnaðarstefna verður mótuð fyrir Ísland

Mótuð verður Landbúnaðarstefna fyrir Ísland um sameiginlega sýn og skýrar áherslur til framtíðar. Verkefnið verður í forgangi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og mun fyrsti þáttur verkefnisins hefjast á næstu vikum, meðal annars með opnum fundum um allt land. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við setningu Búnaðarþings í dag.
Meira

Skellur á snjóhvítu gervigrasinu

Tindastóll og Þróttur Vogum mættust í hríðinni á laugardag og var leikið á gervigrasinu á Króknum. Tindastólsmenn voru ansi fáliðaðir og varð þjálfari liðsins, James Alexander McDonough að reima á sig takkaskóna. Það dugði þó ekki til því piltarnir úr Vogunum unnu öruggan 1-5 sigur.
Meira

Námskeið um loftslagsvænan landbúnað

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stendur nú fyrir heilsdags námskeiðum um loftslagsvænan landbúnað víða um landið. Á fundunum gefst bændum og öðrum landeigendum kostur á að efla þekkingu sína á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar. Kennarar á námskeiðinu koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni.
Meira

Vísindi og grautur - Norðurstrandarleið

Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands verður með fyrirlestur í Háskólann á Hólum á vegum Vísinda og grautar (Science and Porridge). Norðurstrandarleið, Arctic Coast Way, verður umræðuefnið og er allir velkomnir en fyrirlesturinn verður haldinn þann 4. mars og hefst klukkan 13:00.
Meira

Veður og færð gæti versnar í dag

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Strandir og Norðurland vestra, Suðausturland og Miðhálendi en búist er við austan hvassviðri eða stormi upp úr hádegi og fram að miðnætti í dag. Austan 15-25 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll og þar má búast við allt að 40 m/s í vindhviðum. Skafrenningur og varasöm akstursskilyrði.
Meira

Tveir góðir fiskréttir á lönguföstu

Eftir ótal bollu bolludag þjóðarinnar og einhver ósköp af saltkjöti og baunum er okkur víst vænst að snúa okkur að aðeins léttara fæði enda hefst páskafastan að afloknum þessum óhófsdögum. Þá áttu menn, í kaþólskum sið, að gæta hófs í mat og drykk. Það er því ekki úr vegi að birta tvær fiskuppskriftir sem eru reyndar alveg dýrindismatur.
Meira

Kórónaveiran greinist á Íslandi

Í dag greindist fyrsta staðfesta tilfellið af COVID-19 kórónaveirunni á Íslandi og hefur hættustig almannavarna verið virkjað vegna þess. Greint hefur verið frá því að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir veirunni. Maðurinn er ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms sem eru hósti, hiti og beinverkir.
Meira

Diskótímabilið í uppáhaldi hjá Rúnu

Úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 er næstkomandi laugardagskvöld og þar flytur m.a. stúlka að nafni Nína lagið ECHO. Nína á ættir að rekja norður í Miðfjörð en hún er dóttir söngkonunnar Rúnu Gerðar Stefánsdóttur og þótti Feyki alveg gráupplagt að forvitnast aðeins um Rúnu og var hún því að sjálfsögðu plötuð í að svara Tón-lystinni.
Meira