V-Húnavatnssýsla

Stækkun Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í farvegi

„Auka þarf verulega námsaðstöðu til starfsnáms í framhaldsskólum og móta aðgerðaáætlun til draga úr húsnæðisnotkun í bóknámi út frá spá um þróun á fjölda nemenda í framhaldsskólum til ársins 2033,“ segir á heimasíðu Stjórnarráðsins en það var niðurstaða greinargerðar um húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í morgun.
Meira

Svavar Knútur með tónleika í Bjarmanesi

Menningarmiðja Norðurlands stendur fyrir tónleikum með Svavari Knúti í Bjarmanesi á Skagaströnd annað kvöld 3. mars klukkan 20:30. „Hugljúfa söngvaskáldið syngur fyrir okkur blöndu af frumsömdu og sígildum lögum ásamt einstökumm furðusögum,“ segir í tilkynningu Menningarmiðjunnar.
Meira

Blikur á lofti - Leiðari Feykis

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum, segir á Vísindavefnum og eru orð að sönnu en í upphafi árs 1918 varð fyrst vart við mannskæðustu farsótt sem sögur fara af, spánska veikin, og gekk í þremur bylgjum. Sú fyrsta virðist hafa verið tiltölulega saklaus en um sumarið kom banvænna afbrigði fram sem lét verulega kveða að sér í ágúst. Þriðja bylgjan gekk svo yfir heimsbyggðina veturinn 1918-19.
Meira

Súpu og fræðslukvöld

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa stendur fyrir súpu- og fræðslukvöldi fimmtudaginn 9. mars nk. kl. 19:30 í Grunnskóla Húnaþings vestra. Fyrirlesari kvöldsins er Anna Steinsen frá KVAN, en hún ætlar að fjalla um samskipti milli kynslóða og hvað einkennir hverja kynslóð. Hvernig við getum nýtt okkur styrkleika okkar til að eiga í góðum samskiptum við aðra?
Meira

Ekki ákært í Blönduósmálinu

RÚV greindi frá því fyrr í dag að héraðssaksóknari muni ekki gefa út ákærur í skotárásarmálinu á Blönduósi. Tvennt lést í árásinni, byssumaðurinn sjálfur og kona á sextugsaldri.
Meira

Skráning safngripa á Byggðasafninu Reykjum

Undanfarin tvö ár hefur Byggðasafnið á Reykjum unnið markvisst að skráningu safngripa, segir á heimasíðu Húnaþings vestra og þeirri spurningu varpað fram hvað skráning safngripa merkir.
Meira

Loksins er hægt að halda Háskóladaginn á hefðbundinn hátt

Háskóladagurinn 2023 verður haldinn 4. mars nk. milli kl. 12:00 og 15:00 þar sem allir háskólar landsins munu kynna starfsemi sína. Dagurinn fer fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni.
Meira

Úrslit V5 í Mótaröð Þyts

Fyrsta mótið í Mótaröð Þyts var haldið laugardaginn 25. febrúar, keppt var í fjórgangi V5 í öllum flokkum nema barnaflokki þar sem keppt var í tvígangi. Á heimasíðu Þyts kemur fram að mótanefnd hafi ákveðið, í samráði við foreldra, að breyta þessu úr fjórgangi í tvígang til að fleiri krakkar gætu verið með.
Meira

Niceair bætir við flugi til Kaupmannahafnar

Niceair mun bjóða upp á flug til Kaupmannahafnar þrisvar í viku frá og með fyrsta júní.Til þessa hefur félagið flogið tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudögum, en hyggst nú bæta við ferðum á þriðjudögum einnig í sumar.
Meira

Meira og betra verknám – morgunverðarfundur á fimmtudag

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, boðar til morgunverðarfundar um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins nk. fimmtudag en samkvæmt mati ráðuneytisins á húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin mun nemendum í starfsnámi fjölga verulega og nemendum í bóknámi fækka.
Meira