V-Húnavatnssýsla

Laufey Harpa sigraði í ljósmyndakeppni FNV

Félagslíf nemenda við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur verið öflugt í vetur, segir á heimasíðu skólans, og var m.a. efnt til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda til að fanga góðu augnablikin út frá sjónarhóli nemenda.
Meira

Sumarkomunni fagnað með sama hætti í meira en 60 ár

Sjálfsagt eru þau ekki mörg bæjarfélögin á landinu sem státa af hátíðahöldum með jafn hefðbundnu sniði og tíðkast á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta.
Meira

Að vera foreldri - Áskorandi Luís Augusto F. B. de Aquino á Hvammstanga

Skilgreiningar á fólki hafa alltaf vakið áhuga minn. Þegar ég var að alast upp, fannst mér mjög erfitt að skilja hvers vegna. Einhverra hluta vegna finna menn oft hjá sér þörf til að sýnast vera eitthvað, eða einhver, sem þeir ekki eru, oft með ófyrirséðum afleiðingum. Og að tala ekki um hlutina varpar skugga á það sem við hefðum átt að vera upplýst um fyrir löngu.
Meira

Hárið valið sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

Sýning Leikflokks Húnaþings vestra var í gærkvöldi útnefnd sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019. Valið var tilkynnt á hátíðarkvöldverði í tengslum við aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga sem fram fer á Húsavík nú um helgina. Er þetta í tuttugasta og stjötta sinn sem Þjóðleikhúsið býður áhugaleikfélagi af landsbyggðinni að setja sýningu sína upp á fjölum hússins.
Meira

Graflaxsósa og ljúffengt lambakjöt

Matgæðingarnir í 17. tbl. ársins 2017 voru þau Þórunn Helga Þorvaldsdóttir og Jóhann Böðvarsson á Akurbrekku í Hrútafirði. Þau eru sauðfjárbændur og eru með um 550 kindur. Þórunn er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga en Jóhann er vélvirki og vinnur við pípulagningar. Börnin eru þrjú. „Eins og gefur að skilja er lambakjöt mikið á borðum á okkar heimili,“ segir Þórunn, „og þá er nú eins gott að láta hugmyndaflugið njóta sín í fjölbreytileikanum. Mig langar að gefa lesendum Feykis uppskrift af lambakjöti í marineringu sem er mikið notuð í minni fjölskyldu. Hægt er í raun að nota hvaða hluta af lambinu sem er en aðallega hefur lærið verið notað og þá oftast úrbeinað í væna bita og grillað.“
Meira

Vinnustofa fyrir söfn, setur og sýningar

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar verður haldin á Blönduósi mánudaginn 20. maí nk. og mun hún standa frá kl. 9.00-17:00. Vinnustofan er hluti af áhersluverkefnum SSNV 2018/2019 á sviði ferðaþjónustu og er hún þátttakendum að kostnaðarlausu.
Meira

Bókaútgáfan Merkjalækur gefur ut nýja bók

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur sent frá sér nýja bók. Nefnist hún Flóttafólkið og er eftir Johannes Linnankoski (1869-1913). Sagan, sem er finnsk og ber nafnið Pakolaiset á frummálinu, kom fyrst út árið 1908 og hefur Sigurður H. Pétursson nú þýtt hana á íslenska tungu.
Meira

Hjólað í vinnuna

Skráning í Hjólað í vinnuna 2019, sem fram fer dagana 8. – 28. maí, er í fullum gangi en megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þegar þetta er skrifað hefur einn vinnustaður í Akrahreppi skráð þátttöku, einn í Húnaþing vestra, sjö í Sveitarfélaginu Skagafirði og einn í Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Meira

Birnum gekk vel á öldungamóti í blaki

Birnur á Hvammstanga átti tvö lið í öldungamóti í blaki sem fram fór dagana 25.-27. apríl í Reykjanesbæ en að þessu sinni stóðu Þróttur og Keflavík saman að framkvæmd þess. Báðum liðum gekk vel en keppt var í samtals 15 deildum í kvennaflokki og í átta deildum í karlaflokki og voru keppendur alls um 1300. Svo vel tókst til að annað Birnuliðið varð sigurvegari í sinni deild.
Meira

Lokafundur Ratsjárinnar á Norðurlandi vestra

Ratsjáin á Norðurlandi vestra hélt sinn fimmta og síðasta fund hjá Seal Travel á Hvammstanga sl. mánudag. Þar fékk hópurinn kynningu á fyrirtækinu og skoðaði um leið Selasetur Íslands. Að því loknu tók við greiningarvinna sem unnin var á Hótel Laugarbakka og að henni lokinni borðaði hópurinn saman og styrkti enn frekar stoðirnar sem er einmitt mikilvægur hluti verkefnisins að því er segir á vefsíðu Ratsjárinnar.
Meira