V-Húnavatnssýsla

Tveir réttir úr taílenska tilraunaeldhúsinu

Matgæðingur vikunnar í 34. tbl. Feykis árið 2017 var Jón Ívar Hermannsson sem starfar sem tölvunarfræðingur hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja og vinnur hann þar við ýmis hugbúnaðarverkefni. Jón Ívar er búsettur í Reykjavík en er þó alltaf með annan fótinn á Hvammstanga en þar er hann uppalinn. Jón segist lengi hafa haft áhuga á matargerð, ekki síst ef maturinn er frá framandi löndum, og hefur hann m.a. sótt námskeið í taílenskri og indverskri matargerð.
Meira

Fengju 705 milljónir í sameiningarstyrk

Sveitarfélög geta nú kynnt sér hversu hár sameiningarstyrkur kæmi frá ríkinu ef samþykkt yrði að sameinast öðru sveitarfélagi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn birt í samráðsgátt tillögur að nýjum reglum um styrki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem ætlaðir eru til að greiða fyrir sameiningu og fengju sveitarfélögin fasta upphæð óháð því hverjum þau sameinast. Fjallað var um nýju reglurnar í hádegisfréttum RÚV í gær. Samkvæmt reglunum fengju þau sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu sem nú eiga í sameiningarviðræðum, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Skagaströnd, samtals 705 milljónir króna í sameiningarstyrk ef af sameiningu yrði.
Meira

Meiri veiði í Laxá á Ásum og Hrútafjarðará og Síká en á síðasta ári

Miðfjarðará er nú í fjórða sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins á lista sem Landssamband veiðifélaga birtir vikulega en var í þriðja sæti í síðustu viku. Þar hafa 1.324 laxar komið á land í sumar og var veiði síðustu viku 131 lax. Á sama tíma í fyrra hafði áin skilað 2.360 löxum sem er 1.036 fiskum meira en í ár.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra

Göngur og réttir eru nú framundan, tími þar sem mikið er um að vera og í nógu að snúast í sveitum landsins. Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra eru afstaðnar því segja má að bændur í Blöndudal hafi tekið forskot á sæluna með því að rétta í Rugludalsrétt sl. laugardag og einnig var réttað í Hvammsrétt og í Beinakeldurétt á sunnudag. Um næstu helgi verður svo smalað víða um sveitir og réttað á fjölmörgum stöðum á svæðinu, bæði þá og um næstu helgi á eftir.
Meira

Stórfundur íbúa vel sóttur

Stórfundur íbúa í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði sl. þriðjudag. Fundurinn var vel sóttur, líflegar umræður sköpuðust og fram komu margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans, að því er segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Stórátaks þörf í atvinnumálum á Norðurlandi vestra

Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var þann 6. ágúst sl. var lögð fram greining á fjölda starfandi einstaklinga í landshlutanum og samanburð á milli áranna 2005, 2010 og 2018, byggt á tölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að milli áranna 2010 og 2018 fjölgar starfandi einstaklingum á Norðurlandi vestra um 141 sem er 3,1% fjölgun. Á sama tíma er fjölgunin á landinu öllu 23%.
Meira

Umhleypinga- og vætusamur september

Þriðjudaginn 3. september klukkan 14:00 mættu 13 félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar. Samkvæmt tilkynningu frá spámönnum eru þeir sáttir við hvernig spáin gekk eftir í meginatriðum.
Meira

Sextíu sóttu um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Þann 1. september rann út umsóknarfrestur fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði. Alls bárust 60 umsóknir og segir á heimasíðu Matvælastofnunar að öllum umsækjendum verði svarað fyrir 1. desember.
Meira

Fyrsti í sköfu á Norðurlandi vestra

Haustið er farið að minna duglega á sig með dimmum kvöldum og lækkandi hita yfir nóttina þannig að kartöflugrös fara að falla og berin í stórhættu. Íbúar á Norðurlandi vestra þurftu margir hverjir að grípa í sköfuna í morgun og hreinsa bílrúður áður en lagt var af stað þó frostið hafi kannski ekki verið neitt verulegt.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar enn í góðum séns

Leikmenn Kormáks/Hvatar mættu á Grýluvöllinn í Hveragerði í blíðuveðri síðastliðinn föstudag og öttu kappi við lið Hamars í átta liða úrslitum 4. deildar. Húnvetningar mættu örlítið brotnir til leiks en tveir Spánverjar voru í banni eftir hasarinn í lokaleik liðsins í B-riðlinum viku áður. Það fór svo að Hvergerðingar fóru með sigur af hólmi, lokatölur 3-2.
Meira