V-Húnavatnssýsla

Vill að íþróttastarf liggi niðri í samkomubanni

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, leggur áherslu á að allt íþróttastarf eigi að liggja niðri á meðan samkomubannið er í gildi og segir á heimasíðu UMFÍ að borist hafi vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti í litlum hópum þrátt fyrir strangt samkomubann. Það finnst henni ekki til fyrirmyndar.
Meira

Vefráðstefna um stöðu og framtíð úrgangsmála á Norðurlandi

Vefráðstefna um stöðu og framtíð úrgangsmála á Norðurlandi verður haldin á miðvikudaginn kemur, 1. apríl, klukkan 13.00-16.30. Ráðstefnan er öllum opin og verður slóð á viðburðinn birt á viðburðasíðu ráðstefnunnar á Facebook og á Facbook síðum SSNV og SSNE
Meira

Ásgeir Trausti grefur tunglið

Í byrjun febrúar kom út þriðja breiðskífa Ásgeirs Trausta frá Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Platan kom út samtímis á íslensku og ensku sem verður að teljast ansi magnað. Á íslensku kallast platan Sátt en Bury the Moon er enski titillinn. Eins og við eigum að venjast af spjótkastaranum fyrrverandi þá er tónlistin fögur í tærleika sínum og í senn nútímaleg og forn – sem er gott.
Meira

Hrafnhildur Viðars lætur tímann líða

Áfram höldum við í að leita til sérfræðinga í að láta tímann líða en ljóst er að margur situr heima þessa dagana, sumir tilneyddir en aðrir af skynsemis sjónarmiðum. Að þessu sinni tökum við hús á Hrafnhildi Viðars á Víðigrundinni á Króknum sem er nú alla jafna með puttann á púlsinum og í takt við tímann.
Meira

Ekki allt svart

Eins og vænta má hefur Covid-19 veirufaraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í landinu enda mikið um afbókanir og fáir á ferðinni. Þetta er erfiður baggi fyrir ferðaþjónustuna en menn mega samt ekki afskrifa hana eins og fram kemur í viðtali Karls Eskils Pálssonar við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, á sjónvarpsstöðinni N4. „Það er ekki allt svart og menn sjá tækifæri í þessu líka,“ segir Arnheiður.
Meira

Hjálparsími og netspjall Rauða krossins eflt með stuðningi félagsmálaráðuneytis

Vegna mikils álags á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið, 1717.is hefur félagsmálaráðuneytið ákveðið að styðja við þjónustuna og segir á heimasíðu ráðuneytisins að stuðningurinn muni efla Hjálparsímann og netspjallið í að sinna meðal annars fjölskyldum, börnum og ungmennum, fötluðu fólki, öldruðum og fólki af erlendum uppruna á þeim fordæmalausu tímum sem nú eru uppi vegna COVID-19.
Meira

Sælkeraýsa og súkkulaðikökur á eftir

Matgæðingar vikunnar í 13. tbl. Feykis árið 2018 voru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, yfirþroskaþjálfi í Árskóla, og Þorgeir Gunnarsson, sölumaður í lagnadeild KS verslunarinnar Eyri. Þau gáfu lesendum girnilegar uppskriftir og sögðu að Þorgeir hefði gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og sæi gjarnan um að matbúa meðan Sigríður Margrét sæi frekar um eftirréttina, sem henni þykja ómissandi. Sælkeraýsuna fann Þorgeir í litlu riti frá kvenfélagi á Álftanesi og er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Meira

Betri fréttir fyrir íbúa í Húnaþingi vestra

Almannavarnir á Norðurlandi vestra sendu frá sér tilkynningu nú fyrr í kvöld þar sem líst var yfir að úrvinnslusóttkví sem sett var á í Húnaþingi vestra áum síðustu helgi sé felld úr gildi frá og með miðnætti. Samkomubann er engu að síður í gildi líkt og annars staðar á landinu.
Meira

Fæðubótarefni fyrirbyggja ekki sýkingar

Matvælastofnun vekur athygli á því að þessa dagana sé mikið um auglýsingar á vörum sem eigi að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir sýkingar, m.a. af völdum kórónuveirunnar. Vill Matvælastofnun vara fólk við slíkum upplýsingum og bendir á að slíkar staðhæfingar séu rangar og villandi fyrir neytendur, fæðubótarefni séu matvæli og ekki megi eigna þeim þá eiginleika að fyrirbyggja sýkingar eða lækna sjúkdóma. Þetta gildi einnig um matvæli almennt.
Meira

Helgi Sæmundur lætur tímann líða

Halló! Á þessum síðustu og skrítnustu tímum þarf fólk að hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki síst ef fólk er í einagrun, sóttkví eða bíður af sér storminn heima. Þá er nú fínt að leita til sérfræðinga í því að láta tímann líða. Af þessu tilefni bankaði Feykir á vegginn hjá Helga Sæmundi Guðmundssyni, öðrum helmingnum í Úlfur Úlfur, og fékk hann til að mæla með einhverju sem við getum hlustað eða horft á.
Meira