V-Húnavatnssýsla

Útgáfuhóf bókarinnar Vetrardagur í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember

Byggðasafn Skagfirðinga býður öll velkomin í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember kl. 16-18. Útgáfuhóf bókarinnar Vetrardagur í Glaumbæ og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi þar sem hægt verður að skoða bókina og virða fyrir sér teikningar og málverk eftir Jérémy Pailler.
Meira

Nokkrir leikmenn Tindastóls valdnir í æfingahópa yngri landsliða KKÍ

Á Facebook-síðu Unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að eftirtaldir leikmenn Tindastóls hafa verið valdnir í æfingahópa yngri landsliða KKÍ. Um er að ræða leikmenn liða U15, U16, U18 drengja og stúlkna auk U20 karla og kvenna.
Meira

Friðargangan í fallegu veðri í morgunsárið

Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra. 
Meira

Bókin Fyrsti sjúkraflugmaðurinn er komin út

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum stórmerk bók um fyrsta sjúkraflugmanninn á Íslandi, Björn Pálsson. Jóhannes Tómasson skráði. Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en "lófastærð". Þetta er vægast sagt einstök lesning um einstakan mann og ekki seinna vænna að halda minningu hans á lofti, en Björn lést í flugslysi fyrir 50 árum og var þá ekki sjálfur við stýrið.
Meira

Fyllum Síkið í kvöld

Meistaraflokkur kvenna spilar í kvöld við KR í 1. deildinni og er nokkuð ljóst að þetta verður hörkuleikur því hér mætir Tindastóll toppliði deildarinnar. Leikurinn byrjar kl. 19:15 og því tilvalið að mæta aðeins fyrr og splæsa á sig eins og einum hammara fyrir leikinn svo orkulevelið sé í botni til að hvetja stelpurnar áfram. Koma svo Tindastólsfólk nú fyllum við Síkið fyrir stelpurnar okkar.
Meira

23 dagar til jóla

Í dag, 1. desember, eru 23 dagar til jóla. Feykir ætlar að telja niður í jólin og í leiðinni birta skemmtilegar Elf on a shelf hugmyndir sem fólki hefur dottið í hug að gera. Er það ekki bara skemmtilegt:)
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey í Varmahlíð með endurskinsvestin góðu

Það voru ánægðir krakkar sem gengu út úr 1. bekk í Varmahlíðarskóla í gær því félagar úr Kiwanisklúbbnum Drangey, ásamt fylgdarkonu úr lögreglunni, komu færandi hendi með endurskinsvestin góðu sem eiga eftir að koma að góðum notum, ekki síst í svartasta skammdeginu. 
Meira

Pétur Erlingsson valinn fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2023

Um miðjan nóvember hlaut fyrrverandi, og aftur væntanlegur, námsmaður hjá Farskólanum, Pétur Erlingsson, viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem Fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2023 ásamt tveimur öðrum; þeim Beatu Justyna Bistula og Ómari E. Ahmed. Viðurkenningin var veitt á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fram fór 14. nóvember sl. á Grand Hótel undir yfirskriftinni Rík af reynslu – lærum hvert af öðru. Viðurkenningin er veitt fyrir bætta stöðu á vinnumarkaði og í námi og komu tilnefningar víðsvegar að. 
Meira

Heilsurækt sem greitt er fyrir

Nýprent ehf. óskar eftir einstaklingum, aldur skiptir engu mál, eða félagasamtökum sem gætu hugsað sér að bera út Sjónhorn og Feyki á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og í Varmahlíð í hverri viku eftir áramót. 
Meira

Út er komin bók um Fornahvamm í Norðurárdal

Í vikunni fékk Feykir senda til sín bókina Fornihvammur sem kom út í haust en í henni er skrifuð saga Fornahvamms í Norðurárdal en efnið er tekið saman af Maríu Björgu Gunnarsdóttur, sem þekkir af eigin raun sögu þessa merka áfangastaðar á ferðlögum landans um fjallveginn á milli norðurs og suðurs.
Meira