V-Húnavatnssýsla

Íbúum í Skagafirði fjölgaði um 69 milli ára

Fjölda íbúa í sveitarfélögum á Íslandi fjölgaði um 1,3% milli ára samkvæmt tölum Þjóðskrár en miðað er við tímabilið frá 1. nóvember 2024 til 1. nóvember 2025. Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 60 milli ára, eða um 0,8%, en mest var fjölgunin í Skagafirði. Þar töldust íbúar vera 4.500 nú í byrjun mánaðar og hafði fjölgað um 69 frá fyrra ári en það er 1,6% fjölgun. Þá fjölgaði sömuleiðis í Húnaþingi vestra um 1% og teljast íbúar þar nú vera 1.362 en voru ári áður 1.249.
Meira

Sungið til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Sannkölluð tónlistarveisla verður í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardag 15. nóvember þegar tríóið Hljómbrá heldur tónleika ásamt hljómsveit og gestasöngvurum.
Meira

Kajakræðarar í Miðfirði komust í hann krappan

Kajakræðari lenti í vandræðum innst í Miðfirði um helgina rétt við ósa Miðfjarðarár og var viðkomandi bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæsunnar. Í frétt á Húnahorninu segir að Neyðarlínunni hafi verið gert viðvart og félagar úr Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga voru boðaðir út á hæsta forgangi.
Meira

Látlaust veður í kortunum

Ekki er annað að sjá í veðurspám en að skaplegt veður verðir ríkjandi á Norðurlandi vestra næstu vikuna. Alla jafna verður tíðindalítið veður en framan af viku er spáð norðaustanátt en þar sem hún lætur til sín taka má reikna með nokkrum vindi. Hiti verður í kringum frostmark.
Meira

Samdi lagið á gítarinn hans pabba

Emelía Íris Benediktsdóttir oftast kölluð Íris er 15 ára nemandi í tíunda bekk Grunnskóla Húnaþings vestra. Hún er dóttir Sigrúnar Birnu Gunnarsdóttur og Benedikts Guðna Benediktssonar en hann spilar einmitt á gítar og hefur líka mikinn áhuga á tónlist og lítur Íris mikið upp til hans fyrir það að eigin sögn. Eldri systur Írisar eru Rakel Jana og Arnheiður Diljá, þær æfðu m.a. á píanó og Diljá er einnig í söngnámi núna og er sjálf að prófa sig áfram í því að semja tónlist. Eldri bróðir hennar, Ástvaldur Máni, spilar á trommur og yngri fósturbróðir hennar æfir á trommur líka, Darius Gunnar, svo það er óhætt að segja að það sé mikið um tónlist í kringum Írisi.
Meira

„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“

Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Meira

Háskólinn á Hólum tekur þátt í ArcticKnows verkefninu

Þann 1. október síðastliðinn var ýtt úr vör þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að mótun sameiginlegra leiða til sjálfbærra atvinnuhátta á Norðurslóðum með því að byggja brýr milli vísindalegrar og staðbundinnar þekkingar. Verkefnið nefnist ArcticKnows og er styrkt af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins (Innovation Action).
Meira

Kynning hafin á fyrirkomulagi sameiningarkosninga

Kynningarbæklingur vegna íbúakosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hefur verið settur í dreifingu og ætti nú væntanlega að hafa borist inn á heimili í báðum sveitarfélögum. Heimili sem hafa afþakkað fjölpóst og fríblöð hafa væntanlega ekki fengið bæklinginn en hægt er að nálgast hann á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans á kynningarsíðunni dalhus.is.
Meira

Fagþing hrossaræktarinnar í Hafnarfirði á föstudag

Fagþing hrossaræktarinnar fer fram föstudaginn 7. nóvember klukkan 13 í Reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum Feykis er fagþingið fundur deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands en allir tengdir hrossarækt eru velkomnir. Á fundinum gefst tækifæri til að hafa áhrif á starfið í deildinni og koma að stefnumótun í málefnum hrossaræktarinnar.
Meira

Kvennaár 2025 | Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar

Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.
Meira