V-Húnavatnssýsla

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er 1. júní

Deginum er fagnað víða um heim og á Íslandi eru mjólkurframleiðendur hvattir til að birta myndir úr sveitum sínum á Instagram undir myllumerkinu #mjólkurdagurinn og merkja @baendasamtokin svo hægt sé að dreifa boðskapnum.
Meira

Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum

Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi.
Meira

Hvað útskýrir óvenju ólíka útkomu úr íbúakönnun nokkuð sambærilegra fámennra landsvæða eins og Dala- og V-Húnavatnssýslu?

Miðvikudaginn 7. júní næstkomandi mun Vífill Karlsson, doktor í hagfræði, kynna niðurstöður rannsóknar þar sem hann bar saman atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúa í A-Hún, V-Hún og Dalasýslu.
Meira

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur tæpum fimm prósentum.
Meira

Komið að leiðarlokum :: Helgi Rafn Viggósson fyrirliði Tindastóls í viðtali

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að brotið var blað í sögu íþróttanna, ekki bara í Skagafirði, heldur á Norðurlandi vestra, þegar Tindastóll landaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta sl. fimmtudag í Origo höllinni á Hlíðarenda, heimavígi Vals sem þá var handhafi allra titla efstu deildar. Mikla vinnu og mörg tonn af svita og blóði hefur kostað að ná þessum eftirsótta árangri og það veit fyrirliðinn manna best, Helgi Rafn Viggósson, sem nú hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Feykir heyrði í kappanum daginn eftir oddaleikinn mikla.
Meira

Ismael með tvö á Týsvelli

Í gær hélt lið Kormáks/Hvatar út í Eyjar og lék við lið KFS á Týsvelli. Síðustu árin hafa Eyjapeyjar þótt erfiðir heim að sækja og langt frá því sjálfgefið að sækja þangað stig og hvað þá þrjú líkt og Húnvetningar gerðu. Ingvi Rafn Ingvarsson stýrði skútu gestanna til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari í 3. deildinni og situr lið Kormáks/Hvatar nú í þéttum pakka um miðja deild. Lokastaðan var 1-2.
Meira

Oddfellow lætur gott af sér leiða – Viðtal við regluformenn

Það var á seinni hluta marsmánaðar að reglusystkin Oddfellow á Sauðárkróki opnuðu heimili sitt fyrir heimamönnum og nærsveitarfólki og nýttu fjölmargir tækifærið og litu augum húsakynnin sem óhætt er að segja að lýsa sem stórglæsilegu eftir gagngerar endurbætur og stækkun. Við þetta tækifæri voru afhentar höfðinglegar gjafir til nokkurra stofnana á Norðurlandi vestra.
Meira

Alls voru 146 nemendur brautskráðir frá FNV

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 44. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 26. maí 2023 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 146 nemendur af 15 námsbrautum og hafa nú 3100 nemendur brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Feykir er ekki alveg með það á kristaltæru en sennilega hafa aldrei jafn margir nemendur brautskráðst og nú.
Meira

Það er aðeins innanbúðar titringur hjá einu merkasta stórveldi knattspyrnunnar, en ekkert til að hafa áhyggjur af :: Liðið mitt – Jón Örn Stefánsson

Hilmar Þór Ívarsson, framleiðslustjóri Dögunar rækjuvinnslu skoraði á samstarfsfélaga sinn, gæða og öryggisstjórann Jón Örn Stefánsson að svara spurningum í Liðið mitt hér í Feyki. Jón Örn býr á Blönduósi ásamt eiginkonu sinni Þórdísi Erlu Björnsdóttir, hársnyrtimeistara og þremur drengjum, þeim Birni Ívari, Stefáni Frey og Guðjóni Óla.
Meira

Tilkynning til íbúa Húnavatnssýsla um skerðingu á þjónustu við heyrnarskerta íbúa

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þykir leitt að tilkynna að stofnunin er knúin til að leggja niður þá móttöku heyrnarsviðs sem staðið hefur til boða á Blönduósi mánaðarlega síðustu ár. Síðasti afgreiðsludagur að sinni hjá Sofiu Dalman, heyrnarfræðingi HTÍ, er mánudaginn 12.júní n.k.
Meira