V-Húnavatnssýsla

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar í Kakalaskála miðvikudagskvöldið 27. ágúst kl. 20:00.
Meira

Enn um eldislaxa í ám í Húnaþingi og Vesturlandi

Hafrannsóknastofnun hefur birt eftirfarandi á vef sínum: „Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2025

Nú er að nálgast ansi hratt sá árstími að búfénaður fer að koma heim úr sumardvölinni á fjöllum, göngur og í framhaldi réttir alveg að bresta á. Blaðamaður Feykis tók saman réttir í sýslum fjórðungsins en það eru Austur Húnvetningar sem ríða á vaðið en fyrstu réttir verða hjá þeim næstkomandi laugardag 31.ágúst, þegar réttað verður í Hvammsrétt og Rugludalsrétt og strax í Beinakeldurétt daginn eftir.
Meira

Startup Landið – tækifæri fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra

Það þarf ekki stórt skrifborð eða flókið umhverfi til að hugmynd fæðist – stundum dugar eldhúsborðið. En hvernig breytir maður hugmynd í raunverulegan rekstur? Í haust fá frumkvöðlar á Norðurlandi vestra og víðar tækifæri til að taka fyrsta skrefið í nýju verkefni sem nefnist Startup Landið – viðskiptahraðall landshlutasamtakanna. Umsóknarfrestur stendur til 31. ágúst. Nánar á www.startuplandid.is
Meira

Sinfó í sundi

Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Næst á dagskrá hjá sveitinni eru tónleikarnir Klassíkin okkar. Tónleikunum verður ekki aðeins sjónvarpað í beinni útsendingu heldur verða þeir einnig í boði í fjölmörgum sundlaugum landsins undir heitinu Sinfó í sundi.
Meira

Jafnt í Garðinum þegar Húnvetningar heimsóttu Víðismenn

Lið Kormáks/Hvatar mætti Víði í hvassviðrinu í Garði í gærdag í 19. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn þurftu á sigri að halda til að halda sér fjarri fallsæti í deildinni en með sigri hefðu gestirnir komið sér rækilega fyrir í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Það fór svo að liðin skildu jöfn, lokatölur 1-1.
Meira

Rabb-a-babb 238: Sigga í Víðidalstungu

Það er Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu sem svarar Rabbinu að þessu sinni. Hún er fædd árið 1982 og er einhleyp. Sigga er dóttir Ólafs og Brynhildar í Víðidalstungu og alin þar upp og telst vera hálfur Húnvetningur og hálfur Borgfirðingur. Hún er M.Sc í búvísindum en starfar sem sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Meira

„Til eru lausnir ef takast má að taka þeim vágesti móti“

Fréttir af eldislaxi þar sem hann er ekki velkominn hafa verið mikið í fréttum síðustu daga. Vágesturinn hefur gert vart við sig í húnvetnskum ám og víðar og brugðu landeigendur í Miðfirði á það ráð að gera grjótgarð yfir Miðfjarðará sem er jú ein mesta og besta laxveiðiá landsins. Þá hafa norskir kafarar verið fengnir til að svipast um eftir eldislaxi í ám hér norðanlands og hefur mátt sjá myndir af þeim marandi í hálfu kafi úti í miðjum ám.
Meira

Undir bláhimni

Sumarið 2025 heldur áfram að gefa. Í dag er stilltt og hlýtt á Norðurlandi vestra og þátttakendur í Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Króknum hafa vonandi slett á sig sólarvörn til að tryggja traust tan og minnka hættu á brunaskemmdum. Það er áfram spáð hlýju veðri en í nótt og á morgun fáum við nokkrar rigningarskúrir til að vökva gróðurinn og halda grasinu grænu.
Meira

Laxveiði í Blöndu stefnir í sögulegt met í leiðindum

Huni.is segir frá: „Nú er farið að síga á seinni hlutann í laxveiðinni þetta sumarið. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum Húnahornsins hefur laxveiði í helstu laxveiðiám Húnavatnssýslna verið léleg eða um 60% minni en í fyrra
Meira