V-Húnavatnssýsla

Fræðsluviðburðir um sniglarækt

Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur, frumkvöðla og aðra áhugasama um sjálfbæra nýsköpun í landbúnaði á Íslandi. Fræðslufundir ver'a á Hvammstanga 14. október og á Sauðárkróki 15. október.
Meira

Spáð vonskuveðri á Öxnadalsheiði í kvöld

Kröpp lægð gengur nú yfir landið og gulum veðurviðvörunum hefur verið skellt á sunnan- og vestanvert landið þar sem reiknað er með að vindur verði snarpari en hér norðanlands. Engu að síður er gert ráð fyrir roki og rigningu hér á Norðurlandi vestra þó reikna megi með að Skagfirðingar fái heldur meira af bleytunni en Húnvetningar.
Meira

IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 í Laugardalshöll

Dagana 9. til 11. október verður IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 haldin í Laugardalshöll. Iðnaður á Íslandi er afar fjölþættur og skapar um 41% útflutningstekna þjóðarinnar. IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 endurspeglar þessa breidd og verður hún með stærri sýningum hér á landi en á annað hundrað fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.
Meira

Hálka á heiðum

Það var nánast tími fyrir hið alíslenska föðurland í morgun, jaðraði við að það væri slydda í byggð og hiti víðast hvar rétt ofan við frostmark hér á Norðurlandi. vestra. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður svalt fram yfir hádegi en þá mjakast hitamælirinn upp á við og sólin hrekur úrkomuna burtu. Ferðalangar ættu að hafa það í huga að hálka er á fjallvegum og jafnvel éljagangur ef ekki hreinlega snjókoma.
Meira

Myndir frá réttarstörfum og smalamennsku í Húnaþingi

Það styttist óðfluga í fyrsta vetrardag en við getum nú varla verið annað en þakklát fyrir að mestu yndælt sumarveður sem oftar en ekki var bæði stillt og milt. Ef veðurspár næstu daga eru skoðaðar er ekki annað að sjá en að sæmilega milt veður sé í kortunum og skríður jafnvel yfir tíu gráðurnar um helgiina. Smalamennsku er að mestu lokið og almenn réttarstörf en Feykir falaðist eftir myndum hjá Eydísi Ósk sem myndaði af lipurð smalamennsku og réttarstörf á Vatnsnesinu.
Meira

Útsetning á þaragarði úti fyrir Heggstaðanesi

Fyrirtækið Sjótækni stendur að útsetningu á þaragarði úti fyrir Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að tilraunaverkefnið snúi að ræktun þara og mun útsetningu umgjarðarinnar í kringum verkefnið ljúka í dag en hún hófst 2. október. 
Meira

Dom Furness framlengir við Kormák/Hvöt

Þær stórbrotnu fréttir voru kynntar á Aðdáendasíðu Kormáks að knattspynuþjálfarinn Dominic Louis Furness hafi framlengt samning sinn við Kormák Hvöt um tvö ár og verði því við stýrið þegar blásið verður til 2. deildar karla sumarið 2026 og áfram.
Meira

Sex marka hasar í Úlfarsárdalnum

Það er í raun alveg magnað en það eru í það minnsta átta ár síðan kvennalið Tindastóls spilaði leik í Íslandsmóti þar sem úrslitin skiptu ekki máli – annað hvort varðandi fall eða að vinna sér sæti í næstu deild fyrir ofan. Í það minnsta átta sumur þar sem það réðist ekki fyrr en í lokaumferðinni hvert hlutskipti liðsins væri. Ekki einn leikur fyrr en loksins í dag. Það má því taka ofan fyrir Stólastúlkum sem voru sannarlega mættar til að vinna lið Fram þó fall væri þegar staðreynd. Þær höfðu ekki sigur, lentu 3-1 undir en settu undir sig hausinn og jöfnuðu. Lokatölur 3-3.
Meira

Íbúafundir vegna sameiningar verða um miðjan október

Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar boðar til íbúafunda í Dalabúð í Búðardal þriðjudaginn 14. október kl. 17-19 og í Félagsheimilinu Hvammstanga 15. október kl. 17-19. Þá gefst íbúum sveitarfélaganna tækifæri til að hafa áhrif.
Meira

„Í mínum augum var jafn sjálfsagt að læra að sauma föt og að elda mat“

Sigurveig Dögg, kölluð Siva er frá Ökrum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Ísland sárið 1998, flutti þá á Sauðárkrók og var svo heppin að finna þar lífsförunaut sem heitir Jóhann Sigmarsson. Saman eiga þau unglingspiltinn Sigmar Þorra og heimili sem inniheldur takkaskó, bómullargarn, fótbolta, lopa, fótboltabúninga, útsaumsgarn, java, körfuboltaskó, saumavél, dómarabúninga, tvinna, keppnisbúninga, efni, fótboltasokka… og var búið að segja garn?
Meira