V-Húnavatnssýsla

Ásgeir Trausti lofar nokkrum jólalögum á sínum tónleikum

Það styttist í jólin en í dag er hálfur mánuðu í að aðventan hefjist. Fólk deilir nú um hvort leyfilegt sé að hefja spilun.á jólalögum. Og fyrst minnst er á jólalög þá styttist að sjálfsögðu í alls konar jólateónleika. Jólin heima, þar sem ungt og frábært skagfirskt tónlistarfólk treður upp með glæsilega dagskrá í Miðgarði verða með eina tónleika en í tilkynningu á Facebook-síðu tónleikanna segir að fella hafi þurft niður aukatónleikana, sem bætt hafði verið við, af óviðráðanlegum orsökum.
Meira

Íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Á tímabilinu 28. nóvember til 13. desember nk. verða haldnar íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu sem er svohljóðandi:
Meira

Selasetrið fagnar 20 ára afmæli

Selasetur Íslands á Hvammstanga fagnar 20 ára afmæli á þess ári og í tilefni af því verður efnt til afmælisveislu laugardaginn 15. nóvember. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til 17 og verður eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla.
Meira

„Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi...“

Langar þig til að hressa við gamla uppáhalds flík? Textílmiðstöðin, í samstarfi við fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum, býður til vinnustofu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16 – 19 í Félagsheimilinu Blönduósi. Nemendur sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þátttakendur við að breyta, bæta og/eða skapa nýja flík úr gamalli.
Meira

Atvinnuleysi lægst á Norðurlandi vestra

Atvinnuleysi er lægst á landinu á Norðurlandi vestra, eða aðeins 1,3%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Í frétt Húnahornsins segir að skráð atvinnuleysi á landinu öllu í október hafi verið 3,9% og hafði þá aukist um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í október 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,4%. Að meðaltali voru 8.030 atvinnulausir í október síðastliðnum, 4.661 karl og 3.369 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 682 manns milli mánaða.
Meira

Ágætis veður áfram í kortunum

Það er miðvikudagurinn 12. nóvember í dag, styttist óðfluga í aðventuna og fólk þarf að fara að grafa upp jólalagalistana sína fyrr en varir. Jafnaðargeð hefur helst einkennt Vetur konung síðustu vikuna og útlit er fyrir að lítil breyting verði á því fram yfir helgi. Þó gæti aðeins bætt í vind seinni partinn á morgun - fimmtudag - og jafnvel boðið upp á lítils háttar snjókomu. Á föstudag lægir og sólin brýst fram.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgaði um 69 milli ára

Fjölda íbúa í sveitarfélögum á Íslandi fjölgaði um 1,3% milli ára samkvæmt tölum Þjóðskrár en miðað er við tímabilið frá 1. nóvember 2024 til 1. nóvember 2025. Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 60 milli ára, eða um 0,8%, en mest var fjölgunin í Skagafirði. Þar töldust íbúar vera 4.500 nú í byrjun mánaðar og hafði fjölgað um 69 frá fyrra ári en það er 1,6% fjölgun. Þá fjölgaði sömuleiðis í Húnaþingi vestra um 1% og teljast íbúar þar nú vera 1.362 en voru ári áður 1.249.
Meira

Sungið til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Sannkölluð tónlistarveisla verður í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardag 15. nóvember þegar tríóið Hljómbrá heldur tónleika ásamt hljómsveit og gestasöngvurum.
Meira

Kajakræðarar í Miðfirði komust í hann krappan

Kajakræðari lenti í vandræðum innst í Miðfirði um helgina rétt við ósa Miðfjarðarár og var viðkomandi bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæsunnar. Í frétt á Húnahorninu segir að Neyðarlínunni hafi verið gert viðvart og félagar úr Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga voru boðaðir út á hæsta forgangi.
Meira

Látlaust veður í kortunum

Ekki er annað að sjá í veðurspám en að skaplegt veður verðir ríkjandi á Norðurlandi vestra næstu vikuna. Alla jafna verður tíðindalítið veður en framan af viku er spáð norðaustanátt en þar sem hún lætur til sín taka má reikna með nokkrum vindi. Hiti verður í kringum frostmark.
Meira