V-Húnavatnssýsla

Yfir fannhvíta jörð leggur frið

Hann tók allt í einu upp á því að fara að snjóa í gær hér á Norðurlandi vestra. Ekki reyndust það nú nein ósköp, það var alla jafna logn og snjórinn féll niður nánast í snefilmagni en jörð varð hvít og kannski eins og við viljum hafa hana á þessum árstíma. Vegir eru allir færir en engu að síður ýmist hálka eða snjóþekja á vegum. Verið er að moka Öxnadalsheiði en veður er víðast hvar skaplegt – ef ekki allsstaðar.
Meira

Falleg nýárstónleikadagskrá í boði listrænna hjóna

Á nýju ári fá landsmenn að njóta vandaðrar kvikmynd–tónleikadagskrár þar sem íslenskar kirkjur og náttúra eru í aðalhlutverki. Verkefnið ber heitið Nýárstónleikar úr kirkjum og náttúru Suðurlands og er unnið af listrænu hjónunum Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáldi, og Jóni Rúnari Hilmarssyni, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, í samstarfi við menningar- og fræðslufélagið DreamVoices ehf.
Meira

Kostur að niðurstaðan var afgerandi, segir Unnur Valborg

Líkt og Feykir sagði frá í gærkvöldi þá höfnuðu íbúar Húnaþings vestra og Dalabyggðar sameiningu í íbúakosningum sem lauk í gær. Niðurstöðurnar voru býsna afgerandi en í Húnaþingi vestra sögðu 73,8% nei. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra í gærkvöldi hvers vegna hún telji að íbúar hafi hafnað sameiningu.
Meira

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðild­ar­viðræður. Við för­um alltaf í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á und­an. Og það er mik­il mála­miðlun af okk­ar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Meira

Sameiningartillagan var felld

Síðustu rúmu tvær vikurnar hefur staðið yfir kosning um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra, Síðasti kjördagur var í dag og liggja niðurstöður fyrir. Sameiningu var hafnað í báðum sveitarfélögunum.
Meira

5 vaxtalækkanir á einu ári | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Meira

Skóna út í glugga... | Leiðari 47. tölublaðs Feykis

Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Meira

Kosningu lýkur á morgun

Nú fer hver að verða síðastur að nýta kosningarétt sinn í íbúakosning um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Kjörfundur vegna íbúakosningar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra um sameiningu sveitarfélaganna fer nú að líða undir lok en kosning hófst þanni 28. nóvember sl. og líkur nú á morgun 13. desember 2025.
Meira

Gul veðurviðvörun og hvassviðri fram eftir degi

Það er gul veðurviðvörun í kortunum og er jafnvel nú þegar skollin á hér á Norðurlandi vestra. Lægð gengur nú yfir landið og má reikna með norðaustan og austan 15-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Varasamt ferðaveður segir Veðurstofan. Ekki er búist við að vindur gangi almennt niður á svæðinu fyrr en undir kvöld.
Meira

Tvítenging ljósleiðara á Skagaströnd tryggð!

Eftir að hafa lent í því nokkrum sinnum síðustu árin að ljósleiðaratenging hafi rofnað hafa Skagstrendiingar lagt mikla áherslu á tvítengingu ljósleiðara. Í dag var á Skagaströnd undirritað samkomulag um átaksverkefni til að tryggja að á annan tug þéttbýlisstaða og byggðakjarna verði tvítengdir, þ.e. fái tvöfalda ljósleiðaratengingu en það er Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sem hefur hrundið verkefninu af stað.
Meira