Yfir fannhvíta jörð leggur frið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.12.2025
kl. 09.13
Hann tók allt í einu upp á því að fara að snjóa í gær hér á Norðurlandi vestra. Ekki reyndust það nú nein ósköp, það var alla jafna logn og snjórinn féll niður nánast í snefilmagni en jörð varð hvít og kannski eins og við viljum hafa hana á þessum árstíma. Vegir eru allir færir en engu að síður ýmist hálka eða snjóþekja á vegum. Verið er að moka Öxnadalsheiði en veður er víðast hvar skaplegt – ef ekki allsstaðar.
Meira
