V-Húnavatnssýsla

Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru? | Jóhann Helgi Stefánsson skrifar

Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Meira

Sniglarækt möguleg hliðarbúgrein bænda?

Fyrir nokkru var Sigurður Líndal forstöðumaður Eims í viðtali á RÚV vegna frétta af því að Eimur hefði fengið styrk úr Lóu nýsköpunarsjóði sem er opinber sjóður til að styrkja nýsköpun á landsbyggðinni. Styrkinn fékk Eimur til að undirbúa kynningar á sniglarækt sem hliðarbúgrein en við hana mætti nýta umframorku og affall af hitaveitu. Einhvers misskilnings hefur gætt um að húnveskir bændur séu komnir á fullt í sniglarrækt. Hið rétta er að verkefnið er á frumstigi.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Húnasjóð

Nú auglýsir Húnaþing vestra eftir umsóknum í Húnasjóð fyrir árið 2025. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að aðeins sé tekið á móti umsóknum sem skráðar eru á íbúagátt, undir fjölskyldusvið. Það voru hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir stofnuðu Húnasjóð til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920.
Meira

Loftur frá Kálfsstöðum ein af stjörnum Íslandsmóts

Glæsilegu Íslandsmóti í hestaíþróttum lauk í gær með úrslitum í öllum hringvallagreinum. Á vef Landssamband hestamannafélaga, lh.is, segir: „ Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.”
Meira

Verið velkomin á Sturluhátíð 12. júlí í Tjarnarlundi

Hin árlega Sturluhátíð, kennd við sagnaritarann mikla, Sturlu Þórðarson, verður haldin annars vegar á Staðarhóli og hins vegar í félagsheimilinu Tjarnarlundi, Saurbæ í Dölum, laugardaginn 12. júlí nk. Hátíðin hefst kl 14 á Staðarhóli, þar sem stóð bær Sturlu Þórðarsonar. Sturlunefndin hefur haft forgöngu um að setja þar upp söguskilti og hafa þau að geyma margvíslegan fróðleik sem í senn tengist sögu staðarins en umfram allt auðvitað Sturlungu.
Meira

Fiskeldi og samfélagsábyrgð | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt er að fiskeldið spilar hér lykilhlutverk. Fiskeldi hefur verið mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og er líklega ein mikilvægasta byggðaaðgerð síðustu ára.
Meira

Húnvetningar máttu sætta sig við tap í Garðabænum

Lið Kormáks/Hvatar sótti Garðabæinn heim og spilaðði við lið KFG á Samsungvellinum í dag og var leikið fyrir framan 63 áhorfendur. Garðbæingar voru sæti neðar en Húnvetningar og mátti því reikna með jöfnum leik og spennandi. Það fór svo að heimamenn höfðu betur og liðin skiptu því um sæti í deildinni. Lokatölur 2-1 fyrir KFG.
Meira

Stólarnir mæta toppliði 2. deildar í Fótbolti.net bikarnum

Í hádeginu í gær, föstudag 27. júní, var dregið í 16-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins, sem er bikarkeppni neðri deilda karla. Bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll unnu sína leiki í 32 liða úrslitum keppninnar nú fyrr í vikunni og voru því í pottinum þegar dregið var. Einhverja dreymdi um að liðin mundu dragast saman og spilaður yrði alvöru Norðurlands vestra slagur. Sá draumur rættist ekki.
Meira

Kormákur/Hvöt með sigur á Grenivík

Síðari leikdagurinn í 32 liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins fór fram í gærkvöldi og þá mætti lið Kormáks/Hvatar piltunum í Magna á Grenivík. Leikurinn var kaflaskiptur því heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en taflið snérist við í síðari hálfleik. Það fór svo að gestirnir úr Húnavatnssýslunni reyndust sterkari og unnu leikinn 1-3. Bæði liðin af Norðurlandi vestra verða því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin.
Meira

Heilabrot – Nýsköpun fyrir betra samfélag

Heilabrot - vinnustofa í nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála á Norðurlandi - fór fram í síðustu viku í samvinnu Drift EA og Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var að skapa vettvang þar sem unnið er að þverfaglegum lausnum á áskorunum sem samfélagið á Norðurlandi stendur frammi fyrir í heilbrigðis- og velferðarmálum.
Meira