V-Húnavatnssýsla

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Meira

Norðurland vestra fékk 772 milljónir til sóknaráætlana á fimm ára tímabili

Nýverið kom út greinargerð um sóknaráætlanir landshluta fyrir árin 2020 - 2024. Í þessari greinargerð Byggðastofnunar og stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál er gerð grein fyrir ráðstöfun fjárframlaga til sóknaráætlunarsamninga og framkvæmd þeirra á samningstímabilinu 2020-2024.
Meira

Krafist verulegrar endurskoðunar á frumvarpi um sjókvíaeldi

Landssamband veiðifélaga hélt fjölmennan fund föstudaginn 16. janúar vegna frumvarps til laga um lagareldi, svokallað sjókvíaeldi, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Fundinn sóttu formenn og félagsmenn veiðifélaga víðs vegar að af landinu.
Meira

Hættum að tala niður til barna og ungmenna | Ómar Bragi Stefánsson skrifar

Mikið afskaplega er ég orðinn þreyttur á umræðunni og stórum fyrirsögnum um hvað börn og ungmenni eru vonlaus, og þá sérstaklega drengir. Kunna ekkert, geta ekkert og verða ekkert.
Meira

Er Jörðin að mótmæla fyrirhugaðri línu Landsnets?

Mbl.is segir frá því að fjórir jarðskjálftar hafi mælst undir Víðidalstunguheiði í Vestur-Húnavatnssýslu í gær en stærsti skjálftinn mældist 2,1 stig. „Þetta er ekkert rosalega algeng staðsetning,” er haft eftir Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að fjórir skjálftar hafi orðið á sama svæði í maí í fyrra og mældist sá stærsti 1,8 stig.
Meira

María Dögg, Elísa Bríet og Birgitta ganga til liðs við Þór/KA

Þrír af bestu leikmönnum kvennaliðs Tindastóls hafa samið við Bestu deildar lið Þórs/KA og spila því með Akureyringum í sumar og raunar sömdu þær til þriggja ára. Þetta eru snillingarnir okkar þær María Dögg jóhannesdóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir en frá þessu er sagt á Akureyri.net.
Meira

FNV úr leik í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra keppti í gærkvöldi í 16 liða úrslitum Gettu betur gegn Borgarholtsskóla í beinni útsendingu á rás 2. Lið FNV lét í minni pokann eftir jafna og skemmtilega keppni. Liðið náði sér ekki á strik í hraðaspurningunum og leiddi Borgarholtsskóli með sjö stigum gegn þremur að þeim loknum.
Meira

Miðasala hafin á undanúrslit í bikar

Dregið var í 4-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna 19. janúar sl. Leikið verður dagana 3. og 4. febrúar 2026 en svo fer úrslitaleikurinn fram 7. febrúar. Miðsala er hafin og hægt er að nálgast miða á Stubb. 
Meira

Ingimar er nýr sviðsstjóri hjá Húnaþingi vestra

Ingimar Ingimarsson hefur tekið við af Þorgils Magnússyni sem sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Ingimar er skrúðgarðyrkjufræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands og með BA í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst.
Meira

Húnvetningar ekki á eitt sáttir með Holtavörðuheiðarlínu 3

Mbl.is segir frá því að byggðarráð Húnabyggðar fagni ákvörðun Landsnets um að fara svonefnda byggðaleið með nýja Holtavörðuheiðarlínu 3. Þessi leið hafi verið baráttumál Húnabyggðar síðustu árin. Fram kemur í fréttinni að þessi afstaða sé að skjön við bókun byggðarráðs Húnaþings vestra en þar var ákvörðun Landsnets mótmælt og tekið undir með samtökum landeigenda á svæðinu að frekar ætti að fara svonefnda heiðarleið, frá tengivirki á Holtavörðuheiði að Blöndustöð.
Meira