V-Húnavatnssýsla

Húnaþing vestra auglýsir eftir refaveiðimönnum

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref. Héraðinu hefur verið skipt upp í sex veiðisvæði og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði. Svæðin sem um ræðir eru Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan.
Meira

Rúnar Gísla býður sig fram til gjaldkera VG

Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, hefur tilkynnt framboð sitt í embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi sem haldið verður 18. – 20. október nk. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ segir Rúnar í tilkynningu sinni.
Meira

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra

Rjúpnaveiðitímabilið nálgast og hefur leyfilegum veiðidögum fjölgað úr 15 í 22 að þessu sinni. Heimilt verður að veiða rjúpu frá 1. nóvember til og með 30. nóvember alla daga, að undanskildum miðvikudögum og fimmtudögum. Sölubann er áfram við lýði og er því óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir, að því er kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Eru veiðimenn eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.
Meira

Samstarf á bjargi byggt

Dagana 20. – 22. september var Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar haldið í Hafnafirði. Kiwanishreyfingin hefur um árabil tileinkað sér kjörorðið ,,Hjálpum börnum heimsins“ og hefur Kiwanis á Íslandi einsett sér að vinna eftir því kjörorði. Höfum við lagt margt að mörkum til að gera líf barna betra og öruggara í samfélaginu.
Meira

Landspítali fær styrk til að þróa skilvirkari sérfræðiþjónustu við landsbyggðina

Verkefni sem Landspítali vinnur að og felst í þróun tæknilausna til að stuðla að bættu aðgengi landsbyggðarinnar að sérfræðiþjónustu hlaut nýverið fimm milljóna króna styrk af byggðaáætlun Alþingis. Verkefnið snýr annars vegar að beinum samskiptum sjúklinga við sérfræðinga sjúkrahússins og hins vegar að þróun tæknilegra leiða til að skapa skilvirkan og öruggan farveg fyrir ráðgjöf sérfræðinga Landspítala við heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni.
Meira

Þjóðararfur í þjóðareign

Vilhjálmur Bjarnason færði á dögunum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra gjafabréf útgáfuréttar að sex binda útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar sem fræðimennirnir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson tóku saman og gáfu út á árunum 1954-1961. Þar er um að ræða aðra útgáfu sagnanna sem Jón Árnason safnaði og margir Íslendingar kannast við og er sú útgáfa þeirra nú komin í þjóðareign.
Meira

Tekinn Á 166 km hraða í Blönduhlíðinni

Nokkrir fjölsóttir viðburðir voru í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra um liðna helgi, eins og stóðréttir í Víðidal og matarmarkaður á Hofsósi. Þeim fylgir gjarnan mikil umferð og í því fallega haustveðri sem ríkt hefur að undanförnu, milt og stillt, freistast margir ökumenn til að aka of greitt. Einn þeirra var tekinn á 166 km hraða á klukkustund í Blönduhlíðinni.
Meira

Drög að sóknaráætlun Norðurlands vestra birt í samráðsgátt stjórnvalda

Undanfarið hefur verið unnið að nýjum sóknaráætlunum landshlutanna sem munu ná yfir tímabilið 2020-2024. Drög að nýjum sóknaráætlunum verða birtar í samráðsgátt stjórnvalda og er það í fyrsta sinn sem mál utan ráðuneyta eru birt þar. Nú þegar hafa sóknaráætlanir þriggja landshluta verið birtar í samráðsgáttinni, Suðurlands, Vestfjarða og nú síðast Norðurlands vestra.
Meira

Nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn

Nýsköpunarlandið Ísland er samfélag þar sem hugarfar, fjármagn, markaðsaðgengi, umgjörð og mannauður styðja við nýsköpun sem grundvöll menningarlegra og efnahagslegra lífsgæða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, kynnti sl. föstudag nýja Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum.
Meira

Skrifstofur sýslumanns loka

Föstudaginn 11. október og mánudaginn 14. október verða skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki lokaðar vegna árshátíðar starfsmanna.
Meira