V-Húnavatnssýsla

Umhverfisdagur FISK Seafood 2024

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 4. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), Nöfunum, í Varmahlíð, á Hólum og á Hofsósi. Frá 12:15 mun FISK Seafood bjóða öllum þátttakendum að þiggja veitingar að Sandeyri 2.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Veðurstofan hefur smellt á okkur gulri veðurviðvörun mest allan laugardaginn og fram á aðfaranótt sunnudags. Gert er ráð fyrir ört hækkandi hita og því má búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gula viðvörunin gildir fyrir Vestfirði og allt Norðurland.
Meira

Alvarleg vanræksla á nautgripum kærð til lögreglu

Í tilkynningu á vef Mat­væla­stofn­unar er greint frá því að MAST hafi kært til lög­reglu alvar­lega van­rækslu eft­ir að 29 naut­grip­ir fund­ust dauðir í gripa­húsi við eft­ir­lit á lög­býli á Norður­landi vestra. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripi sem voru hýstir í húsinu.
Meira

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps hlaut Landstólpa Byggðastofnunar

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps er handhafi Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar, árið 2024. Alls bárust 26 tilnefningar víða af landinu. Viðurkenningin var afhent á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Bolungarvík og er þetta í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt.
Meira

Mikilvægi tækninnar til byggðarþróunar

Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í erindi sínu að á ársfundi Byggðastofnunar, sem fram fór í Bolungarvík í gær, að í landsbyggðunum fari fram mikilvægustu atvinnuvegir Íslands, öll orkuöflun landsins, þar sé matvælaframleiðslan, öll stóriðjan og stærstur hluti ferðamennskunnar.
Meira

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra komið í úrslit Skólahreysti

Í dag tók lið Grunnskóla Húnaþings vestra þátt í hasarnum sem Skólhreysti er en keppnin fór fram í Laugardagshöll og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Það var ekki að spyrja að því að Húnvetningarnir komu, sáu og sigruðu sinn riðil og hafa því tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram 25. maí.
Meira

Samvinna er lykillinn að góðri útkomu

Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á hópslysaæfingu þann 11. maí næstkomandi. Í gær hittist hluti hópsins í húsnæði Krútt á Blönduósi og æfði viðbragð annars vegar við flugslysi og hins vegar rútuslysi þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Frá því segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að æfingar gærdagsins hafi verið undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí en samvinna er að sjálfsögðu lykilinn að góðri útkomu. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna,“ segir í færslunni. Feykir forvitnaðist aðeins um æfinguna hjá Ásdísi Ýr Arnardóttur, sérfræðingi hjá LNV.
Meira

Vel heppnaður dagur og söfnun gengur vel

Fjölskyldufjör var haldið föstudaginn 12. apríl sl. í Varmahlíð þegar Ungmenna- og íþróttafélagið Smári, Foreldrafélag Varmahlíðarskóla og Kvenfélög Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Akrahrepps og Staðarhrepps tóku höndum saman og hófu söfnun fyrir leik- og íþróttatækjum í Varmahlíð. Með söfnuninni var verið að svara kalli nemenda miðstigs Varmahlíðarskóla við erindi þar sem þau bentu á þörfina fyrir bættri aðstöðu til útiveru og hreyfingar.
Meira

Sigríður áfram formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn á Laugum í Sælingsdag um nýliðna helgi. Á fundinum var Sigríður Ólafsdóttir, Húnaþingi vestra, endurkjörin formaður kjördæmisráðs.
Meira

200 ný störf hafa skapast á síðustu þremur árum fyrir tilstuðlan lánveitinga Byggðastofnunar

75 ný störf sköpuðust í landsbyggðunum á árinu 2023 með lánveitingum Byggðastofnunar samanborið við 65 störf sem lánveitingarnar sköpuðu árið 2022 og 60 árið 2021. Lán Byggðastofnunar til atvinnuskapandi verkefna hafa þar með skapað 200 ný störf um land allt síðast liðin þrjú ár.
Meira