V-Húnavatnssýsla

Framsókn vill að jarðakaup verði leyfisskyld

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í sjö liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í tillögunni.
Meira

Sektir vegna umferðarlagabrota hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra nemur alls rúmum 322 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum ársins

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði sl. mánudag ökumann sem ók bifreið sinni á 170 km/klst. á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hámarkshraði er 90. Ökumaður bifreiðarinnar ók á 80 km/klst. umfram leyfilegan hámarkshraða. Á Facebooksíðu Lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi þurft að greiða 240.000 kr. sekt á vettvangi sem og að honum var gert að hætta akstri bifreiðarinnar og þurfti farþegi að taka við. Um erlendan ferðamann var að ræða.
Meira

Gott ástand í Húnaþingi vestra

Íbúum í Húnaþingi vestra hefur fjölgað um 22 frá síðastliðnum áramótum og í sveitarfélaginu er minnst fækkun barna í dreifbýli á landinu. Þetta kemur fram í viðtali við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, í Morgunblaðinu í dag. Talsvert er um að verið sé að byggja íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, jafnt á Hvammstanga sem í dreifbýlinu og athygli hefur vakið að ungt fólk er að taka við búskap á allmörgum bæjum sem endurspeglast í þjónustu sem snýr að ungu fólki s.s. skólum og íþróttaaðstöðu.
Meira

Sýndarveruleiki í markaðssetningu

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, opna formlega verkefnið Digi2Market með ráðstefnu um stafrænar lausnir í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 25. september kl. 13:00. Markmið ráðstefnunnar er að kynna verkefnið og möguleika sýndarveruleika þegar kemur að markaðssetningu. Sagt er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð USVH

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga auglýsir eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar úr Styrktarsjóði USVH 2019. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á hverju ári, í apríl og nóvember, og er tilgangur hans að styrkja afreksfólk, afreksefni og afrekshópa til æfinga og keppni.
Meira

Húnvetningar enduðu í fjórða sæti 4. deildar

Á laugardag mættust lið Kormáks/Hvatar og Hvíta riddarans í leik um bronsverðlaunin í 4. deild. Leikurinn fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og ekki fór bronsið norður því það voru Mosfellingarnir sem höfðu betur og sigruðu 4-3.
Meira

Lætur Guðrúnu frá Lundi passa upp á hámarkshraðann

Ingunn Ásdís Sigurðardóttir var viðmælandi í Bók-haldinu í 39. tbl. Feykis 2018. Ingunn, sem titlar sig sem sérkennara á eftirlaunum, móður, ömmu, vinkonu og margt fleira, hefur lengi verið búsett á Sauðárkróki og starfað sem sérkennari við Árskóla. Ingunn segir lestrarvenjur sínar hafa tekið talsverðum breytingum í tímans rás og listinn yfir lesefni hennar er afar fjölbreytilegur enda segist hún eiga þó nokkur hundruð bóka í bókahillum heimilisins.
Meira

Haustlegur matur

Þáttur þessi birtist áður í 35. tbl. Feykis 2017: Nú stendur sláturtíðin sem hæst og þá er tilvalið að verða sér úti um ódýrt hráefni sem hægt er að matreiða dýrindis rétti úr. Í hugum margra eru lifur og hjörtu ekki beint kræsilegur matur en tilfellið er að úr þeim má útbúa hina fjölbreytilegustu rétti eins og uppskriftirnar sem hér fylgja bera með sér.
Meira

Séríslenskur rostungsstofn sem hvarf við landnám

Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta skipti staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningum á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Veiðar á rostungum og verslun með afurðir þeirra, skögultennur, húðir og lýsi, eru líklegir orsakavaldar að útrýmingu dýranna. Aðrir þættir, einkum hlýnandi loftslag og eldgos, gætu hafa ýtt undir eyðingu tegundarinnar á Íslandi. Þessar niðurstöður eru meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu á sjávarlífverum.
Meira

Kormákur/Hvöt féll á síðustu hindruninni

Lið Kormáks/Hvatar mátti bíta í það súra epli að lúta í ískalt grasið á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi í síðari viðureign sinni við lið Ægis í fjögurra liða úrslitum 4. deildar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Blönduósi á laugardaginn en heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu leikinn frábærlega í gær og voru komnir með K/H upp að vegg eftir átta mínútna leik. Það fór svo að Ægir hafði betur, 3-0, og draumur Húnvetninga um sæti í 3. deildinni því úti að sinni.
Meira