V-Húnavatnssýsla

Magadans og áritun í Skagfirðingabúð

Föstudaginn 5. desember munu Hermann Árnason og Hjalti Jón Sveinsson árita bók sína, Með frelsi í faxins hvin, í Skagfirðingabúð milli klukkan 13-14. Að sjálfsögðu mæta allir hestaáhugamenn þangað! Í bókinni segir frá Hermanni Árnasyni sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. „Rétt er að taka fram að magadansins verður að bíða betri tíma, hann var bara settur hér með til að fanga athygli lesenda!“ segir í tilkynningu frá Bókaútgáfunni Hólum.
Meira

Ákvörðun um Fljótagöng mikið fagnaðarefni segir Einar

„Fyrstu viðbrögð okkar við tillögu að samgönguáætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra lagði fram í dag, eru að við fögnum því virkilega að Fljótagöng skuli loksins vera kominn á áætlun og að þau verði næstu göng sem farið verður í en gert er ráð fyrir framkvæmdum við göngin árin 2027 til 2030. Þetta er mikið fagnaðar efni, en sveitarfélagið Skagafjörður og einnig SSNV hafa margsinnis á liðnum árum fundað með ráðamönnum, ályktað og skorað á þingmenn og ráðherra að koma þessum göngum í framkvæmd, því slysahættan af núverandi vegi um Almenninga er svo gríðarleg. Við erum því virkilega þakklát Eyjólfi fyrir að taka þessa ákvörðun og setja Fljótagöngin efst í framkvæmdalistann,“ sagði Einar E. Einarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar og formaður SSNV þegar Feykir innti hann eftir viðbrögðum við nýrri samgönguáætlun.
Meira

Fljótagöng sannarlega í forgangi hjá Eyjólfi

Ríkisstjórnin kynnti í dag nýja samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Meðal þess sem fram kom á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar, þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynntu áætlunina, var að ákveðið hefur verið að Fljótagöng verði sett í forgang hvað varðar jarðgangagerð. Þá voru boðaðar framkvæmdir við hafnir, þ.m.t. Sauðárkrókshöfn þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar og þá er ætlunin að styrkja strandsiglingar til að verja vegakerfið svo stiklað sé á stóru.
Meira

JólaFeykir kominn í dreifingu

Það er ekki laust við að við séum pínu montin af nýjum JólaFeyki sem fór í dreifingu í dag til áskrifenda blaðsins og er þegar aðgengilegur rafrænum áskrifendum. Að þessu sinni er JólaFeykir 44 blaðsíður, stútfullur af fjölbreyttu efni, litríkur, myndrænn og kemur lesendum vonandi í jólaskap.
Meira

Einstakur leikur fyrir Einstök börn í Síkinu á föstudaginn

Tindastóll fær ÍA í heimsókn föstudaginn 5.desember og hefjast leikar klukkan 19:15. Leikurinn er þó ekki alveg hefðbundinn deildarleikur heldur er leikurinn bangsaleikur. Leikurinn virkar þannig að þegar Tindastóll skorar fyrstu þriggja stiga körfuna í leiknum þá taka áhorfendur sig til og henda böngsum inn á völlinn sem leikmenn safna svo saman og gefa Einstökum börnum.
Meira

Útlit fyrir að Fljótagöng séu komin í forgang

Fjölmiðlar greina frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hafi sett Fljótagöng í forgang en hann mun í dag kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Í frétt RÚV segir að ríkisstjórnin hafi boðað til blaðamannafundar í dag um nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum.
Meira

Sterkari saman - sameiningin skiptir máli | Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar

Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Undirritaður hefur setið í sveitarstjórn Dalabyggðar frá árinu 2018 og var oddviti til ársins 2024. Fyrir þann tíma var ég varamaður í sveitarstjórn og þekki því ágætlega til reksturs og áskorana sveitarfélagsins síðasta áratuginn.
Meira

„Hópurinn sem er til staðar er flottur“

Á dögunum var Svanberg Óskarsson kynntur til sögunnar sem arftaki Donna þjálfara með kvennalið Tindastóls sem spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. Æfingar eru að sjálfsögðu hafnar og styttist í fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þar sem ungir og lítt reyndir leikmenn fá gjarnan að skína í fjarveru erlendra leikmanna. Svanberg er aðeins 27 ára gamall og að mörgu leyti óþekkt stærð í íslenska þjálfaraheiminum. Feykir plataði hann í stutt viðtal.
Meira

Hilmir Rafn norskur meistari með liði Víkings

Aðdáendasíða Kormáks sperrti stél með stolti í gær og óskaði Hilmi Rafni Mikaelssyni til hamingju með Noregsmeistaratitilinn í knattspyrnu en hann spilar nú með liði Víkings frá Stavangrii sem urðu semsagt meistarar um helgina. Eftir því sem tölfræðingar AK segja þá er Hilmir fyrsti landsmeistarinn úr grasrótarstarfi Húnaþings og full ástæða til að fagna því.
Meira

Samráðsfundur í Miðgarði fyrir ferðaþjónustuaðila

Markaðsstofa Norðurlands og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða til samráðsfundar í Félagsheimilinu Miðgarði (efri sal) miðvikudaginn 3. desember næstkomandi. „Öll brennum við fyrir því markmiði að sjá ferðafólk fara sem víðast um landið allt árið um kring. Stór púsl í þeirri vegferð eru bein flug frá lykilmörkuðum beint inn á Norðurland,“ segir í fundarboðinu.
Meira