V-Húnavatnssýsla

Samningar undirritaðir í gær vegna móttöku flóttafólks í Húnavatnssýslurnar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær tvo samninga við annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Blönduós vegna móttöku flóttafólksins sem komið er frá Sýrlandi en um er að ræða níu fjölskyldur, samtals 43 einstaklinga. Ætlunin er að um helmingur þeirra setjist að á Hvammstanga og um helmingur á Blönduósi. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Meira

Flóttafólkið komið til Hvammstanga

Sýrlenska flóttafólkið sem kom til landsins í gær kom til Hvammstanga seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag frá Líbanon þar sem það hefur dvalið undanfarin ár við misjafnar aðstæður. Hópurinn samanstendur af fimm fjölskyldum, tíu fullorðnum og 13 börnum.
Meira

Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki

Á morgun, fimmtudaginn 16. maí, verður Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki. Er þetta í ellefta sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu víðsvegar um landið utan höfuðborgarsvæðisins. Á þingum Náttúrustofu er fjallað um valin verkefni sem unnin eru á náttúrustofum vítt og breitt um landið. Samtök náttúrustofa eru félagsskapur sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum náttúrustofanna átta. Í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur samtakanna ásamt vinnufundi starfsmanna.
Meira

Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað?

Háskólinn á Hólum verður vettvangur 13. ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið, sem hefst á morgun 16. maí. Alls verða flutt 64 erindi af ýmsum fræðasviðum samfélagsins á þeim tveimur dögum sem hún stendur yfir. Ráðstefnan er á vegum háskólanna og haldin reglulega á mismunandi stöðum á landinu og núna í Háskólanum á Hólum.
Meira

Staða skólastjóra Tónlistarskóla A-Hún laus til umsóknar

Auglýst hefur verið laus staða skólastjóra hjá Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og er stefnt að því að viðkomandi hefji störf frá og með 1. ágúst nk. Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og eru nemendur skólans tæplega 90.
Meira

Sýrlensku flóttamannanna beðið með eftirvæntingu

Í kvöld og á miðvikudagskvöld munu 44 nýir einstaklingar bætast í hóp íbúa á Norðurlandi vestra þegar níu sýrlenskar fjölskyldur koma til Hvammstanga og Blönduóss eftir að hafa dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár. Undirbúningur fyrir komu fólksins hefur staðið yfir undanfarnar vikur og er nýju íbúanna beðið með eftirvæntingu.
Meira

Skipað í öldungaráð hjá Húnaþingi vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var fimmtudaginn 9. maí var lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir öldungaráð Húnaþings vestra ásamt tillögu að skipun í öldungaráð sem báðar voru samþykktar samhljóða.
Meira

Mexíkanskt lasagna, sósa og salat

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Arnar Svansson voru matgæðingar vikunnar í 18. tbl. Feykis 2017. Þá voru þau nýflutt frá Njarðvík til Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, öðru í leikskóla og hinu í 5. bekk, og sáu ekki eftir því. Jenný tók við starfi sviðsstjóra á fjölskyldusviði í Húnaþingi vestra, Arnar er stuðningsfulltrúi í grunnskólanum. „Lífið á Hvammstanga hefur verið einstaklega ljúft og erum við búin að koma okkur vel fyrir og höfum við kynnst mörgu frábæru fólki,“ sögðu þau.
Meira

Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í gæludýrum á Íslandi og er ónæmi algengara í innfluttum dýrum. Algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli í hundum og köttum er svipað og í kjúklingum, svínum og lömbum á Íslandi. Um er að ræða E. coli bakteríur sem bera með sér gen sem hafa þann eiginleika að mynda ónæmi gegn mikilvægum sýklalyfjum. Bakteríur sem bera þessi gen eru líklegri til að vera fjölónæmar.
Meira