Það fer hlýnandi þrátt fyrir hvíta jörð í morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.04.2025
kl. 09.02
Það slyddar eða snjóar hér á Norðurlandi vestra fyrri part dags og jörð víðast hvar hvít þegar íbúar opnuðu augun í morgunsárið. Snjóþekja er víða á vegum, skyggni sums staðar ekki gott og því æskilegt að fara að öllu með gát. Unnið er að mokstri á Öxnadalsheiði en færð er fín í Vestur-Húnavatnssýslu þó reikna megi með hálfkublettum. Það dregur úr úrkomunni þegar líður að hádegi.
Meira