V-Húnavatnssýsla

Kobbatvennur komu Kormáki/Hvöt í bobba

Kormákur/Hvöt heimsóttir Húsavík í dag þar sem lið Völsungs beið þeirra en Þingeyingar sátu í öðru sæti 2. deildar fyrir leikinn. Húnvetningar eru hins vegar í fallbaráttu en ætluðu sér stig. Eftir ágætan en markalausan fyrri hálfleik fór sú von út um gluggann og í hvalskjaft á Skjálfanda. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn gert fjögur mörk en gestirnir ekkert.
Meira

Bjart framundan hjá sauðfjárbændum

Næsti bóndi er Birgir Þór Haraldsson sem er fæddur og uppalin á Sauðárkróki og býr með Hörpu Birgisdóttur frá Kornsá og saman eiga þau tvo drengi þá Ágúst Inga og Bjarka Fannar. Í dag eru þau bændur á Kornsá í Vatnsdal og þar eru 600 vetrarfóðraðar ær og 80 hross. Birgir lauk námi í grunndeild húsasmíða við FNV og Búfræðiprófi frá LBHÍ.
Meira

Stórleikir í fótboltanum um helgina

Það er stóleikir fyrir liðin af Norðurlandi vsetra í fótboltanum þessa helgina. Húnvetningar ríða fyrstir á vaðið en þeir halda norður á Húsavík og leika þar við sterkt lið Völsungs. Seinna um daginn taka Tindastólsmenn á móti liði Árborgar á Króknum og á sunnudaginn spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn í úrslitakeppni neðri liða Bestu deildarinnar þegar Keflvíkingar mæta til leiks.
Meira

Innviðaskuld ríkisstjórnarflokkanna

Það er tæplega ofsagt að sumarið sem nú er á enda er það versta til heyskapar og útiveru í manna minnum. Rigningar, rok, kuldi, úrhelli, þoka og súld munu koma upp í hugann um ókomin ár þegar þessa árs verður minnst. Bændur hafa átt í stórkostlegum vandræðum með að komast um tún til heyskapar og víða hefur spretta ekki verið næg vegna of mikillar bleytu í jarðveginum. Þá hafa ekki gefist mörg tækifæri til að njóta útiveru öðruvísi en í regngalla og stígvélum.
Meira

Spennandi málþing í Kakalaskála

Á morgun laugardaginn 31.ágúst er afar spennandi málþing í Kakalaskála, sem staðsettur er á  bænum Kringlumýri í Blönduhlíð Skagafirði. Málþingið hefst klukkan 14 og er öllum opið. 
Meira

Réttalistinn 2024

Með aðstoð frá Bændablaðinu birtum við hjá Feyki réttalistann í Skagafirði og Húnavatnssýslum 2024. Það er bara núna um helgina sem gangnamenn leggja af stað á heiðar og fyrstu réttir um aðra helgi eða 6. september. Við óskum smalamönnum haustsins góðs gengis ósk um sæmilegt veður við smalamennskuna svo ekki sé minnst á góðar heimtur af fjalli. 
Meira

Fimmtán ungir og efnilegir golfarar á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 2024 fyrir kylfinga 12 ára og yngri hófst í dag, föstudaginn 30. ágúst, og er lokadagurinn á sunnudaginn. Keppt er á þremur völlum, á Bakkakoti hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, í Mýrinni hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og á Sveinskoti hjá Golfklúbbnum Keili. Á ferðinni fyrir hönd GSS eru 15 ungir og efnilegir krakkar sem skipa þrjú lið í mismunandi styrkleikadeildum, tvær drengjasveitir og ein stúlknasveit.
Meira

Væru ekki sauðfjárbændur ef þau væru ekki bjartsýn

Áfram tökum við stöðuna á bændum og nú eru það hjónin Ingveldur Ása og Jón Ben eru bændur á Böðvars-hólum í Húnaþingi vestra og búa þar ásamt börnum sínum þrem Margréti Rögnu, Klöru Björgu og Sigurði Pétri. Þau hjónin eru bæði búfræðingar frá Hvanneyri og Ingveldur er líka þroskaþjálfi. Þau eru sauðfjárbændur og reka hundahótel og vinna þau bæði utan bús Jón við verktöku og Ingveldur vinnur í leik og grunnskólanum á Hvammstanga.
Meira

Framtíðin björt á Syðsta-Mói

Feykir setti sig í samband við nokkra bændur og tók stöðuna á hvernig búskapurinn gengi í tíðinni og Kristófer Orri Hlynsson sem býr á Syðsta-Mói í Fljótum ásamt Söru Katrínu konunni sinni og tveimur dætrum er fyrstur til svars. Þau erum með um 300 fjár nokkrar holdakýr og hross. Samhliða búskapnum starfar Kristófer á kúabúinu Hlíðarenda í Óslandshlíð og Sara í útibúi KS Ketilási, en hún er í fæðingarorlofi þessar stundir.
Meira

Útivallarferð deluxe til stuðnings Kormáki/Hvöt

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsti af þremur úrslitaleikjum Kormáks Hvatar um áframhaldandi veru í 2. deild karla í knattspyrnu. Aðdáendasíða liðsins segir frá því að farið verður á Húsavík við Skjálfanda og nú þurfi að smala í stúkuna!
Meira