V-Húnavatnssýsla

Aðeins 881 tonn eftir af aflaheimildum strandveiðitímabilsins

Á vefnum 200 mílur á mbl.is segir að vís­bend­ing­ar séu um að Fiski­stofa muni stöðva strand­veiðar í næstu viku, en óljóst er hvort síðasti veiðidag­ur verði á miðviku­dag eða fimmtu­dag. Eins og staðan er núna er aðeins 881 tonn eft­ir af þeim 2.000 tonnum sem matvælaráðherra undirritaði breytingar á þann 27. júní sl.. Með aukningunni fór heildarráðstöfun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum upp í 12.000 tonn.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri í Húnabyggð buðu eldri borgurum á kaffihús í Húnaskóla

Á Facebook-síðu Húnabyggðar var skemmtileg færsla með fullt af myndum af krökkunum í Sumarfjöri, námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára, ásamt eldri borgurum. Síðastliðinn miðvikudaginn buðu þau nefnilega öllum eldri borgurum í Húnabyggð í kaffi í mötuneyti Húnaskóla því þar voruð þau búin að setja upp kaffihús.
Meira

Taka höndum saman til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir lögaldri

Lögreglan á Norðurlandi vestra og viðburðastjórnendur Húnavöku og Elds í Húnaþingi hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir aldri. Lögregla mun viðhafa virkt eftirlit með áfengislöggjöfinni á báðum hátíðum þar sem skýrt er kveðið á um að engum má afhenda áfengi sem ekki er orðinn 20 ára, miðað við afmælisdag. Þá má heldur enginn sem ekki er orðinn 20 ára neyta áfengis.
Meira

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum haldið í gær

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum var haldið á Blönduóssvelli í gær, þriðjudaginn 9. júlí, og voru þátttakendur alls 76 þar af voru 45 stúlkur og 31 drengur. Yngstu þátttakendurnir voru fæddir árið 2022 og þeir elstu 2014. Allir fengu verðlaunapening og viðurkenningarskjal þar sem árangur þeirra var skráður en keppt var í langstökki, boltakasti, 60m og 400m hlaupi.
Meira

Nína Morgan vann fimmta Hard Wok mót sumarsins

Fimmta Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 35 kylfingar tóku þátt. Veðrið var ágætt og skorið á mótinu var mjög gott. Þarna voru margir að spila virkilega vel og fengu allir vöfflur og með því eftir mót. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna.
Meira

Undirritun landsáætlunar um útrýmingu á sauðfjárriðu

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar og Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafi undirritað landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu.
Meira

Pósturinn varar við svikahröppum

Í tilkynningu frá Póstinum segir að því miður er nafn Póstsins oft misnotað af netglæpamönnum. Þá reyna þeir að plata fólk til að smella á vefslóð þar sem það er beðið um að gefa persónuupplýsingar. Skilaboðin berast oftast í tölvupósti eða SMS en þess eru líka dæmi að þrjótarnir noti samfélagsmiðla.
Meira

Nú mega krakkar undir 13 ára ekki nota rafmagnshlaupahjól

Sérstakar reglur um smáfarartæki voru lögfestar þegar Alþingi samþykkti í lok júní frumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum. Nýju reglurnar hafa þegar tekið gildi og er markmiðið að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta. „Skýrari lagarammi um rafmagnshlaupahjól er skref í áttina að því að aðlaga umferðarlögin að nýjum tímum, tímum þar sem vaxandi hluti fólks kýs aðrar lausnir en einkabílinn til að komast leiðar sinnar,” segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Meira

Laura Chahrour til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina spænsku Laura Chahrour um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili. „Laura er akkúrat það sem við vorum að leita að. Hún passar fullkomlega í hlutverkið sem við vorum að leitast eftir að fylla.
Meira

Anna Karen og Jóhann Örn klúbbmeistarar GSS 2024

Meistaramót GSS fór fram dagana 1. - 6. júlí á Hlíðarendavelli í frekar hvössu og köldu veðri. Rúmlega 80 þátttakendur tóku þátt í sjö mismunandi flokkum. Keppt var í meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki, 15 ára og yngri í bæði stelpu og drengjaflokki og að lokum 12 ára og yngri. Í fyrra voru klúbbmeistarar systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir en þar sem Arnar tók ekki þátt í ár var ljóst að nýr klúbbmeistari yrði krýndur í karlaflokki þetta árið.
Meira