V-Húnavatnssýsla

Leikskólinn Ársalir fær höfðinglega gjöf

Seinnipartinn í gær afhentu Kiwanisklúbbarnir Freyja og Drangey leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki höfðinglega gjöf að andvirði kr. 850.000-.
Meira

Fornverkaskólinn fær viðurkenningu

Fornverkaskólinn í Skagafirði fékk í dag minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar Íslands 2023 fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar. Á Facebooksíðu Fornverkaskólans segir í  rökstuðningi að viðurkenningin sé veitt fyrir miðlun þekkingar á gömlu handverki til áhugafólks og fagfólks á sviði minjavörslu og að stuðla þannig að varðveislu handverkshefða.
Meira

Guðlaugur Skúlason til SSNV

Á vef SSNV segir að Guðlaugur Skúlason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá SSNV og mun hefja störf í janúar. Guðlaugur er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sveinspróf í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undanfarin fjögur ár hefur Guðlaugur starfað sem deildarstjóri Landbúnaðar- og byggingavörudeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þar áður sem viðskiptastjóri hjá Símanum og sem þjónustufulltrúi hjá Íbúðalánasjóði.
Meira

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni. Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember. Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld en hann á að tákna bjartari framtíð.
Meira

Strætó á hliðina í Hrútafirði

Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á vegakaflanum milli Staðarskála og Reykjaskóla í Hrútafirði á áttunda tímanum í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en viðbraðsaðilar hlúðu að þeim og farið var með þá í Staðarskála eins og fram kemur í frétt á visir.is
Meira

Heimaleikir framundan

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla í körfubolta, þegar Haukar sækja Tindastól heim og hefst leikurinn klukkan 19:15. Í síðustu leikjum hefur verið mjótt á munum, framlengingar, svekkjandi töp og meiðsli. Upp upp og áfram Tindastóll. Hægt verður að kaupa hamborgara frá klukkan 18:15.
Meira

Áslaug Arna með opna viðtalstíma í dag í Húnabyggð frá kl. 8:30 og Húnaþingi vestra frá kl. 16:30

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetur skrifstofu sína í Húnabyggð og Húnaþingi vestra í dag fimmtudaginn 23. nóvember.
Meira

Vel heppnað menningarkvöld NFNV

Hið árlega menningarkvöld nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, föstudaginn, 17. nóvember sl. Menningarkvöldið heppnaðist mjög vel en um 200 manns sóttu viðburðinn. Bodypaint keppnin var á sínum stað ásamt tónlistaratriðum en einnig var bryddað upp á nýjungum.
Meira

Blönduósingur sem býr í Grindavík – Helga Ólína Aradóttir og Jón Steinar Sæmundsson

Nú heyrum við Blönduósingnum henni Helgu Ólínu Aradóttur sem er fædd og uppalin á Blönduósi en bjó í 20 ár á Skagaströnd þar sem hún kenndi við Höfðaskóla. Helga og maðurinn hennar, Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá Vísi hf., hafa búið saman í Grindavík síðan Helga flutti til hans fyrir sex árum síðan. Jón Steinar hefur hins vegar búið í Grindavík síðan hann var tveggja ára en þau eiga heimili á Litluvöllum sem er ofarlega vestanmegin í bænum.
Meira

Léttitækni, Króksverk og Víðimelsbræður nýir á lista

Á heimasíðu Creditinfo segir að þetta sé í 13 skipti sem unnið er að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.
Meira