V-Húnavatnssýsla

Samningur um byggingu nýs verknámshúss FNV undirritaður

Nú í dag var undirritaður samningur um byggingu nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undirritunin fór fram í verknámshúsi Fjölbrautaskólans að viðstöddu margmenni þ.á.m. nemendum, starfsfólki skólans og fulltrúum úr atvinnulífinu. Samningurinn gerir ráð fyrir stækkun verknámshúss um allt að 1.400 fermetra.
Meira

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé. Fresta þarf aftur skemmti- og fræðslufundinum sem átti að vera næstkomandi sunnudag 7. apríl- og nú til að útiloka stórhríð, hefur verið ákveðið að halda viðburðinn sunnudaginn 9. júní í staðinn.
Meira

Gott að eldast í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga eru þátttakendur í þróunarverkefni sem gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Fram kemur í frétt á heimasíðu Húnaþings vestra að opinn kynningarfundur um verkefnið verði haldinn mánudaginn 15. apríl kl. 16:15-17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Meira

Heima í stofu á Sauðárkróki

Viðburðarséni okkar Skagfirðinga, Áskell Heiðar Ásgeirsson, stendur nú, ekki í fyrsta skipti, fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku. Um er að ræða svokallaða heimatónleika.
Meira

Leikirnir sem öllu ráða eru í kvöld!

Oft var þörf en nú er nauðsyn- að mæta í Síkið, spurning hvort þeir sem eru sunnan heiða skelli sér og hvetji Álftanes til sigurs í kvöld því ekki dugar fyrir Tindastól að vinna Hamar í kvöld til þess að komast í úrslitakeppnina í þessari síðustu umferð í deildarkeppni vetrarins.
Meira

Morðin á Sjöundá og Illugastöðum

Út er komin bókin Þessi frægu glæpamál: Morðin á Sjöundá og Illugastöðum. Það eru Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði HÍ og Jón Torfason, fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands sem rita ítarlegan inngang og tóku saman heimildir sem eru gefnar út í heild sinni í fyrsta sinn í þessari bók. Útgefendur eru Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og Háskólaútgáfan.
Meira

Ásta Guðný sigraði fullorðinsflokk Smalans

Smalinn, lokamótið í Vetrarmótaröð Hestamannafélagsins Þyts, var haldinn laugardagskvöldið 30. mars sl. Keppt var í polla-, barna-, unglinga- og fullorðinsflokki. Tveir pollar mættu til leiks og stóðu sig auðvitað vel, en það voru þau Margrét Þóra Friðriksdóttir Líndal og Draumur frá Hvammstanga og Sólon Helgi Ragnarsson á Vídalín frá Grafarkoti.
Meira

Verðlaunahafar í Skagfirskri sauðfjárrækt

Á aðalfundi félags sauðfjárbænda í Skagafirði sem fram fór á Löngumýri 25.mars síðastliðinn voru afhent verðlaun í nokkrum flokkum samkvæmt venju fyrir framleiðsluárið 2023. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunaflokka og niðurstöður. 
Meira

Sjónhorn og Feykir koma út á morgun

Vanalega eru Sjónhorn og Feykir prentuð í Hafnarfirði á þriðjudagsmorgni og eru klár í dreifingu á miðvikudagsmorgni. Páskahelgin setur strik í reikninginn þessa vikuna því gengið var frá uppsetningu á blöðunum í gær og verið er að prenta þau núna. Það þýðir að Sjónhorn og Feykir fara í dreifingu degi síðar en vanalega.
Meira

Allir í Síkið !

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta. Stelpurnar spila seinasta deildarleikinn sinn í kvöld, þriðjudaginn 2.apríl, við lið Keflavíkur u.fl. og hefst leikurinn kl.19:00.
Meira