V-Húnavatnssýsla

Stólastúlkur mæta liði Vals í dag

Það verður hellingur af fótbolta spilaður um hvítasunnuhelgina og hefst veislan í kvöld þegar lið Vals mætir í heimsókn á gervigrasið á Króknum þar sem Stólastúlkur bíða þeirra. Um er að ræða leik í áttundu umferð Bestu deildarinnar og aldrei þessu vant eru liðin á svipuðum slóðum í deildinni, lið Vals í sjöunda sæti með átta stig og Tindastóll í áttunda sæti með sex stig. Leikurinn hefst kl. 18 og útlit fyrir ágætt fótboltaveður.
Meira

Spáð skaplegu veðri um hvítasunnuna en engum hlýindum

Loks virðist veðrinu vera að slota hér á Norðurlandi vestra og útlit fyrir skaplegt veður um hvítasunnuhelgina þó ekki verði reyndar hlýindunum fyrir að fara. Í morgun var kalt á Króknum og það meira að segja snjóaði pínu í morgunsárið. En nú gerir Veðurstofan ráð fyrir að það birti þegar líður á daginn en almennt er reiknað með um fimm stiga hita og fimm m/sek að norðan í dag.
Meira

Auðlindarentan heim í hérað | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Meira

Skólum slitið um allan fjórðung

Nú hefur skólum fjórðungsins verið slitið einum af öðrum og þeir útskrifað nemendur sem hafa nú lokið sínum bekk og sumir jafnvel að ljúka grunnskólagöngunni og við taka ævintýri sumarsins með tilheyrandi skort á rútínu og vonandi góðu veðri.
Meira

Eyfirðingarnir tóku öll stigin með sér frá Blönduósi

Fimm leikir voru spilaðir í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á Blönduósvelli tóku leikmenn Kormáks/Hvatar á móti grönnum sínum í Dalvík/Reyni sem löngum hafa reynst ansi seigir. Gestirnir komust yfir snemma leiks og heimamenn, sem með sigri hefðu komið sér laglega fyrir í toppbaráttu deildarinnar, náðu ekki að koma boltanum í mark Eyfirðinga og máttu því þola súrt tap á heimavelli. Lokatölur 0-1.
Meira

Starf leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga laust til umsóknar

Sveitarfélagið Húnaþing vestra óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við Leikskólann Ásgarð. Í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins segir að ráðið sé í stöðuna frá 1. ágúst 2025 eða fyrr, eftir samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.
Meira

Það á að birta til á morgun

Heldur hefur lengst í gulu veðurviðvöruninn sem Veðurstofan skellti á Norðurland vestra í byrjun vikunnar. Fyrst átti hún að standa í um sólarhring, frá mánudegi til þriðjudags en nú þegar fimmtudagurinn rennur upp rennblautur og norðanbarinn þá er enn gul viðvörun og ekki útlit fyrir að henni verði aflétt fyrr en aðfaranótt föstudags.
Meira

Vaxandi áhugi á boccia í Húnaþingi vestra

Vesturlandsmót í boccía fór fram í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellbæ föstudaginn 30. maí. Til leiks mættu 19 sveitir, fimm frá Akranesi, Borgarbyggð og Húnaþingi-vestra og loks tvær sveitir úr Stykkishólmi og Mosfellsbæ. Feykir fékk ábendingu um að Vestur-Húnvetningar væru vel ferskir þegar kæmi að boccia ástundun og árangri í því sporti. Það var því ekki úr vegi að leggja nokkrar spurningar fyrir Guðmund Hauk Sigurðsson, formann Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra og einn alharðasta bocciakappa sveitarfélagsins.
Meira

Varað við skriðuföllum og ofanflóðum á Siglufjarðarleið

Það er enn rok og rigning í boði á Norðurlandi vestra en spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir því að heldur dragi úr vætu og vindi þegar líður á daginn. Eitthvað örlítið hafa hitatölur þokast upp á við og því fellur úrkoman að mestu sem rigning en ekki snjór. Þó veðrið sé heldur að ganga niður gera spár ráð fyrir norðanátt og kulda svo langt sem spáin nær en þó er líklegt að við fáum svolitla sólargeisla á föstudaginn.
Meira

Veður með versta móti og gleðiganga Árskóla slegin af

Það er leiðindaveður á Norðurlandi vestra en þó sennilega sýnu verst í Skagafirði þar sem norðanáttin nær sér vel á strik og það hellirignir. Reikna má með svipuðu veðri fram eftir degi og dregur varla úr úrkomu og vindi fyrr en líða fer á miðvikudaginn. Allir vegir eru færir en snjór og krap var á heiðum í morgun sem og í Langadalnum og Hrútafirði.
Meira