V-Húnavatnssýsla

SSNV bjóða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforrit

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða nú upp á aðstoð eða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforritið Zoom. Í frétt á vef SSNV segir að forrit þetta sé einfalt í notkun, hægt að tengjast með myndbandi eða án og deila skjá á milli fundaraðila.
Meira

Mottudagurinn er á morgun - er allt klárt?

Sjálfur Mottudagurinn er á morgun föstudaginn, 13. mars og hvetur Krabbameinsfélagið alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.
Meira

Hvetur til rafrænna samskipta

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hvetur viðskiptavini sína til að nýta sér rafræn samskipti. Í tilkynningu frá embættinu segir:
Meira

Gult ástand og ófærð víða

Vetrarfærð er í öllum landshlutum og víða slæmt veður og margir lokaðir vegir um norðanvert landið. Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra er norðaustan hríð, 15-23 m/s og talsverð eða mikil snjókoma og skafrenningur, einkum í Skagafirði, á Tröllaskaga og á Ströndum. Takmarkað skyggni og léleg akstursskilyrði. Lægir og styttir upp í kvöld. Austlæg átt, 5-13 á morgun og stöku él á annesjum en sjókoma sunnantil annað kvöld. Frost 0 til 6 stig en 2 til 10 stig á morgun.
Meira

Greitt fyrir skil á merktum hrognkelsum

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil átt samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Síðustu tvö ár voru 760 ungfiskar merktir í alþjóðlegum makríl leiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.
Meira

Ferðalangar kreista sömu brúsana á pylsubörum vegasjoppanna

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur fengið ábendingu um að endurskoða beri það verklag sem tíðkast víða á vegasjoppum að viðskiptavinirnir sjálfir hafi hendur á sömu sósubrúsunum, á pylsustöndum.
Meira

Ekki lagt til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Meira

„Íslensk lopapeysa“ er verndað afurðarheiti

Matvælastofnun hefur samþykkt að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa verði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Það var Handprjónasamband Íslands sem sótti um vernd fyrir afurðarheitið og er þetta annað afurðarheitið sem hlýtur vernd hérlendis frá því að lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Áður hlaut heitið „Íslenskt lambakjöt“ skráða vernd.
Meira

Heimsóknarbann á sjúkrahúsið á Hvammstanga

Þar sem lýst hefur verið yfir neyðarstigi Almannavarna vegna Covid-19 veirunnar hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga ákveðið að fylgja fordæmi margra annarra stofnana og sett á heimsóknarbann á deildir sjúkrahússins, nema í sérstökum undantekningartilfellum.
Meira

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

Ungmennasamband Vestur-Húnavatnssýslu stendur fyrir fyrirlestri næstkomandi laugardag í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þar sem Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta og styrktarþjálfi, mun ræða liðsmenningu og markmiðastjórnun í tengslum við störf sín.
Meira