V-Húnavatnssýsla

Slagarasveitin og Skandall með ný lög

Framvarðasveitir húnvetnska rokksins eru með töluverðu lífsmarki. Þá erum við að tala um bojbandið Slagarasveitina og sigurvegara Söngkeppni framhaldsskólanna, Skandal. Báðar hljómsveitirnar senda frá sér lög þetta sumarið.
Meira

Fyrri umferð í 2. og 3. deild lokið

Fyrri umferð Íslandsmótanna í 2. og 3. deild karlafótboltans kláraðist nú um helgina. Lið Tindastól krækti í stig í Kópavogi en lið Kormáks/Hvatar svekkir sig eflaust á því að hafa tapað á heimavelli fyrir einu af botnliðum 2. deildar. Bæði lið hefðu efalaust viljað krækja í fleiri stig í fyrri umferðinni en það er nú eins og það er.
Meira

Ekki mikið svekkelsi í Sviss

„Komiði sæl og blessuð. Hér í Sviss er ekki hægt að greina eins djúpstæð vonbrigði hjá stuðningsmönnum og á netmiðlum íslenskum, þó eitthvert svekkelsi hafi verið að finna eftir leikinn í gærkvöldi,“ sagði Palli Friðriks þegar Feykir náði á honum nú í morgun í Sviss. Það var stór dagur framundan hjá Palla, búðarrölt með kvenþjóðinni en rétt að spyrja hann hvernig stuðningsmenn tækluðu dapurt gengi kvennalandsliðsins..
Meira

Karamella borðaði allt halloween nammið | Ég og gæludýrið mitt

Í Feyki sem kom út í byrjun mars svaraði Natan Nói Einarsson sem býr á Skagaströnd gæludýraþættinum og segir okkur hér frá hundunum sínum en hann á samt fullt af dýrum, bæði dýrum sem fá að vera inni hjá þeim og svo þessi ekta íslensku sveitadýr. Foreldrar Natans eru þau Einar Haukur Arason og Sigurbjörg Írena Ragnheiðardóttir en svo á Natan sex systkini þannig að það er nóg að gera á þessu heimili.
Meira

Níu húnvetnsk ungmenni stíga dans á Spáni

Haustið 2023 setti Menningarfélag Húnaþings vestra í gang dansskóla og fékk til liðs við sig flotta danskennara. Nú, tæpum tveimur árum síðar, eru níu ungmenni úr skólanum mætt til Spánar þar sem þau taka þátt í Heimsbikarmótinu í dansi sem fram fer í Burgos sem er um 180 þúsund manna borg á Norður-Spáni.
Meira

Lýðræðið í skötulíki! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Á heimasíðu SSNV segir að Hraðallinn hefjist 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Meira

Stefnt á að hefja nám í matvælaiðn við FNV í haust

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur undanfarið, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, unnið að nýrri námsbraut í matvælaiðn. Í tilkynningu á vef skólans segir að brautin sé 60 einingar og ljúka nemendur námi á 2. þrepi framhaldsskólastigs.
Meira

Hvað kostar mannslíf? | Högni Elfar Gylfason skrifar

Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Meira

Vilja auka lífsgæði 50+ í Vestur-Hún

Á heimasíðu Húnaþings vestra: hunathing.is kemur fram að vinna við deiliskipulag svokallaðs lífsgæðakjarna fyrir íbúa sveitarfélagsins, 50 ára og eldri.
Meira