V-Húnavatnssýsla

Það fer hlýnandi þrátt fyrir hvíta jörð í morgun

Það slyddar eða snjóar hér á Norðurlandi vestra fyrri part dags og jörð víðast hvar hvít þegar íbúar opnuðu augun í morgunsárið. Snjóþekja er víða á vegum, skyggni sums staðar ekki gott og því æskilegt að fara að öllu með gát. Unnið er að mokstri á Öxnadalsheiði en færð er fín í Vestur-Húnavatnssýslu þó reikna megi með hálfkublettum. Það dregur úr úrkomunni þegar líður að hádegi.
Meira

Landsmenn hvattir til að koma sér upp viðlagakassa

Það er mikilvægt að öll heimili landsins geti komist af í að minnsta kosti 3 daga ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar. Við þurfum að búa okkur undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti 3 daga.
Meira

Sigur í æfingaleik gegn FH í frumraun bandarísku stúlknanna

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hefur samið við þrjár bandarískar stúlkur um að leika með liðinu í sumar. Það eru Grace Pettet sem er örvfættur varnarmaður, framherjinn Makala Woods og markvörðurinn Genevieve Crenshaw en hún er reyndar enn ekki kominn með leikheimild þó Donni þjálfari sé bjartsýnn á að það styttist í það. Áður var búið að segja frá því að hin þýska Nicole Hauk væri genginn til liðs við lið Tindastóls.
Meira

Íbúasamráð um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafunda í Dalabúð þann 8. apríl kl. 17:00-19:00 og í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 9. apríl kl. 17:00-19:00.
Meira

Hljómbrá á Löngumýri

Tríóið Hljómbrá sem skipað er „brussunum úr Blönduhlíðinni“ þeim Gunnu í Miðhúsum, Kollu á Úlfstöðum og Írisi Olgu í Flatatungu heldur sína fyrstu tónleika á Löngumýri, þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.00.
Meira

Miklu stærra en Icesave-málið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik

Kormákur/Hvöt atti kappi við lið Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri og fór leikurinn fram seinni partinn. Um var að ræða leik í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Heimamenn í Magna leiddu í hálfleik en leikar æstust í síðari hálfleik og endaði leikurinn 2-2. Þá þurfti að grípa til framlengingar þar sem lið Húnvetninga missti snemma mann af velli og Grenvíkingar gengu á lagið og unnu leikinn 4-2.
Meira

Fasteignagjöld víða hærri í landsbyggðum en á höfuðborgarsvæði

Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2025 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá fasteignamatinu sem HMS reiknar og gildir frá 31. desember 2024. Útreikningar voru gerðir fyrir 103 matssvæði í 48 sveitarfélögum.
Meira

Rarik endurnýjar mæla í Húnabyggð

Á heimasíðu Húnabyggðar segir að í næstu viku munu starfsmenn frá Rarik hefja endurnýjun snjallmæla fyrir hita og rafmagn á Blönduósi. Haft verður samband við viðskiptavini fljótlega og upplýsingar sendar um mælaskiptin bæði með SMS skilaboðum og nánari upplýsingum í tölvupósti. Þá munu Rarik starfsmenn vera í sambandi til að finna tíma sem hentar. 
Meira

Opið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036, aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur á milli byggða. Markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur.
Meira