V-Húnavatnssýsla

Halló frumkvöðlar og aðrir hugmyndasmiðir á Norðurlandi vestra

Icelandic Startups verður með kynningarviðburð á viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita fyrir Norðvesturlandi á Sauðárkróki nk. föstudag kl 12 – 14. Hraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er tilvalinn vettvangur fyrir þá frumkvöðla sem vilja ná lengra á styttri tíma og efla tengslanetið til muna.
Meira

Nes listamiðstöð og Selasetur Íslands fá styrk úr Loftslagssjóði

Nýlega var úthlutað úr Loftslagssjóði og er það í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og er hlutverk hans að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Meira

Stólarnir sterkari í grannaslagnum

Lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar mættust á Sauðárkróki í dag og var spilað við ágætar aðstæður. Rennislétt gervigras, 13 stiga hiti og pínu vindur. Þetta var fyrsti leikur beggja liða frá því í vetur en gæði leiksins voru engu að síður með ágætum og líkt og reikna mátti með í grannaslagnum þá var hvergi gefið eftir. Gestirnir vestan Vatnsskarðs voru 0-1 yfir í hálfleik en Stólarnir svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik og slógu því gestina út úr Mjólkurbikarnum. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Sjómennskan mótaði mig fyrir lífstíð

Óhætt er að segja að reynsla mín af sjómennsku hafi mótað mig fyrir lífstíð. Ég fór fyrst á sjóinn fyrir rúmum 30 árum síðan, þá 16 ára gamall. Í dag er ég gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast sjómennskunni ungur, enda kem ég af mikilli sjómannaætt úr Sandgerði. Faðir minn slasaðist alvarlega á sjó og gat því miður ekki stundað sjómennsku aftur. Afleiðingar sjóslyssins hafa ennþá mikil áhrif á líf hans. Sú reynsla hefur fylgt mér alla tíð og skýrir kannski af hverju öryggismál sjómanna hafa alltaf verið mér hugleikin.
Meira

Grannaslagur í Mjólkurbikarnum á morgun

Fyrsti alvöru fótboltaleikur sumarsins verður á morgun, sunnudag, þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum í Kormáki/Hvöt. Leikurinn hefst kl. 14:00 á gervigrasinu á Sauðárkróki og er liður í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Reikna má með hörkuleik þó hvorugt liðið hafi spilað fótboltaleik síðan snemma árs og spurning hvort leikmenn verði eins og beljur að vori – eða þannig.
Meira

Viggó Jónsson nýr formaður Markaðsstofu Norðurlands

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kosin á aðalfundi, sem haldinn var þann 26. maí síðastliðinn og segir á heimasíðu hennar að aðalfundurinn hafi verið óvenjulegur, eins og svo margir fundir þetta misserið, en í fyrsta sinn var hann haldinn sem fjarfundur.
Meira

67 nemendur brautskráðust frá FNV í dag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 41. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag að viðstöddum nánustu aðstandendum brautskráningarnema. Alls brautskráðust 67 nemendur og þá hefur Feykir sagt frá því fyrr í dag að Þorri Þórarinsson náði þeim einstaka áfanga að fá 10 í meðaleinkunn, að öllum líkindum fyrstur nemenda í 41 árs sögu skólans.
Meira

Fíkniefnahlaupbangsar í umferð á Norðurlandi vestra

Lögreglunni Norðurlandi vestra hafa borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um grafalvarlegt mál sé að ræða því eins og nýleg dæmi sanna er þarna um að ræða mjög hættuleg efni.
Meira

Hvar eru tækifærin fyrir Norðurland?

Nýverið kom út skýrsla sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála, í samstarfi við Háskólann á Hólum, fyrir Markaðsstofu Norðurlands um markaðssetningu áfangastaðarins Norðurland, en gerð skýrslunnar var m.a. styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem eitt af átaksverkefnum 2018-2019. Með skýrslunni er áætlað að geta betur stigið næstu skref í markaðssetningu landshlutans i takt við áherslur áfangastaðaáætlunar og flokkun mögulegra gesta úr markaðsgreiningu Íslandsstofu.
Meira

Verkefnið Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra hlaut styrk úr Loftslagssjóði

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Alls bárust 203 gildar umsóknir og voru 32 þeirra styrktar, eða um 16%. Meðal þeirra sem hlutu styrk er verkefnið Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun. Það eru Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands sem leiða verkefnið en það er unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun.
Meira