V-Húnavatnssýsla

Bechamel kjúklingaréttur og glútenlaus súkkulaðiterta

Fyrstu matgæðingar ársins 2018 voru þau Róbert Mikael Gunnarsson og Natalia Grociak, búsett á Hvammstanga. Þau segjast elska mat og matargerð og sameina því vinnu og áhugamál á vinnustað sínum, veitingastaðnum Sjávarborg. Þegar þátturinn var gefinn út í byrjun janúar 2018 voru þau í fríi í Mílanó á Ítalíu og þegar Feykir heyrði frá þeim voru þau á leið á ekta ítalskt pastanámskeið. ”Við ætlum að gefa ykkur uppskrift að kjúklingarétti sem tengdamamma mín eldar oft fyrir okkur,” sagði Róbert, ”frábær réttur sem svíkur ekki.
Meira

Ráðherra kynnir Hálendisþjóðgarð á fundum um allt land

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fer á næstu dögum í hringferð um landið og kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en frumvarp þar að lútandi er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Einn fundur verður á Norðurlandi vestra nk. þriðjudag 7. janúar í Húnavallaskóla.
Meira

Sigurður Hansen er Maður ársins 2019 á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vetra. Gafst fólki kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum en nú bárust sex tilnefningar sem teknar voru til greina. Sigurður Hansen í Kringlumýri í Blönduhlíð hlaut flest atkvæði og ber því titilinn Maður ársins á Norðurlandi vestra.
Meira

Gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir allt landið en hvasst er á Norður- og Austurlandi í dag, hríð og kalt í veðri. Suðaustan stormur með úrkomu verður á öllu landinu á morgun og hlýnar en hríðarviðvaranir eru í gildi á öllu landinu fyrir morgundaginn. Í athugasemd veðurfræðings segir að síðdegis á morgun hláni, svo gott sé að athuga með niðurföll þannig að vatn eigi greiða undankomuleið.
Meira

Dagbjört Dögg Íþróttamaður USVH árið 2019

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 en útnefningin fór fram á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember sl. Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður liðsins á tímabilinu og eins og fram kemur á heimasíðu USVH varð Dagbjört Íslands-, bikar- og deildarmeistari á liðnu ári.
Meira

Ríflega hundrað hross fórust í fárviðrinu

Nú liggur fyrir að ríflega 100 hross fórust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019 og segir á heimasíðu MAST að um mestu afföll á hrossum í áratugi er að ræða. Sá fjöldi svarar til um 0,5% þeirra 20.000 hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði.
Meira

Ný reglugerð um sektir við brotum á umferðarlögum tók gildi í gær

Í gær, þann 1. janúar 2020, tók gildi ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota til samræmis við ný umferðarlög nr. 77/2019 sem einnig tóku gildi sama dag og má finna helstu ný­mæli nýju laganna í samantekt á vef Sam­göngu­stofu. Meðal breytinga skv. reglugerðinni má nefna að sekt við akstri gegn rauðu ljósi hækkar úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund krónur og að sektir við ölvunarakstri eru hertar.
Meira

Bætur vegna tjóns á búnaði og keyrslu varaaflsvéla

RARIK mun koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysi í hinu fordæmalausa illviðri sem brast á 10. desember sl. en hægt er að sækja um bætur vegna keyrslu varaaflsvéla og tjóns á búnaði á heimasíðu fyrirtækisins.
Meira

Rannsóknarsetur HÍ á Skagaströnd hlýtur verkefnastyrk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfesti á dögunum tillögur valnefndar um verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Þrjú verkefni hlutu styrk og var verkefni Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, Gagnagrunnur sáttanefndarbóka, eitt þeirra.
Meira

Völvuspá Feykis 2020

Eins og undanfarin ár er rýnt inn í framtíðina og reynt að sjá fyrir óorðna hluti hér í Feyki. Í mörg ár hafa spákonurnar í Spákonuhofinu á Skagaströnd rýnt í spil og rúnir en að þessu sinni gátu þær ekki orðið við beiðni blaðsins. Var þá leitað á önnur mið og eftir mikla eftirgrennslan náðist samband og samkomulag við einstakling sem vill ekki láta kalla sig spámann eða völvu heldu seiðskratta. Aðspurður um þá nafngift sagði hann að það hæfði sér best enda bruggaður seiður við þennan gjörning. Ekki vildi viðkomandi koma fram undir nafni og munum við verða við því.
Meira