V-Húnavatnssýsla

Leikdagur allir í Síkið

Í kvöld fimmtudaginn 9. janúar á slaginu klukkan 19:15 heimsækir lið ÍR Síkið.
Meira

Sokkaþjófurinn á Skagaströnd

Á Skagaströnd er duglegur blaðburðarstrákur á fjórtánda ári sem heitir Ísak Andri Jónsson en hann á krúttlegan varðhund sem heitir Loppa. Ísak Andri er sonur Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur og Jóns Ólafs Sigurjónssonar á Ránarbrautinni. Loppa fylgist vel með öllu sem er að gerast fyrir framan heimilið þeirra og lætur þau vita ef eitthvað grunsamlegt er að gerast. Það getur blaðamaður fullyrt því þegar komið hefur fyrir að hann hefur þurft að skutlast með blöðin yfir á Skagaströnd þá lætur hún heyra í sér fyrir innan útidyrahurðina en virkar samt hið mesta gæðablóð.
Meira

Alls voru gefnar út 333 veðurviðvaranir árið 2024

Á vedur.is segir að gefnar voru út samtals 333 viðvaranir vegna veðurs árið 2024, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Sá fjöldi er svipaður og árið áður, en frá 2018 hafa að meðaltali 373 viðvaranir verið gefnar út á ári. Árið 2024 var því heldur undir meðallagi síðustu ára. 
Meira

Nýr framkvæmdastjóri hjá USVH

Á heimasíðu UMFÍ segir að Anton Scheel Birgisson sé nýr framkvæmdastjóri hjá Ungmennasambandi Vestur -Húnvetninga. Í tilkynningunni segir hann.. „Við ætlum að virkja félögin í því að koma með hugmyndir og senda inn umsókn í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hann getur veitt félögum ýmiss tækifæri,.“
Meira

Öflugur liðsauki við Byggðastofnun

Í byrjun desember sl. auglýsti Byggðastofnun eftir sérfræðingi á þróunarsvið stofnunarinnar. Alls bárust 18 umsóknir, 11 frá konum og sjö frá körlum. Nú hefur verið ákveðið ráða Hebu Guðmundsdóttur og Sigfús Ólaf Guðmundsson, segir á heimasíðu Byggðastofnunar.
Meira

Hrós dagsins fær Þröstur Árnason á Skagaströnd

Það var skemmtileg færsla sem sást á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær. Þannig er málið að þar hefur snjóað eins og alls staðar á svæðinu en einn góður íbúi, Þröstur Árnason, tók upp á því fyrir stuttu að fara um bæinn eins og herforingi á fjórhjólinu sínu og ryðja snjó frá gangstéttum. Þetta er að sjalfsögðu frábært framtak fyrir litla samfélagið og er virkilega vel metið. 
Meira

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 3. janúar

Feykir sá góðan Facebook-póst í gær frá góðum vinum úr veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík en þau funduðu þann 3. janúar 2025 og gleðja vonandi einhverja með spá sinni.
Meira

Veðurspáin og vísindin | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar

FISK Seafood fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu. Fyrstu skrefin í sögu félagsins voru stigin á Þorláksmessu árið 1955 þegar Fiskiðja Sauðárkróks hf. var stofnuð. Ekki verður annað sagt en að síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í metnaðarfullri uppbyggingu starfseminnar. Við stefnum að því að fagna þessum tímamótum með margvíslegum hætti þegar líður á árið og finna okkur m.a. verðug verkefni til þess að styðja við bæði í starfsmannahópi okkar og nærsamfélagi.
Meira

Útburður á Feyki og Sjónhorni fer fram á morgun

Því miður urðu þau leiðu mistök að Feykir og Sjónhorn bárust ekki á Krókinn í morgun og því ekki hægt að bera út blöðin í dag. Útburður verður því á morgun en fyrir lesþyrsta einstaklinga þá eru bæði blöðin komin á netið og hægt að nálgast hér í fréttinni.
Meira

Gómsæt listaverk

Um miðjan nóvember kom út Stóra brauðtertubókin og er nokkuð ljóst á titlinum hvað innihald bókarinnar felur í sér. Þarna er á ferðinni 223 blaðsíðna uppskriftarbók með fallegum myndum af þjóðarrétti Íslendinga, brauðtertunni. Feykir hefur lengi verið mikill aðdáandi brauðtertunnar og fylgist grant með Facebook-hópnum Brauðtertufélagið Erla og Erla þar sem áhugafólk brauðtertunnar deilir myndum af listaverkunum sínum sem það hefur dundað við að gera fyrir alls konar tilefni.
Meira