V-Húnavatnssýsla

Opið fyrir umsóknir á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars á næsta ári og leitar Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.
Meira

Sagnaskemmtun um gömlu íslensku jólafólin á Heimilisiðnaðarsafninu og á Gránu

Það verður boðið upp á fyrirlestur og sögustund á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á föstudaginn 1. desember klukkan 15:00 og í Gránu á Sauðárkróki sunnudaginn 3. desember kl. 14:00.
Meira

Sjötta umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga var í vikunni

Vetrarmótaröðin hjá Pílufélagi Hvammstanga var haldið í sjötta sinn í vikunni og var spilaður svokallaður 301 DIDO leikur. Sigurvegarinn í þetta sinn var Viktor Kári en hann fór á móti Kristjáni um efsta sætið en í þriðja sæti var Patrekur Óli.
Meira

Útskrifast úr húsasmíðanámi um áramótin

Í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er nítján ára drengur, Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson, sem er sonur Sigfríðar Sigurjónsdóttur og Sigurbjörns Hreiðars Magnússonar í Litla Garði í Hegranesinu, en hann sækir nám í húsasmíði. Um áramótin nær hann þeim merka áfanga að útskrifast úr húsasmíðanáminu en það hefur því miður gengið ýmislegt á í hans lífi og því ekki sjálfgefið að það sé að takast hjá honum.
Meira

Jólablað Feykis 2023 er komið út

Í gær var útgáfudagur Jólablaðs Feykis og í gær og næstu daga ættu áskrifendur og allir íbúar á Norðurlandi vestra að fá hressilegt blað inn um bréfalúguna. JólaFeykir er 40 síður að þessu sinni, stútfullt af fjölbreyttu efni og auglýsingum. Það er nú þegar komið á netið þannig að þeir sem ekki geta setið á sér geta stolist í það strax.
Meira

Frábær mæting á fyrsta konukvöldi PKS

Í gærkvöldi var mikil stemning í aðstöðunni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar við Borgarteig 7 þegar hátt í 40 konur mættu og spiluðu pílu saman á fyrsta konukvöldi PKS. Þarna voru saman komnar konur sem bæði kunnu leikinn og kunnu ekkert og voru því mættar til að læra og prufa sig áfram.
Meira

Upplýsingasíðan, Vegir okkar allra, orðin aðgengileg

Nú á dögunum var sett í loftið ný upplýsingasíða undir yfirskriftinni Vegir okkar allra en þessi vefur var settur upp af stjórnvöldum til að útskýra hvernig þau ætla að fjármagna vegakerfið sem verður svo innleitt í skrefum á næstu árum. Stjórnvöld stefna að því að aðlaga fjármögnunarkerfið að orkuskiptum og minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis með upptöku kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda en fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir nýju frumvarpi á Alþingi um innleiðingu nýs kerfis. Í því er markmiðið að tryggja fjármögnun vegakerfisins til framtíðar og jafnræði í gjaldtöku óháð orkugjafa ökutækja því ljóst er að núverandi kerfi mun renna sitt skeið á enda og tekjur af því munu minnka verulega samhliða orkuskiptum.
Meira

Jólamarkaður á Hvammstanga um helgina

Jólamarkaður verður haldinn í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 2. desember milli kl. 12 og 16. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að hægt verður að festa kaup á einstakan varning sem er tilvalinn í jólapakkann, ljúffengt góðgæti og jólaandinn verður að sjálfsögðu á staðnum. 
Meira

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld milli kl. 20-22

Í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira

Hugum að auðlindinni okkar – stillum kerfin og drögum úr sóun

RARIK býður viðskiptavinum hitaveitunnar á Blönduósi og Skagaströnd að fá til sín fagmann til að yfirfara hitakerfi í híbýlum sínum, sér að kostnaðarlausu.
Meira