V-Húnavatnssýsla

Til hvers er barist? | Leiðari 41. tölublaðs Feykis

Ég las um helgina að árið 2025 væri Kvennaár. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið hissa á þessu því einhvern veginn hafði þetta alveg farið fram hjá mér. Nú má vera að ég hafi heyrt þetta en ekki meðtekið skilaboðin, við karlangarnir eigum það víst til.
Meira

Nóvember er sundmánuður

Sundlaugin á Hvammstanga hefur skráð sig til leiks í landsátakinu Syndum, sem byrjar á morgun 1. nóvember. Þetta kemur fram á vefsíðu Húnaþings vestra.
Meira

Sameining Dalabyggðar og Húnaþings vestra yrði framfaraskref fyrir íbúa

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna sveitarfélaganna. Í frétt á Húnahorninu segir að þar komi m.a. fram að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags yrði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig.
Meira

Ný útilistaverk líta dagsins ljós á Hvammstanga

„Við erum ákaflega stolt af útilistaverkunum sem hafa litið dagsins ljós síðustu daga. Bæði hafa sterka vísun í svæðið, annars vegar Selurinn við Brúarhvamm og hins vegar Veðurglugginn sem staðsettur er í fjörunni neðan við Selasetrið,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.
Meira

Gul veðurviðvörun á morgun

Það má segja að við hér á Norðurlandi vestra höfum sloppið ansi vel við þetta vetrarskot sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu að upplifa framan af vikunni. Það hefur engu að síður snjóað í léttu og þægilegu magni hjá okkur og þegar sólin fór að skína þá var póstkortastemning um víðan völl. Ekki er þó útlit fyrir að vetrarfegurðin endist eitthvað því á morgun, föstudag, hlýnar og Veðurstofan búin að skella framan í okkur gulri veðurviðvörun.
Meira

Lyfja veitir aðgang að sálfræðiþjónustu í Lyfju appinu

Lyfja býður nú upp á aðstoð sálfræðings í gegnum Lyfju appið. Þjónustan er veitt af sálfræðingum Mín líðan sem hafa frá árinu 2018 sérhæft sig í sálfræðiþjónustu á netinu og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.
Meira

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Við minntumst þess á dögunum að hálf öld var liðin frá því að efnahagslögsaga Íslands var færð út í 200 mílur af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undir forystu Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra réttilega í grein sem hún ritaði á Vísi vegna tímamótanna.
Meira

Góð samstaða á haustþingi SSNV

Haustþing SSNV fór fram miðvikudaginn 15. október á Teams. Þingið sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga í landshlutanum ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaganna og starfsfólk samtakanna. Á haustþingi var skorað á Ríkisstjórn Íslands að setja af stað vinnuhóp með fulltrúum ríkisins og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til að koma með tillögur um hvernig styrkja megi landshlutann og snúa við neikvæðri íbúaþróun með eflingu atvinnulífs og bættum lífsskilyrðum.
Meira

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
Meira

Allir vegir færir á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
Meira