V-Húnavatnssýsla

Málþing samráðshóps um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra

Nýlega hélt samráðshópur um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra málþing um bætta þjónustu og samræmt verklag í heimilisofbeldismálum. Samráðshópurinn hefur verið starfandi frá því í desember á síðasta ári og hafa félagsþjónustur, barnavernd, lögregluembættið og heilbrigðisstarfsfólk svæðisins unnið að bættu verklagi í heimilisofbeldismálum síðan þá. Nú hafa félagsþjónustur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra skrifað undir samstarfssamning við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um verklagið sem miðar að því að bæta þjónustu við þolendur og gerendur heimilisofbeldis.
Meira

Unnur Valborg kynnti framkvæmd sóknaráætlana í Wales

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sótti á dögunum ráðstefnu sem haldin var á vegum OECD í Wales. Var ráðstefnan hugsuð fyrir welska ráðamenn en þar á bæ er uppi nokkur óvissa um fjármagn til svæðisbundinnar þróunar vegna Brexit þar sem stór hluti fjármuna í slík verkefni hefur komið frá Evrópusambandinu. Ennfremur er vilji til að leita leiða til að marka skýrari stefnu í landinu í tengslum við byggðaþróun og einfalda stjórnsýslu málaflokksins.
Meira

Heilsueflandi móttökur settar á fót um allt land

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Framlagið kemur til viðbótar 130 milljónum króna sem ráðherra hefur ákveðið að verja til að efla þjónustu heimahjúkrunar.
Meira

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku fór fram á Alþingi mánudaginn 25. nóvember. Málshefjandi var Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, og til andsvara var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, félags- og nýsköpunarráðherra.
Meira

Flettu JólaFeyki á netinu

Jólablað Feykis rann af stað á færibandinu í gær og er hluti upplagsins klár og kominn á Póstinn. Það er töluverð vinna við samsetningu blaðsins og lýkur henni ekki fyrr en í dag, þannig að það verða því miður ekki allir komnir með blaðið í hendur fyrir helgi. Beðist er velvirðingar á því.
Meira

Konukvöld Húnabúðarinnar á sunnudaginn

Húnabúðin á Blönduósi heldur árlegt konukvöld sitt nk. sunnudag, 1. desember, klukkan 20:00. Þetta er í fjórða skipti sem Húnabúðin stendur fyrir konukvöldi og hafa þau alltaf verið vel afar sótt.
Meira

Fyrirlestur í Verinu um örplast í hafinu við Ísland

Valtýr Sigurðsson, starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd og Náttúrustofu Norðurlands vestra heldur fyrirlestur í Verinu á Sauðárkróki næstkomandi föstudag kl. 9:00. Fyrirlesturinn nefnist „Sources and Pathways of Microplastics to the Icelandic Ocean“ (Örplast í hafinu við Ísland - helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu). Í fyrirlestri sínum mun Valtýr kynna niðurstöður skýrslu sem hann vann fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið um örplast á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Meira

Ferðamenn ánægðir með söfn á Norðurlandi

Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea fyrir helgi. 97% svarenda í könnun RMF sögðust annað hvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Meira

SSNV auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árin 2020 og 2021 Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“
Meira

Annar sjúkrabíla Brunavarna Skagafjarðar farinn að „flagga rauðu“

Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa og er endurnýjun sjúkrabílaflota landsins þar með hafin í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi frá 11. júlí síðastliðnum. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkunar í september á næsta ári.
Meira