V-Húnavatnssýsla

Brautarholtsslagurinn í kvöld í Bestu deildinni

Stólastúlkur þurfa í kvöld allan stuðning sem völ er á þegar Brautarholtsprinsinn mætir með sínar Framdömur til leiks á skagfirska knattspyrnuengið á Króknum. Leikurinn hefst á slaginu sex og eru stuðningsmenn hvattir til að taka með fjölskyldumeðlimi og vini og fylla stúkuna. Það er hlýtt og bara smá norðangola sem stoppar á stúkunni. Óskar Smári, þjálfari Fram, lofar veseni í 90 mínútur en lengra nær það ekki. Það þarf auðvitað ekki að minna á það að Brautarholtsprinsinn er bróðir Brautarholtsprinsessunnar, Bryndísar Rutar, sem er fyrirliði Tindastóls.
Meira

Íslandi allt!

Feykir sendi rúmlega tvær spurningar á Palla Friðriks í Póllandi í morgun en leikur Frakka og Íslendinga er nú í gangi og útlit fyrir stóran – risastóran – rassskell því þegar þetta er skrifað er þriðji leikhluti að klárast og Frakkar búnir að skora um helmingi fleiri stig en strákarnir okkar. Palli er spámannlega vaxinn og fyrir leik var hann bjartsýnn á góð úrslit og átti von á að Arnar Björns sýndi takta. Palli spáði reyndar líka sigri Íslendinga gegn Slóvenum en eitthvað klikkaði þar líka. Rétt að spyrja hann út í það til að byrja með...
Meira

Það er DalHún dagur í dag

Viðræður um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar eru í fullum gangi og í dag fór upplýsingavefur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna í loftið á léninu https://dalhun.is.
Meira

Vonast til að dragi til tíðinda upp úr áramótum

Feykir forvitnaðist um stöðuna á fyrirhuguðum húsnæðismálum Háskólans á Hólum á Sauðárkróki en eins og sagt hefur verið frá þá er stefnt að því að byggja upp rannsókna- og kennsluhúsnæði fyrir lagareldiskennslu við Borgarflöt 35. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor á Hólum segir að nú standi yfir vinna við deiliskipulag og gera megi ráð fyrir að henni ljúki um áramótin. Þá sé mikilvægt að vinna við gerð útboðsgagna hjá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum haldi áfram þannig að ekki verði óþarfa frestun í janúar.
Meira

Haustþing leikskólastarfsmanna á Norðurlandi vestra

Haustþing starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið er haldið annað hvert ár og nú var komið að leikskólastjórum leikskóla í Húnavatnssýslum að halda þingið með dyggri aðstoð Farskólans. Þingið sóttu alls um 116 starfsmenn leikskólanna.
Meira

Næstflestar umsóknir bárust frá Norðurlandi vestra

Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Startup Landið,  en umsóknarfresti lauk á miðnætti síðastliðinn sunnudag. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmiðið er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta vaxið og dafnað á landsbyggðinni.
Meira

Sjö af 22 löxum sem bárust Hafró reyndust vera eldislaxar

Húnahornið segir af því að samkvæmt sameiginlegri tilkynningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa, þá hafa samtals 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Þar af eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Miðfjarðará og Haukadalsá. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni.
Meira

Sr. Gylfi Jónsson látinn

Sr. Gylfi Jónsson er látinn. Gylfi og Solveig Lára bjuggu á Hólastað þegar Solveig gengdi embætti vígslubiskups á Hólum á árunum 2012-2022. Gylfi starfaði í gamla Hofsóss- og Hólaprestakalli og var hægri hönd konu sinnar og mikill gleðigjafi hvar sem hann kom. Hann stjórnaði m.a söngstundum á dvalarheimilinu á Sauðárkróki allt upp í vikulega meðan hann bjó í Skagafirði. Það er margs að minnast og margs að sakna.
Meira

Fáir sólargeislar þessa vikuna

Það er ekki útlit fyrir að okkur hér norðvestanlands verði úthlutað mörgum sólargeislum þessa vikuna. Það er nokkur haustbragur á veðurspánni en alla jafna er spáð hita á bilinu 8-12 stigum yfir daginn en ekki viðumst við fara varhluta af úrkomu í byrjun september. Sem er ágætt fyrir þá sem trassa að vökva blómin.
Meira

Vinnustofur um endurnýjandi ferðaþjónustu á haustmánuðum

Í september eru tvær vinnustofur í boði um endurnýjandi ferðaþjónustu þar sem Annika Hanau, doktorsnemi við Háskólann í Wuppertal í Þýskalandi, leiðir fræðslu og umræðu. Hún mun deila reynslu og dæmum allt frá Hawaii til Íslands og skoða hvernig svipuð viðfangsefni koma upp þrátt fyrir fjarlægðir, þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira