V-Húnavatnssýsla

Beint flug lykilatriði í ákvörðun um ferð um Norðurland

Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.
Meira

Ævisaga Guðrúnar frá Lundi á 80 ára útgáfuafmæli Dalalífs

Ævisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalaífs, sem enn er meðal mest lesnu bóka landsins, kom út.
Meira

Ekki fundust eldixlaxar í Miðfjarðará og Vatnsdalsá

Norskir kafarar, sem komu til landsins í fyrradag til að leita uppi og fjarlægja eldislax úr ám, voru mættir í Hrútafjarðará, Miðfjarðará og Vatnsdalsá í gær. Í frétt á Húnahorninu segir að fjöldi manns hafi fylgst með athöfnum þeirra en enga eldislaxa fundu þeir í Miðfjarðará eða Vatnsdalsá en í Hrútafjarðará skutu þeir með skjótbyssum sínum fjóra meinta eldislaxa.
Meira

Vatnsnes Trail Run fór vel af stað

Í tengslum við bæjarhátíðina Eldur í Hún var haldið utanvegahlaupið Vatnsnes Trail Run. Góður rómur var gerður að því og eru aðstandendur ákveðnir í að halda leiknum áfram að ári. Á heimasíðu SSNV. og er ítarleg umjöllun um hlaupið og er stuðst við hana hér:
Meira

Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?

SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Íbúafundirnir eru fyrsta skrefið í þessari vinnu, að íbúar og fyrirtæki fái að taka þátt í að móta samskiptastefnuna og hafa áhrif á innihald hennar og útlit.
Meira

Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna í Húnaþingi vestra

Líkt og fyrri ár stendur til að Húnaþing vestra veiti umhverfisviðurkenningar í flokkunum Umhverfi og aðkoma sveitabæja/fyrirtækjalóða annars vegar og umhverfi og garðar einkalóða/sumarbústaðalóða hins vegar. Á heimasíðu sveitarfélagiins er skorað á þá sem vita af görðum eða svæðum sem eiga slíka viðurkenningu skilið að senda inn tilnefningar.
Meira

Eldislaxar skjóta víða upp kollinum

Fréttir af strokulöxum úr eldiskvíum hafa verið fyrirferðarmiklar síðustu daga og hafa veiðifélög brugðist á ýmsan hátt við. Í Miðfjarðará var settur mikill grjótgarður en grjótið var fengið láni hjá Vegagerðinni. Vegagerðar menn sögðust ekki hafa vitað til hvers átti að nota grjótið. Strangt til tekið eru allar meiriháttar aðgerðir við ár og vötn háðar leyfi Fiskistofu. Forsvarsmenn veiðifélagsins segja að um neyðaraðgerð hafi verið að ræða og vona því að Fiskistofa sjái í gegnum fingur við þá. Það á eftir að koma í ljós.
Meira

Húnvetningar og Hafnfirðingar jafnir

Kormákur/ Hvöt tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á Blönduósvelli í gær þegar leikið var í 18. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 2. deild. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn sem skoruðu strax á 2. mínútu en það gerði Goran Potkozarac.
Meira

Lögðu grjótgarð til að verjast eldislöxum í Miðfjarðará

Félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár í Vestur-Húnavatnssýslu hafa þverað ána með stórum grjóthnullungum nærri tvö hundrað metra leið. Þeir vilja vera við öllu búnir eftir að eldislaxar úr sjókvíaeldi fundust í Haukadalsá í Dalasýslu fyrir nokkrum dögum. Ruv.is fjallar um málið:
Meira

„Þar sem ég er örvhent var kúnst að kenna mér“

Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir býr í Vatnsdalshólum í Húnabyggð og þar fæddist hún en hefur búið á Vatnsnesi, Hvammstanga og Hvolsvelli, flutti svo aftur heim árið 2016. Dóra eins og hún er yfirleitt kölluð er ekkja og á þrjú börn og eitt barnabarn. Dóra rekur gallerý og vinnustofu á bænum sínum þar sem hún selur list sína og handverk eins og handmáluð kerti, málverk og kort. Dóra er einnig með leiðsögugöngur á landareign sinni. Nýjasta nýtt er ,,Myrkurgæði" þar sem fer saman að horfa á himininn og hlusta á sögur.
Meira