V-Húnavatnssýsla

Ísólfur Líndal er nýr landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamanna segir að Ísólfur sé hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur í gegnum tíðina náð góðum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum. Ísólfur er að öllum líkindum fyrstur Norðvestlendinga til að gegna þessari stöðu og óskar Feykir honum til hamingju með heiðurinn.
Meira

Ánægja með að Vatnsnesvegur sé kominn inn í samgönguáætlun

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti nýja samgönguáætlun til sögunnar í síðustu viku. Ekki voru allir hrifnir af því sem þar var sett á oddinn og þá sérstaklega var það umdeilt að setja Fljótagöng í forgang á kostnað ganga fyrir austan. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, um áætlunin leggst í Húnvetninga.
Meira

Voru sér til mikils sóma eins og alltaf

Nú í lok nóvember tók U19 landslið kvenna í knattspyrnu þátt í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn var spilaður í Portúgal. Þrjár stúlkur sem léku með liði Tindastóls í Bestu deildinni í sumar voru í hópnum; þær Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Hrafnhildur Salka. Þjálfari liðsins er Halldór Jón Sigurðsson, best þekktur sem Donni þjálfari, og Feykir spurði hann í gær hvernig til hafi tekist í fyrsta stóra verkefni hans sem landsliðsþjálfari en hann tók við U19 landsliðinu í haust eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls.
Meira

Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum

Í fréttatilkynningu sem send var út seinni partinn í gær segir að íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi lokaviku kosninganna eða rétt rúmlega 11%.
Meira

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir | Hannes S. Jónsson skrifar

Íþróttafólkið okkar á landsbyggðinni þarf að ferðast mun meira til keppni en þau sem eru höfuðborgarsvæðinu og þarf af leiðandi er ferðakostnaður og fjarvera frá heimili mun meiri hjá þeim. Íþróttafélögin og iðkendur félaganna á landsbyggðinni verða þannig fyrir töluverðum ferðakostnaði við að taka þátt í mótum eða einstaka leikjum. Einnig bætist við gisti og uppihaldskostnaður hjá þeim félögum og einstaklingum sem þurfa að leggja á sig þessi ferðlög.
Meira

Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra fimmtudaginn 4. desember sl. og færði sjóðnum að gjöf kr. 600.000. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að Ólöf hafi unnið að gerð bútasaums-, púða, dúka og teppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.
Meira

Vöggugjöf Lyfju veitt í ellefta sinn

Lyfja opnaði fyrir umsóknir um Vöggugjöf í vikunni sem er nú gefin verðandi og nýbökuðum foreldrum í ellefta sinn, þeim að kostnaðarlausu. Vöggugjöfin var fyrst veitt árið 2020 og frá þeim tíma hefur Lyfja dreift 20 þúsund gjöfum sem innihalda vörur sem koma að góðu gagni fyrstu mánuði barnsins. Heildarverðmæti allra Vöggugjafanna frá upphafi er um 235 milljón krónur.
Meira

Magadans og áritun í Skagfirðingabúð

Föstudaginn 5. desember munu Hermann Árnason og Hjalti Jón Sveinsson árita bók sína, Með frelsi í faxins hvin, í Skagfirðingabúð milli klukkan 13-14. Að sjálfsögðu mæta allir hestaáhugamenn þangað! Í bókinni segir frá Hermanni Árnasyni sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. „Rétt er að taka fram að magadansins verður að bíða betri tíma, hann var bara settur hér með til að fanga athygli lesenda!“ segir í tilkynningu frá Bókaútgáfunni Hólum.
Meira

Ákvörðun um Fljótagöng mikið fagnaðarefni segir Einar

„Fyrstu viðbrögð okkar við tillögu að samgönguáætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra lagði fram í dag, eru að við fögnum því virkilega að Fljótagöng skuli loksins vera kominn á áætlun og að þau verði næstu göng sem farið verður í en gert er ráð fyrir framkvæmdum við göngin árin 2027 til 2030. Þetta er mikið fagnaðar efni, en sveitarfélagið Skagafjörður og einnig SSNV hafa margsinnis á liðnum árum fundað með ráðamönnum, ályktað og skorað á þingmenn og ráðherra að koma þessum göngum í framkvæmd, því slysahættan af núverandi vegi um Almenninga er svo gríðarleg. Við erum því virkilega þakklát Eyjólfi fyrir að taka þessa ákvörðun og setja Fljótagöngin efst í framkvæmdalistann,“ sagði Einar E. Einarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar og formaður SSNV þegar Feykir innti hann eftir viðbrögðum við nýrri samgönguáætlun.
Meira

Fljótagöng sannarlega í forgangi hjá Eyjólfi

Ríkisstjórnin kynnti í dag nýja samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Meðal þess sem fram kom á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar, þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynntu áætlunina, var að ákveðið hefur verið að Fljótagöng verði sett í forgang hvað varðar jarðgangagerð. Þá voru boðaðar framkvæmdir við hafnir, þ.m.t. Sauðárkrókshöfn þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar og þá er ætlunin að styrkja strandsiglingar til að verja vegakerfið svo stiklað sé á stóru.
Meira