V-Húnavatnssýsla

Árlega garðfuglahelgin um helgina

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Þetta árið fer þetta formlega fram dagana 23. – 26. janúar 2026. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Lið FNV mætir liði Borgarholtsskóla í kvöld

Sextán liða úrslit Gettu betur, spruningakeppni framhaldsskólanna, hófust á mánudaginn. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpi. Í kvöld fara aðrar fjórar viðureignir fram en þá mætir m.a. lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra lið Borgarholtsskóla.
Meira

Lagning ljósleiðara á Hvammstanga 2026

Míla í samstarfi við Húnaþing vestra leggur ljósleiðara á Hvammstanga sumarið 2026. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að framkvæmdin sé styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026 em Húnaþing vestra var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda.
Meira

Nýir vélarhermar í kennslu hjá FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er fyrsti framhaldsskólinn á Íslandi sem hefur fest kaup á tveimur nýjum vélarhermum ásamt uppfærslu á eldri hermakerfum frá Unitest Marine Simulators. Kaupin marka mikilvægt skref í áframhaldandi þróun á kennsluaðstöðu skólans í sjó- og vélstjórnargreinum.
Meira

Norðurljósin léku lausum hala á himninum

Það var heldur betur boðið upp á listsýningu í gærkvöldi og stjörnubjartur himininn var striginn. Það voru enda ófáir sem rifu upp snjallsímann og gerðu tilraunir til að mynda dýrðina; græn og rauð dansandi norðurljós.
Meira

65 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Meira

Hilda Karen verður mótsstjóri Landsmóts hestamanna

Sagt er frá því á heimasíðu Landsmóts hestamanna að gengið hafi verið frá því að Hilda Karen Garðarsdóttir verði mótsstjóri á mótinu sem fer fram á Hólum í Hjaltadal fyrstu vikuna í júlí. Henni til halds og trausts varðandi skipulag og utanumhald á keppni verða Skagfirðingarnir Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Unnur Rún Sigurpálsdóttir.
Meira

Fínn gangur í miðasölu á Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 5.-11. júlí og talsvert síðan að miðar á mótið fóru í sölu. Feykir spurði Áskel Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Landsmóts, hvernig gangurinn væri í miðasölunni og reyndist kappinn býsna ánægður með áhugannm í það minnsta hingað til. „Þetta eru hærri tölur en sést hafa, amk. fyrir undanfarin mót þannig að við erum mjög ánægð með þessar viðtökur,“ sa
Meira

Fyrst tökum við Venezúela og svo... | Leiðari 2. tbl. Feykis 2026

Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Meira

Góð þátttaka í Mannamóti 2026

Á heimasíðu SSNV er sagt frá því að vel hafi verið mætt á Mannamót sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í gær þar sem fulltrúar Norðurlands vestra voru áberandi og kynntu fjölbreytta og öfluga ferðaþjónustu á svæðinu. Þar áttu ferðaþjónustuaðilar svæðisins góð samtöl við ferðaskipuleggjendur og aðra fagaðila, kynntu sína starfsemi og sköpuðu ný tengsl til framtíðar.
Meira