V-Húnavatnssýsla

Söfnunardagur fyrir Bernharð Leó og fjölskyldu

Nú hafa Hard Wok hjónin beðið okkur að taka frá miðvikudaginn 20. mars, þegar þau ætla að halda söfnunardag fyrir Bernharð Leó og fjölskyldu.  Bernhard Leó er ungur Skagfirskur baráttumaður frá Laufskálum í Hjaltadal sem glímir við sjaldgæfan sjúkdóm.
Meira

Ertu búin/n að skila skattframtali í ár?

Framtalsskilin eru í blússandi gangi og framtalsgleði mikil víðsvegar um landið segir á Facebook-síðunni Skatturinn og eru nú 21% landsmanna búin að skila framtali. Áhugavert er að rýna í tölurnar og skoða út frá sveitarfélögum hver eru duglegust að skila. Þar sést að Reykjanesið er leiðandi í framtalsskilunum með gull, silfur og brons, langt yfir landsmeðaltali og Sveitarfélagið Skagaströnd er í fjórða sæti. Eigum við ekki að koma öllum sveitarfélögunum hér á Norðurlandi vestra í topp 10 listann? Skilafrestur er til 14. mars.
Meira

Gefum íslenskunni séns!

Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri. Á sama tíma er það oft hamlandi fyrir þann sem sest hér að og vill læra íslenskuna. Oft skortir tækifæri til að æfa sig að tala tungumálið okkar. En í því samhengi var hann heppnari en margur annar, það er að lenda inn á heimili með tilvonandi tengdapabba sínum sem talar bara íslensku. Þá talar hann Siggi minn bara hærra ef hann vill koma sínu til skila. Það var því ekkert val fyrir unga manninn að læra þetta einstaka mál sem okkar ylhýra er, og það gekk vel og hann er hér enn.
Meira

Vegagerðin styrkir tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum

Vegagerðin óskar eftir umsóknum í styrk vegna samgönguleiða og er umsóknarfrestur til 22. mars. Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi samgönguleiða skv. reglum nr. 1155/2011:
Meira

Aðgerðastjórn Norðurlands vestra vill bráðabirgðaaðsetur hjá Skagfirðingasveit

Á huni.is segir að Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafi sent sveitarstjórnum á svæðinu bréf þar sem fjallað er um brýna þörf á uppsetningu á aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í landshlutanum. Í bréfinu er lagt til að aðstöðunni verði komið fyrir til bráðabirgða í húsnæði Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar sem er við Borgarröst 1 á Króknum. Áfram munu verða starfræktar aðgerðastjórnir í Húnavatnssýslum þegar upp koma atburðir sem þess krefjist.
Meira

Leigja út borðspil og púsl

Á Héraðsbókasafni Skagfirðinga er nú hægt að leiga út bæði púsl og alls konar borðspil sér til dægrastyttingar og því um að gera að nýta þessa þjónustu. Það eina sem þarf að gera er að kaupa bókasafnskort og kostar árskortið aðeins 2800 kr. en eldri borgarar, öryrkjar, börn og unglingar upp að 18 ára aldri fá frítt. Margir einstaklingar og fjölskyldur byrjuðu að púsla og spila þegar heimsfaraldurinn herjaði á landann, sem er eitt af því jákvæða sem kom út úr þessari ósköp, en að spila á spil/borðspil eða púsla er bæði góð heilaleikfimi og frábær leið til þess að eiga gæðastund með fjölskyldunni, já eða vinum.
Meira

Skagfirska mótaröðin - úrslit sl. helgi

Annað mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið laugardaginn 2. mars í Svaðastaðahöllinni á Króknum og var keppt í fjórgangi V2 í 1. flokki, 2. flokki, ungmennaflokki og unglingaflokki. Þá var einnig keppt í fjórgangi V5 í 3. flokki og barnaflokki. Í V2 1. flokki vann Lea Christine Busch á Síríus frá Þúfum en þau hlutu 7,23 í einkunn. Í 2. flokk vann Þóranna Másdóttir á Dalmari frá Dalbæ með 6,63 í einkunn og í ungmennaflokkinn vann Auður Karen Auðbjörnsdóttir á Báru frá Gásum með 6,60 í einkunn. Hjördís Halla Þórarinsdóttir vann svo unglingaflokk á Flipa frá Bergstöðum með 7,13 í einkunn. Í V5 í 3. flokki vann Hrefna Hafsteinsdóttir á Sóldísi frá Hóli og í barnaflokki vann París Anna Hilmisdóttir á Gný frá Sléttu með 6,29 í einkunn. 
Meira

Tveir sigurleikir í röð hjá meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur kvenna tók á móti ungmennaflokki Stjörnunnar í Síkinu, föstudaginn 1. mars, og spiluðu svo við ungmennaflokk Keflavíkur, miðvikudaginn 6. mars, í Keflavík. Stólastúlkur gerður sér lítið fyrir og hirtu öll þau stig sem í pottinum voru og unnu báða leikina mjög sannfærandi. 
Meira

Kormákur/Hvöt gerði jafntefli á móti KF

Kormákur/Hvöt spilaði gegn nágrönnum sínum úr Fjallabyggð í Lengjubikarnum á Króknum laugardaginn 2. mars. Á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að mikið hafi verið um forföll hjá liðinu en þá hafi næstu menn stigið upp. Var þetta fyrsti byrjunarliðsleikur hjá hinum 16 ára gamla Agli Guðnasyni og þá komu inn á þeir Stefán, Finnur og Þröstur sprækir af bekknum, allir að spila sinn fyrsta leik með liðinu.
Meira

Gjafir til samfélagsins

Það er hægt að segja að Kvenfélög í Skagafirði séu einn af styrkleikum Skagafjarðar, með vinnu sinni og styrkjum til hinna ýmissa verkefna í nærumhverfinu. Í Skagafirði eru tíu kvenfélög og elst þeirra er kvenfélagið í Hegranesi. Hvað gera kvenfélög og til hvers eru þau? Kvenfélögin eru góður vettvangur fyrir einstaklinga til þess að hittast, kynnast, spjalla, læra eitthvað nýtt, hafa gaman og láta gott af sér leiða. Þannig að ef þig langar til þess að kynnast nýju fólki og láta gott af þér leiða þá er kvenfélag góður vettvangur til þess.
Meira