V-Húnavatnssýsla

Þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar og byggingarmála á Norðurlandi vestra

Miðvikudaginn 22. október verður haldinn opinn fundur um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Norðurlandi vestra. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS, Ártorgi 1 á Sauðárkróki, kl. 15 og er opinn öllum. Að fundinum standa HMS, Tryggð byggð og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Snjóþekja og hálka á vegum í austanverðum Skagafirði

Það er komin vetrartíð. Það reyndar er yfir litlu að kvarta hvað varðar færðin hér á Norðurlandi vestra nema þá helst austan megin í Skagafirði. Við Tröllaskagann hefur verið nokkur úrkoma og éljagangur. Samkvæmt umferðarsíðu Vegagerðarinnar er verið að skafa vegi allt frá Hegranesi og norður í Fljót. Á öðrum vegum austan Hegraness eru ýmist hálkublettir eða hálka og því vissara að fara að öllu með gát.
Meira

Er allt að sjóða upp úr? | Leiðari 39. tölublaðs Feykis

Sumarið hefur verið óvanalega langt í ár. Það byrjaði með einstakri hitabylgju í maí og enn höfum við ekki fengið alvöru hausthret. Sennilega eru flestir ánægðir með þetta nema mögulega þeir sem vinna við dekkjaskipti – ekki mikið að gera þar væntanlega. En það styttist í veturinn og þá fer allt á suðupunkt í dekkjabransanum.
Meira

Hyggjast bjóða upp á notalega og einstaka upplifun

Í síðustu viku sagði Feykir frá því að fyrirtækið Aurora Igloo stæði í stórræðum í Húnaþingi vestra. „Við höfum hug á að reisa 15 kúluhús í brekkunni fyrir neðan félagsheimilið með glæsilegu útsýni yfir Víðidalinn. Húsin eru gegnsæ til að hámarka upplifun gesta,“ segja þeir félagar Andri Steinn Guðmundsson og Árni Freyr Magnússon hjá Aurora Igloo þegar Feykir spurði út í framkvæmdina og þjónustuna. Þeir taka þó fram að gestir geta dregið fyrir allan hringinn með gluggatjöldum þegar óskað er eftir næði.
Meira

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira

Kósý haustveður í kortum helgarinnar

Veðurstofan gerir ráð fyrir skaplegu veðri um helgina, stilltu og nokkuð hlýju en svo kólnar heldur í næstu viku. Þennan föstudagsmorguninn eru allir vegir greiðfærir á Norðurlandi vestra nema hvað að hálkublettir eru á Öxnadalsheiði þó líklegt sé að þeir hverfi um leið og hitinn hækkar.
Meira

Útgáfuhóf Sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu haldið í Breiðholtskirkju

Útgáfuhóf vegna endurskoðaðrar útgáfu Sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu fór fram laugardaginn 11. október sl. í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Sögufélag stóð að viðburðinum í samstarfi við Húnvetningafélagið í Reykjavík og var dagskráin bæði fjölbreytt og fróðleg.
Meira

Vantar þig stuðning?

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Viðtölin eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Meira

Íbúafundur um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Í dag, miðvikudaginn 15. október, kl. 17 verður haldinn íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Kynningin í upphafi verður send út á Teams og hægt er að senda inn spurningar í spjallinu.
Meira

12 nýsköpunarteymi hefja þátttöku í Startup Landinu

Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Meira