Byggðaleið valin fyrir Holtavörðuheiðarlínu 3
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
05.11.2025
kl. 11.12
Landsnet hefur ákveðið hvaða línuleið verði farin vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 en fara á svokallaða byggðaleið með áfangaskiptingu. Í frétt í Húnahorninu segir að áfangaskipting verði þannig útfærð að línan verði byggð í fyrsta áfanga frá Blöndu að Laxárvatni og tekin í rekstur þegar sá áfangi er tilbúinn, en í beinu framhaldi yrði línan byggð að tengivirki á Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Landsnet hefur sent til landeigenda á fyrirhugaðri línuleið.
Meira
