V-Húnavatnssýsla

Valskonur létu sverfa til stáls á Hlíðarenda

Stólastúlkur skutust suður á Hlíðarenda í dag þar sem þær mættu Valskonum í Bestu deildinni. Okkar stelpur hefðu nú helst þurft að næla í stig til að styrkja stöðu sína í fallbaráttunni en eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem staðan var 2-2 að honum loknum tók Fanndís Friðriks yfir leikinn og skilaði heimaliðinu þremur stigum í 6-2 sigri.
Meira

Húnvetnskt sláturfé fer að mestu á Hvammstanga og Sauðárkrók

Húnahornið segir frá því að í fyrsta sinn í meira en hundrað ár er sauðfé ekki slátrað í sláturhúsi á Blönduósi þetta haustið. Í fyrra var um 70 þúsund fjár slátrað á Blönduósi en nú fer flest féð á Hvammstanga eða Sauðárkrók til slátrunar. Í Bændablaðinu er haft eftir Einari Kára Magnússyni, aðstoðarsláturhússtjóra Kaupfélags Skagfirðinga að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki.
Meira

Lagt til að kosið verði um sameiningu 28. nóv til 13. des

Samráðsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna að íbúakosning um tillögu um sameiningu fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi og að kosningaaldur miðist við 16 ár.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti 2. deildar

Síðasta umferðin í 2. deildinni í knattspyrnu fór fram í dag og héldu Húnvetningur austur og land og mættu botnliði Hattar/Hugins á Fellavelli. Lið heimamanna var þegar fallið niður í 3. deild og gestirnir sigldu lygnan sjó í efri hluta deildarinnar og því ekki mikið undir. En fyrst menn eru að renna þessa leið austur í rigningu og roki þá er kannski bara best að spýta í lófana og hirða stigin sem í boði eru og það gerði lið Kormáks/Hvatar. Lokatölur 2-4.
Meira

Áætluð eyðsla 1,2 milljarður á ferðalagi um Norðurland

Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu í gær. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.
Meira

Tilboð sem er varla hægt að hafna?

Það styttist í fótboltavertíðinni og þá sérstaklega karlamegin. Aðeins á eftir að spila eina umferð í 2. og 3. deild en aldrei þessu vant þá er risastór gulrót í sjónmáli hjá báðum liðunum á Norðurlandi vestra. Nefnilega úrslitaleikurinn í Fótbolta.net bikarnum. Leikur sem fyrir suma aðdáendur Kormáks/Hvatar og Tindastóls bliknar reyndar í samanburði við sjálfan undanúrslitaleikinn þar sem liðin mætast innbyrðis á Sauðárkróksvelli.
Meira

Geðlestin stoppar í Gránu í Gulum september

Geðlestin verður á Sauðárkróki í Gulum september, nánar tiltekið þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 í Gránu. Gulur september er forvarnarátak sem er ætlað að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Geðhjálp býður öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og að eiga saman góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.
Meira

Rúmlega 170 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á NV í júlí

Alls voru 605 mál skráð til úrvinnslu hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í júlí og var það svipaður fjöldi og mánuðina á undan. Í yfirferð á síðu LNV segir að júlí sé gjarnan mikill ferðamánuður, veður hafi veirð með besta móti og tvær bæjarhátíðir; Húnavaka og Eldur í Húnaþingi ásamt minni hátíðum, hafi verið haldnar í mánuðinum. Ekki var teljandi aukning verkefna sem má tengja beint við hátíðirnar að öðru leyti en viðamikið samstarf var samkvæmt venju á milli viðburðahaldara og lögreglu.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í fjórða sætið

Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta heimaleik sinn þetta sumarið í dag en þá komu gaurar í Garðabænum í heimsókn á Blönduós. Gestirnir voru í fallbaráttu og þurftu því meira á stigunum að halda en húnvetnskir heimamenn sem sigla lygnan sjó í efri hluta 2. deildar. Það var þó engin miskunn hjá Birni bónda og bætti lið Kormáks/Hvatar þremur stigum í sarpinn og situr í fjórða sæti fyrir lokaumferðina.
Meira

Aðeins 54 laxar hafa veiðst í Blöndu

„Laxveiði í húnvetnsku ánum mallar rólega, líkt og hún hefur gert í allt sumar, en full rólega að mati margra laxveiðimanna,“ segir í frétt í Húnahorninu en flestar helstu laxveiðiár í Húnavatnssýslum loka í þessum mánuði og haustveiðin því hafin. Mest hefur veiðin verið í Miðfjarðará í sumar en hún ætti að vera komin upp fyrir þúsund laxa múrinn eftir helgi.
Meira