V-Húnavatnssýsla

Sláttur hófst um helgina eftir stórundarlega tíð

Sláttur hófst í Skagafirði um sl. helgi eftir langa bið. Veðurfarið hefur ekki verið bændum í hag þetta árið og þegar Feykir skoðaði hvenær sláttur hófst síðustu ár hefur hann verið að byrja í kringum mánaðarmótin maí/júni og fram í miðjan júní. Það er því nánast ógerlegt að finna það út hvort sláttur hafi einhvertíma byrjað seinna en hann gerði í ár og væri gaman að heyra frá bændum hvenær og hvort þeir muni eftir tíð sem var jafn slæm og nú.
Meira

Skagafjörður - Skipulagslýsing Tumabrekka land 2 og Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403

Í Sjónhorninu og Feyki var auglýsing frá Sveitarstjórn Skagafjarðar en samþykkt var á 28. fundi þeirra þann 19. júní 2024 að auglýsa eftirtaldar skipulagslýsingar: Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403 og Tumabrekka land 2, Skagafirði.
Meira

Tveimur verkefnum frá Norðurlandi vestra úthlutað styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís

Tækniþróunarsjóður Rannís fyrir árið 2024 úthlutaði styrkjum nýverið og voru tvö verkefni frá Norðurlandi vestra sem fengu styrk, ALOR sólarorkulausnir og María Eymundsdóttir fyrir ræktun burnirótar með aeroponic. Alls bárust 343 umsóknir í sjóðinn og var styrkveiting til nýrra verkefna 781 milljón króna en þar sem verkefnin eru til allt að þriggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 1.476 milljónum króna.
Meira

Hollvinasamtök HSN gáfu enn eitt æfingatækið

Endurhæfingaraðstaða á sjúkra- og dvalardeild sjúkrahússins á Blönduósi fékk góða gjöf þann 30. apríl síðastliðinn frá Hollvinasamtökum HSN en þá bættist við enn eitt æfingatækið. Um er að ræða rafknúið MOTOmed hjól sem er annað sinnar tegundar á staðnum og nýtist í styrkjandi og liðkandi þjálfun fyrir breiðan hóp skjólstæðinga hússins. 
Meira

Kvennamót GSS fór fram í blíðskaparveðri á laugardaginn

Kvennamót GSS fór fram í bongóblíðu á Hlíðarendavelli laugardaginn 30. júní og var þetta í 21. skiptið sem mótið var haldið. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. 51 kona, frá níu klúbbum, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagný Finnsdóttir frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (42 punktar), í öðru sæti var Aldís Hilmarsdóttir frá GSS (41 punktur) og í þriðja sæti var Hulda Guðveig Magnúsdóttir frá Golfklúbbi Siglufjarðar (41 punktur). 
Meira

Fyllt grísalund og Oreo ostakaka

Matgæðingar vikunnar eru Gestur Sigurjónsson, kennari í Árskóla, og Erna Nielsen, bókari hjá RH endurskoðun. Gestur og Erna búa á Skagfirðingabraut ásamt fjórum af sex börnum þeirra. Kristu Sól (21), Sigurjóni Elís (10), Brynju (7) og Freyju (7) og hundinum Kappa (2).
Meira

Geggjuð kjötmarinering og marengsskál

Matgæðingar vikunnar í tbl 29 í fyrra voru Sunna Björk Atladóttir og Kristinn T. Björgvinsson en þau búa í Túnahverfinu á Króknum. Sunna Björk er 35 ára lögmaður og löggiltur fasteignasali að mennt ásamt því að vera eigandi Fasteignasölu Sauðárkróks. Kristinn er 44 ára, menntaður í húsasmíði og vinnur sjálfstætt við þá iðn. Þau eiga saman Björgvin Skúla Kristinsson sem er fjögurra ára. „Þegar við fáum fólk í mat er algjör snilld að henda í þessar uppskriftir – einfalt og þægilegt,“ segir Sunna. 
Meira

Húsvíkingar kvöddu Hvammstanga með stigin þrjú í farteskinu

Það var leikið á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í gærkvöldi í 2. deild Íslandsmótsins – mögulega í fyrsta skipti. Það voru vaskir Völsungar sem mættu til leiks gegn heimamönnum í Kormáki/Hvöt. Húsvíkingar hafa jafnan haft á að skipa góðu fótboltaliði og þeir reyndust sterkari aðilinn í þetta skiptið og skiluðu sér heim á Húsavík með þrjú dýrmæt stig í pokahorninu. Lokatölur 1-3.
Meira

Stangarstökkið skemmtilegast | Karl Lúðvíksson í spjalli

Við setningu Jólamóts Molduxa í körfubolta, sem haldið er annan dag jóla ár hvert í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, var Samfélagsviðurkenning Molduxa veitt í sjöunda sinn. Að þessu sinni kom hún í hlut Karls Lúðvíkssonar, íþróttagarps í Varmahlíð, og þótti Molduxum við hæfi að Karl fengi viðurkenninguna að þessu sinni þar sem hann hefur verið óþreytandi við að leggja samferðafólki sínu lið á ýmsan hátt og ósjaldan í sjálfboðavinnu.
Meira

Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar – sértæki byggðakvótinn kjölfesta samfélagsins

Stjórn Byggðastofnunar kom saman til fundar í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag 25. júní. Verkefni stjórnar á fundinum var m.a. úthlutun sértæks byggðakvóta samkvæmt 10. gr. a. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 sem gengið hefur undir heitinu Aflamark Byggðastofnunar. Alls barst 21 umsókn um Aflamark Byggðastofnunar sem auglýst var í maí. Í byggðarlögunum Þingeyri, Suðureyri, Drangsnesi, Hólmavík, Hrísey, Borgarfirði eystra, Breiðdalsvík og Djúpavogi barst ein umsókn á hverjum stað. Tvær umsóknir bárust vegna byggðarlaganna Raufarhafnar og Bakkafjarðar, þrjár vegna Tálknafjarðar og sex vegna Grímseyjar.
Meira