V-Húnavatnssýsla

Ríkið skerðir vísvitandi lífskjör íbúa á Norðurlandi vestra

Stjórn SSNV kom saman til fundar á Skagaströnd þriðjudaginn 23. september sl. Meðal mála á dagskrá voru breytingar á akstursplani Strætó á Norðurlandi vestra. Samkvæmt nýrri tímatöflu fækkar ferðum Strætó milli Reykjavíkur og Akureyri úr 26 ferðum í 14 eða um 54%. Ný tímatafla tekur gildi 1. janúar nk og þá verður aðeins ein ferð á dag milli þessara stærstu þéttbýliskjarna landsins. Stjórn SSNV harmar mjög þá miklu skerðingu sem verður á almenningssamgöngum í landshlutanum með þessari fækkun ferða.
Meira

Sr. Margrét Rut sett í embætti og er að koma sér fyrir á Skagaströnd

Innsetningarmessa var í Hólaneskirkju á Skagaströnd síðastliðinn sunnudag. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis setti þa sr. Margréti Rut Valdimarsdóttur inn í embætti prests í Húnavatnsprestakalli. Margrét Rut lauk námi í vor og var vígð þann 24. ágúst sl. Hún er þriðji presturinn í Húnavatnssýslum og býr á Skagaströnd. Feykir náði smá spjalli við hana í morgun.
Meira

Tilkynning frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Skrifstofur sýslumannsembætta um allt land verða lokaðar föstudaginn 3. október vegna starfsdags.
Meira

Fyrstu skref í sorg í Skagafirði

Í dag, þriðjudaginn 30. september, mun Sindri Geir Óskarsson prestur í Glerárkirkju og starfsmaður Sorgarmiðstöðvar flytja erindið Fyrstu skref í sorg á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin hefst kl. 18:00.
Meira

Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur stutt vel við bakið á Byggðasafninu

Undanfarið ár hefur Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði fengið yfirhalningu. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að Húnvetningafélagið í Reykjavík hafi styrkt safnið rausnarlega og hafa nú öryggismál þess verið bætt svo um munar. Öryggiskerfi byggðasafnsins var uppfært, safninu var skipt í þrjú brunahólf og tvær eldvarnarhurðar settar upp og sýningasölunum tveim sem tengjast með millibyggingunni með andyri safnsins.
Meira

Húnaþing vestra leitar að drífandi leiðtoga

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi leið-toga til að leiða umhverfis-, veitu- og fram-kvæmdasvið sveitarfélagsins. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis- og hreinlætismál, umsjón með fasteignum í eigu þess ásamt reksturs þjónustumiðstöðvar. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og situr í framkvæmdaráði sveitarfélagsins.
Meira

SSNV óskar eftir þátttakendum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) leita að áhugasömum íbúum og fulltrúum hagaðila til að skrá sig í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Markmiðið er að tryggja breiða og fjölbreytta aðkomu að stefnumótun og framgangi áætlunarinnar á komandi árum.
Meira

Rabb-a-babb 240: Eydís Ósk

Eydís Ósk Indriðadóttir er kjarnorkukona í Húnaþingi vestra. Hún er árgerð 1982, er í sambandi með Ágústi Þorbjörnssyni, á 19 ára dóttur, Júlíu Jöru, og 29 ára stjúpson, Eyþór Loga. Hún er dóttir Herdísar og Indriða í Grafarkoti og er fædd þar og uppalin.
Meira

Gullhúðuð aðgengismál? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Fór Ísland nokkuð á hliðina? | Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir rúmum þremur árum tók varanlegur víðtækur fríverzlunarsamningur gildi á milli Íslands og Bretlands í kjölfar þess að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið. Fyrst í stað til bráðabirgða og síðan endanlega frá 1. febrúar 2023 en áður hafði bráðabirgðasamningur verið í gildi frá árinu 2021. Þar með hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, að grundvallast á EES-samningnum.
Meira