V-Húnavatnssýsla

Enginn derbíleikur norðanliðanna í átta liða úrslitum

Eins og Feykir hefur sagt frá þá tryggðu bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll sér sæti í Fótbolti.net bikarnum með góðum sigrum í hörkuviðureignum í gærkvöldi. Dregið var í átta liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag og þar varð ljóst að draumaviðureign margra á Norðurlandi vestra verður í það minnsta ekki í átta liða úrslitum.
Meira

Húnvetningar með sigurmark í seiglutíma

Það voru ekki bara Stólarnir sem komust í átta liða úrslit Fotbolti.net bikarsins í gærkvöldi því lið Kormáks/Hvatar hafði betur gegn liði Árbæjar á Domusnovavellinum eftir dramatík og markaveislu. Húnvetningar voru yfir 1-3 í hálfleik en heimamenn náðu að jafna í blálokin en víti í bláblálokin tryggði Kormáki/Hvör framhaldslíf í keppninni. Lokatölur 3-4.
Meira

Leik og sprell á Króknum

„Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella,“ segir í tilkynningu á Facebook. Námskeiðið verður í boði á Sauðárkróki dagana 28. júlí til 1. ágúst frá kl. 9-12.
Meira

Það er örugglega allt þokunni að þakka

Í fréttum í vikunni var sagt frá því að varað væri við bikblæðingum um land allt. Þegar umferðarkort Vegagerðarinnar er skoðið þá lítur út fyrir, í það minnsta í dag, að engar bikblæðingar geri ökuþórum lífið leitt á Norðurlandi vestra. Eingöngu er varað við steinkasti í Blönduhlíðinni í Skagafirði en þar hefur verið unnið að því að leggja klæðingu á smá kafla á þjóðvegi 1.
Meira

Eldur í Húnaþingi mun loga 22. til 27. júlí

Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003. Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungi fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda.
Meira

„Ganga að öllu leyti í hans stað“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.
Meira

Alls urðu 35 af 131 frumvarpi að lögum

Þá eru þingmenn loks komnir í sumarfrí en eftir að forseti Alþingis virkjaði kjarnorkuákvæðið sl. föstudag var samið um þinglok og var þingfundum 156. löggjafarþings því frestað í gær, þann 14. júlí. Þingið var að störfum frá 4. febrúar til 14. júlí 2026. Á síðasta degi var veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar atvinnuvegaráðherra loks samþykkt en um það hefur staðið mikill styr eins og hefur sennilega ekki farið framhjá nokkrum manni.
Meira

Vakin er athygli á að opið er fyrir umsóknir um styrki úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar til 31. júlí

Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og lögð er sérstök áhersla á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélag fyrirtækisins, sem landshlutinn okkar sannarlega er. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Eftir þrjá svekkjandi tapleiki í röð gerðu liðsmenn Kormáks/Hvatar góða ferð suður á Seltjarnarnes og að leik loknum var risið á heimamönnum bæði lítið og lágt. Gestirnir áttu góðan leik í fyrri hálfleik og leiddu 1-2 ú hálfleik og í síðari hálfleik var varist með kjafti og klóm og þó Gróttverjar gerðu sitt besta til að jafna þá tókst það ekki. Lokatölur 1-2 og mikilvæg þrjú stig í hús.
Meira

Gott teppi og kaffibolli best með bóklestri

Feykir plataði Maríu Rut Kristinsdóttur, þingmann Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, til að svara Bók-haldinu í miðju svokölluðu málþófi stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldsins í upphafi síðustu viku. Vonandi var þetta bara skemmtilegt uppbrot á löngum degi í þinginu. María Rut fæddist árið 1989, er alin upp á Flateyri við Önundarfjörð en er búsett í Reykjavík.
Meira