V-Húnavatnssýsla

Áfram veginn - Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú er kjörtímabilið hálfnað og tvö ár frá því ég var kjörin fyrst á Alþingi. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að fá þetta tækifæri og hafa þessi tvö ár verið bæði skemmtileg og fjölbreytt.
Meira

Ari Jóhann kosinn formaður SHÍ

Á aðalfundi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, sem haldinn var 22. október var Ari Jóhann Sigurðsson, formaður heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, kosinn formaður samtakanna. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, var kosinn í varastjórn.
Meira

Kormákur sækist eftir að verða Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga varð Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins sl. vor og í framhaldi af því er stefnt að því að aðildarfélög þess verði Fyrirmyndarfélög. Nú sækist Ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga eftir því að hljóta þá viðurkenningu á næstunni.
Meira

Viltu gerast stofnfélagi í Sturlufélagi?

Í maímánuði var stofnað Sturlufélag, það er félag til að halda á lofti minningum um verk sagnaritarans mikla Sturlu Þórðarsonar. Enn er hægt að gerst stofnfélagi þar sem ákveðið var að svo yrðu þeir sem gerast félagar til áramóta.
Meira

Hægeldaður hryggur og uppáhaldsnammikaka

„Við heitum Þóra Margrét Lúthersdóttir og Einar Árni Sigurðsson. Við búum á bænum Forsæludal í Vatnsdal, þar rekum við sauðfjárbú ásamt því að eiga nokkur hross, hænur og hund,“ sögðu matgæðingar 41. tbl. Feykis árið 2017. Þóra og Einar tóku við búinu í Forsæludal árið 2014. Einar starfar sem vélstjóri hjá Samskipum en Þóra sér um börn og bú en börnin eru fjögur á aldrinum fjögurra til átta ára. Þau gáfu lesendum uppskriftir að þriggja rétta máltíð.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Jörvi í Víðidal.*

Jörvabæir eru 5 á landinu, flestir bygðir, og sumir sögufrægir að fornu, t.d. Jörvi í Haukadal (Landn.) og Jörvi í Flysjuhverfi (Víga-Styrss. o.fl.). Jörva í Víðidal er fyrst getið í brjefi, ritað 1525 (þá í eyði. DI. IX. 314.), og er þá farið að rita það með f. Aftur á móti er Jörvanafn ávalt ritað með v í Íslendingasögunum (sjá Grettiss., Landn., Þorf. s. karlsefnis og Bjarnar s. Hítdælak.) en í Sturlungu er það ætíð með f (Sturl. II. b. bls. 250, 288 o.v.), og er merkilegt.
Meira

Sýrlensku börnin fá ullarsokka og vettlinga

Nú er kalt í veðri og því betra að klæða sig vel. Sýrlensku börnin í Húnaþingi vestra ættu þó ekki að þurfa að kvíða vetrarkuldanum því í dag kom Anton Scheel Birgisson, framkvæmdastjóri USVH, færandi hendi á skrifstofu sveitarfélagsins og afhenti, fyrir hönd ömmu sinnar, Helgu Kristinsdóttur frá Þorlákshöfn, öllum sýrlensku börnunum vettlinga og ullarsokka.
Meira

Heimskautarefur truflaði ökumann

Afspyrnuslæmt veður var á Norðurlandi vestra í gær, blint og mikill skafrenningur að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Bifreið fór út af veginum í Langadal í gærkvöldi þegar ökumanni fipaðist aksturinn og gaf hann þá skýringu að „arctic fox“ hefði hlaupið fyrir bílinn.
Meira

Stefán Vagn og Bjarni Jóns ræða um vegabætur á Alþingi

Stefán Vagn Stefánsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Lagt er til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir og frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
Meira

Öldungaráð Húnaþings vestra fundar í fyrsta sinn

Fyrsti fundur Öldungaráðs Húnaþings vestra var haldinn sl. þriðjudag í fundarsal Ráðhússins þar sem Guðmundur Haukur Sigurðsson var kosinn formaður og Jóna Halldóra Tryggvadóttir varaformaður. Öldungaráð starfar á fjölskyldusviði og heyrir undir sveitarstjórn Húnaþings vestra. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, eða fulltrúi hans starfar með ráðinu.
Meira