V-Húnavatnssýsla

Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi - Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi

Nú á dögunum lauk rannsókn Háskólans á Akureyri og Vörðu, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, sem er eitt þeirra fjögurra verkefna sem hlaut styrkveitingu úr Byggðarannsóknasjóði vorið 2022. Skýrsla rannsóknarinnar ber heitið Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi. Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi. Höfundar eru Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Kristín Heba Gísladóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og Maya Staub.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Sviðslistasjóð Rannís og listamannalaun 2024

Auglýst er eftir umsóknum í Sviðslistasjóð Rannís. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnusviðslistahópa. Umsókn í sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef tilgreint í umsóknarformi. Sviðslistaráð úthlutar styrkjum til stuðnings atvinnusviðslistahópum, sbr. lög um sviðslistir 2019 nr. 165.
Meira

Mikil stemmning á Landshlutamóti unglingadeilda á Norðurlandi

Unglingadeildin Trölli stóð fyrir landshlutamóti fyrir unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjörg á Norðurlandi um miðjan ágúst. Mótið fór fram á Hofsósi og stóð frá fimmtudegi til laugardags. Þangað mættu um 30 unglingar auk 15 umsjónarmanna úr fjórum unglingadeildum og var keppt í alls konar þrautum og leikjum. 
Meira

Innviðaráðherra fundaði með landshlutasamtökum sveitarfélaga

Á heimasíðu ssnv.is segir að Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV heimsótti innviðaráðuneytið nú á dögunum ásamt öðrum framkvæmdastjórum og formönnum landshlutasamtakanna. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra fundaði með hópnum en landshlutasamtökin óskuðu eftir fundinum í þeim tilgangi að kynna samtökin, hlutverk þeirra og verkefni fyrir ráðherra og fá sýn hennar á byggðaþróun.
Meira

Tvö ný listaverk á Norðurstrandarleið

Feykir sagði frá því, fyrir viku síðan, að nýtt listaverk væri komið upp á Sauðárkróki en nú hafa verið sett upp ný listaverk á Skagaströnd og á Hvammstanga. Listaverkin voru unnin af hópi listafólks frá Úkraínu sem kallar sig UNDRUN/Dyvyna DECOR, en þau hafa reynslu af því að vinna sambærileg verkefni á Íslandi. Við hönnun listaverkanna var litið til sagnaarfs svæðisins og áherslur Norðurstrandarleiðar. Á Sauðárkrók var settur upp hestur, myndarammi með Þórdísi spákonu er kominn upp á Skagaströnd og á Hvammstanga má finna sel í fjörunni.
Meira

Andri Snær og Sara Líf stóðu sig vel í hrútadómum óvanra

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sunnudag. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil en frá þessu segir á FB-síðu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Meira

Skagfirðingamótið haldið í frábæru golfveðri í Borgarnesi

Laugardaginn 10. ágúst var glatt á hjalla á Hamri í Borgarnesi en þá fór fram 26. Skagfirðingamótið í frábæru golfveðri, logn og smá væta. Alls gátu 96 einstaklingar tekið þátt og var kominn biðlisti þegar styttist í mót en enginn forfallaðist og komust því færri að en vildu þetta árið, þar af voru 57 karlmenn og 39 kvenmenn.
Meira

Húnvetningar nældu í gott stig í Garðabænum

Lið Húnvetninga heldur áfram að pluma sig býsna vel í 2. deildinni en í dag heimsóttu þeir Garðbæinga í liði KFG. Litlu munaði á liðunum fyrir leik, lið Kormáks/Hvatar stóð þá tveimur stigum betur, og sá munur breyttist ekki í dag þegar liðin gerðu sitt hvort markið. Stigið dugði hins vegar til að færa lið Húnvetninga upp um sæti, eru nú í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig þegar fimm umferðir eru eftir.
Meira

Mugison í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Mugison er nú staddur í rúmlega hálfnuðu kirkjumaraþoni og í kvöld er það Sauðárkrókskirkja en hún er númer 55 í röðinni af 100 kirkju tónleikum í 100 póstnúmerum fyrir jól hjá meistara Mugison. 
Meira

Fríar máltíðir grunnskólabarna – merkur samfélagslegur áfangi | Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendum á grunnskólaaldri standi til boða hádegsimatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu.
Meira