V-Húnavatnssýsla

Ásgeir Trausti með tónleika í desember

Það er farið að styttast í aðventuna og þið vitið hvað gerist þá... jebb, jólatónleikar. Nokkuð er síðan miðar á Jólin Heima fóru í sölu og er nánast uppselt á þá. Samkvæmt upplýsingum Feykis ætla JólaHúnar að taka sér frí þessa aðventuna en í Hörpu verða jólalögin hans Geira, Í syngjand jólasveiflu, tekin í Norðurljósasalnum. Þá verður Ásgeir Trausti á ferðalagi um landið einn síns liðs og verður með tónleika í Hvammstangakirkju og Sauðárkrókskirkju um miðjan desember.
Meira

Ingibjörg Davíðs sækist eftir sæti varaformanns Miðflokksins

Landsþing Miðflokksin fer fram um aðra helgi í Reykjavík og útlit er fyrir að einhver slagur verði um sæti varaformanns flokksins en væntanlega má slá því föstu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé gulltryggður sem formaður flokksins. Í morgun barst yfirlýsing frá Ingibjörgu Davíðsdóttur, oddvita Miðflokksins og fjórða þingmanns Norðvesturkjördæmis þar sem fram kemur að á hana hafi verið skorað og hún hefur í kjölfarið ákveðið að sækjast eftir embættinu.
Meira

Landsmót SAMFÉS fer fram á Blönduósi um helgina

Dagana 3.–5. október verður Landsmót Samfés haldið á Blönduósi. Samkvæmt frétt Húnahornsins má búast við að um 360 ungmenni frá 80 félagsmiðstöðvum leggi leið sína til Blönduóss, auk 80 starfmanna mótsins. Landsmót Samfés, sem haldið er að hausti ár hvert, var haldið í fyrsta sinn á Blönduósi 1990 þar sem 25 aðildarfélagar Samfés komu saman. Þetta er því í 35. sinn sem mótið er haldið og ríkir mikil eftirvænting í bænum og á meðal þátttakenda.
Meira

Orka náttúrunnar í mikilli uppbyggingu hleðsluinnviða á Norðurlandi

Orka náttúrunnar hefur frá stofnun verið leiðandi í uppbyggingu á hleðsluinnviðum fyrir rafbíla. Undanfarið höfum við beint sjónum okkar sérstaklega að Norðurlandi þar sem mikil uppbygging er hafin og verður haldið áfram næstu misseri.
Meira

Stóðréttir í Víðidalstungurétt á laugardaginn

Stóðréttir fara fram í Víðidalstungurétt í Vestur-Húnavatnssýslu á laugardaginn og það verður að sjálfsögðu mikið hafarí. Stóðið verður rekið til Víðidalstunguréttar klukkan 11 en kaffisala verður í réttarskúr kvenfélagsins Freyju. Um kvöldið verður síðan stóðréttarball og hefst það kl. 23.
Meira

Allar geggjuðu minningarnar og vináttan standa upp úr

Knattspyrnudeild Tindastóls sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því Donni þjálfari muni láta af störfum að þessu tímabili loknu sem þjálfari mfl. kvenna og einnig sem aðstoðarþjálfari. Hann hefur þjálfað kvennalið Tindastóls síðustu fjögur sumur en kvennaboltinn á Króknum er nú að ljúka fjórða sumrinu í efstu deild á síðustu fimm árum – árangur sem engan óraði fyrir nema kannski Stólastúlkur sjálfar. Um helgina varð hins vegar ljóst að liðið er fallið niður í Lengjudeildina á ný.
Meira

Við þurfum fjölbreyttara atvinnulíf og sterkari innviði

Feykir greindi fyrr í dag frá þungum áhyggjum stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra af neikvæðri og óhagstæðri þróun í bæði íbúafjölda og fjölda ríkisstarfa í landshlutanum. Það megi ljóst vera að staða landshlutans sé grafalvarleg og að þróuninni verði að snúa við. Var framkvæmdastjóra SSNV falið að óska eftir fundi með forsvarmönnum ríkisstjórnarinnar til að ræða stöðu landshlutans. Skagfirðingurinn Einar E. Einarsson er formaður stjórnar SSNV og forseti sveitarstjótnar Skagafjarðar og hann svaraði spurningum Feykis varðandi málið.
Meira

Sveitarfélög á Norðurlandi vestra fá rúma 3,7 milljarða króna í jöfnunarframlög

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fyrstu áætlanir fyrir árið 2026 um almenn jöfnunarframlög, almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla og framlög vegna sérþarfa fatlaðra barna. Í frétt Húnahornsins um málið segir að um sé að ræða fyrstu áætlun samkvæmt nýju úthlutunarlíkani sem tekur við af útgjaldajöfnunarframlagi, tekjujöfnunarframlagi og fasteignaskattsframlagi.
Meira

Fækkun opinberra stöðugilda á Norðurlandi vestra veldur áhyggjum

Á fundi stjórnar SSNV í síðustu viku var lögð fram skýrsla útgefin af Byggðastofnun um miðjan síðasta mánuð varðandi þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi. Skýrsla sem þessi hefur verið gefin út á tveggja ára fresti og sýna niðurstöður hennar stöðuna í lok árs 2024. Það vekur athygli að á meðan ríkisstörfum fjölgaði um 538 á landsvísu á árunum 2023-2024 þá fækkaði þeim á sama tíma um tíu á Norðurlandi vestra.
Meira

Ríkið skerðir vísvitandi lífskjör íbúa á Norðurlandi vestra

Stjórn SSNV kom saman til fundar á Skagaströnd þriðjudaginn 23. september sl. Meðal mála á dagskrá voru breytingar á akstursplani Strætó á Norðurlandi vestra. Samkvæmt nýrri tímatöflu fækkar ferðum Strætó milli Reykjavíkur og Akureyri úr 26 ferðum í 14 eða um 54%. Ný tímatafla tekur gildi 1. janúar nk og þá verður aðeins ein ferð á dag milli þessara stærstu þéttbýliskjarna landsins. Stjórn SSNV harmar mjög þá miklu skerðingu sem verður á almenningssamgöngum í landshlutanum með þessari fækkun ferða.
Meira