V-Húnavatnssýsla

Strandveiðar leyfðar á almennum frídögum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Er hún efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á almennum frídögum að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins.
Meira

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið.
Meira

Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja horfinn

Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja á Norðurlandi vestra er horfinn vegna kórónuveirufaraldursins þar sem ferðaþjónustan skipar stóran sess í rekstrinum segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samtali við Ríkisútvarpið í morgun. Hún segir annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar nokkur vonbrigði fyrir fyrirtæki á svæðinu. Samtökin hafa sjálf reynt að bregðast við með fjárframlagi.
Meira

Gleðilegt sumar!

Í dag er sumardagurinn fyrsti, yngismeyjadagurinn, og óskar Feykir öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir sögulegan vetur. Dagurinnn er einnig sá fyrsti í Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumar og vetur frusu ekki saman að þessu sinni á Norðurlandi vestra.
Meira

Allir með Feyki!

Það er forvitnilegur Feykir sem kom út í dag, stútfullur af fróðlegu og skemmtilegu efni. Í aðalefni blaðsins er fjallað um Ernuna, skipsflakið á Borgarsandi við Sauðárkrók, saga þess rifjuð upp og fjöldi mynda fylgir með sem sýnir skipið í mismunandi brúkun og ástandi. Glæst skip sem endaði í ljósum logum.
Meira

Vestur-Húnvetningar með afurðahæstu sauðfjárbúin

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, RML, hefur birt niðurstöður úr afurðaskýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar fyrir framleiðsluárið 2019. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef Bændablaðsins þar sem segir að útkoman sé góð í heildina og niður­stöður keimlíkar því sem árið 2018 skilaði. Fleiri bú ná þó mjög góðum árangri og búum á topplistunum fjölgar.
Meira

Óheimil heilsufullyrðing um lýsi

Matvælastofnun hefur gefið Lýsi hf. fyrirmæli vegna notkunar heilsufullyrðinga við markaðssetningu fæðubótarefnisins „Fríar fitusýrur og þorskalýsi“. Tilefni fyrirmælanna er að við markaðssetningu fyrirtækisins var gefið til kynna að neysla vörunnar gæti verið gagnleg við að eyðileggja hjúpaðar veirur, s.s. herpes, RS og kórónaveirur, og fyrirbyggja smit.
Meira

Matvælasjóður stofnaður til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, lagði í gær fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um stofnun Matvælasjóðs en markmiðið með að setja hann á fót er að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Stofnun sjóðsins er hluti af öðrum áfanga aðgerða til að bregðast við áhrifum COVID-19 og verður 500 milljónum króna varið til stofnunar hans á þessu ári.
Meira

Ábyrgðir 30 þúsund námslána felldar niður

Vextir og greiðslubyrði allra núverandi námslána mun lækka, ráðstöfunartekjur greiðenda munu hækka og ábyrgðir á 30 þúsund námslánum verða felldar niður fái lagafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsamanna framgang á Alþingi.
Meira

MAST auglýsir dýralæknastöður í Húnaþingi

Matvælastofnun hefur framlengt auglýsingu eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins og er markmiðið að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður eða verkefni dýralækna af skornum skammti.
Meira