V-Húnavatnssýsla

Upplýsingar fyrir almenning um kílómetragjald

Vegir okkar allra, upplýsingasíða fyrir almenning um innleiðingu stjórnvalda á nýju kerfi sem styður fjármögnun vegakerfisins, hefur verið uppfærð í samræmi við frumvarp fjármála- og efnahagráðherra um kílómetragjald sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Hvað er kílómetragjald og hvaða áhrif hefur það á almenning? Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum auk almennra upplýsinga um kílómetragjald og uppfært kolefnisgjald er að finna á síðunni.
Meira

Brynhildi Erlu veitt Silfurmerki ÍSÍ á ársþingi USAH

Á heimasíðu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands segir að ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga hafi farið fram þann 16. mars sl. í matsal Húnaskóla á Blönduósi. Þar segir einnig að þingið hafi gengið vel fyrir sig og var ágætlega mætt á það. Þar fluttu Halldór Lárusson og Sigríður Inga Viggósdóttir, svæðisfulltrúar svæðisstöðvarinnar á Norðurlandi vestra, kynningu á starfi og hlutverki svæðisstöðvanna, sem er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Svæðisstöðin á Norðurlandi vestra nær yfir starfssvæði USAH, USVH og UMSS.
Meira

Krakkarnir á Barnabóli á Skagaströnd glaðir með nýja útieldhúsið

Í fréttaskoti sem Sveitarfélagið Skagaströnd sendi frá sér á dögunum var krúttleg frétt frá leikskólanum Barnaból á Skagaströnd. Fyrir stuttu síðan var nefnilega tekið í notkun nýtt og glæsilegt útieldhús sem hefur vakið mikla lukku hjá krökkunum. Foreldrafélag Barnabóls styrkti framkvæmdina og á það skilið miklar þakkir fyrir. Börnin hafa notið þess að leika sér í eldhúsinu í góða veðrinu sem hefur glatt Skagstrendinga síðustu misseri. Þá óskar leikskólinn eftir því að ef einhver á eldhúsáhöld sem gætu nýst í þessu fína eldhúsi fyrir krakkana þá tekur leikskólinn vel á móti slíkum búnaði. 
Meira

Bláa boðinu frestað !

Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta bláa boðinu sem átti að vera miðvikudaginn 27. mars að Löngumýri.
Meira

Rokkkórinn heimsækir þrjú sveitarfélög

Nú næstu daga stendur mikið til hjá Rokkkórnum þegar hann verður með þrenna tónleika í þremur mismunandi sveitarfélögum. Fyrst verða tónleikar í Lindakirkju í Kópavogi þann 22. mars. nk., því næst verða tónleikar í Miðgarði í Skagafirði 27. mars og að lokum í Félagsheimilinu Hvammstanga 29. mars.
Meira

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Meira

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tekur við sem tímabundinn framkvæmdastjóri

Sagt var fá því í frétt fyrr í dag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
Meira

Breyting á talmeinaþjónustu í Húnaþingi vestra

Þann 1. apríl 2025 verður breyting á talmeinaþjónustu í Húnaþingi vestra, þetta kemur fram á vef þeirra hunathing.is. Hingað til hefur Tappa séð um fjarþjónustu í gegnum tölvu en eftir 1. apríl mun Brynhildur Þöll Steinarsdóttir talmeinafræðingur sjá um þjónustu, greiningar og gerð þjálfunaráætlana fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra.
Meira

Katrín segir upp sem framkvæmdastjóri SSNV

Í fundargerð SSNV frá 11. mars síðastliðnum kemur fram að Katrín M Guðjónsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri SSNV í um það bil tvö og hálft ár, hefur lagt fram uppsögn á starfi sínu með ósk um að láta að störfum hið fyrsta. Stjórn SSNV þakkaði Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og samfélagsins alls og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðustu umferð Lengjubikarsins

„Við erum mjög ánægð með leikinn í gær heilt yfir. Fylkir féll í fyrra og hefur misst nokkra öfluga leikmenn en voru þó með hörku leikmenn i gær og úr varð mjög flottur leikur,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann hvað honum hefði fundist um leikinn en lið Tindastóls bar sigurorð af Fylki í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins á sunnudaginn. Lokatölur 2-0.
Meira