V-Húnavatnssýsla

Handverk, hönnun og gott í gogginn í Hlíðarbæ

Nú um helgina verður efnt til veglegrar handverks- og hönnunar- og matarveislu í Hlíðarbæ, rétt norðan við Akureyri. Þar munu handverksfólk og hönnuðir kynna vöru sína og vefverslanir og bændur bjóða vöru til sölu BEINT FRÁ BÝLI. Einnig verður kór Möðruvallaklausturskirkju með veglegan kökubasar
Meira

Laxveiði lýkur senn

Nú fer veiði senn að ljúka í laxveiðiám landsins og nú þegar hafa nokkrar ár skilað inn lokatölum. Sem fyrr er veiðin mun tregari í sumar en undanfarið í flestum húnvetnsku ánum en þó hafa Laxá á Ásum og Hrútafjarðará/Síká skilað fleiri löxum nú en allt sumarið í fyrra.
Meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnar 40 ára afmæli sínu

Á morgun, laugardaginn 21. september, mun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra halda upp á 40 ára afmæli skólans. Af því tilefni eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans kl. 13:00. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans kl. 14:00-15:30.
Meira

Tilboð opnuð í lagningu ljósleiðara um Vatnsnes og Vesturhóp

Nýlega voru tilboð opnuð í lagningu ljósleiðara um Vatnsnes og Vesturhóp. Tíu aðilar sóttu útboðsgögn og skiluðu sjö inn tilboðum. Á fundi veituráðs Húnaþings vestra þann 17. september sl. var lagt til að gengið verði til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf. á Sauðárkróki sem áttu lægsta tilboð í bæði verkin.
Meira

Selasetur Íslands tilnefnt til Destination of Sustainable Cultural Tourism Evrópuverðlaunanna

Selasetur Íslands hefur hlotið tilnefningu til Destination of Sustainable Cultural Tourism Evrópuverðlaunanna 2019. Verðlaunahafar verða kynntir á European Cultural Tourism Network (ECTN) verðlaunahátíðinni í Granada á Spáni þann 24. október 2019. Athöfnin fer fram á árlegri ráðstefnu ECTN sem fer fram í Granada þann 24.-26. október 2019 á Museo Memoria de Andalucía safninu.
Meira

Steinakarlarnir eignast fósturmæður

Flestir þeir sem fara um Húnaþing vestra ættu að hafa veitt athygli glæsilegu steinakörlunum sem þar má víða sjá. Karlar þessir hafa nú eignast fósturmömmur sem hafa tekið að sér að sjá um að þeir séu alltaf frambærilega útllítandi. Frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra.
Meira

Framsókn vill að jarðakaup verði leyfisskyld

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í sjö liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í tillögunni.
Meira

Sektir vegna umferðarlagabrota hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra nemur alls rúmum 322 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum ársins

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði sl. mánudag ökumann sem ók bifreið sinni á 170 km/klst. á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hámarkshraði er 90. Ökumaður bifreiðarinnar ók á 80 km/klst. umfram leyfilegan hámarkshraða. Á Facebooksíðu Lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi þurft að greiða 240.000 kr. sekt á vettvangi sem og að honum var gert að hætta akstri bifreiðarinnar og þurfti farþegi að taka við. Um erlendan ferðamann var að ræða.
Meira

Gott ástand í Húnaþingi vestra

Íbúum í Húnaþingi vestra hefur fjölgað um 22 frá síðastliðnum áramótum og í sveitarfélaginu er minnst fækkun barna í dreifbýli á landinu. Þetta kemur fram í viðtali við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, í Morgunblaðinu í dag. Talsvert er um að verið sé að byggja íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, jafnt á Hvammstanga sem í dreifbýlinu og athygli hefur vakið að ungt fólk er að taka við búskap á allmörgum bæjum sem endurspeglast í þjónustu sem snýr að ungu fólki s.s. skólum og íþróttaaðstöðu.
Meira

Sýndarveruleiki í markaðssetningu

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, opna formlega verkefnið Digi2Market með ráðstefnu um stafrænar lausnir í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 25. september kl. 13:00. Markmið ráðstefnunnar er að kynna verkefnið og möguleika sýndarveruleika þegar kemur að markaðssetningu. Sagt er frá þessu á vef SSNV.
Meira