V-Húnavatnssýsla

Opið fyrir umsóknir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju

Þeim fjármunum sem úthlutað er í verkefninu er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í þremur búgreinum: Nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.
Meira

Blússandi byr hjá Húnvetningum í boltanum

Bleiki valtarinn rauk í gang í kvöld þegar lið Ýmis úr Kópavogi mætti liði Húnvetninga í 3. deildinni. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn á Blönduósi gert sjö mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Lið Kormáks/Hvatar er því enn sem fyrr í öðru sæti 3. deildar þegar fimm umferðir eru eftir. Staðan er vænleg en eftir eru nokkur sleip bananhýði og það fyrsta er heimaleikur gegn liði Kára frá Akranesi nú um helgina.
Meira

Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgar mest

Íbúum Skagafjarðar fjölgaði um 64 íbúa eða 1,5 prósent á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. ágúst 2023, sem er mesta fjölgunin í einstaka sveitarfélagi á Norðurlandi vestra. Íbúar Skagafjarðar eru nú 4382 talsins.
Meira

Yfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málefna hælisleitenda

Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum. Af viðbrögðum einstakra fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum má ráða að ábyrgðin sé nú alfarið á höndum sveitarfélaganna.
Meira

Íslandsmót í hrútadómum: 20 ár frá fyrstu keppni

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þann 20. ágúst og hefst kl. 14. Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan Strandamenn fundu upp þessa skringilegu keppnisgrein og verður því mikið um dýrðir.
Meira

Húnvetningar enn í góðum málum þrátt fyrir tap

Bleiki valtarinn fór ekki í gang í Malbikunarstöðinni að Varmá í dag. Lið Kormáks/Hvatar missteig sig því aðeins í toppbaráttu 3. deildar en þeir sóttu Hvíta riddarann heim í Mosfellsbæ og tembdust við að koma boltanum í markið fyrir framan 50 áhorfendur en allt kom fyrir ekki. Heimamenn gerðu eina mark leiksins en það var lán í óláni að lið Víðis í Garði, sem var í þriðja sæti deildarinnar, tapaði á sama tíma fyrir Árbæingum sem stukku þá upp fyrir Víði.
Meira

Aðeins Vatnsdalsá sem skilar fleiri löxum á land en í fyrra

Húnahornið er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í Húnavatnssýslum. Samkvæmt miðlinum er laxveiði dræm það sem af er sumri en Miðfjarðará er aflamest laxveiðiáa í Húnavatnssýslum og litlar líkur á að það breytist á næstu vikum. Veitt er á tíu stangir í Miðfjarðará og hafa nú veiðst 680 laxar.
Meira

Lögreglustöðin á Hvammstanga verður mönnuð frá 1. september

Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að um langt árabil hafi það verið baráttumál sveitarstjórna í Húnaþingi vestra að á Hvammstanga verði mönnuð lögreglustöð. „Það er því ánægjulegt að greina frá því að með auknu fjármagni til lögregluumdæmisins frá dómsmálaráðuneytinu verður unnt að manna stöðina Hvammstanga frá 1. september nk.,“ segir í fréttinni.
Meira

Matvælastofnun kærir bændur í Miðfirði

Nú eru fjórir mánuðir síðan riðusmit var staðfest í Miðfjarðarhólfi og hefur það dregið dilk á eftir sér. Í frétt á RÚV er sagt frá því að Matvælastofnun hafi kært bændur á bæjunum Barkarstöðum og Neðri-Núp til lögreglu fyrir að hunsa fyrirmæli yfirdýralæknis. „Það eiga þeir að hafa gert með því að afhenda ekki tíu gripi sem komu af bæjum þar sem riða hefur verið staðfest. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra,“ segir í fréttinni.
Meira