V-Húnavatnssýsla

Rás 1 liggur niðri í Húnaþingi og hluta Skagafjarðar og Strandasýslu

Útsendingar Rásar 1 liggja niðri á stóru svæði á Norðurlandi, frá Hrútafirði til innsta hluta Skagafjarðar. Á vef Ríkisútvarpsins segir að ekki sé vitað hvenær viðgerð ljúki en vegna veðurs verði það aldrei fyrr en seinni partinn á morgun, miðvikudag. Rás 2 er inni og virk á þessu svæði.
Meira

Afleitt veður og færð í dag

Vetrarfærð og vonskuveður er nú á nánast öllu landinu og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum. Á Norðurlandi vestra hafa flestir vegir verið ófærir í morgun og er svo enn um alla fjallvegi en flestir vegir á láglendi eru orðnir færir þó færðin sé misgóð og veður vont. Í Húnavatnssýslum eru Skagastrandarvegur og vegurinn um Langadal ófærir. Í Skagafirði er vegurinn utan Hofsóss ófær en snjóþekja eða þæfingur á flestum öðrum vegum.
Meira

Nýmæli í nýrri reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra

Sjúkratryggingar greiða fargjald eins fylgdarmanns með konu sem þarf að ferðast til að fæða barn á heilbrigðisstofnun samkvæmt nýrri reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands sem tók gildi 1. janúar sl. Á vef stjórnarráðsins segir að um nýmæli sé að ræða og sömuleiðis þau ákvæði þar sem komið er til móts við ferðakostnað nýrnasjúkra sem þurfa á reglubundinni blóðskilunarmeðferð að halda.
Meira

Appelsínugul viðvörun

Lítið lát virðist ætla að verða á óveðurslægðunum sem ganga yfir landið þessa dagana. Nú hefur Veðurstofa Íslands sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir stóran hluta landsins og tekur hún gildi kl. 14:00 í dag á Norðurlandi vestra.
Meira

Tveir gómsætir kjúklingaréttir

Matgæðingar vikunnar eru þær Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir og Díana Dögg Hreinsdóttir. Þær búa á Sauðárkróki og eiga tvær dætur, sex og tveggja ára. Dúfa vinnur hjá Steinull en Díana í íþróttahúsinu. Þær segjast ætla að gefa okkur uppskriftir að tveimur réttum sem séu mikið eldaðir á þeirra heimili, kannski vegna þess að Dúfa elskar kjúkling.
Meira

Gult ástand og mikil hálka á vegum

Nú er allvíða slæmt veður á landinu en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendi. Gert er ráð fyrir batnandi veðri síðdegis og heldur rólegra veður á morgun, sunnudag. Suðvestan hvassviðri eða stormur er á Norðurlandi vestra með éljum og skafrenningi. Lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði. Holtavörðuheiði lokuð vegna þverunar flutningabíls.
Meira

Hálendisþjóðgarður – opinn kynningarfundur í Húnavallaskóla

Kynningarfundur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, um áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, verður haldinn á morgun, sunnudaginn 12. janúar, kl. 16:00 í Húnavallaskóla. Um er að ræða fund sem til stóð að halda 7. janúar sl. en fresta þurfti vegna veðurs.
Meira

Króksamóti frestað um hálfan mánuð

Til stóð að Króksamótið í körfubolta færi fram á Sauðárkróki á morgun en þar sem færð er ekki upp á marga fiska og veðurspáin ekki sérlega aðlaðandi fyrir morgundaginn þá hefur verið ákveðið að færa mótið aftur um hálfan mánuð. Það er því stefnt að því að krakkar í 1.-6. ekk geti skemmt sér saman í körfu á Króknum þann 25. janúar nk.
Meira

Kaup og sala greiðslumarks í sauðfé

Innlausn greiðslumarks í sauðfé og úthlutun til þeirra framleiðenda sem óskuðu eftir kaupum hefur farið fram og segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að framkvæmdin sé í samræmi við breytingar sem gerðar voru á sauðfjársamningi við endurskoðun hans sl. vetur og tóku gildi þann 19. nóvember sl.
Meira

Umhleypingasamt og ofankoma og ekkert þar á milli

Þriðjudaginn 7. janúar komu saman til fundar 14 félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sammála um það að „skotið“ sem spámenn áttu von á var öflugra og hraustara en við var búist. „Engu líkara en það væri „heimahlaðið skot,““ eins og einum félaga varð að orði en því miður gekk síðasta spá ekki eftir.
Meira