V-Húnavatnssýsla

Hitasótt og smitandi hósti í hestum

Nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, eftir því sem kemur fram á vef Matvælastofnuar. Einkennin minna á hitasóttina annars vegar og smitandi hósta hins vegar og flest bendir til að smitefni sem hér urðu landlæg í kjölfar faraldranna árin 1998 og 2010 séu að minna á sig.
Meira

Hvammstangi suðupottur menningar

Veftímaritið Úr vör, sem fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna, komst nýlega á snoðir um að að Hvammstangi væri suðupottur menningar og listar, eins og segir í frétt þess, en þar var tekið hús á þeim Birtu Þórhallsdóttur og Sigurvald Ívari Helgasyni sem standa að baki menningarsetrinu Holti og bókaútgáfunni Skriðu sem hóf starfsemi nýlega.
Meira

Gott að grípa í að hekla borðtuskur

Í 47. tölublaði Feykis árið 2017 var kíkt í handavinnuhornið hjá Eydísi Báru Jóhannsdóttur sérkennara á Hvammstanga. Áhugi hennar á hannyrðum kviknaði um 25 ára aldurinn og síðan hefur hún verið iðin við margs konar handverk þó peysuprjón sé það sem hún hefur verið duglegust við. Eydís segir að það hafi reynst henni vel að sækja góð ráð móður sinnar og mælir með því að vera duglegur að leita ráða hjá öðrum, eða á netið, ef á þarf að halda.
Meira

Myndin af Grýlu í Vísnabókinni minnisstæð

Bók-haldarinn í fimmta tölublaði ársins 2018 var Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, eða Silla í Dalsmynni, sem er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna. Það er óhætt að segja að Silla hafi talsverða tengingu við lestur en hún hefur unnið mikið með læsi í skólum og stýrði meðal annars vinnu við Lestrarstefnu Skagafjarðar sem út kom haustið 2017. Hún segist hafa gaman af ævisögum og ýmiss konar uppflettiritum og fræðibókum en íslenskar skáldsögur séu þó það sem hún lest mest af.
Meira

Gleðilega páska

Páskarnir er mesta og elsta hátíð kristinna manna þegar dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími eins og fyrir jólahátíðina. Undirbúningstímabilið nefnist fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Fastan hefst á öskudegi og frá þeim tíma og fram að páskum er tími sjálfsafneitunar, iðrunar og yfirbótar en fastan merkir að menn neiti sér um hluti eins og til dæmis að borða kjöt. Sprengidagur var hér áður fyrr síðasti dagurinn sem fólk borðaði kjöt fram að páskum og frá öskudegi til laugardagskvölds fyrir páskadag var fastað alla daga nema sunnudaga.
Meira

Stjörnuleikur og stórkostlegur söngur í Hárinu

Um leið og ég frétti að Leikflokkur Húnaþings vestra ætlaði að setja söngleikinn Hárið á svið var ég staðráðin í að láta þessa sýningu ekki framhjá mér fara. Enda hef ég verið mikill aðdáandi að söngleiknum til margra ára, horfði á kvikmyndina oft og ítrekað á táningsárunum og hef í ófá skipti sungið hástöfum með stórkostlegri tónlistinni úr söngleiknum við hin ýmsu tilefni. Söngleikurinn er eftir Gerome Ragni og James Rado, kvikmyndahandrit eftir Michael Weller en íslensk leikgerð er eftir félagana Baltasar Kormák og Davíð Þór Jónsson.
Meira

Páskamuffins og dásamlegt pæ

Nú eru páskarnir á næsta leiti og því er tilvalið að sletta í form. Fyrir réttum tveimur árum leitaði Feykir í smiðju Eldhússystra og var þar ekki komið að tómum kofanum. Við birtum hér uppskriftir að páskamuffins og ljúffengri súkkulaðikaramellutertu sem þær segja algert nammi og upplagða um páskana fyrir þá sem langar í ljúffengt súkkulaði en þó ekki í dísætt páskaegg.
Meira

Menn þurfa að girða sig í brók og fara að vinna betur saman - Völvuspá 2019 – Frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

Það rifjaðist upp fyrir ritstjóra Feykis að Völvuspáin fyrir árið 2019 hefði sagt fyrir um gengi Tindastóls í körfunni þar sem spákonur höfðu fengið beiðni um að spá fyrir gengi liðsins. Það sem virtist fjarstæða á þeim tíma sem spáin birtist, skömmu fyrir jól, var liðið á toppnum í Dominosdeildinni og ekkert sem benti til annars en það myndi tróna þar áfram út leiktíðina. Niðurstaðan var ekki í samræmi við væntingar líkt og spákonur sögðu til um. Nú fer að koma að öðrum spádómi sem ekki er góður fyrir vorstemninguna.
Meira

Opnunartímar sundlauga um páskana á Norðurlandi vestra

Nú þegar páskarnir eru á næsta leyti og útséð með það að komast á skíði í Tindastól er alveg tilvalið að skella sér í sund, segja þeir sem vit hafa, enda löng fríhelgi og rauðar tölur í kortunum. Svo óheppilega vildi til að rangar tímasetningar voru auglýstar í Sjónhorninu um hvenær væri opið í sundlaugunum í Varmahlíða og á Hofsósi.
Meira

Góður íbúafundur um skólabyggingu í Húnaþingi

Íbúafundur um fyrirhugaða viðbyggingu við grunnskóla Húnaþings vestra og lóðarskipulag var haldin í félagsheimili Hvammstanga þann 10. apríl sl. Samkvæmt heimasíðu Húnaþings vestra mættu um 40 manns á fundinn. Magdalena Sigurðardóttir og Gunnhildur Melsted, arkitektar hjá VA arkitektum voru með kynningu á viðbyggingu við grunnskólann en vinna við hönnun á innra skipulagi hefur verið í gangi frá áramótum og stendur nú yfir kynningarferli á tillögunni.
Meira