Ingibjörg Davíðs sækist eftir sæti varaformanns Miðflokksins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
03.10.2025
kl. 10.42
Landsþing Miðflokksin fer fram um aðra helgi í Reykjavík og útlit er fyrir að einhver slagur verði um sæti varaformanns flokksins en væntanlega má slá því föstu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé gulltryggður sem formaður flokksins. Í morgun barst yfirlýsing frá Ingibjörgu Davíðsdóttur, oddvita Miðflokksins og fjórða þingmanns Norðvesturkjördæmis þar sem fram kemur að á hana hafi verið skorað og hún hefur í kjölfarið ákveðið að sækjast eftir embættinu.
Meira
