V-Húnavatnssýsla

Beðið með mokstur til fyrramáls

Allir vegir eru ófærir eða lokaðir á Norðurlandi samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar og beðið er með mokstur þangað til í fyrramálið. Vegurinn um Vatnsskarð og Þverárfjall eru lokaður vegna veðurs líkt og Holtavörðu- og Öxnadalsheiði. Ekki verður farið í mokstur fyrr en í fyrramálið. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu sem og Ólafsfjarðarmúli.
Meira

Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi vestra

Aðgerðarstjórn almannavarnarnefndar Skagafjarðar vill benda íbúum og gestum svæðisins á að allir vegir á svæðinu eru lokaðir vegna ófærðar og slæms veðurs. Þá eru rafmagnslínur víða signar niður undir jörð vegna ísingar og dreifing raforku um svæðið ótrygg. Björgunarsveitafólk og viðbragðsaðilar hafa verið að störfum og unnið sleitulaust frá því í gærmorgun og hafa þurft að sinna fjölda aðstoðarbeiðna.
Meira

Óbreytt ástand í rafmagnsleysinu

Landsnet vill vekja athygli á því að nokkrar raflínur eru laskaðar á Norðurlandi og liggja á eða nálægt vegum. Nauðsynlegt er að hafa mikla gát á ef vegfarendur sjá línu signa eða liggjandi á vegi og ekki koma nálægt henni. Vitað er að Laxárlína liggur á vegi við Kjarnaskóg nálægt Akureyri. Dalvíkurlína liggur yfir veginn við vegamótin að Dalvík og Blöndulína 2 liggur líklega á veginum við Vatnsskarð og í Hegranesi vestanverðu eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
Meira

Veður að ganga niður á Norðurlandi vestra

Þrátt fyrir að veður sé að ganga niður er enn vonskuveður á Norðurlandi vestra og ekkert ferðaveður. Ófært er á öllum stofnleiðum og rafmagnstruflanir víða og rafmagnsleysi. Björgunarsveitir hafa verið í viðbragðsstöðu og sinnt ýmsum útköllum og segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, að sveitirnar séu að ná utan um öll verkefni en verið er að sinna verkefni í Langadal en þar fauk þak að hluta af útihúsi.
Meira

Jól og áramót verða rauð eða flekkótt samkvæmt Dalbæingum

Fyrir viku, eða þriðjudaginn 3. desember, komu saman til fundar átta spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ og hófst fundur að venju kl 14. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir ánægðir með hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu á Facebooksíðu sinni:
Meira

Rauð viðvörun og óvissustig almannavarna vegna ofsaveðurs

Viðvörunarstig fyrir Strandir og Norðurland vestra hefur nú verið fært úr appelsínugulu yfir í rautt annað kvöld og er þetta í fyrsta sinn sem viðvörun hefur verið færð upp í rautt. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar á landinu hafa lýst yfir óvissustigi á morgun.
Meira

Heimsfrumsýning Skógarlífs á Hvammstanga

Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir um næstu helgi, dagana 13.-15. desember, barnaleikritið Skógarlíf í leikstjórn Gretu Clough en hún er listrænn stjórnandi Handbendi Brúðuleikhúss og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikstjóri og leikskáld.
Meira

Vonskuveður í uppsiglingu

Allt útlit er fyrir vonskuveður um stærstan hluta landsins næstu daga. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Miðhálendið og svæðið frá Vík í Mýrdal, vestur um og allt austur að Langanesi. Reiknað er með hvassri norðaustanátt með snjókomu um vestan- og norðanvert landið frá morgundeginum og fram eftir miðvikudegi.
Meira

Königsberg kjötbollur og bökuð epli

Matgæðingar í 47. tbl. Feykis 2017 voru þau Marteinn Svanur Pálsson og Saskia Richter. Saskia er þýsk og Marteinn frá Blönduósi en þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt litlu dótturinni Freyju Náttsól. Marteinn starfar hjá Steinull og Saskia á Hótel Tindastóli. Marteinn segir að þau hafi svona mátulega gaman af að elda. „Mér finnst ágætt að grilla og svona en Saskia eldar mjög mikið af alls konar mat og finnst skemmtilegast að elda gúllas eða graskerssúpu.“
Meira