V-Húnavatnssýsla

Schengen er sannarlega vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrt var í grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, í Morgunblaðinu á dögunum að aðild Íslands að Schengen-svæðinu ætti ekki sök á því ófremdarástandi sem verið hefur viðvarandi á landamærum landsins að öðrum aðildarríkjum svæðisins. Sú fullyrðing stenzt hins vegar enga skoðun. Til að mynda er engin tilviljun að vandamálin í þeim efnum eru svo gott sem eingöngu gagnvart Schengen-svæðinu en ekki ríkjum utan þess.
Meira

Á sama tíma að ári...

Gul viðvörun tók í gildi í fjórðungnum klukkan tíu í morgun og er í gildi til fram yfir hádegi á morgun þriðjudag.
Meira

Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna.
Meira

Húnvetningar með hörkusigur á Snæfellsnesinu

Það eru ekkert allir sem sækja stig á Ólafsvíkurvöll en lið Kormáks/Hvatar gerði sér lítið fyrir og gerði einmitt það í gær þegar liðin áttust við í 5. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Eitt mark dugði til og það kom um miðjan síðari hálfleik. Með sigrinum færðist lið Húnvetninga upp í fjórða sæti deildarinnar og er aðeins stigi frá liðunum í öðru og þriðja sæti.
Meira

Gul veðurviðvörun á fyrsta degi júnímánaðar

Það hefur varla verið neitt tilefni til að stunda þjóðaríþróttina að kvarta undan veðrinu síðustu vikurnar. Það er jafnvel hætt við því að fólk sé alveg komið úr æfingu en þeir sem hafa saknað þessarar iðju þurfa ekki að örvænta því í næstu viku er allt útlit fyrir að fólk geti rifjað upp gamla takta. Annað kvöld snýst í norðanátt og þegar líður á mánudaginn kólnar verulega, hiti nálgast frostmark og gera má ráð fyrir slyddu eða jafnvel snjókomu.
Meira

Minnstu bæjarfélögin hrópa út í tómið | Ólafur Adolfsson skrifar

„Hækkunin sem fylgir þessari skattlagningu er of mikil til að þessi minnstu fyrirtæki geti rekið sig réttum megin við núllið. Það er mat Óðins að þessi fyrirtæki, sem hafa fjölda manns í vinnu, fari að hverfa eitt af öðru um mitt næsta ár. Ríkisstjórnin reyndi í uppfærslu á frumvarpinu að koma til móts við minni útgerðir en samt sem áður er staðan svona. Þetta sýnir bara hversu hroðvirknislega þetta var unnið frá upphafi,“ segir Ólafur Adolfsson í aðsendri grein.
Meira

Iðnmenntun í uppnámi

Morgunblaðið birti þann 29.5 umfjöllun um húsnæðismál verknámsdeildar FNV. Undir fyrirsögninni: Verknámshúsið löngu sprungið. Þar er vitnað til skólaslitaræðu fráfarandi skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur:
Meira

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira