V-Húnavatnssýsla

Helstu áherslur fjárlagafrumvarpsins í heilbrigðismálum

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 verða framlög til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðisráðherra tæpir 260 milljarðar króna. Þar af nema verðlags- og launabætur rúmum átta milljörðum króna. Aukningin nemur um 8% frá fjárlögum þessa árs, eða sem svarar um 20 milljörðum króna.
Meira

Ætir eða eitraðir sveppir?

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem athygli þeirra sem stunda sveppatínslu eða -ræktun er vakin á því hve nauðsynlegt er að hafa góða þekkingu á sveppum til að geta greint á milli ætisveppa og þeirra óætu.
Meira

Leggst eindregið gegn hugmyndum um eitt lögregluembætti

Lögreglufélag Norðurlands vestra leggst eindregið gegn hugmyndum innan embættis ríkislögreglustjóra um eitt lögregluembætti og tekur þar af leiðandi undir með ályktun félaga sinna á Austur- og Suðurlandi. Á fundi félagsins í gær kom fram að fundarmenn telji að með þessu nýjasta útspili sé verið að afvegaleiða umræðuna og veki jafnframt athygli á því að núverandi skipulag lögreglu sé einungis frá árinu 2015.
Meira

Íbúum fjölgar í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaðamót. Þar má sjá fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við íbúatölur 1. desember 2017 og 1 desember 2018. Fjölgunin er mest í Reykjavík þar sem fjölgað hefur um 1.630 íbúa frá 1.des. 2018 til 1. sept. 2019. Ef litið er til landshluta varð hlutfallsleg fjölgun mest á Suðurlandi, 2,7%, en á Vestfjörðum var fækkun um 0,1%. Á Norðurlandi vestra var hlutfallsleg fjölgun 1,5% en fjölgað hefur í öllum sveitarfélögum landshlutans og var íbúatala hans 7.336 manns þann 1. september.
Meira

Ráðherra – engin teikn á lofti?

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.
Meira

Stjórn SSNV fundar með þremur ráðherrum

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fundaði nýlega með nokkrum ráðherrum um málefni landshlutans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, tók á móti hópnum í sínu ráðuneyti en því næst hélt hópurinn í Stjórnarráðið þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti stjórnarmönnum. Loks hitti hópurinn Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Meira

Mark beint úr útsparki á Blönduósvelli

Fjögurra liða úrslit í úrslitakeppni 4. deildar hófust í dag og átti lið Kormáks/Hvatar heimaleik í hádeginu gegn liði Ægis frá Þorlákshöfn. Það er skemmst frá því að segja að jafntefli var niðurstaðan í leiknum en leikið var við erfiðar aðstæður, það var hvasst á Blönduósi. Lokatölur 1-1 og enn því allt opið í baráttunni um sæti í 3. deild.
Meira

Tveir réttir úr taílenska tilraunaeldhúsinu

Matgæðingur vikunnar í 34. tbl. Feykis árið 2017 var Jón Ívar Hermannsson sem starfar sem tölvunarfræðingur hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja og vinnur hann þar við ýmis hugbúnaðarverkefni. Jón Ívar er búsettur í Reykjavík en er þó alltaf með annan fótinn á Hvammstanga en þar er hann uppalinn. Jón segist lengi hafa haft áhuga á matargerð, ekki síst ef maturinn er frá framandi löndum, og hefur hann m.a. sótt námskeið í taílenskri og indverskri matargerð.
Meira

Fengju 705 milljónir í sameiningarstyrk

Sveitarfélög geta nú kynnt sér hversu hár sameiningarstyrkur kæmi frá ríkinu ef samþykkt yrði að sameinast öðru sveitarfélagi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn birt í samráðsgátt tillögur að nýjum reglum um styrki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem ætlaðir eru til að greiða fyrir sameiningu og fengju sveitarfélögin fasta upphæð óháð því hverjum þau sameinast. Fjallað var um nýju reglurnar í hádegisfréttum RÚV í gær. Samkvæmt reglunum fengju þau sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu sem nú eiga í sameiningarviðræðum, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Skagaströnd, samtals 705 milljónir króna í sameiningarstyrk ef af sameiningu yrði.
Meira

Meiri veiði í Laxá á Ásum og Hrútafjarðará og Síká en á síðasta ári

Miðfjarðará er nú í fjórða sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins á lista sem Landssamband veiðifélaga birtir vikulega en var í þriðja sæti í síðustu viku. Þar hafa 1.324 laxar komið á land í sumar og var veiði síðustu viku 131 lax. Á sama tíma í fyrra hafði áin skilað 2.360 löxum sem er 1.036 fiskum meira en í ár.
Meira