V-Húnavatnssýsla

Lögum grunninn | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálumþar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu.
Meira

Búsetutengd mismunun í heilbrigðisþjónustu, í boði einkavæðingar og heilbrigðisráðherra Framsóknar

Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar. Lýðheilsuvísar benda ekki til þess að íbúar í dreifbýli séu heilsubetri en höfuðborgarbúar. Nærtæk skýring á þessum mun er að kaupandi þjónustunnar, ríkið, lætur sig engu varða hvar þjónustan er veitt og hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík.
Meira

Átt þú mynd sem færi fallega á forsíðu JólaFeykis?

Það styttist í að JólaFeykir komi út og nú auglýsum við eftir mynd á forsíðu líkt og í fyrra. Ljósmyndarar þurfa að hafa snör handtök því það er aðeins vika til stefnu. Við leitum að mynd sem tengja má jólum, aðventu eða bara fallegri vetrarstemningu.
Meira

Súsanna Guðlaug valin í unglingalandsliðið í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt nýtt unglingalandslið 15-19 ára fyrir tímabilið 2024-2025 og hafa 60 einstaklingar náð þessum frábæra árangri. Unglingalandsliðið er valið út frá árangri á utanhúss tímabilinu 2024 og eru skilgreind lágmörk í hverri grein og aldursflokki. Einn Skagfirðingur er kominn inn í unglingalandsliðið í ár en það er hún Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir, með árangurinn 1,57 m í hástökki og 12.90 sek. í 80m grind.
Meira

easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í gær að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.
Meira

Vetrarveður ríkir á Norðurlandi vestra

Enn er leiðinda vetrarveður, éljagangur og stífur norðanvindur á Sauðárkróki. Veðurstofan gefur reyndar til kynna að nú sé norðvestan 1 m/sek á Alexandersflugvelli en það er nú í það minnsta 10 m/sek á Króknum en það er vel þekkt að norðvestanáttin er leiðinleg hérna megin Tindastólsins. Gert er ráð fyrir því að vindur snúist í norðaustan eftir hádegi og þá vænkast væntanlega veðurhagur Króksara í það minnsta.
Meira

Öll nýsköpunarteymin í Startup Storm á Norðurlandi voru leidd af konum

Sjö nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Á heimasíðu SSNV segir að Startup Stormur sé sjö vikna viðskiptahraðall, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Framboð af frambjóðendum nálgast hámark

Það styttist í þingkosningar og pólitíkusar á útopnu við atkvæðaveiðar. Í dag birti mbl.is viðtöl Stefáns Einars Stefánssonar við oddvita allra flokkanna sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Á miðvikudagskvöldið mun síðan Sjónvarpið semda út kjördæmaþátt Norðvesturkjördæmis kl. 18:10 á rhliðarrásinni RÚV2.
Meira

Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin.
Meira

Skóli fyrir alla

Meira