V-Húnavatnssýsla

Fimmtán kúluhús að rísa í Víðidalnum

Í Víðidalnum hefur fyrirtækið Aurora Igloo hafist handa við uppbyggingu fimmtán gegnsærra kúluhúsa sem eiga eftir að auka fjölbreytnina og framboð í gistiþjónustu á Norðurlandi vestra og væntanlega styrkja ferðaþjónustuna á svæðinu um leið. Þetta er ekki fyrsta svæðið sem fyrirtækið byggir upp álíka þjónustu á en það er einnig með starfsemi á Hellu.
Meira

Kjörstjórnir skipaðar vegna íbúakosninga um sameiningu

Á fundum sveitarstjórna Dalabyggðar og Húnaþingsvestra í síðustu viku var skipuð sameiginleg kjörstjórn til að hafa yfirumsjón með íbúakosningum um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna skipaði Húnaþing vestra tvo fulltrúa í nefndina og einn til vara en Dalabyggð einn fulltrúa og tvo til vara.
Meira

Grunnskóli Húnaþings og austan Vatna aftur í Málæði

Nú hefur það verið gefið út hvaða skólar verða með í Málæði þetta árið. Málæði er skapandi keppni á vegum verkefnisins List fyrir alla, þar sem nemendum alls staðar af landinu gefst kostur á að senda inn eigin tónverk og texta.  Nú er það orðið ljóst að bæði Grunn- og Tónlistarskóli Húnaþings vestra og Grunnskóli austan Vatna hafa verið valdir til þátttöku annað árið í röð. Munu þau Friðrik Dór og Birgitta Haukdal ásamt Vigni Snæ mæta í grunnskólana tvo í vikunni.
Meira

Setti sér raunhæf markmið

Freyja Lubina Friðriksdóttir er frá Brekkulæk í Miðfirði, dóttir Friðriks bónda og Henrike félagsráðgjafa. Freyja er hálf þýsk og því kannski hægt að segja að Bautzen sé svo hennar annað heimili. Freyja lærði húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og núna býr hún tímabundið á Sauðárkróki og vinnur á Trésmiðjunni Borg. Freyja fór í byrjun september og keppti í húsasmíði fyrir Íslands hönd á EuroSkills, Evrópukeppni iðngreina en henni var boðið að taka þátt í keppninni og gat að eigin sögn ekki annað en sagt já. Feykir tók tal af Freyju þegar hún var komin heim.
Meira

Góður sigur í sjö marka sýningu á Króknum

Lið Tindastóls lék síðasta leik sinn í Bestu deild kvenna í bili í dag þegar lið FHL kom að austan í lokaumferð neðri hluta efstu deildar. Bæði lið voru þegar fallin og höfðu því um lítið að spila annað en stoltið. Bæði lið ætluðu þó augljóslega að gera sitt besta í dag og var leikurinn opinn og fjörugur og gerðu liðin sjö mörk. Niðurstaðan var 5-2 sigur Tindastóls og efsta deildin því kvödd með góðum sigri.
Meira

Frumsýning Óvita í kvöld

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í kvöld leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur. Mikill spenningur er í leikhópnum enda alltaf gaman að frumsýna eftir stífar æfingar undanfarið. 
Meira

Birgitta, Elísa og Hrafnhildur valdar í æfingahóp U19

Feykir sagði frá því í gær að Halldór Jón Sigurðsson – Donni þjálfari – hefði verið ráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna hjá KSÍ. Kappinn hefur nú þegar valið 35 manna æfingahóp sem mun koma saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ dagana 21.-23. október. Þrír leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru í hópnum.
Meira

Efnt til kvennaverkfalls 24. október

RÚV segir frá því að ákveðið hefur verið að efna til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október en þá eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan konur lögðu niður störf árið 1975 til að krefjast sömu réttinda og launa og karlar höfðu og vekja athygli á mikilvægi launaðra jafnt sem ólaunaðra starfa sinna. Um 60 félög hafa tekið saman höndum undir heitinu Kvennaár og staðið fyrir fjölda viðburða í ár.
Meira

Samfylkingin fengi þrjá menn kjörna í Norðvesturkjördæmi

RÚV kynnti í vikunni nýjan þjóðarpúls Gallup þar sem mælt var fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgið var meðal annars skoðað eftir kjördæmum en meginniðurstaðan er sú að Samfylking mælist með langmest fylgi bæði á landsvísu og í Norðvesturkjördæmi. Í síðustu kosningum fékk Samfylking einn mann kjörinn í NV-kjördæmi en fengi þrjá nú miðað við niðurstöður þjóðarpúlsins.
Meira

Donni tekur við sem landsliðsþjálfari U19 kvenna

Knatttspyrnusamband Íslands hefur ráðið Halldór Jón Sigurðsson – Donna þjálfara – sem nýjan þjálfara U19 landsliðs kvenna og verður hann jafnframt aðstoðarþjálfari U17/U16 liðs kvenna. Donni sagði lausu starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í síðustu viku en er nú kominn í nýtt og spennandi starf þar sem gaman verður að fylgjast með honum.
Meira