V-Húnavatnssýsla

Munum eftir endurskinsmerkjunum

Varðstjóri lögreglu á Blönduósi heimsótti á dögunum nemendur í 3. og 4. bekk Húnaskóla á Blönduósi. Í færslu á Facebook-síðu LNV var í heimsókninni lögð áhersla á öryggi í umferðinni og mikilvægi þess að nota endurskinsmerki – sérstaklega nú þegar dimma tekur á morgnana og síðdegis.
Meira

Vonast eftir góðri þátttöku á aðalfundi SUNN

Aðalfundur Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) fyrir árið 2025 verður í Kakalaskála í Skagafirði, mánudagskvöldið 27.október kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, erindi frá Landvernd og þá mun Nína Ólafsdóttir, rithöfundur og líffræðingur, kynna nýútkomna bók sína, Þú sem ert á jörðu. Feykir spurði Rakel Hinriksdóttur, formann SUNN, hvað það væri sem helst brenni á náttúruverndarfólki þessi misserin.
Meira

Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum berum við Bleiku slaufuna, klæðumst bleiku og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini. Við stöndum með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. Hvar fæst Bleika slaufan? Í verslun og vefverslun Krabbameinsfélagsins og hjá hátt í 400 söluaðilum um land allt.
Meira

Krónan býr sig ekki til sjálf | Hjörtur J. Guðmundsson

Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið.
Meira

Víða hálka eða snjóþekja á vegum

Það er töluverð norðanátt á Norðurlandi vestra þennan morguninn. Talað var um í fréttunum á RÚV að það snjóaði mikið á Norður- og Austurlandi en það á nú kannski ekki við á okkar svæði. Engu að síður eru hálkublettir, hálka eða snjóþekja á flestum vegum í umdæminu og þar sem margir eru enn á sumardekkjunum þá er vissara að kynna sér aðstæður áður en land er lagt undir fót og fara varlega.
Meira

Þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar og byggingarmála á Norðurlandi vestra

Miðvikudaginn 22. október verður haldinn opinn fundur um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Norðurlandi vestra. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS, Ártorgi 1 á Sauðárkróki, kl. 15 og er opinn öllum. Að fundinum standa HMS, Tryggð byggð og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Snjóþekja og hálka á vegum í austanverðum Skagafirði

Það er komin vetrartíð. Það reyndar er yfir litlu að kvarta hvað varðar færðin hér á Norðurlandi vestra nema þá helst austan megin í Skagafirði. Við Tröllaskagann hefur verið nokkur úrkoma og éljagangur. Samkvæmt umferðarsíðu Vegagerðarinnar er verið að skafa vegi allt frá Hegranesi og norður í Fljót. Á öðrum vegum austan Hegraness eru ýmist hálkublettir eða hálka og því vissara að fara að öllu með gát.
Meira

Er allt að sjóða upp úr? | Leiðari 39. tölublaðs Feykis

Sumarið hefur verið óvanalega langt í ár. Það byrjaði með einstakri hitabylgju í maí og enn höfum við ekki fengið alvöru hausthret. Sennilega eru flestir ánægðir með þetta nema mögulega þeir sem vinna við dekkjaskipti – ekki mikið að gera þar væntanlega. En það styttist í veturinn og þá fer allt á suðupunkt í dekkjabransanum.
Meira

Hyggjast bjóða upp á notalega og einstaka upplifun

Í síðustu viku sagði Feykir frá því að fyrirtækið Aurora Igloo stæði í stórræðum í Húnaþingi vestra. „Við höfum hug á að reisa 15 kúluhús í brekkunni fyrir neðan félagsheimilið með glæsilegu útsýni yfir Víðidalinn. Húsin eru gegnsæ til að hámarka upplifun gesta,“ segja þeir félagar Andri Steinn Guðmundsson og Árni Freyr Magnússon hjá Aurora Igloo þegar Feykir spurði út í framkvæmdina og þjónustuna. Þeir taka þó fram að gestir geta dregið fyrir allan hringinn með gluggatjöldum þegar óskað er eftir næði.
Meira

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira