V-Húnavatnssýsla

Hinrik Már í sumarafleysingarnar

Feykir auglýsti eftir afleysingamanni til starfa í sumar og sýndu nokkrir aðilar starfinu áhuga. Það fór svo að Hinrik Már Jónsson, ábúandi á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, var ráðinn og hefur væntanlega störf um mánaðamótin maí/júní.
Meira

Styrkir til eflingar hjólaferðaþjónustu á Norðurlandi vestra

Á vef SSNV segir að þetta styrkjakerfi SUB er hannað til að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki (SME), sem sinna hjólaferðaþjónustu og hjálpa þeim að styrkja starfsemi sína og auka viðskipti sín. Hver styrkur, nemur allt að € 5,000, - (ISK 725.000,-) og má notast fyrir virðisaukandi þjónustu eins og að ráða utanaðkomandi aðstoð við markaðsherferð, þróa viðskiptamódel eða styrkja vörumerki o.s.frv. Að auki getur styrkurinn gert fyrirtækjum kleift að gera þjónustu sína meira aðlaðandi fyrir hjólreiðafólk og hjólaferðamenn.
Meira

Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi vestra á morgun

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur árlega vortónleika sína í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 og er aðgangseyrir 3.000 kr. Kórinn flytur nokkur velvalin lög í Hvammstangakirkju undir stjórn og við undirleik nýs stjórnanda Daníels Arasonar. Að loknum tónleikum verða kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
Meira

UMFÍ með sínar fyrstu sumarbúðir á Reykjum í sumar

Í sumar ætlar UMFÍ að halda sínar fyrstu sumarbúðir og verða þær staðsettar á Reykjum í Hrútafirði. Sumarbúðirnar eru ætlaðar krökkum sem eru fædd frá  2011-2013, segir á heimasíðu UMFÍ. Nú spyr ég... hafa ekki allir krakkar gott af því að prufa að fara í sumarbúðir og kynnast nýjum krökkum og hafa gaman? Þetta getur ekki klikkað! 
Meira

Nýtt listaverk á Skagaströnd

Feykir sagði frá því um miðjan febrúar að nokkur ný ruslatunnulistaverk hafi bæst í safnið á Skagaströnd en þá var búið að mála á þrjár nýja tunnur, hver öðrum glæsilegri. Listamaðurinn sem á heiðurinn af tunnumálverkunum er Gígja Heiðrún Óskarsdóttir og nú er hún aftur á ferðinni því á dögunum bættist við ein ný tunna eftir Gígju.
Meira

Alls 184 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í marsmánuði

Nú er Lögreglan á Norðurlandi vestra búin að senda frá sér uppgjör frá marsmánuði og segir á heimasíðunni þeirra að málafjöldinn hafi verið áþekkur fyrri mánuðum ársins, en 566 mál eru skráð til úrvinnslu hjá embættinu. Umferðin var fyrirferðamikil og flest verkefni lögreglunnar í mánuðinum tengd umferðamálum.
Meira

Opið fyrir umsóknir í tvo sjóði hjá UMFÍ

Á vef UMFÍ segir að búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðirnir gagnast afar vel þeim sem leita eftir stuðningi við félags- og íþróttastarf og umhverfisverkefni. Rétt til umsóknar úr sjóðunum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Meira

Rabarbarafreyðivín þróað á Hvammstanga

Bændablaðið segir frá því að á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni, Rabarbarafreyðivínið Hret, og er áætlað er að það komi á innlendan markað árið 2026. Forsvarsmenn Hrets þær stöllur Hrund Jóhannsdóttir og Greta Clough vinna um þessar mundir að þróun á íslensku freyði- og ávaxtavíni. Markmiðið er að þróa farsælt vörumerki með áherslu á íslenskan uppruna en á alþjóðlegum markaði.
Meira

Domi ráðinn þjálfari yngri flokka hjá Hvöt

Stjórn knattspyrnudeildar Hvatar hefur ráðið Juan Carlos Dominguez Requena (Domi) í starf þjálfara yngri flokka hjá deildinni frá og með 1. apríl 2025. Dom kemur til deildarinnar frá Tindastól þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár.
Meira

Barnaleikritið Ferðin á heimsenda frumsýnt í kvöld

Leikfélag Blönduóss frumsýnir í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl, í Félagsheimilinu á Blönduósi, barnaleikritið Ferðin á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stór og flottur leikhópur á öllum aldri tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.
Meira