Leiðindaveður í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.04.2021
kl. 12.05
Búist er við suðvestan stormi á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra í nótt eða snemma í fyrramálið sem stendur fram eftir degi. Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á Tröllaskaga og í Skagafirði. Reikna megi með vindhviðum að 35 m/s þar. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega. Viðvörunin nær einnig til Faxaflóa og Norðurlands eystra.
Meira