V-Húnavatnssýsla

Frelsið til þess að ráða eigin málum | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fjölmörg dæmi eru um það í sögu Íslands síðustu hundrað árin hvernig fullveldið, frelsið til þess að ráða eigin málum, hefur skipt sköpum fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Bæði stór og smá. Landhelgisdeilurnar á síðari hluta 20. aldarinnar eru þar eðlilega áberandi. Efnahagslögsagan hefði ekki ítrekað verið færð út þar til hún náði að lokum 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Án frumkvæðis íslenzkra ráðamanna hefði efnahagslögsagan seint verið færð út.
Meira

Þrjár Tindastólsstúlkur í U19 landsliðshópnum

Nú styttist í EM kvenna sem fram fer í Sviss. Ísland er að sjálfsögðu með lið á EM og það er Glódís Perla Viggósdóttir, sem rekur ættir sínar til Skagastrandar, sem er fyrirliði Íslands. Í síðustu viku tilkynnti síðan Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, val sitt á landsliðshópi fyrir tvo æfingaleiki nú í lok mánaðarins. Þar á lið Tindastóls þrjá fulltrúa.
Meira

Fjármagn tryggt til að hefjast handa við verknámshús

Eins og fram hefur komið hefur verið til samningur í rúmlega ár milli ríkis og sveitarfélaga um viðbyggingu við verknámshús FNV. og þriggja annarra verkmenntaskóla. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra höfðu skuldbundið sig til að standa við sinn hluta fjármögnunnar eða 40% heildarkostnaðar og gert ráð fyrir því í sínum fjárhagáætlunum fyrir árið 2025.
Meira

Þrír laxar á land í Miðfjarðará á opnunardegi

Húnahornið segir frá því að laxveiðitímabilið í Miðfjarðará hófst sl. sunnudag og eftir hádegi komu þrír fyrstu laxarnir á land. Einn veiddist í Kambsfossi og hinir tveir í Austuránni. Í fyrra var Miðfjarðará næst aflahæst af laxveiðiám landsins með 2.458 laxa og aðeins Ytri-Rangá sem var með fleiri veidda laxa.
Meira

Kaflaskipt í Kaplakrika

Kvennlaið Tindastóls hélt suður í Hafnarfjörðinn síðastliðinn mánudag en þar beið svarthvítt lið Fimleikafélags Hafnarfjarðar eftir þeim. FH-liðið hefur verið flott í sumar og náð í marga sterka sigra og eru fyrir vikið í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Leikurinn reyndist kaflaskiptur því gestirnir bitu vel frá sér í fyrri hálfleik en sá síðari var því miður eign FH frá upphafi til enda. Lokatölur 5-1.
Meira

Önnur tilraun til að halda kynbótasýningu á Hólum

Vorin eru uppskerutími hrossabænda en þá mæta þeir með merar sínar og stóðhesta á kynbótasýningar. Þar eru hrossin vegin og mæld og riðið fyrir dómnefnd skipaða þremur sérfræðingum.
Meira

Skákmótið Húnabyggð Open 2025

Huni.is segir frá því að á föstudaginn 20. júní verður haldið skákmótið Húnabyggð open sem er í tengslum við skákhátíðina sem stendur yfir á Blönduósi og lýkur þann 21. júní. Enn er hægt að skrá sig til leiks.
Meira

Víðismenn í vandræðum á Blönduósi

Það var spilað á Blönduósvelli í gær við fínar aðstæður en þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti liði Víðis í Garði. Liðin voru bæði í neðri hluta 2. deildar en Húnvetningar með einu stigi meira og leikurinn því mikilvægur fyrir bæði lið. Það fór svo að Húnvetningar voru sterkara liðið og unnu sanngjarnan 2-0 sigur og komu sér enn á ný upp í efri hluta deildarinnar.
Meira

Þjóðhátíðardagsskráin á Norðurlandi vestra

Þjóðhátíðin 17 júní er á næsta leyti og af því tilefni ætlar Feykir að taka saman það helsta sem í boði verður á Norðvesturlandi.
Meira

Selma Barðdal er nýr skólameistari FNV

Líkt og Feykir hefur greint frá þá ákvað Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að láta af störfum að loknu skólaári. Nú hefur Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, skipað nýjan skólameistara og það er Selma Barðdal Reynisdóttir sem hefur verið sett í embætti skólameistara FNV til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.
Meira