V-Húnavatnssýsla

Hestatannlæknirinn og Lopalind unnu til verðlauna í Ræsingu Húnaþinga

Verkefninu Ræsing Húnaþinga lauk í síðustu viku þar sem þrjú verkefni voru verðlaunuð. Ræsing Húnaþinga var samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og sveitarfélaga í Austur- og Vestur Húnavatnssýslum. Alls skiluðu sjö verkefni inn viðskiptaáætlun.
Meira

Eysteinn Ívar nýr blaðamaður Feykis

Eysteinn Ívar Guðbrandsson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar og hóf hann störf í dag. Eysteinn er fæddur árið 2001 sonur Guðbrands Jóns Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar á morgun

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins verður opnuð á morgun uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí, klukkan 14:00. Sýningin nefnist Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun og er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins.
Meira

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom í gær frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.
Meira

SSNV og FM Trölli í samstarf um hlaðvarpsþætti

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og FM Trölli á Siglufirði hafa undirritað samstarfssamning um framleiðslu á 30 hlaðvarpsþáttum sem jafnframt verða sendir út á útvarpsstöðinni FM Trölli. Hér er um að ræða nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Barnamenningarsjóður Íslands styrkir Sumarleikhús æskunnar

Handbendi Brúðuleikhús ehf. á Hvammstanga hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands að upphæð 1,5 milljónir króna fyrir verkefnið Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra. Úthlutað var úr sjóðnum við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær, á degi barnsins, og voru þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra viðstaddar að því er segir á vef stjórnarráðsins. Verkefnin, sem valnefndin mælir með að hljóti styrki, spanna vítt svið lista og eru lýsandi fyrir víðfeðm áhugasvið barna og ungmenna sem og gróskumikið menningarstarf um landið allt.
Meira

Fíkniefnahundar og þjálfarar þeirra útskrifast

Sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra voru útskrifuð fyrir helgi eftir að fjórða og síðasta lotan í náminu lauk það hefur staðið yfir síðan í febrúar. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal.
Meira

Bakaður fetaostur og nautasteik með eins litlu grænmeti og mögulegt er

Kúabændurnir Brynjar og Guðrún Helga í Miðhúsum í Blönduhlíð deildu uppskriftum með lesendum Feykis í 19. tbl. ársins 2017 og að sjálfsögðu varð nautasteik fyrir valinu. Þau hófu búskap á heimaslóðum Guðrúnar í Miðhúsum þremur árum áður og bjuggu þá með 40 kýr og eitthvað af hundum, köttum, hestum og kindum. Að eigin sögn er Brynjar „bara sveitadurgur“ en Guðrún kenndi við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi auk þess að troða upp sem söngkona við hin ýmsu tækifæri. Börn þeirra hjóna eru fjögur.
Meira

Flóttafólkinu tekið opnum örmum

Í vikunni sem leið settust átta sýrlenskar fjölskyldur að á Norðurlandi vestra. Fimm þeirra komu til Hvammstanga, 23 manns, og þrjár til Blönduóss, alls 15 manns. Innan skamms er svo von á einni fjölskyldu til viðbótar til Blönduóss og telur hún sex manns. Undirbúningur fyrir komu fólksins hefur staðið í allnokkurn tíma en sveitarstjórn Húnaþings vestra tók ákvörðun um að taka á móti hópnum um miðjan desember og á Blönduósi var sambærileg ákvörðun tekin í febrúar.
Meira

100 nemendur brautskráðir af 10 námsbrautum

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari greindi m.a. frá því 27 húsasmiðir brautskrást í ár en það er stærsti einstaki hópur iðnmenntaðra sem brautskráðst hefur frá skólanum.
Meira