V-Húnavatnssýsla

Fer rentan í rétt hérað ? Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Nú fyrir helgi skrifaði Arna Lára Jónsdóttir þingmaður grein undir yfirskriftinni “Auðlindarentan heim í hérað”. Þar fer hún m.a. yfir stefnu og væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnar varðandi auðlindagjöld og að þau renni að hluta til nærsamfélagsins. Ég vil þakka Örnu Láru fyrir þessi skrif og þó sérstaklega fyrir að nota ekki orðið leiðréttingu um veiðigjöldin.
Meira

Fullt hús af tapleikjum í dag

Það var mánudagur til mæðu hjá knattspyrnufólki á Norðurlandi vestra í dag. Öll meistaraflokksliðin á svæðinu létu til sín taka og öll máttu þau lúta í gras. Við höfum áður minnst á hrakfarir Stólastúlkna í Mjólkurbikarnum en síðan máttu Húnvetningar þola tap í Hafnarfirði og Stólarnir glopruðu sínum leik úr höndunum einum fleiri á Grenivík.
Meira

ÍBV henti Stólastúlkum úr bikarnum á sannfærandi hátt

Það var stórleikur á Sauðárkróksvelli í dag þegar Tindastóll fékk lið ÍBV í heimsókn í átta liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Því miður áttu heimastúlkur engan stórleik og máttu sætta sig við 1-3 tap gegn Lengjudeildar-liði Vestmannaeyinga. Það má segja að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði en Stólastúlkur áttu sennilega sinn slakasta leik á tímabilinu og það á degi þar sem liðið hefði getað tryggt sér sæti í undanúrslitum bikarsins í fyrsta skipti í sögunni.
Meira

Góður árangur hefur alltaf áhrif

Feykir sagði í síðustu viku frá úrslitum í Skólahreysti en skólarnir tveir af Norðurlandi vestra sem komust í úrslitakeppni þeirra tólf skóla sem bestum árangri náðu í undanriðlum náðu prýðilegum árangri í úrslitunum. Þó ekki jafn góðum og Feykir sagði frá því fullorðna fólkið sem sá um að leggja saman stigin féll á prófinu – og ekki í fyrsta sinn. Varmahlíðarskóli, sem fagnaði vel og innilega þriðja sætinu, féll niður um sæti og sömuleiðis Grunnskóli Húnaþings vestra sem endaði í fimmta sæti. Engu að síður flottur árangur.
Meira

FNV er fjölbreyttur og vinalegur skóli

Kristján Bjarni hefur verið áfangastjóri við FNV um árabil en nú lætur hann af störfum þar en fer ekki langt, bara rétt norður yfir Sauðána og tekur við starfi skólastjóra Árskóla. Þar tekur hann við af Óskari G. Björnssyni sem hefur stýrt þeim skóla síðan Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Sauðárkróks voru sameinaðir skömmu fyrir aldamót. En hvað ætli Kristjáni hafi þótt skemmtilegast við að starfa við FNV?
Meira

Haustið 1994 afar eftirminnilegt

Rétt eins og skólameistarinn þá lætur aðstoðarskólameistarinn, Þorkell V. Þotsteinsson, af störfum að loknu skólaárinu. Keli starfaði sem skólameistari í vetur þar sem Ingileif var í leyfi. Hann hóf störf við skólann haustið 1980 eða ári eftir að Fjölbraut á Króknum hóf kennslu og kenndi þá ensku. Það verða því viðbrigði þegar starfsmenn skólans mæta til vinnu í haust og enginn Keli til staðar.
Meira

„Ungt fólk sjálfstæðara og ákveðnara en áður“

Eins og fram hefur komið þá láta nú af störfum þrír máttarstólpar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og þar með talinn skólameistarinn sjálfur. Ingileif Oddsdóttir tók við starfi skólameistara af Jóni F. Hjartarsyni árið 2011 en þau tvö eru ein um að hafa gegnt þessari stöðu í 46 ára sögu skólans sem er auðvitað magnað í sjálfu sér. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Ingileif.
Meira

Þrír hressir hundar á heimili Gunndísar | Ég og gæludýrið mitt

Í þessum gæludýraþætti ætlum við að fara yfir á Skagaströnd en þar býr Gunndís Katla Þrastardóttir og fjölskyldan hennar. Gunndís er á þrettánda ári og er dóttir Vigdísar Elvu Þorgeirsdóttur, kennara í Höfðaskóla, og Þrastar Árnasonar, sjómanns á Drangey SK-2. Hún á einnig eina systur og tvo bræður. Það má svo ekki gleyma öllum loðdýrunum á heimilinu en þau eiga þrjá hunda, Óm, Dreka og Brúnó. Feyki langaði að forvitnast aðeins um gæludýrin hennar Gunndísar og sendi henni nokkrar spurningar.
Meira

Héraðs­vötn og Kjalöldu­veitu í nýtingar­flokk

Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Meira

560 mál á borð Lögreglunnar á Norðurlandi vestra í maí

Málafjöldi maímánaðar hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra reyndist áþekkur fyrri mánuðum ársins en 560 mál voru skráð til úrvinnslu hjá embætti lögreglunnar á svæðinu í maí. Í frétta á vef lögreglunnar kemur fram að þrátt fyrir sambærilegan málafjölda hafi meira verið um þung mál í maí en undanfarna mánuði.
Meira