V-Húnavatnssýsla

Bleikur dagur í FNV í dag

Nemendur FNV mættu í bleiku í skólann í dag til að minnast Bryndísar Klöru sem lést í kjölfarið á hnífstunguárás á Menningarnótt. Landsmenn eru slegnir yfir þessum atburði en auk Bryndísar Klöru voru drengur og stúlka stungin í árásinni en hinn grunaði árásarmaður er sjálfur aðeins 16 ára.
Meira

Er vopnaburður skólabarna vandamál á Norðurlandi vestra?

Vopnaburður skólabarna eða ungmenna hefur verið í umræðunni að undanförnu í kjölfar hræðilegrar hnífstunguárásar á Menningarnótt en Bryndís Klara Birgisdóttir, aðeins 17 ára gömul, lést af sárum sínum nú fyrir helgi. Svo virðist sem það sé orðið býsna algengt að ungmenni séu vopnuð hnífum, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, en ætli þetta sé einnig vandamál á Norðurlandi vestra? Feykir sendi Lögreglunni á Norðurlandi vestra fyrirspurn.
Meira

Stefnt að því að koma upp eftirlitsmyndavélum á Norðurlandi vestra

Fyrir byggðarráðum Húnabyggðar og Skagafjarðar lá nýlega erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þess efnis að samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (LNV) hafi haft til umræðu að taka í notkun eftirlitsmyndavélar lögreglu innan umdæmisins en umdæmið er eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar eru ekki í notkun.
Meira

Donni vill læti á laugardaginn

„Nú næsta laugardag eftir tæpa viku spilar úrvalsdeildarlið Tindastóls gríðarlega mikilvægan leik við Fylki. Við erum lang minnsta samfélagið á bakvið efstu deildarlið í fótbolta og það er gríðarlegt afrek. Þetta er síðasti heimaleikur sumarsins og það er tækifæri til að taka allt á næsta stig, styðja af krafti og hjálpa til við að Tindastóll eigi áfram lið í efstu deild á Íslandi í knattspyrnu,“ segir Donni þjálfari Stólastúlkna í fótboltanum og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á völlinn.
Meira

Samfylking heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður boða til opinna funda á Hvammstanga og Sauðárkróki miðvikudaginn 4. september. „Við hlökkum til að eiga samtöl við heimamenn um húsnæðismálin, kjörin og málefni fjölskyldna,“ segir Kristrún en fundirnir eru liður í umfangsmiklu málefnastarfi flokksins um allt land.
Meira

Krefjandi golfveður á öllum vígstöðum

Um sl. helgi var nóg um að vera hjá unga fólkinu í Golfklúbbi Skagafjarðar. Á Króknum fór fram FISK mótið – unglingamótaröð fyrir 15-18 ára og á Reykjavíkursvæðinu var Íslandsmót golfklúbba fyrir 12 ára og yngri. Veðurspáin fyrir helgina var ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir og setti strik í reikninginn á báðum mótum en þrátt fyrir krefjandi aðstæður kláruðu allir sitt og voru sér og félaginu til sóma. 
Meira

Munu Erlendur, Freyja, Hörður og Ari Þór dúkka upp?

„Glæpakviss er fyrir alla þá sem hafa gaman af að lesa glæpasögur og hafa eitthvað fylgst með íslenskri glæpasagnaútgáfu. Svo er auðvitað ekki verra að hafa gaman af spurningakeppni,“ segir Fríða Eyjólfsdóttir hjá Héraðsbókasafni Skagfirðinga en hún og Siva Þormóðsdóttir hyggjast spyrja þátttakendur spjörunum úr í Glæpakvissi sem fram fer í Gránu á Sauðárkróki fimmtudaginn 5. september og hefst kl. 17:00. Feykir yfirheyrði Fríðu stuttlega um málið.
Meira

Tala eingöngu um vextina

Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar.
Meira

Fær hugmyndir og innblástur á netinu og hjá prjónavinkonum

Ólöf Ásta Jónsdóttir, eða Óla eins og hún er oftast kölluð, býr í Dalatúninu á Sauðárkróki með Helga Ragnarssyni, eiginmanni sínum. Óla starfar sem matráður hjá FISK Seafood.
Meira

Upp, upp og áfram og allir glaðir

Þá er komið að Sigurði Inga Einarssyni (Sigga Kúsk) sem býr ásamt konu sinni Brynju Hödd Ágústsdóttur og dætrum þeirra tveim, Diljá Daney og Sölku Máney. Þau búa á Kúskerpi fyrrum Akrahrepp í Skagafirði. Siggi er menntaður búfræðingur frá Hvanneyri. Á Kúskerpi er mjólkur- og kjötbúskapur, tveir mjaltaþjónar og smá glutra af sauðkind og hrossum og svo almenn landbúnaðarverktaka.
Meira