V-Húnavatnssýsla

Það er ekki hægt að hlusta á allar mömmur á Spotify / ELSA RÓBERTS

Nafn Elsu Rutar Róbertsdóttur datt alveg óvart í fang Feykis þegar verið var að leita að fórnarlömbum í Tón-lystina. Eftir smá nöldur ákvað hún að takast á við verkefnið. Elsa, sem er fædd 1981, býr á Norðurbrautinni á Hvammstanga og það er alveg slatti af tónlistarhæfileikum í ættinni; þannig hafa bræður hennar, Júlíus og Þorsteinn báðir svarað Tón-lystinni fyrir nokkru síðan og Elsa er því þriðja barn hjónanna Hafdísar og Róberts á Hvalshöfða til að svara þættinum. „Ég ólst upp í Hrútafirði, fyrst á Borðeyri en síðan Reykjaskóla. Eftir að hafa prófað að búa í Kópavogi í smá tíma fluttist ég aftur norður og hef búið á Hvammstanga síðan 2006,“ segir hún.
Meira

Kjúklingur í pestósósu og letingjabrauð

Það eru Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson sem voru matgæðingar vikunnar í tbl 44, 2022. Kolbrún er úr Reykjavík og Atli er frá Kirkjubæjarklaustri en þau fluttu að Mánaskál í Laxárdal árið 2011 en keyptu síðar jörðina Sturluhól og hafa látið fara vel um sig þar undanfarin ár. Þau eiga því í raun tvö heimili, í Skagabyggð og Húnabyggð þó að stutt sé á milli bæja.
Meira

Örmagna ferðamaður sóttur á Vatnsrásarhöfuð

Síðdegis í gær, fimmtudag, óskuðu tveir ferðamenn sem voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli eftir aðstoð, þar sem annar þeirra hafði örmagnast á göngunni. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fólkið hafi verið statt á Vatnsrásarhöfði, rétt norður af Remundargilshöfði, þar sem liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.
Meira

Mikið um að vera á skíðasvæði Tindastóls

„Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?“ er spurt á viðburðasíðu sem stofnuð hefur verið á Facebook og er þá átt við Tindastuð 2023 sem haldið verður í þriðja skiptið, laugardaginn 25. mars. Þar er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira

Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu fjórganginn í Meistaradeild KS í gærkvöldi

Glæsilegri keppni í fjórgangi í Meistaradeild KS í gærkvöldi lauk með sigri Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að keppnin hafi verið jöfn og skemmtileg þar sem mjótt var á munum á mörgum vígstöðum.
Meira

Norðurlandsúrvalið fór sigurferð til Danmerkur

Feykir sagði frá því í lok janúar að sex knattspyrnustúlkur af Norðurlandi vestra voru valdar í Norðurlandsúrvalið sem er skipað stúlkum fæddum 2007-08. Nú um mánaðarmótin fór hópurinn í frábæra keppnisferð til Danmerkur þar sem þær spiluðu við FC Nordsjælland og Brøndby sem eru með frábært yngri flokka starf og hafa á að skipa sterkum liðum sem talin eru með þeim bestu í þessum aldursflokki í Danmörku. Norðurlandsúrvalið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina.
Meira

Strandveiðar í stórsókn

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5. mars sl. á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5. mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn.
Meira

Kuldi ríkjandi á næstunni þrátt fyrir aukna birtu sólar :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Jón Garðarsson, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Guðlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel og Kristján Loftur Jónsson.
Meira

Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis

Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira

Bjarni vill að Vatnsnesvegur verði eitt forgangsverkefna í samgöngubótum

Bjarni Jónsson, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi ræddi uppbyggingu Vatnsnesvegar á alþingi í dag og bendir á hve slæmur hann er og nauðsynlegt sé að byggja hann upp, breikka og leggja bundið slitlag sem allra fyrst. „Vatnsnesvegur er stórhættulegur og úr sér genginn og stendur engan veginn undir þeirri umferð sem um hann fer. Vegurinn er lífæð byggðarinnar og ekið daglega með skólabörn um holótta skemmda vegi þar sem jafnvel stuttar vegalengdir verða að dagpörtum á ferðalagi við ömurlegar og viðsjárverðar aðstæður,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.
Meira