Ákveðið að peningar frá Héraðsnefnd Strandasýslu renni í Riis-húsið
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
30.12.2025
kl. 09.03
Húnaþing vestra hefur ákveðið að verja þeim fjármunum sem sveitarfélagið fékk við slit Héraðsnefndar Strandasýslu til endurbyggingar Riis-hússins á Borðeyri. Í frétt á Húnahorninu segir að Héraðsnefnd Strandasýslu hafi nýverið verið slitið en Húnaþing vestra varð aðili að nefndinni við sameiningu sveitarfélagsins við Bæjarhrepp. Við slitin var bankainnistæðum nefndarinnar skipt á milli þeirra sveitarfélaga sem áttu aðild að henni.
Meira
