V-Húnavatnssýsla

Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins

Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Meira

Frostið fór í 18,9°C á Sauðárkróksflugvelli

Það var fimbulkuldi í Skagafirði nú í nótt og rúðuskafan máske víða tekin til kostanna því bílrúður voru helhélaðar í morgunsárið – í það minnsta á eldri árgerðum sem bjóða ekki upp á sjálfvirka upphitun eða hvað þetta nú kallast. Í gærkvöldi mældist mest frost á landinu á veðurmæli á Sauðárkróksflugvelli en þar tikkaði mælir í mínus 18,9°C.
Meira

Þrettándabrenna á Hvammstanga í dag

Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Meira

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira

Hilmir Rafn Íþróttamaður USVH 2025

Mánudaginn 29 desember fór fram verðlaunaafhending á Íþróttamanni USVH árið 2025 í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem saman var komin fjöldi fólks. Íþróttamaður USVH árið 2025 var valinn Hilmir Rafn Mikaelsson. 
Meira

Það birtir til þegar líður á daginn

Veður mun alla jafna vera stillt á Norðurlandi vestra nú þegar morgunskíman bíður eftir að riðja janúarmyrkrinu í burtu. Það snjóaði á Króknum um klukkan átta í morgun og má reikna með éljabökkum á svæðinu framan af degi en gert er ráð fyrir að það létti til þegar líður á daginn, dregur jafnvel meira úr vindi og frostið magnast.
Meira

Ný reglugerð um riðuveiki í fé

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um riðuveiki í fé. Markmið reglugerðarinnar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og ná þeim markmiðum sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu sauðfárriðu, þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 
Meira

Þetta er sauna – ekki hefðbundið gufubað

Sigrún Davíðsdóttir er menntaður hárgreiðslumeistari, iðnkennari og saunagusumeistari, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á vellíðan, sköpun og því að byggja upp góðar upplifanir fyrir fólk. Sigrún starfar í dag bæði sem hárgreiðslumeistari og sem rekstraraðili Saunasetursins á Hvammstanga – en það er verkefni sem hún hefur unnið að, af mikilli ástríðu og trú á að það geti bætt líðan fólks og styrkt samfélagið hér fyrir norðan eins og hún segir sjálf.
Meira

Stórgóð þátttaka í Jólamyndagátu Feykis 2025

Starfsfólk Feykis lét hendur standa langt fram úr ermum í dag og var því dregið úr réttum lausnum í Jólamyndagátu Feykis 2025. Hátt í 40 lausnir bárust, sem verður að teljast ansi gott, en vinningshafarnir voru aðeins þrír.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Gamlársdagur er á morgun og það má reikna með að margur hugsi sér gott til glóðarinnar og fíri upp flugeldum af miklum móð. Björgunarsveitirnar eru með sölu á slíkum varningi víðast hvar á þéttbýlisstöðum – ef ekki hreinlega öllum. Engir eru snjóskaflarnir til að stinga flugeldunum í áður en þeim er skotið á loft en það er jákvætt að útlit er fyrir skaplegt veður annað kvöld.
Meira