V-Húnavatnssýsla

Átta í einangrun og einn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Alls greindust 26 innanlandssmit sl. sólarhring og eru nú 542 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19. Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi vestra en átta manns eru enn í einangrun, sex í Skagafirði og tveir á Hvammstanga. Frá mánudegi fækkaði í sóttkví á svæðinu úr sex niður í einn.
Meira

Þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnu í sjónmáli

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Með slíkum viðræðum er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum.
Meira

Þrír nýir doktorar tengdir Háskólanum á Hólum

Nýlega fóru fram þrjár doktorsvarnir við Háskóla Íslands sem áttu það sammerkt að doktorsefnin tengdust Háskólanum á Hólum. Þetta voru þær Ragnhildur Guðmundsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Agnes-Katharina Kreiling en þær eiga þaðsameiginlegt að rannsóknir þeirra snúa að mikilvægum áður ókönnuðum þáttum í lífríki og vistkerfi Íslands og niðurstöður þeirra leggja grunn að áframhaldandi rannsóknum til upplýstrar ákvarðanatöku.
Meira

Áskoranir og tækifæri á óvissutímum

28. ársþing og fjórða haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið föstudaginn 23. október með fjarfundi en þetta var í fyrsta skiptið sem þing samtakanna er haldið með þessum hætti og tókst framkvæmdin vel. Daginn áður stóð SSNV fyrir vefráðstefnu sem bar yfirskriftina Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra. Fyrirlesarar komu úr ýmsum áttum en allir áttu það sameiginlegt að ræða um þau tækifæri sem felast í landshlutanum, í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu, nýsköpun og menningu svo fátt eitt sé talið. Feykir hafði samband við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV, og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Að fullorðnast - Áskorandinn Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Vestur Hún.

Ég held ég hafi ekki verið há í loftinu þegar ég fór að velta því fyrir mér hvað fælist í því að fullorðnast, hvenær maður geti talist fullorðinn og hverju það myndi breyta. Satt að segja hafði ég óttablandnar áhyggjur vegna þess sem væri í vændum.
Meira

Ný netverslun smáframleiðenda í loftið

Vörusmiðjan BioPol á Skagaströnd hóf starfsemi haustið 2017 en þar er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur og einstaklinga sem geta leigt rýmið með tólum og tækjum og framleitt það sem þeir óska sér þó innan leyfilegra marka. Þórhildur M. Jónsdóttir er verkefnastjóri smiðjunnar og segir mikla grósku í starfseminni. Nýlega opnaði netverslun á heimasíðu Vörusmiðjunnar þar sem smáframleiðendur bjóða upp á sínar vörur.
Meira

Setti á sig svuntuna og reyndi sitt besta

Matgæðingur vikunnar í tbl 39 var Magnús Ásgeir Elíasson sem býr á Stóru Ásgeirsá í Húnavatnssýslunni. Þar stundar hann smá búskap ásamt því að reka hestaleigu og gistingu. Vinkona hans á næsta bæ, Sigríður Ólafsdóttir í Tungu, skoraði á hann að taka þetta verkefni að sér því hún taldi hann vera betri kokk.
Meira

Vinnustofur Uppbyggingarsjóðs færðar í fjarfund

Vinnustofur fyrir þá sem eru að vinna að umsóknum í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra hafa verið færðar í fjarfund í ljósi aðstæðna. Á heimasíðu SSNV kemur fram að boðið verður upp á vinnustofu í gegnum fjarfundaforritið Zoom mánudaginn 9. nóvember, kl. 16-17. Þar er einnig minnt á að umsóknarfresturinn renni út kl. 16:00 mánudaginn 16. nóvember nk.
Meira

Engar tilkynningar um kórónuveirusmit í minkum á Íslandi

Í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði kórónaveiru úr minkum í fólk í Danmörku ætlar Matvælastofnun að hefja skimun fyrir kórónaveiru á minkabúum landsins. Ekki er grunur um að kórónaveirusmit hafi komið upp á minkabúum hérlendis. Á heimasíðu MAST kemur fram að þegar fregnir hafi borist af kórónuveirusmiti úr fólki í minka í sumar sendi Matvælastofnun tilmæli til íslenskra minkabænda um hertar sóttvarnir á búunum og að einstaklingar með sjúkdómseinkenni haldi sig fjarri þeim.
Meira

Nóvember verður þrælmildur :: Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í gær, þriðjudaginn 3. nóvember, mættu 14 spámenn til fundar í Veðurklúbbinn á Dalbæ til að spjalla um veðrið framundan. Þrátt fyrir að hafa ekki sent frá sér veðurlýsingu fyrir október þá líst fundarmönnum bara vel á veðrið þann mánuð.
Meira