V-Húnavatnssýsla

Þverárfjallsvegur lokaður

Vetrarfærð er nú í öllum landshlutum en mikið hefur snjóað á Norðurlandi í nótt. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er unnið að hreinsun. Þegar þetta er skrifað, um kl. hálf tíu, hefur Þverárfjallsveginum verið lokað sem og Ólafsfjarðarmúla þar sem er snjóflóðahætta.
Meira

Ræddu mikilvægi flugvalla í Norðvesturkjördæmi

Tveir varaþingmenn Norðvesturkjördæmis, þeir Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson, ræddu mikilvægi sjúkraflugs í Norðvesturkjördæmi undir fundarliðnum störf Alþingis í gær.
Meira

100 ára afmæli sjúkrahússins á Hvammstanga

Um þessa mundir eru 100 ár liðin frá því að fyrsta byggingin sem var sérstaklega reist fyrir heilbrigðisþjónustu á Hvammstanga var tekin í notkun. Var það læknisbústaður sem steyptur var upp árið 1918 og tekinn í notkun árið 1919. Í upphafi sinnti héraðslæknirinn um sjúklingana á heimili sínu og naut við það aðstoðar konu sinnar og vinnufólks.
Meira

Aukasýningar hefjast á morgun á Mamma Mía

Vegna mikillar eftirspurnar ákvað Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að bæta við fjórum aukasýningum á Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Aukasýningarnar hefjast á morgun 30. janúar, önnur sýning 31. jan. og síðustu tvær fara fram laugardaginn 1. feb. klukkan 16 og 20.
Meira

Upplýsingar á vef landlæknis vegna kórónaveirunnar

Heilbrigðisráðuneytið vekur á vef sínum athygli á upplýsingamiðlun sóttvarnalæknis vegna kórónaveirunnar (2019-nCoV) á vef embættis landlæknis. Þar er að finna upplýsingar til heilbrigðisstarfsfólks, leiðbeiningar og fræðsla fyrir almenning, upplýsingar og fræðsla tengd alþjóðaflugi og fleira. Kórónaveiran á, eins og kunnugt er, upptök sín í Wuhan héraði í Kína og hafa nú nærr 6.000 tilfelli greinst af henni og um 130 manns hafa látist. Veiran hefur nú greinst í 15 löndum.
Meira

Færanleg rafstöð staðsett við heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga

Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands voru áhrif óveðursins í desember mest á Hvammstanga, en þar var rafmagnslaust í 40 klukkustundir. Fjarskipta- og símasamband gekk erfiðlega og mikil ófærð var á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Reykjavíkurkjördæmis norður, um varaafl heilbrigðisstofnana.
Meira

SSNV leita að verkefnastjóra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa starf verkefnastjóra laust til umsóknar. Í auglýsingu á vef samtakanna segir að hér sé um að ræða nýtt og spennandi verkefni sem hafi það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann í því skyni að fjölga þar störfum. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.
Meira

Kynningarfundur um Hálendisþjóðgarð á Húnavöllum í kvöld

Í dag á að gera þriðju tilraunina til að halda í Húnavallaskóla kynningarfund umhverfis- og auðlindaráðherra á frumvarpi um Hálendisþjóðgarð, sem byggir á skýrslu þverpólitískrar nefndar. Tvisvar hefur þurft að fresta fundi vegna veðurs. „Veðurspáin lofar góðu svo okkur er ekkert að vanbúnaði,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.
Meira

Minjastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög umhverfisráðherra

Minjastofnun Íslands hefur sent inn umsagnir um drög að frumvörpum til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða annars vegar og Hálendisþjóðgarð hins vegar en ljóst þykir stjórnendum að útgjöld Minjastofnunar og vinnuálag muni aukast verulega með stofnun þjóðgarðs. Þykir því nauðsynlegt að efla Minjastofnun Íslands eigi að vera hægt að uppfylla markmið þjóðgarðsins um verndun menningarminja.
Meira

Nautasteik og góður ís á eftir

Matgæðingar vikunnar í fjórða tbl. ársins 2018 voru Húnvetningarnir Anna Birna Þorsteinsdóttir og Pétur Þröstur Baldursson sem höfðu þetta að segja: „Við hjónin búum í Þórukoti í Víðidal. Við eigum þrjú börn, Rakel Sunnu, Róbert Mána og Friðbert Dag. Einnig erum við svo heppin að geta haft tengdasoninn Jóhann Braga inn í þessari upptalningu. Hér er hefðbundinn blandaður búskapur með kúm, kvígum- og nautauppeldi, spari fé, hestum og hundinum Oliver. Allur barnaflotinn er fyrir sunnan við nám á veturna og gengur vel. Á meðan er veturinn notaður til að breyta súrheyshlöðu í uppeldishús fyrir nautgripi og lagfæra íbúðarhúsið.“
Meira