V-Húnavatnssýsla

Fyrsta beina flugið frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi

Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli á laugardagsmorgun, með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er í fyrsta sinn sem það félag býður upp á beint flug frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi, en ferðaskrifstofan bauð upp á sumarferðir árið 2019 sem vöktu mikla lukku.
Meira

Valin í Pressuliðið og Landsliðið í Vestmannaeyjum :: Íþróttagarpurinn Vala Björk Jónsdóttir

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, valdi hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fór dagana 27. - 29. janúar nk. í Skessunni í Kaplakrika. Í þeim hópi var Vala Björk Jónsdóttir frá Hvammstanga sem nú býr í Hafnarfirði og æfir með Haukum. Vala Björk er dóttir Jóns Óskars Péturssonar og Ólafíu Ingólfsdóttur og er Íþróttagarpur Feykis þessa vikuna.
Meira

Vestur-Húnvetnskur vinkill á laginu Ekkó

Síðari umferð Söngvakeppninnar 2020 fer fram í kvöld en þá keppa fimm lög um tvö síðustu sætin á úrslitakvöldin og mögulega fer eitt aukalag áfram. Feykir hefur ekki frétt af miklum tengingum flytjenda laganna við Norðurland vestra að þessu sinni og þó – Nína Dagbjört Helgadóttir er barnabarn Stefáns heitins Jónssonar sem fæddist á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu.
Meira

Skankar með tilbrigðum

Matgæðingar áttunda tölublaðs ársins 2018 voru Sigríður Hjaltadóttir og Skúli Þór Sigurbjartsson. „Við búum á Sólbakka í Víðidal. Þar rekum við kúabú auk þess að eiga nokkrar kindur og hross til að ná að nýta landið á sem fjölbreytastan hátt. Við höfum ræktað skjólbelti á jörðinni eins og tími hefur unnist til og nýtum þannig landsins gagn og nauðsynjar,“ segja þau hjón. „Við áttum í erfiðleikum með að velja uppskriftir því við erum einlægir aðdáendur íslenska dádýrsins, sem er auðvitað kindakjötið okkar. Mér skilst að það megi ekki nefna lambakjöt því það er svo vont erlendis, það sé betra að nota orðið kind. En okkur langaði líka til að skerpa á kunnáttu landans við að elda nautakjöt eða koma með uppskrift úr íslensku folaldi því það er ekki hægt að ofelda það. Fyrir valinu varð ungt kindakjöt úr íslenskum framparti (lambakjöt), grunnuppskriftin kemur frá Nigellu sem er okkur flestum kunn. Hún eldaði þennan rétt með baunum en við eldum hann með tilbrigðum.“
Meira

Elsku Hvammstangi :: Áskorandapenni Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir

Pistill þessi sem ég skila alltof seint því frestunaráráttan náði tökum á mér eins og svo oft áður verður ekki um veðrið, pólitík eða eitthvað annað sem enginn nennir að tala um meira. Mig langar mikið frekar að skrifa um hversu dásamlegt það er að búa úti á landi.
Meira

Íbúagátt á heimasíðu Húnaþings vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra hefur nú verið opnuð rafræn íbúagátt. Þar er hægt að nálgast útgefna reikninga frá sveitarfélaginu. Einnig er hægt að skrá sig inn á svæði hitaveitunnar þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar eins og notkun, álestra, hreyfingayfirlit, reikninga og viðskiptastöðu. Notendur skrá sig inn á íbúagáttina með íslykli.
Meira

Tjón á tveimur bæjum í Húnaþingi

Húni.is segir frá því að töluvert tjón hafi orðið í óveðri dagsins á tveimur bæjum í Vatnsdal og Víðidal. Í fréttinni segir að Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra hafi í viðtali við Ríkisútvarpið í hádeginu greint frá því að mikið tjón hafi orðið í Vatnsdal þar sem útihús, vélar og íbúðarhús hafi skemmst. Gekk viðbragðsaðilum illa að komast á vettvang vegna veðurs.
Meira

Veður í hámarki á Norðurlandi vestra

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að snælduvitlaust veður hefur verið víða á landinu og nú geisa miklar rokur á Norðurlandi. Í Blönduhlíðinni er stormur, yfir 30 metrar á sekúndu með miklum hviðum en fyrir hádegi mældist mesta gusan 47,7 m/s á veðurstöð við Miðsitju. Sömu sögu er að segja frá Blönduósi þar er vindhraðinn yfir 30 m/s og hviður yfir 49 m/s. Á Skagatá mældust hviður allt að 41 m/s en þar er vindhraðinn nú um 30 m/s.
Meira

Góutunglið leggst vel í spámenn - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 4. febrúar komu saman til fundar ellefu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með þær hugmyndir sem þeir höfðu um veðrið síðastliðinn mánuð, þó var hann ögn harðari. Næsti mánuður verður áfram umhleypingasamur, þó kannski heldur mildari.
Meira

Allt skólahald fellur niður á morgun

Vegna verulega slæms veðurútlits í Skagafirði og Húnavatnssýslum og yfirstandandi óvissustigs almannavarna föstudaginn 14. febrúar, var á fundi Almannavarnarnefnda Skagafjarðar og Húnavatnssýslna fyrr í dag tekin ákvörðun um að fella niður allt skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskólum á Norðurlandi vestra á morgun.
Meira