V-Húnavatnssýsla

Opinn fyrirlestur um selveiðihlunnindi við Húnaflóa

Dr. Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, heldur opinn fyrirlestur í Selasetri Íslands næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00-21:00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Selveiðihlunnindi við Húnaflóa frá 17. öld til 20. aldar.
Meira

Enn vonskuveður og ófærð

Enn er vonskuveður víða á landinu, appelsínugul eða gular viðvaranir í gildi í nokkrum landshlutum og hefur Veðurstofan gefið út gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra. Þar er nú suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi og er lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum, segir á Veður.is.
Meira

Fleiri dýralæknar á bakvakt á Norðurlandi vestra

Dýralæknum á bakvakt á Norðurlandi vestra hefur verið fjölgað um óákveðinn tíma úr einum í tvo af Matvælastofnun en reynslan sýnir að vaktsvæðið sé of víðfeðmt og illfært á veturna til að einn dýralæknir geti sinnt öllum útköllum, einkum þegar illa viðrar. Tilefnið var gul viðvörun vegna óveðurs.
Meira

Launafulltrúi óskast á skrifstofu Blönduósbæjar

Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsmann í starf launafulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 100 % starf, eða eftir nánara samkomulagi, og er vinnutími frá 8:00 – 16:00. Launafulltrúi sér um launavinnslu sveitarfélagsins ásamt öðrum almennum skrifstofustörfum.
Meira

Bílum fylgt yfir Holtavörðuheiði til klukkan átta í kvöld

Bílum verður fylgt yfir Holtavörðuheiði til klukkan 20 í kvöld, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Eftir það verður lokað í kvöld og nótt og staðan endurmetin í fyrramálið.
Meira

Öxin - Agnes og Friðrik í Landnámssetrinu í Borgarnesi

Sagnamaðurinn Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum verður með þrjár sögustundir á Landnámssetrinu í Borgarnesi í janúarmánuði sem bera heitið Öxin - Agnes og Friðrik. Þar mun Magnús segja frá einum dramatískasta atburði Íslandssögunnar – síðustu aftökunni á Íslandi sem fram fór við Þrístapa í Vatnsdalshólum þann 12. janúar árið 1830 kl 14 þegar þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru líflátin.
Meira

Viðbúnaðarstig komið í appelsínugult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra

Enn er vonskuveður um mestallt land og vegir víða ýmist ófærir eða lokaðir. Holtavörðuheiðin er ófær sem og fjallvegir á Norðurlandi, Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hríðarveðri áfram, vindi víða 20-28 m/s, éljagangi og skafrenningi með lélegu skyggni. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira

Gult ástand á öllu landinu - Uppfært - Fjallvegir lokaðir

Spáð er stormi um allt land í dag og hefur Veðurstofan vegna þess gefið út gula viðvörun á öllum spásvæðum vegna þessa. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðvestan 18-25 m/s og éljum og mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt er fyrir ökutæki að vera á ferðinni sem taka á sig mikinn vind og er fólk beðið um að huga að lausamunum
Meira

Fundum um Hálendisþjóðgarð frestað

Kynningarfundum umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð, sem halda átti í Borgarnesi og Húnavatnshreppi í dag og í Reykjadal og á Egilsstöðum á morgun er frestað vegna veðurs. Nýjar tímasetningar fyrir fundina verða auglýstar á næstu dögum.
Meira

Stafrænt forskot NMÍ á Sauðárkróki

Stafrænt forskot, markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök og markaðsstofur um allt land með stuðningi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. „Fyrir fyrirtæki er þetta gríðarleg tækifæri sem liggja í því að nýta stafræna tækni í markaðssetningu,“ segir í tilkynningu frá NMÍ.
Meira