Nýir áhorfendapallar í Félagsheimilið á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
23.12.2019
kl. 09.11
Síðastliðinn föstudag skrifuðu Félagsheimilið Hvammstanga og Leikflokkur Húnaþings vestra undir nýjan samning þegar fjárfest var í áhorfendapöllum fyrir félagsheimilið. Pallarnir eru þegar komnir í notkun en þeir voru vígðir á lokasýningu leikflokksins á Skógarlífi á föstudaginn. Sagt er frá þessu á Facebooksíðunni Leikflokkur Húnaþings vestra.
Meira
