V-Húnavatnssýsla

Stofnun Félags smáframleiðenda matvæla í burðarliðnum

Stofnfundur Félags smáframleiðenda matvæla verður haldinn þann 3. september nk. frá kl. 13-15 í fundarsal í húsakynnum Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, 104 Reykjavík.
Meira

Sérstök lán til nýbygginga á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í morgun breytingar á reglugerð sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á landsbyggðinni muni fljótlega geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði. Undirritunin fór fram á Drangsnesi í Steingrímsfirði en Vestfirðir eru einmitt dæmi um landsvæði þar sem markaðsbrestur veldur því að ekki er byggt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir mikla eftirspurn.
Meira

Hugmyndir óskast - Aðkoma íbúa í málefnum landshlutans mikilvæg – Stórfundur í Menningarhúsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl. 13-17.

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Sóknaráætlun hvað? Hvað er það? Er það nema von þú spyrjir…Þegar talað er um sóknaráætlun þá er í raun og veru verið að tala um framtíðarsýn. Í sóknaráætluninni erum við því að setja niður á blað í hvaða átt við viljum sjá landshlutann okkar þróast á komandi árum.
Meira

Styrkjamöguleikar Evrópuáætlana

RANNÍS stendur í þessari viku fyrir kynningarfundum á Norðurlandi um tækifæri á sviði mennta- og menningarmála. Fundirnir verða haldnir í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 28. ágúst kl. 12:00-13:30, í Ráðhúsinu á Siglufirði fimmtudaginn 29. ágúst kl. 10:00-11:30 og í Verksmiðjunni, sal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Glerárgötu 34 á Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00-16:30.
Meira

Sigur fyrir sögubækurnar

Það var allt undir hjá Húnvetningum í dag þegar Kormákur/Hvöt heimsótti lið Úlfanna á Framvöllinn í Reykjavík í lokaumferð 4. deildar.. Eftir sigur Hvítu riddaranna á liði Snæfells sl. fimmtudag var ljóst að ekkert annað en sigur dugði liði K/H í dag til að koma liðinu í úrslitakeppni um sæti í 3. deild að ári. Leikurinn í dag var hreint ótrúlegur en þegar í óefni var komið stigu leikmenn Kormáks/Hvatar upp og börðust til frábærs sigurs. Lokatölur 4-5 og sæti í úrslitakeppninni tryggt í fyrsta sinn í sögu sameinaðs liðs Húnvetninga.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira

Vann alla titla sem í boði voru - Íþróttagarpurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir Hrútafirði

Húnvetningurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur gert það gott í Domino's-deild kvenna í körfunni undanfarin ár með liði sínu, Val á Hlíðarenda, og var hún m.a. valin besti ungi leikmaður Domino's-deildar kvenna 2017-2018. Hjá Val er hún einn af burðarásum liðsins, sem hirti alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili, deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Einnig hefur hún verið í yngri landsliðshópum og nú í A-landsliðinu. Dagbjört Dögg er fædd árið 1999, uppalinn á Reykjaskóla í Hrútafirði en flutti í Kópavoginn þar sem hún stundar háskólanám meðfram körfuboltanum. Dagbjört er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Miðfjarðará komin yfir þúsund laxa markið

Landssamband veiðifélaga hefur birt lista yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er hann byggður á aflatölum í lok dagsins í gær, 21. ágúst. Þar má sjá að tvær ár hafa nú bæst í hóp þeirra sem farið hafa yfir þúsund laxa markið en það eru Ytri-Rangá og Miðfjarðará þar sem veiðin er komin í 1.091 lax og situr hún nú í fjórða sæti yfir aflahæstu árnar. Þar var vikuveiðin 107 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.039 laxar veiðst í ánni.
Meira

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Nýlega voru umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar og var það í 21. sinn sem svo er gert. Eru viðurkenningarnar veittar árlega þeim aðilum sem þykja hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur, umhverfisstjóra. Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra.
Meira

Gæsaveiðitímabilið hafið

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær, þriðjudaginn 20. ágúst. Stendur það til 15. mars og gildir bæði um veiðar á grágæs og heiðargæs. Í hádegisfréttum RÚV í gær var rætt við Áka Ármann Jónsson , formann Skotveiðifélags Íslands, sem segir marga hafa beðið dagsins með mikilli eftirvæntingu. Áki segir að 3-4.000 skotveiðimenn stundi gæsaveiðar að jafnaði og sé grágæsaveiðin vinsælust en af henni séu veiddir 40-45.000 fuglar hvert haust. Meira þurfi að hafa fyrir heiðargæsinni sem, eins og nafnið bendir til, heldur til uppi á heiðum og sé mjög vör um sig. Veiðin þar sé 10-15.000 fuglar.
Meira