Úthlutað til styrkvega í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.07.2019
kl. 09.47
Á fundi landbúnaðarnefndar Húnaþings vestra þann 3. júlí sl. kom fram að Vegagerðin hefur úthlutað 3,5 milljónum króna til styrkvega í Húnaþingi vestra á árinu 2019. Styrkvegir eru þeir vegir sem sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum, s.s. malarvegi sem taka við þar sem þjónustu Vegagerðarinnar lýkur. Má þar nefna vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir; vegi að ferðamannastöðum, vegi að jörðum sem farnar eru í eyði o.m.fl. Í fjárhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2019 er samþykkt að veita kr. 2.200.000 til styrkvega. Heildarupphæð til viðhalds styrkvega á árinu 2019 er því kr. 5.700.000.
Meira
