V-Húnavatnssýsla

Heimilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og lausamuni

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var sl. þriðjudag, 25. júní, voru samþykktar verklagsreglur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra við að fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum sbr. reglugerð 941/2002. Er Heilbrigðiseftirlitinu ætlað að vinna að verkefninu í samráði og samvinnu við sveitarfélög á starfssvæðinu.
Meira

Nóg framundan í boltanum

Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að skella sér á völlinn, því framundan eru þrír leikir einn í kvöld og tveir á morgun.
Meira

Vinna við nýja sóknaráætlun formlega hafin

Fyrsti formlegi fundurinn í tengslum við gerð nýrrar sóknaráætlunar og sviðsmynda atvinnulífs Norðurlands vestra var haldinn nýlega. Á vef SSNV segir að verkefnisstjórn vinnunnar hafi fundað fyrri hluta dags en hana skipa stjórn SSNV, fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem ekki eiga mann í stjórn sem og starfsmenn samtakanna. Síðari hluta dags bættust aðilar úr atvinnulífinu við. Á fundnum var farið yfir fyrstu niðurstöður netkönnunar sem gerð var í tengslum við vinnuna en þær verða kynntar nánar með haustinu.
Meira

Leita að fyrirtækjum til að þróa heildstæða stafræna tækni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa á vef sínum eftir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlandi vestra sem hafa áhuga á að þróa heildstæða stafræna tækni (e. immersive technology) í markaðslegum tilgangi fyrir fyrirtæki sín.
Meira

Maríudagar um næstu helgi

Dagana 29. júní og 30. júní verða Maríudagar haldnir á Hvoli í Vesturhópi klukkan 13.-18 báða dagana. Þetta er í tíunda sinn sem Maríudagar hafa verið haldnir en það er gert í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli. Það er fjölskyldan frá Hvoli sem stendur að þessum árlega viðburði.
Meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi.
Meira

Tillitssemi mikilvæg

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, vekur athygli á því í á heimasíðu sinni að í kvöld hefst hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon og því má búast við talsverðri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni meðan keppnin stendur yfir. Fyrstu hóparnir fara af stað í dag, þriðjudag, en flestir leggja af stað klukkan 19:00 annað kvöld og er reiknað með fyrstu keppendum ímark á föstu­dags­morg­un, en tími renn­ur út á laug­ar­dag. Hjólað verður eftir hringveginum norður fyrir og endað við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Mikilvægt er að allir ökumenn, bæði vélknúinna ökutækja og hjólandi, sýni fyllstu tillitssemi.
Meira

Öflugur sigur Kormáks/Hvatar á ÍH í 4. deild karla

Kormákur/Hvöt(K/H) gerðu góða ferð suður í Hafnarfjörð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍH í 4. deild karla síðastliðinn föstudag.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir styrkjum úr Húnasjóði en en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til að minnast starfsemi Alþýðuskóla Húnvetninga en Ásgeir stofnaði skólann og rak hann á Hvammstanga árin 1913-1920. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Meira

Langömmubörnin fá gimbað teppi

Handavinnukonan Bryndís Alfreðsdóttir ætlar að sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í öðru tölublaði Feykis ár síðasta ári. Bryndís er Fljótakona í húð og hár, fædd og uppalin í Austur-Fljótum en stundaði kúabúskap í Langhúsum ásamt manni sínum í 42 ár. Bryndís hefur búið á Sauðárkróki síðastliðin tíu ár og segist hafa verið svo heppin að kynnast prjónahópnum sínum fljótlega sem hafi hjálpað sér mikið þar sem hópurinn sé alveg frábær. Handverk Bryndísar er fjölbreytt eins og sjá má en mest gerir hún af því að prjóna
Meira