V-Húnavatnssýsla

Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Húnaþings vestra verður haldin laugardagskvöldið 8. júní nk. í Félagsheimilinu Hvammstanga. Á vefsíðu Menningarfélags Húnaþings vestra segir að keppnin eigi sér langa sögu en sé nú haldin í annað sinn af Menningarfélaginu.
Meira

Opnun Norðurstrandarleiðar

Opnunarhátíð Norðurstrandarleiðar, eða Arctic Coast Way, verður haldin á degi hafsins, laugardaginn 8.júní. Norðurstrandarleið er um 900 kílómetrar og liggur milli Hvammstanga í vestri og Bakkafjarðar í austri. Leiðin liggur um 21 bæ eða þorp meðfram ströndinni og undan landi eru sex eyjar sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Verkefninu er ætlað að virka sem aðdráttarafl fyrir þá ferðamenn sem vilja ná betri tengslum við náttúruna og menningarlíf svæðisins.
Meira

Norðurstrandarleið vörðuð listrænu rusli - Misgóð mæting í fjörurnar

Um síðustu helgi voru íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefni þar sem lista- og vísindasmiðjur fóru í fjörur á hinni nýju Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way upp á enska tungu, og mynduðu vörður úr rusli sem tínt var til.
Meira

Beikonvafðir þorskhnakkar og uppáhaldsísinn

Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir og Gunnlaugur Agnar Sigurðsson voru matgæðingar í 20. tbl. Feykis 2017. Þau búa á Hvammstanga þar sem Borghildur starfar á leikskólanum Ásgarði og Agnar sem verktaki við ýmis verk. Börnin eru samtals sjö þannig að heimilið er stórt, fjörugt, gefandi og gleðjandi. „Við erum orðin spennt fyrir sumrinu sem er reyndar löngu komið á Hvammstanga og ætlum við að vera dugleg að njóta, grilla og borða ís,“ sögðu þau á vormánuðum 2017.
Meira

Hestatannlæknirinn og Lopalind unnu til verðlauna í Ræsingu Húnaþinga

Verkefninu Ræsing Húnaþinga lauk í síðustu viku þar sem þrjú verkefni voru verðlaunuð. Ræsing Húnaþinga var samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og sveitarfélaga í Austur- og Vestur Húnavatnssýslum. Alls skiluðu sjö verkefni inn viðskiptaáætlun.
Meira

Eysteinn Ívar nýr blaðamaður Feykis

Eysteinn Ívar Guðbrandsson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar og hóf hann störf í dag. Eysteinn er fæddur árið 2001 sonur Guðbrands Jóns Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar á morgun

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins verður opnuð á morgun uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí, klukkan 14:00. Sýningin nefnist Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun og er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins.
Meira

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom í gær frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.
Meira

SSNV og FM Trölli í samstarf um hlaðvarpsþætti

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og FM Trölli á Siglufirði hafa undirritað samstarfssamning um framleiðslu á 30 hlaðvarpsþáttum sem jafnframt verða sendir út á útvarpsstöðinni FM Trölli. Hér er um að ræða nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Barnamenningarsjóður Íslands styrkir Sumarleikhús æskunnar

Handbendi Brúðuleikhús ehf. á Hvammstanga hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands að upphæð 1,5 milljónir króna fyrir verkefnið Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra. Úthlutað var úr sjóðnum við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær, á degi barnsins, og voru þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra viðstaddar að því er segir á vef stjórnarráðsins. Verkefnin, sem valnefndin mælir með að hljóti styrki, spanna vítt svið lista og eru lýsandi fyrir víðfeðm áhugasvið barna og ungmenna sem og gróskumikið menningarstarf um landið allt.
Meira