V-Húnavatnssýsla

Ljómarall í Skagafirði

23 áhafnir eru skráðar til leiks í Ljómaralli sem fram fer í Skagafirði laugardaginn 28. júlí nk. Keppnin er þriðja keppni sumarsins í Íslandsmeistaramótinu í ralli og óhætt er að segja að staðan sé spennandi og barist verði um hvert stig til síðasta metra í keppninni.
Meira

Eldurinn hefst í kvöld

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður formlega sett í dag með opnunarhátíð sem hefst klukkan 18:00 við Félagsheimilið á Hvammstanga. Þetta er í 16. sinn sem hátíðin er haldin og fjölmargir skemmtilegir viðburðir verða á dagskránni fyrir fólk á öllum aldri. Á opnunarhátíðinni í kvöld verður boðið upp á súpu til að næra líkamann, kjötkveðjuhátíðarbrúður og sýnisgripir verða á staðnum og tónlistarfólk kemur fram. Að því loknu mun hið margverðlaunaða danska tónlistartríó, Body Rhythm Factory, bjóða upp á sýningu fyrir alla aldurshópa. Loks mætir hljómsveitin Sérfræðingar að sunnan í Sjávarborg og spilar aðallega geðgóða hippatónlist frá gullaldarárunum í kringum 1970.
Meira

Mikilvægt að styðja bændur til að skapa eigin verðmæti

Matís stóð fyrir fundi í Miðgarði fyrr í þessum mánuði þar sem fjallað var um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og sölu og dreifingu afurða úr heimaslátrun og mikilvægi áhættumats. Fundurinn var vel sóttur enda mikill áhugi meðal bænda á heimaslátrun og sölu afurða beint frá býli. Meðal framsögumanna á fundinum voru þeir Atli Már Traustason á Syðri-Hofdölum í Skagafirði, og Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð í Skagafirði.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Boðið á bæi í Lýtingsstaðahreppi

Á þremur bæjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa bændurnir tekið sig saman og reka undir sama merki ferðaþjónustu þar sem boðið er heim á bæina og er samheiti fyrir staðina þrjá „The Icelandic farm animals“ . Bæirnir sem hér um ræðir eru Sölvanes, Lýtingsstaðir og Stórhóll sem standa með stuttu millibili við veg númer 752, um 20 kílómetra inn af Varmahlíð. Blaðamaður heimsótti konurnar þrjár sem að verkefninu standa, þær Eydísi Magnúsdóttur í Sölvanesi, Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum og Sigrúnu Indriðadóttur á Stórhóli og forvitnaðist um hvað þær hefðu upp á að bjóða.
Meira

Hljómsveitin Sérfræðingar að sunnan á tónleikaferðalagi um Norðurland

Það eru hippar enn á ferð, þó fjórða iðnbyltingin sé handan við hornið, segir Skagfirðingurinn Hermann Sæmundsson en hljómsveit hans Sérfræðingar að sunnan ætla að renna þjóðveginn norður og spila gamla og góða tónlist, fyrst á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga miðvikudaginn 25. júlí, en tónleikarnir er liður í hátíðinni Eldur í Húnaþingi.
Meira

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina

21. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina 2.– 5. ágúst verður að þessu sinni haldið í Þorlákshöfn. Mótshaldarar eru Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og sveitarfélagið Ölfus auk Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).
Meira

Sumarið er tíminn til að grilla eitthvað gott

„Okkur finnst gaman í eldhúsinu, Addi eldar mest allt þegar hann er heima en Guðrún bakar. Skemmtilegt er að skoða nýjar uppskriftir og útfæra svo eins og okkur finnst best. Á sumrin er mikið grillað og maturinn oft í einfaldari kantinum. Við ætlum ekki að vera með uppskrift að eftirrétti þar sem á sumrin er það yfirleitt búðarkeyptur íspinni sem verður fyrir valinu. Aðalrétturinn sem við ætlum að bjóða upp á er upphaflega byggður á misskilningi okkar hjóna, ég taldi mig vera að hafa til salat i kjúklingasalat og að Addi væri að grilla kjúkling í það, hann var hins vegar að grilla pylsur. Þannig varð til pylsusalat,“ sagði Guðrún Elsa Helgadóttir, kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd en hún og maður hennar, Arnar Ólafur Viggósson, háseti á Arnari HU1 voru matgæðingar vikunnar í 28. tbl. ársins 2016.
Meira

Gosi spýtustrákur heimsækir Norðurland

Leikhópurinn Lotta verður á ferðinni á Norðurlandi um helgina og sýnir bæði á Blönduósi og á Sauðárkróki. „Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari," segir í fréttatilkynningu frá hópnum.
Meira

Hundakostur lögreglunnar til lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Morgunblaðið greindi frá því frá því á miðvikudag að lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra hafi verið falin umsjón með hundakosti lögreglunnar hér á landi. Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað um aðgerðaleysi í málefnum fíkniefnahunda hér á landi en í samtali við Sigríði Á Andersen, dómsmálaráðherra, kemur fram að nú muni verða breyting á málaflokknum og tekið á málum af festu.
Meira

Þátttökuskilyrði fyrir Norðurstrandarleið

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna skýrslu þar sem farið er yfir skilyrði til þátttöku í verkefninu um Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way). Norðurstrandarleið hefur verið í þróun síðustu misseri en með henni á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Meira