V-Húnavatnssýsla

Byggðasafn Skagfirðinga og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna í kynningarmyndbandi um söfn

Kvikmyndateymið MASH var á ferðinni í Skagafirði fyrir helgina þar sem það var við tökur í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á vegum Félags safna og safnamanna (FÍSOS) en félagið hefur ráðist í að gera kynningarmyndband um söfn. Myndbandið, sem verður frumsýnt í haust, er annað myndbandið sem FÍSOS lætur gera og er sjálfstætt framhald af myndbandi sem birt var á Safnadeginum, 18. maí síðstliðinn. Yfirskrift myndbandanna er „Komdu á safn!“ Frá þessu er sagt á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga.
Meira

Húnaþing vestra fagnar 20 árunum

Sveitarfélagið Húnaþing vestra á 20 ára afmæli á þessu ári. Því verður fagnað með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins upp á dagskrá með ýmsum menningartengdum viðburðum dagana 24.-26. ágúst þar sem lögð er áhersla á góðar samverustundir, víðsvegar um sveitarfélagið. Meðal þesss sem í boði er má nefna harmonikudansleik í Ásbyrgi, nytjamarkað Gæranna, kaffiboð í Félagsheimilinu Hvammstanga, fótboltaleik og hestamannamót, tónleika, ljóðalestur, brekkustemningu í Kirkjuhvammi, sögugöngu um Borðeyri og margt fleira.
Meira

Pælingin - Áskorendapenninn Magnús Magnússon Húnaþingi vestra

Birta: Afi! Ég var pæla – er í lagi að pæla? Afi: Pæling er aldrei einskisnýt! Pæling heldur heilanum virkilega í gangi. Það hollt og gott að pæla um hið jarðbundna og vanafasta. En það er líka gott hugsa út fyrir það. Hugsa um endanleikann og óendanleikann. Ekki hugsa aðeins um vanaganginn. Hugsun og heili í vanagangi gengur aðeins í hægagangi.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Krúttlegt veitingahús á sjávarbakkanum

Ferðamenn sem leið eiga um Norðurland láta það gjarnan ógert að líta við á Skagaströnd. Það er þó ekki langur krókur, hvort sem um er að ræða vegalengdina frá þjóðvegi 1 á Blönduósi eða spottann frá afleggjaranum á Þverárfjallsveginum sem er ekki nema u.þ.b. 13 kílómetrar. Skagaströnd er lítill en fallegur bær sem hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn. Þar er meðal annars rekin veitingasala í litlu og afskaplega fallegu gömlu húsi sem ber nafnið Bjarmanes.
Meira

Góður matur fyrir göngugarpa II

Þessi þáttur birtist áður í 30. tbl. Feykis 2016 en Kristín S. Einarsdóttir, umsjónarmaður matarþáttar Feykis, var í miklu göngustuði þetta sumar og hér birtist annar þáttur hennar frá þeim tíma þar sem hún tók saman uppskriftir að góðum mat fyrir göngugarpa. "Eins og ég gat um í matarþætti á dögunum eyði ég sumarfrísdögunum gjarnan í gönguferðum. Líkt og það er mikilvægt að velja staðgóðan morgunverð í slíkum ferðum er fátt notalegra en að snæða góðan kvöldverð að dagleið lokinni. Meðfylgjandi uppskriftir eru af góðum réttum sem bornir hafa verið á borð í slíkum ferðum, þar sem kokkurinn er ekki síður mikilvægur en leiðsögumaðurinn og gönguskórnir," sagði Kristín.
Meira

Gæsaveiðar í Húnaþingi vestra

Á vef Húnaþings vestra er að finna tilkynningu um fyrirkomulag gæsaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra haustið 2018 en það er með eftirfarandi hætti:
Meira

Misritað veffang í Sjónhorni

Misritun varð í auglýsingu frá Biopol sem birtist í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Veffangið hjá Vörusmiðjunni sem þar er gefið upp á með réttu að vera vorusmidja.is. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Mánudaginn 20. ágúst, kl. 17:00-18:00 mun þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um þjóðgarð á miðhálendinu kynna störf sín og svara spurningum áhugasamra um verkefnið. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Hvammstanga og eru allir velkomnir.
Meira

Samið um útflutning á 30 þúsund heyrúllum af Mið-Norðurlandi

Nú síðustu vikur hafa heykaup Norðmanna af íslenskum bændum verið talsvert í umræðunni í kjölfar mikilla þurrka í Skandinavíu. Lengi vel leit út fyrir að regluverkið gerði útflutninginn ansi flókinn en á heimasíðu Matvælastofnunar segir að eftir nánari athugun hafa lögfræðingar Mattilsynet í Noregi komist að þeirri niðurstöðu að útflutningur á heyi frá Íslandi falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Meira

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum á sunnudaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
Meira