V-Húnavatnssýsla

Gistinóttum á Norðurlandi fækkar milli ára

Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum hefur fjölgað um 1% séu bornir saman maímánuðir ársins í ár og síðastliðins árs. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en hún er byggð á gögnum frá Hagstofunni.
Meira

Bletturinn náði takmarki sínu á Karolina Fund

Við sögðum frá því hér á Feyki þann 7. júní sl., að hópfjármögnun væri hafin á Karolina Fund vegna viðhalds á Blettinum á Hvammstanga.
Meira

Farfuglaheimilin á Íslandi og Plastpokalausi dagurinn

Á Plastpokalausa deginum, þann 3. júlí, munu Farfuglaheimilin á Íslandi taka höndum saman til að vekja athygli gesta á mengun af völdum plasts. Þann dag munu gestir sem gista á Farfuglaheimilunum í landinu fá gefins fjölnota poka úr lífrænni bómull
Meira

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má nú finna DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland. Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að skýrslunni fyrir Ferðamálastofu Íslands sem heldur utan um slíkar greiningar í öllum landshlutum.
Meira

Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutt í nýtt húsnæði

Starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga flutti í liðinni viku í nýtt húsnæði á þriðju hæð að Höfðabraut 6. Í húsinu eru fyrir ýmis þjónustufyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa starfsemi í húsinu. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að með flutningnum batni aðstaða starfsfólks hjá starfsstöðinni frá því sem áður var og möguleikar á samstarfi og samskiptum aukist.
Meira

Notað og nýtt í Hamarsbúð á Vatnsnesi

Húsfreyjurnar bjóða upp á vöfflukaffi í Hamarsbúð, sunnudaginn 8. júlí nk. frá kl. 13 - 17.
Meira

Grillaður humar í skel og uppáhalds gúllassúpan

„Eitt skal taka fram, við erum súpufólk. Súpur eru algjör snilld, sérstaklega þegar þær eru heimagerðar. Við eldum oft stóra skammta af súpum og geymum svo í frysti, því það er svo afskaplega þægilegt að geta bara kippt upp einni dollu af súpu og hitað upp, það sparar okkur bæði tíma og uppvask á pottum, þetta er eiginlega bara svona „win win situation“, eins og maður segir á góðri íslensku,“ sögðu Herdís Harðardóttir og Ævar Marteinsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 26. tbl. FEykis árið 2016.
Meira

Sýning Söguseturs íslenska hestsins á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2018.

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli fullveldisins en það fengum við með formlegum hætti frá Dönum 1. desember 1918. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þessa áfanga og sérstök afmælisnefnd er að störfum, sjá nánar: https://www.fullveldi1918.is/ Afmælisnefnd fullveldisins auglýsti eftir verkefnum af þessu tilefni og urðu 100 verkefni fyrir valinu; þannig séð eitt fyrir hvert ár fullveldisaldarinnar og hlutu þau styrk úr framkvæmdasjóði fullveldisafmælisins. Sögusetur íslenska hestsins var einn þeirra aðila er styrk fékk. Inntakið í verkefni SÍH, er að setja upp sýningu um íslenska hestinn og stöðu hestamennsku og hrossaræktar um fullveldið og framfarasóknina á fullveldistímanum. Sýningin yrði sett upp á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík, 1. til 8. júlí 2018 og myndi þar kristallast hvernig frjáls og fullvalda þjóð hefur tryggt vöxt og viðgang síns þjóðarhests og komið honum á framfæri við heimsbyggðina og skapað honum, í samstarfi við aðrar þjóðir, þar sem áhugi hefur verið til staðar, viðgang og virðingu. Að loknu landsmótinu yrði sýningin sett varanlega upp í Skagafirði og gerð aðgengileg á heimasíðu SÍH: www.sogusetur.is
Meira

Málverka- og ljósmyndasýning á Maríudögum

Helgina 30. júní - 1.júlí verða Maríudagar haldnir á Hvoli í Vesturhópi kl 13.-18 báða dagana. Maríudagar hafa verið haldnir undanfarin ár í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í boði stórfjölskyldunnar frá Hvoli. Að þessu sinni verður boðið upp á málverkasýningu með verkum eftir systurdóttur Maríu, Ástu Björgu Björnsdóttur og ljósmyndasýningu á myndum Andrésar Þórarinssonar, eiginmanns Ástu. Ljósmyndirnar eru teknar á þessu ári í héraðinu og má þar líta mörg kunnugleg andlit.
Meira

Skipulagslýsing fyrir nýjan selaskoðunarstað á Vatnsnesi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í landi Flatnefsstaða í Húnaþingi vestra skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er uppbygging á nýjum sela- og náttúruskoðunarstað á Vatnsnesi til að dreifa álagi ferðaþjónustu á náttúruna.
Meira