V-Húnavatnssýsla

Eldur í Húnaþingi á næsta leiti

Unglist kynnir með stolti hina árlegu hátíð Eld í Húnaþingi sem nú er haldin í 16. sinn 25. – 29. júlí næstkomandi. Dagskráin er sneisafull af fjölskylduatburðum, tónlist, sviðslistum, fyrirlestrum, íþróttaviðburðum og leikjum sem allir geta tekið þátt í.
Meira

Matarsýning á Akureyri í október

Sýningin Local Food Festival verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í október en þar munu framleiðendur og matreiðslumenn sýna allt það besta sem tengist norðlenskum mat.
Meira

Erlendum farþegum fjölgaði um 5,4% í júní

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um tólf þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Fjölgunin nam 5,4% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.
Meira

„Hvað á barnið að heita?" á Byggðasafninu á Reykjum

Næstkomandi sunnudag, þann 15. júlí klukkan 15:00, verður sýningin „Hvað á barnið að heita?" opnuð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði.
Meira

Bílaþjónusta Norðurlands - Veitir hjálparþurfi vegaaðstoð

Á Sauðárkróki rekur Baldur Sigurðsson fyrirtæki sitt Kvíaból sem heldur utan um rekstur útibús bílaleigunnar AVIS á staðnum. Fyrir stuttu bætti hann við umfangið og ákvað að bjóða upp á vegaaðstoð og fyrirtækið Bílaþjónusta Norðurlands varð til. Í síðustu viku fékk Baldur í hendurnar bílaflutningakerru. sem ætti að koma í góðar þarfir við þjónustuna og Feykir ákvað að kanna málið örlítið.
Meira

Gul viðvörun Veðurstofunnar í gildi

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir Faxaflóasvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra auk miðhálendisins þar sem gert er ráð fyrir sunnan og suðvestan hvassviðri. Því er ferðalöngum, og þá einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, bent að fylgjast vel með veðri.
Meira

Góð aðsókn að Maríudögum

Góð þátttaka var á Maríudögum sem nú voru haldnir í níunda sinn að Hvoli í Vesturhópi dagana 30. júní og 1. júlí sl. Maríudagar eru haldnir til minningar um Maríu Hjaltadóttur fyrrum húsmóður á Hvoli.
Meira

Lesum í allt sumar: Söguboltinn rúllar áfram

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samstarfi við Menntamálastofnun, KSÍ, samtök Heimilis og skóla, SFA og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hafa skipulagt Söguboltaleikinn sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri.
Meira

Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2017

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra má nú finna starfsskýrslu eftirlitsins fyrir árið 2017. Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins felst annars vegar einkum í því að sinna eftirliti með starfsleyfisskyldri starfsemi og hins vegar stjórnsýsla sem felur í sér lögbundnar umsagnir, m.a. um leyfisveitingar sýslumanna og skipulagsyfirvalda.
Meira

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð

Á morgun, fimmtudaginn 5. júlí kl. 13:00, býður Matís til fundar í Miðgarði, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða og heimaslátrun og mikilvægi áhættumats.
Meira