V-Húnavatnssýsla

Fjörið heldur áfram á Landsmóti

Fjörið heldur áfram á Landsmóti og láta gestir rigninguna lítið á sig fá enda von til þess að stytti upp von bráðar. Dagurinn hófst með morgunjóga og æsispennandi keppni í 65 km götuhjólreiðum. Fjörið heldur svo áfram þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Að sögn Pálínu Hraundal, verkefnisstjóra, eru margir enn að koma í þjónustumiðstöðina að sækja armbönd og er búist við miklu fjöri í allan dag.
Meira

Gott nesti fyrir göngugarpa

„Sumarfrísdögum eyði ég gjarnan í gönguferðum og þá er mikilvægt að velja morgunverð og nesti sem stendur vel með manni," sagði Kristín S. Einarsdóttir sem sá um Matgæðinga Feykis í 27. tbl. ársins 2016. Kristín bætti við: „Í síðustu viku gekk ég með góðum hóp kvenna í Fljótunum. Við erum svo heppnar að í hópnum er matargæðingur af Guðs náð, Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir. Ég ætla deila hér með lesendum saðsömum samlokum og matarmiklum múffum sem hún bauð okkur upp á."
Meira

Mikið um að vera á Landsmóti

Nú er annar dagur Landsmótsins hafinn og hefur það farið vel af stað. Talsverður fjöldi fólks er mættur á Sauðárkrók til þess að taka þátt í viðburðum helgarinnar og á sá fjöldi væntanlega eftir að margfaldast þegar líður á daginn.
Meira

Styrkvegir í Húnaþingi vestra fá 1,8 milljón króna frá Vegagerðinni

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sl. miðvikudag var lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið að úthluta 1,8 milljónum króna til styrkvega árið 2018. Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum. Hér er um að ræða malarvegi sem taka við þar sem þjónustu Vegagerðarinnar lýkur, s.s. vegi yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir; vegi að ferðamannastöðum, vegi að jörðum sem farnar eru í eyði o.m.fl.
Meira

Miðfjarðará á toppnum á Norðurlandi vestra

Birtur hefur verið listi yfir 75 aflahæstu árnar á vef Landsambands veiðifélaga eins og staðan var þann 11. júlí.
Meira

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti síðasta sumar og nú ætlum við að endurtaka leikinn og halda þessa afar óvenjulegu útihátíð helgina 13.-15. júlí. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur verið starfræktur fjögur sumur, síðan 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem þau læra um náttúruna með því að sjá, snerta og upplifa.
Meira

Reiðtúr í Fljótunum í uppáhaldi

Tveir útsendarar frá New York Times ferðuðust um Ísland nú fyrr í sumar og nýlega mátti lesa frásögn þeirra af ferðalaginu í netútgáfu blaðsins. Þau Jada Yuan og Lucas Peterson voru ákaflega sátt við upplifunina og segjast skilja vel nafnið á íslenska flugfélaginu Wow Air því hvað eftir annað stóðu þau sig að því að hrópa upp yfir sig -Vá!- á ferð sinni um landið.
Meira

Landsmótið hafið á Sauðárkróki

Landsmótið á Sauðárkróki hófst í morgun með þriggja tinda göngu en þar er eiga þátttakendur að ganga á þrjá fjallstoppa, Mælifell, Tindastól og Molduxa, innan tólf klukkustunda. Klukkan 10 hefst svo pútt fyrir alla á Hlíðarendavelli en þar er ekki krafist skráningar og allir geta tekið þátt. Morgundagurinn verður svo þéttskipaður dagskrá frá morgni til kvölds.
Meira

Borðeyringar þurfa að sjóða neysluvatn

Íbúar og aðrir þeir sem ætla að fá sér vatnssopa á Borðeyri hafa þurft að sjóða allt neysluvatn síðan í byrjun júnímánaðar. Ástæða þess er sú að í leysingum í vor blandaðist yfirborðsvatn saman við neysluvatn og saurgerlar, eða e.coli- og kólígerlar, mælast í vatninu. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í gær.
Meira

Grísahald í garðinum

Síðustu ár hefur færst í vöxt að bændur og aðrir einstaklingar kaupi einstaka svín til að ala sjálfir, sérstaklega yfir sumartímann. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem hafa hugsað sér að kaupa grísi þar sem dregin eru fram helstu atriði sem hafa þarf í huga.
Meira