V-Húnavatnssýsla

Stórmót húnvetnskra hestamanna á laugardaginn

Laugardaginn 16. júní verður stórmót húnvetnskra hestamanna haldið á Blönduósi. Mótið er sameiginlegt gæðingamót hestamannafélaganna Neista, Þyts og Snarfara og úrtökumót fyrir Landsmótið 2018.
Meira

Hólmar Örn á HM og N4

Sjónvarpsstöðin N4 beinir linsunum að landsliðsmönnum frá landsbyggðunum í nýjum þætti sem hefst fimmtudaginn 14. júní þar sem fjallað verður um þá landsliðsstráka frá landsbyggðunum sem komust í lokahóp HM í Rússlandi. Hólmar Örn Eyjólfsson er þar tengdur við Sauðárkrók enda foreldrarnir báðir þaðan.
Meira

Jafntefli á Blönduósvelli

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Kormáks/Hvatar gegn Létti endaði með jafntefli, 2–2. Frábær mæting var á völlinn þrátt fyrir mígandi rigningu. Mikil stemmning var á vellinum og leiddu börn í 8. flokki Hvatar leikmenn inn á völlinn.
Meira

Þróun framlaga til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála

Heildarframlög til málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála jukust um 1,5 milljarða króna að raunvirði milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins muni halda í því horfi út tímabilið.
Meira

Hreinsunardagar í Húnaþingi vestra

Þessa dagana standa yfir hreinsunardagar í Húnaþingi vestra og verða starfsmenn sveitarfélagsins á ferðinni dagana 13.-15. júní, frá miðvikudegi til föstudags, og hirða upp garðaúrgang sem íbúar setja út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka. Þess er óskað að garðaúrgangurinn verði í pokum og trjágreinar settar saman úti við lóðamörk.
Meira

Lærisneiðar með partýkartöflum

Kristín Ólafsdóttir og Þórarinn Óli Rafnsson voru matgæðingar í 26. tölublaði ársins 2013. Eins og árstíminn gaf tilefni til buðu þau upp á grillmat og ís á eftir. „Við hjónin erum búsett á Staðarbakka í Miðfirði ásamt tveimur börnum, Heiðari Erni, 18 ára, og Ingu Þórey 13 ára. Þórarinn starfar hjá Tengli á Hvammstanga ásamt því að sinna veiðileiðsögn í Miðfjarðará á sumrin. Kristín starfar sem fulltrúi hjá Fæðingarorlofssjóði. Við eigum einnig nokkrar kindur, hesta, hundinn Gróða frá Heggsstöðum og kisuna Frú Marsibil frá Stóru-Borg. „Sumarið er tíminn“ segir í laginu og þá reynum við að grilla eins oft og við getum. Við ætlum að bjóða upp á þurrkryddaðar lærissneiðar með partý-kartöflum og grilluðu grænmeti ásamt pistasíuís með karamellusósu í eftirrétt."
Meira

Hekla með bílasýningu á Norðurlandi vestra sunnudag og mánudag

Sunnudaginn 10. júní hefst hringferð HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í fimm daga og á þeim tíma verða 13 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Á staðnum verður mikið um dýrðir Volkswagen e-Golf, Tiguan og T-Roc, Mitsubishi Outlander PHEV og L200, Skoda Kodiaq og Karoq, Audi Q7 og A3.
Meira

Pálína Ósk ráðin verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki

„Landsmótið leggst heldur betur vel í mig. Það er mikil stemning hjá heimamönnum og virkilega gaman að vinna með svona fjölbreytta og skemmtilega dagskrá,“ segir Pálína Ósk Hraundal. Hún hefur verið ráðin einn af tveimur verkefnastjórum íþróttaveislunnar Landsmótsins sem verður á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí.
Meira

Níu nemendur af Norðurlandi vestra útskrifuðust frá LbhÍ

Síðastliðinn föstudag, 1. júní, voru nemendur útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Meðal þeirra var myndarlegur hópur ungs fólks af Norðurlandi vestra. Átta þeirra útskrifuðust úr bændadeild og einn með BS í búvísindum. Athöfnin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þessi galvaski hópur á án nokkurs vafa eftir að skjóta enn styrkari stoðum undir landbúnað í landshlutanum á komandi árum.
Meira

Bletturinn 60 ára í sumar

Hjónin Sigurður H. Eiríksson og Ingibjörg Pálsdóttir á Hvammstanga eiga 60 ára skógræktarafmæli í ár en árið 1958 gróðursettu þau sín fyrstu tré á grýttu og ómerkilegu túni sem nú er fullt af lífi og þakið hinum ýmsum tegundum trjáa. Í tilefni þess hefur hópfjármögnun verið sett af stað fyrir komandi verkefnum sumarsins og nú þegar tæpur mánuður er til stefnu hafa safnast 25% af áætluðu markmiði.
Meira