V-Húnavatnssýsla

Norðurstrandarleið á góðum rekspöl

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að verkefnið Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way sé nú komið á góðan rekspöl. Verkefnið hefur það að markmiði að laða ferðamenn að strandlengjunni meðfram Norðurlandi, allt frá Húnaflóa til Bakkafjarðar, árið um kring, og hvetja þá til að staldra lengur við á svæðinu. Eins og Feykir.is hefur áður greint frá hefur Markaðsstofa Norðurlands umsjón með verkefninu með þátttöku 17 sveitarfélaga og ýmissa ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Meira

Að tilheyra

Áskorandapenninn Kristín Guðmundsdóttir
Meira

Kjúklingaborgarar með nan-brauði og tzatziki sósu og auðveldur eftirréttur

„Það er alltaf gaman að bregða út af vananum og fá sér aðeins öðruvísi borgara. Hér er uppskrift sem aldrei klikkar og allir ættu að smakka. Setjum með auðveldan eftirrétt og því er ekkert til fyrirstöðu að græja þetta strax,“ segja matgæðingarnir Hrund Pétursdóttir og Helgi Sigurðsson á Sauðárkróki í 42. tölublaði Feykis 2015..
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd á mánudaginn kemur, þann 13. nóvember, og hefst dagskráin klukkan 13. Á vef SSNV segir að á Haustdeginum megi fá svör við spurningum eins og: „Hvað er þetta með alla þessa kínversku ferðamenn? Ætli við séum tryggð fyrir því ? Hvernig fáum við fleiri Kana til okkar ? Hvað er að frétta af beina fluginu ?“ og mörgum fleiri sem brenna á ferðaþjónustuaðilum.
Meira

Hvatningarverðlaun dags gegn einelti – Verðlaunagripurinn gerður í FNV

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut hvatningarverðlaun dags gegn eineltis 2017. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þann 8. nóvember sl. og var það Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla sem tók við þeim. Verðlaunagripurinn sem veittur var er skagfirskur, smíðaður í FNV.
Meira

Umferðaróhapp í Skagafirði

Bíll fór út af veginum nálægt Flatatungu í Skagafirði í gærdag og endaði í Norðurá. Tveir voru í bílnum og hlaut annar minniháttar meiðsli og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Akureyri skv. frétt mbl.is í gær.
Meira

Frosthörkur geta gert lítillega vart við sig

Þriðjudaginn 7. nóvember sl. komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í þessum mánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn sjö talsins og lauk honum kl. 14:30. Spágildi síðustu veðurspár, var að vanda vel viðunandi, að sögn veðurspámanna.
Meira

Ráðstefna um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi í Háskólanum að Hólum í Hjaltadal

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal heldur ráðstefnu um menntun í fiskeldi á Íslandi föstudaginn 10. nóvember. Fiskeldi er vaxandi iðnaður á Íslandi og þörfin fyrir starfsfólk, með menntun á hinum ýmsu sviðum, svo sem í verk-, tækni- og líffræðigreinum, eykst stöðugt. Á ráðstefnunni verður kynnt staða og vænt framtíð fiskeldisiðnaðarins á Íslandi, þörfin fyrir starfsfólk og fjallað um hvernig hægt er að gera fiskeldisiðnaðinn að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir nemendur.
Meira

Sundlaugin á Hvammstanga fær góða gjöf

Góðgerðasamtökin Gærurnar reka nytjamarkað á Hvammstanga undir slagorðinu „Eins manns rusl er annars gull“ þar sem unnið er út frá þeirri hugmynd að bjarga nothæfum hlutum frá urðun og koma þeim aftur í umferð. Markaðurinn hefur verið starfræktur yfir sumartímann undanfarin ellefu sumur með opnunartíma á laugardögum milli 11 og 16. Vörurnar sem seldar eru á markaðnum fá Gærurnar gefins, að mestu frá íbúum sveitarféalgsins.
Meira

Kæru vinir, ættingjar og stuðningsfólk

Það var á haustmánuðum sem að við í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps ákváðum að taka þátt í keppninni Kórar Íslands sem að haldin er á Stöð 2 eins og kunnugt er. Við vorum ekki of bjartsýnir í fyrstu með að við næðum að safna liði í þetta verkefni en það leystist og það vel. Við tóku strangar æfingar og svo undankeppnin 8. október sl.
Meira