V-Húnavatnssýsla

Njótum grillsins án matarsýkinga

Matvælastofnun telur líkur á að nú fari að bregða til hins betra hvað veðurfar snertir og hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu: Nú horfir til betra veðurs og jafnast fátt á við það að njóta góðs grillmatar undir sólinni í sumarbústaðnum eða útilegunni. Höfum hugfast að ef ekki er rétt staðið að grillun þá geta sjúkdómsvaldandi örverur eða heilsuspillandi efni spillt gleðinni. Hugar þú að eftirfarandi þegar þú grillar?
Meira

Taka vikulega sýni til að meta magn örplasts

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. á Skagaströnd hefur allt frá árinu 2012 fylgst með eðlis- og líffræðilegum þáttum sjávar fyrir utan Skagaströnd yfir vor- og sumarmánuðina. Tekin hafa verið sýni vikulega í því skyni að mæla hitastig og seltu sjávar á mismunandi dýpi og fylgst hefur verið með tegundasamsetningu og fjölda svifþörunga. Þá hafa einnig verið tekin sérstök sýni tilað fylgjast með stærð og magni kræklingalirfa. Sérstakur starfsmaður var þjálfaður í upphafi til þess að fara í gegnum lirfusýnin og hefur sami aðili því sinnt þeim talningum frá upphafi.
Meira

Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Norðurlandi vestra

Nú er rykið farið að setjast eftir spennandi sveitarstjórnarkosningar og fólk víða farið að spá í spilin með framhaldið. Sumstaðar náðu framboð hreinum meirihluta eins og í Húnaþingi, Blönduósi og Skagaströnd en í Húnavatnshreppi og í Skagafirði þurfa menn að setjast niður og ræða samstarf. Í Akrahreppi og Skagabyggð var óhlutbundin kosning.
Meira

87 nemendur brautskráðust frá FNV

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 39. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 25. maí, að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 87 nemendur frá skólanum að þessu sinni en í máli skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram að 2.577 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979.
Meira

Kosið á fjórtán stöðum á Norðurlandi vestra

Í dag ganga landsmenn að kjörborði og kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórnir landsins. Valmöguleikarnir eru mismargir, allt frá einum sem þá telst sjálfkjörinn upp í meters langan lista með 16 framboðum líkt og gerist í höfuðborginni okkar. Í landinu er 71 sveitarfélag og eru um 248 þúsund manns á kjörskrá.
Meira

Kjúklingaréttur í uppáhaldi og kókosmuffins

„Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi á þessu heimili, það er hægt að nota svínakjöt eða lambakjöt í staðinn fyrir kjúkling,“ sögðu matgæðingarnir Marie Ann Hauksdóttir og Magnús Pétursson á Haugi í Miðfirði sem sáu um matgæðingaþátt 22. tbl. ársins 2016. Þau buðu einnig upp á uppskrift af gómsætum kókosmuffins.
Meira

Ellefu sækjast eftir stöðu framkvæmdastjóra SSNV

Nýverið auglýsti stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stöðu framkvæmdastjóra samtakanna lausa til umsóknar en sem kunnugt er sagði núverandi framkvæmdastjóri, Björn Líndal Traustason, starfi sínu lausu um miðjan síðasta mánuð. Alls bárust 13 umsóknir um starfið en tveir þeirra drógu umsóknir sínar til baka. Reiknað er með að ráðið verði í stöðuna á næstu vikum.
Meira

Fundur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi vestra

Vordagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn í Eyvindarstofu á Blönduósi í síðustu viku. Það voru samstarfsvettvangur ferðamálafélaga á svæðinu og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem stóðu að viðburðinum.
Meira

Átta ár frá því að Dreifarinn komst í fréttirnar

Margt hefur verið brallað á Feyki.is frá því að vefurinn dúkkaði upp haustið 2008. Til að mynda var strax ákveðið að vera með pínu djók þar sem spilað væri með lesendur vefsins og kallaðist sá þáttur Dreifarinn – að öllum líkindum með vísan í Dreifbýlisliðið. Búnar voru til platfréttir, oft í stuttu viðtalsformi, sem forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur gefið nafnið Fake News. Dreifurum var fyrst laumað inn á milli frétta á Feykir.is og átti fólk stundum erfitt með að átta sig á að hér væri um grín að ræða, enda er góð lygasaga stundum of góð til að trúa henni ekki.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa í sumar

Tólfta sumarið í röð leggur Leikhópurinn Lotta land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari.
Meira