Norðurstrandarleið á góðum rekspöl
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.11.2017
kl. 11.36
Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að verkefnið Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way sé nú komið á góðan rekspöl. Verkefnið hefur það að markmiði að laða ferðamenn að strandlengjunni meðfram Norðurlandi, allt frá Húnaflóa til Bakkafjarðar, árið um kring, og hvetja þá til að staldra lengur við á svæðinu. Eins og Feykir.is hefur áður greint frá hefur Markaðsstofa Norðurlands umsjón með verkefninu með þátttöku 17 sveitarfélaga og ýmissa ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Meira