V-Húnavatnssýsla

Kormákur/Hvöt fær góðan liðsstyrk

Kormákur/Hvöt lék sinn fyrsta leik í D riðli 4. deildar í knattspyrnu sl. laugardag gegn Vatnaliljum úr Kópavogi. Leikurinn endaði 0-0 og fékk liðið því sitt fyrsta stig. Fyrir leikinn hafði liðið fengið liðsstyrk þar sem erlendir sem og innlendir leikmenn höfðu skrifað undir samning.
Meira

Brúðuleikhúsið Handbendi í leikferð um Ísland og Pólland

Brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga leggur á næstu dögum upp í leikferð um Ísland og Pólland með leiksýninguna Engi sem áður hefur verið sýnt víða um Bretland auk nokkurra staða á Íslandi. Að sögn Gretu Clough, stjórnanda leikhússins, fjallar sýningin um dýrin sem áttu eitt sinn heima á enginu og eru þau endurvakin til lífsins með handgerðum brúðum úr efnivið sem til fellur þar. Greta segir sýninguna hafa verið hugsaða fyrir börn á aldrinum þriggja til átta ára en hún höfði þó til mun breiðari hóps. „Það hafa komið kornabörn á sýningar sem hafa haldið athyglinni allan tímann og táningar sem hafa líka orðið hugfangnir. Fullorðnir njóta sýningarinnar líka þannig að mínu viti er hún fyrir alla aldurshópa.”
Meira

Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar á ferðalagi á Norðurlandi vestra

Um þessar mundir eru tónlistarmennirnir Jogvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar á ferðalagi og koma við á Hvammstanga, Skagaströnd og Sauðárkrók. „Við byrjuðum á Akranesi, Grundarfirði, Búðardal, Hólmavík, Bíldudal, Þingeyri og núna í kvöld erum við á Bolungarvík,“ segir Jogvan.
Meira

Suðrænn fiskréttur og rabarbaraeftirréttir

„Þessi fiskréttur er bæði einfaldur og góður enda í uppáhaldi hjá mér. Sem eftirrétt nota ég nýsprottinn rabarbara og heimatilbúið brauðrasp,“ segir Pálína Sumarrós Skarphéðinsdóttir en hún og Jens Guðmundsson á Gili í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 21. tbl Feykis 2016.
Meira

Fjölgun starfa hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsótti þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga í gær sem annast umsýslu Fæðingarorlofssjóðs. Við það tækifæri undirrituðu hann og Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar samstarfsyfirlýsingu þar sem kemur fram að tvö stöðugildi munu bætast við skrifstofuna á staðnum.
Meira

Kuldi í kortunum

Nú fer í hönd sú helgi sem oft er talað um sem fyrstu ferðahelgi sumarsins. Þrátt fyrir að með breyttum tímum séu flestar helgar orðnar miklar ferðahelgar eru óneitanlega fleiri sem hugsa sér til hreyfings þær helgar sem eru lengri en gengur og gerist. Þá er ekki úr vegi að minna fólk á að fara varlega í umferðinni og að best er heilum vagni heim að aka.
Meira

Hvar er hægt að greiða utankjörfundaratkvæði og kynna sér kjörskrá?

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk. er nú hafin fyrir nokkru og hægt er að greiða atkvæði á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Fimmtudagana 17. maí og 24. maí 2018 verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki vegna atkvæðagreiðslu utankjörfundar til sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018.
Meira

Vinnuskóli og sláttuhópur í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-17 ára ungmenni og hefst hann miðvikudaginn 6. júní nk. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að verkbækistöð verði í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14, Hvammstanga en mögulega verði starfsstöð á Borðeyri, með samskonar sniði og fyrri ár.
Meira

Stjórnarkjör hjá Markaðsstofu Norðurlands

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn var á Hótel Kea þann 3. maí sl. voru stjórnarkjör á dagskrá. Kosið var um stöður tveggja aðalamanna, annars vegar af Norðurlandi vestra og hins vegar af Norðurlandi eystra en stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára.
Meira