V-Húnavatnssýsla

Verndum störf á landsbyggðinni

Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“
Meira

Vel mætt í körfuboltaskóla Norðurlands vestra

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra var settur á laggirnar fyrir skömmu að tilstuðlan Helga Freys Margeirssonar, hinum margreynda leikmanns Tindastóls. Skólinn er sérstaklega miðaður að krökkum sem búa á svæðinu frá Skagaströnd að Hvammstanga. Um helgina voru námskeið bæði á Hvammstanga og á Blönduósi og var þátttaka góð. „Verkefninu hefur verið tekið mjög vel af öllum og eftirspurnin eftir körfuboltanum er klárlega til staðar,“ segir Helgi Freyr.
Meira

Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir uppsögnum við útibú Landsbankans

Byggðarráð Húnaþings vestra fundaði sl. miðvikudag um uppsagnir í útibúi Landsbankans á Hvammstanga. Ráðið mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnenda bankans að fækka stöðugildum í útibúi bankans um helming úr fimm í tvö og hálft, með því að segja upp einu og hálfu stöðugildi auk þess að ráða ekki í 100% stöðugildi sem losnaði um síðustu mánaðamót. Hefur starfsmönnum við útibúið fækkað úr tíu frá árinu 2013.
Meira

Nes listamiðstöð fagnar tíu ára afmæli

Nes listamiðstöð verður tíu ára nú í júní. Til að fagna þeim áfanga hefur Nes boðið fyrrum listamönnum sem dvalið hafa í listamiðstöðinni aftur á Skagaströnd. Listamennirnir eru tíu talsins og munu þeir m.a. bjóða upp á ókeypis vinnustofur, setja upp sýningar og uppsetningu á veggmynd á húsnæði Ness.
Meira

Lee Ann Maginnis hefur verið ráðin blaðamaður hjá Feyki

Lee Ann er fædd árið 1985 og er búsett á Blönduósi ásamt sjö ára syni sínum. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði árið 2012, ML gráðu í lögfræði árið 2014 og diplómu í samningatækni og sáttamiðlun árið 2018 frá Háskólanum á Bifröst.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi vestra fær nýja bifreið

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk á dögunum nýja lögreglubifreið og er hún afar kærkomin viðbót við bílaflota embættisins. Bif­reiðin, sem er af gerðinni Volvo V90 Cross Country, skartar nýju út­liti sem svip­ar til merk­inga lög­reglu­bif­reiða víða í Evr­ópu og eiga að auka ör­yggi lög­reglu­manna til muna, að því er segir á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Grillaður lambabógur og bananaís

„Við ætlum að hafa þetta óhefðbundið þar sem forréttir eru ekki mikið á borðum hjá okkur. Hins vegar bjóðum við aukalega uppá tvær sáraeinfaldar brauðuppskriftir og þar sem yngri sonurinn er með mjólkur- og sojaofnæmi er tekið tillit til þess í uppskriftunum en auðvitað má setja venjulega kúamjólk í staðinn. Eins má skipta öllu mjöli út fyrir glúteinfrítt mjöl í sömu hlutföllum,“ sögðu Dagný Rósa Úlfarsdóttir og Björn Björnsson á Ytra-Hóli 1 í Skagabyggð í 23. tbl. Feykis árið 2016. Dagný starfar sem kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd og Björn er sauðfjárbóndi og kjötmatsmaður hjá SAH á Blönduósi.
Meira

Fasteignamat hækkar um 12,8%

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8% frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 99,2% eigna en lækkar á 0,8% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2018. Það tekur gildi 31. desember 2018 og gildir fyrir árið 2019. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2018.
Meira

Kvennahlaup um helgina

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 29. skipti næsta laugardag, 2. júní, en það var þann 30. júní árið 1990 sem fyrsta hlaupið var haldið. Búist er við góðri þátttöku að vanda en á síðasta ári voru um 12 þúsund hlauparar með á 91 hlaupastað á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á átta stöðum á Norðurlandi vestra en vert er að geta þess að á Hofsósi og Borðeyri verður hlaupið á sunnudag og í Fljótum viku síðar, þann 10. júní. Hægt er að nálgast upplýsingar um vegalengdir og skráningu á heimasíðu hlaupsins.
Meira

Styttri afgreiðslutími Landsbankans á Hvammstanga og á Skagaströnd

Í júní tekur nýr afgreiðslutími gildi í hluta af útibúum Landsbankans, þar með talin á Hvammstanga og á Skagaströnd. Segir í tilkynningu frá bankanum að með þeirri aðgerð sé þjónustan í útibúunum aðlöguð að breyttum aðstæðum í bankaþjónustu en viðskiptavinir kjósa í auknum mæli að nota stafrænar lausnir til að sinna bankaviðskiptum og fara því sjaldnar í útibú en áður.
Meira