Samstarf listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.10.2017
kl. 16.12
Í gær hófst tilraunaverkefni um samstarf listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra þegar þrír listamenn sem dvelja í Listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd heimsóttu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Tilraunverkefnið er samstarfsverkefni Þekkingarsetursins á Blönduósi, Nes listamiðstöðvar og Textílseturs Íslands og felst það í heimsóknum listamanna í skóla á Norðurlandi vestra. Markmið verkefnisins er að efla samstarf milli listamiðstöðva við skólastofnanir á svæðinu og gefa nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreytileika í listum frá ólíkum menningarheimum.
Meira