V-Húnavatnssýsla

Sögufélagið Húnvetningur fundar í Eyvindarstofu

Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn í Eyvindarstofu á Blönduósi næstkomandi sunnudag, 6. maí, og hefst fundurinn klukkan 14:00. Á fundinum mun sagnfræðingurinn Kristján Sveinsson fjalla um vita og hafnir í Húnaþingi. Þá verður sagt frá fundaröð í Húnabúð í Skeifunni sem Sögufélagið hefur tekið þátt í undanfarna vetur.
Meira

Stóðu sig vel í Skólahreysti

Mikil spenna ríkti í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þar sem úrslitakeppnin í Skólahreysti fór fram og var henni sjónvarpað beint á RÚV. Norðurland vestra átti þar fulltrúa úr tveimur riðlum, lið Grunnskóla Húnaþings vestra sem keppir í Vesturlandsriðli og lið Varmahlíðarskóla sem vann Norðurlandsriðilinn.
Meira

Tilboð í nýbyggingu fyrir Byggðastofnun

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Byggðastofnunar hefur auglýst eftir tilboðum í verkið „Byggðastofnun – nýbygging“ , Sauðármýri 2, Sauðárkróki. Um er að ræða jarðvinnu, uppsteypu og fullbúið hús og allan frágang að utan og innan, ásamt lóð. Byggingin er 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins.
Meira

Allir íslensku ökumennirnir meðvitaðir um hækkun sektanna

Í gær tóku gildi umtalsverðar hækkanir sekta vegna umferðarlagabrota. Engu að síður hafði lögreglan á Norðurlandi vestra í nógu að snúast og í gær voru 32 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það veki athygli að allir íslensku ökumennirnir sem stöðvaðir voru hafi verið meðvitaðir um hækkun sektanna og sé það umhugsunarvert.
Meira

Húnaþing vestra; nýtt lag og ljóð Einars Georgs Einarssonar vekur athygli

Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi vestra voru í Hvammstangakirkju þann 1. maí. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Kórinn flutti blandaða dagskrá kórlaga úr ýmsum áttum og má segja að dagskráin hafi verið létt og vorleg. Mesta athygli vakti frumflutningur á lagi og ljóði Einars Georgs Einarssonar er nefnist Húnaþing vestra, fagur óður til sveitarfélagsins.
Meira

Ráðstefna kvenfrumkvöðla á Sauðárkróki

Ráðstefna undir yfirskriftinni Efling kvenfrumkvöðla á landsbyggðinni var haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 18. apríl sl. Var þar um að ræða endapunkt Evrópuverkefnis sem ber heitið Free (Female Rural Enterprise Empowerment) og hafði það að markmiði að styðja við bakið á frumkvöðlakonum á landsbyggðinni. Verkefnið var samstarfsverefni sex aðila frá fimm löndum. Ásdís Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastofnun stýrði verkefninu en Byggðastofnun var samstarfsaðili á Íslandi. Um 60 manns sátu ráðstefnuna.
Meira

Humarpizza með hunangssinnepssósu og súkkulaðikaka með kaffinu

Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir og Sigurbjörn Skarphéðinsson sáu um matarþáttinn í 18. tbl. Feykis 2016. Þau buðu upp á girnilega humarpizzu með hunangssinnepssósu og Royal brúntertu með kaffinu.
Meira

Valdís Valbjörns keppir í Söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld og verður haldin með glæsibrag á Akranesi. Í ár eru 24 framhaldsskólar skráðir til leiks og er markmið allra sem koma að Söngkeppninni, að þessi verði sú allra glæsilegasta. Valdís Valbjörnsdóttir frá Sauðárkróki tekur þátt fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir breytingu á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Um er að ræða breytta veglínu við bæinn Tjörn á Vatnsnesi.
Meira

Öruggari og öflugri strandveiðar í sumar!

Þverpólitísk samstaða hefur náðst á Alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða þar sem öryggi sjómanna var haft að leiðarljósi. Í sumar verða strandveiðar efldar með auknum aflaheimildum og bátar á hverju svæði fá 12 fasta daga til veiða í hverjum mánuði.
Meira