V-Húnavatnssýsla

Flutningur sjúkra í uppnámi

Ein mestu verðmæti hverrar þjóðar er félagsauðurinn sem hún býr yfir. Hér er um að ræða öll þau félög sem sinna margs konar verkefnum til að auka lífsgleði og lífsgæði þjóðarinnar. Íslendingar eru svo lánsamir að þessi eiginleiki nánast liggur í blóðinu, enda hefur lífsbaráttan kennt kynslóðunum að hjálpsemi, samvinna og samkennd eru grundvallaratriði til að lifa af í harðbýlu landi.
Meira

Um hvað snúast kosningarnar?

Nú í aðdraganda kosninga erum við frambjóðendur spurðir þeirrar spurningar hvað þeirra flokkur standi fyrir og hvað þeir sem einstaklingar ætli að leggja áherslu á nái þeir kjöri til setu á alþingi. Stóru mál Framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar eru skýr: Við viljum auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu fasteign. Við leggju til að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup.
Meira

Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður fá byggðastyrk til lagningar ljósleiðara

Samgönguráðherra hefur ákveðið að ráðstafa sérstökum 100 milljón króna byggðastyrk fyrir árið 2018 til að auðvelda strjálbýlum sveitarfélögum að standa straum af lagningu ljósleiðara líkt og gert var fyrir árið 2017. Húnþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður eru meðal 14 sveitarfélaga sem eiga kost á styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Sjái sveitarfélag sér ekki fært að fara í framkvæmdir á árinu getur óráðstafaður styrkur safnast upp og færst til ársins 2019.
Meira

Stéttarfélög bjóða frítt á námskeið

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða og SFR ætla að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Þau námskeið sem um ræðir eru: Fljóta – slaka – njóta; konfektgerð; næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa og iPad–námskeið.
Meira

Bókarkynning á bókasafninu á Hvammstanga

Föstudaginn 20. október kl. 17:00 verður haldin bókarkynning á Bókasafni Húnaþings vestra þar sem Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur á Hvammstanga, kynnir nýútkomna bók sína, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður til sölu á sérstölum kjörum.
Meira

Get ég orðið að liði?

Ákvörðun mín að sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum hefur komið ýmsum á óvart, enda kannski ekki algengt að bæjarfulltrúi á suðvesturhorninu óski eftir umboði til að vinna öðru kjördæmi gagn á þingi. Ég hef hins vegar sjaldnast fetað troðnar slóðir og tel mikilvægt að fólk hugsi og stígi út fyrir kassann, út fyrir þægindahringinn, alls staðar þar sem kostur gefst. Glöggt er gests augað.
Meira

Hrútasýning í Hrútafirði - Myndasyrpa

Mánudaginn 16. október stóð Fjárræktarfélag Staðarhrepps fyrir Hrútasýningu fyrir Miðfjarðarhólf. Sýningin var haldin á Hvalshöfða í Hrútafirði. Vel var mætt, bæði af fólki og fénaði en yfir 50 hrútar voru skráðir til leiks í þremur flokkum; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir. Að sögn Guðrúnar Eikar Skúladóttur, bónda á Tannstaðabakka, voru flokkarnir allir firnasterkir og sem dæmi má nefna að sex hrútar af þeim sem skráðir voru til leiks höfðu stigast upp á 90 stig og yfir. Einnig voru 18 gimbrar skráðar til leiks í Skrautgimbraflokki, en í þeim flokki er vegið saman bæði litur og átak.
Meira

Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra

Næstkomandi föstudag, þann 20. október, munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir ráðstefnu um framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra. Hún verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga, hefst kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 17:00. Ráðstefnan er öllum opin og er skráning á netfanginu ssnv@ssnv.is.
Meira

Kynningarfundir Ferðamálastofu og SSNV um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á Norðurlandi vestra í dag eins og sagt var frá á Feyki.is á dögunum. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka eins og áður hefur verið auglýst klukkan 10:30 – 12:00 en staðsetning þess síðari hefur breyst og verður hann haldinn í Miðgarði kl. 14:00 – 15:30.
Meira

Heilbrigðiskerfið þarf að virka fyrir fólk

Í lok síðustu viku vakti ungt fólk athygli á þeim mikla aðstöðumun sem felst í því að eiga langveikt barn á landsbyggðinni. Þórir og Guðrún Kristín eru búsett á Ísafirði og eiga soninn Birkir Snær sem er tæplega tveggja ára gamall. Birkir Snær hefur verið veikur frá fæðingu, og var greindur með krabbamein í apríl í fyrra. Það fylgir því mikið álag og vinna að eiga langveikt barn. Birkir Snær þarf að sækja sína sérhæfðu læknisþjónustu á Landsspítalann, þar er hann í lyfjameðferð og rannsóknum að minnsta kosti einu sinni í mánuði, stundum oftar.
Meira