V-Húnavatnssýsla

Sumardísin tekur völdin á Hvammstanga á morgun

Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður að vanda mikið um dýrðir á Hvammstanga þar sem boðað er til hátíðahalda sem hefjast við félagsheimilið klukkan 14:00. Löng hefð er fyrir hátíð í tilefni sumarkomunnar á Hvammstanga og mun þetta vera í 62. skiptið sem hátíðarhöldin eru með sama sniði og nú er en til þeirra var í fyrsta skipti stofnað af þáverandi Fegrunarfélagi sem stóð fyrir gróðursetningu og byggði upp garðinn við sjúkrahúsið á Hvammstanga.
Meira

Aukin áhersla í samgöngu- og byggðamálum

Nú stendur yfir umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir sérstöku átaki í samgönguframkvæmdum á árunum 2019-2021, samtals um 16,5 milljarða króna. Áhersla verður á greiðar og öruggar samgöngur allt árið í þeim verkefnum sem unnin verða. Strax á fyrsta ári áætlunarinnar er aukningin til málefnasviðsins 4,3 milljarðar króna frá fjárlögum 2018. Ætlunin er að klára Dýrafjarðargöng og tvöfalda Kjalarnesveg. Unnið er að samgönguáætlun sem á að leggja fyrir í haust.
Meira

Freyja Lubina sigraði í stærðfræðikeppninni

Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sl. föstudag. Þetta er 21. árið sem keppnin er haldin en hún er samstarfsverkefni FNV, MTR , grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni sem fór fram í mars og tóku nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni.
Meira

Steinabollur og Raspterta

„Það verður að teljast heiður að vera boðið að vera með með þrátt fyrir að hafa ekki fasta búsetu í Skagafirði, svo að ekki varð skorast undan þegar Vala og Helgi báðu okkur að taka við og gefa lesendum einhverjar uppáhalds uppskriftir,“ sögðu matgæðingarnir í 16 tölublaði Feykis árið 2016, þau Árdís Kjartansdóttir og Hjörleifur Jóhannesson í Stekkjarbóli í Skagafirði.
Meira

Sektir við umferðarlagabrotum hækka verulega

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á það á Facebooksíðu sinni að um næstu mánaðamót tekur gildi ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt reglugerðinni munu sektir á mörgum brotum hækka verulega, til að mynda mun sekt við að tala í farsíma undir stýri áttfaldast, fara úr 5.000 krónum í 40.000 krónur. Hér má sjá nokkur dæmi um sektir eftir nýju reglugerðinni.
Meira

Andstaða við aukið sjókvíaeldi

Húni.is greinir frá því að aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár sem haldinn var í vikunni sendi frá sér ályktun þar sem lýst er yfir andstöðu við aukið laxeldi í opnum sjókvíum bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Í ályktuninni er minnt á að Hafrannsóknarstofnum sé andsnúin stjórnlausu laxeldi í sjókvíum og telji það geta stórskaðað villta laxastofna landsins. Skorað er á umhverfisráðherra að sitja ekki hjá í þessu mikilvæga náttúruverndarmáli.
Meira

Tónleikar Lóuþræla á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar munu hefja upp raust sína og syngja í Blönduóskirkju, þriðjudaginn 17. apríl nk. Söngstjóri er Ólafur Rúnarsson, undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir og Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson syngja einsöng.
Meira

Sveitabakarí vill leigja Víðihlíð

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var tekið fyrir bréf frá Sveitabakaríi sf. með ósk um viðræður um leigu á Félagsheimilinu Víðihlíð undir starfsemi fyrirtækisins með möguleika á kaupum á húsinu til lengri tíma litið. Þrír aðilar eru eigendur að húsinu, Húnaþing vestra sem á 45%, Ungmennafélagið Víðir á 45% og Kvenfélagið Freyja á 10%. Erindinu var vísað til stjórnar félagsheimilisins í því skyni að kanna afstöðu eigenda hússins til málsins.
Meira

Hrossaræktarfundir - Þróun ræktunarmarkmiðs og dómskala

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Fundur á Sauðárkróki á morgun.
Meira

Að elda handahófskennt

„Oft er gott að prófa sig áfram með eitthvað nýtt án þess að fylgja uppskrift, og er svoleiðis tilraunamennska oft stunduð hér á bæ. Svoleiðis tilraunamennska er einnig mjög hentug til þess að nýta afganga og mat sem er á síðasta snúning, eða á það til að gleymast aftast inn í ísskáp. Hafa skal þó í huga að sumar tilraunir mistakast og maður þarf að sætta sig við það að ágætis hluti afrakstursins getur orðið frekar ósmekklegur,“ sögðu Jóhannes G. Þorsteinsson og Arnfríður Hanna Hreinsdóttir á Kollafossi í Miðfirði en þau voru matgæðingar 15. tölublaðs Feykis 2016.
Meira