Þrjú sakamál á Byggðasafninu á Reykjum
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
30.10.2017
kl. 14.01
Þann 1. nóvember næstkomandi kl. 20:00 verður sýningin Sakamál í Húnaþingi opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Á sýningunni verða tekin fyrir þrjú kunn sakamál frá 19. öld og sýndir gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni. Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar Magnúsdóttur en sagt er að þær hafi fundist með beinum hennar þegar þau voru grafin upp og flutt í vígða mold.
Meira