V-Húnavatnssýsla

Þrjú sakamál á Byggðasafninu á Reykjum

Þann 1. nóvember næstkomandi kl. 20:00 verður sýningin Sakamál í Húnaþingi opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Á sýningunni verða tekin fyrir þrjú kunn sakamál frá 19. öld og sýndir gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni. Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar Magnúsdóttur en sagt er að þær hafi fundist með beinum hennar þegar þau voru grafin upp og flutt í vígða mold.
Meira

Gunnar Bragi þingflokksformaður Miðflokksins

Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins á fyrsta þingflokksfundi flokksins í morgunn. Gunnar var einnig kjörinn sjötti þingmaður Suðvesturkjördæmis aðfararnótt sunnudags þegar fram fóru þingkosningar og Miðflokkurinn hlaut sjö þingmenn.
Meira

Gauksmýri er fyrirtæki ársins

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór sl. fimmtudag í Mývatnssveit og samkvæmt venju voru þrjár viðurkenningar veittar: Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan á Gauksmýri var sæmd viðurkenningu sem fyrirtæki ársins en hún er veitt því fyrirtæki sem hefur slitið barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði.
Meira

Viðaukasamningar við sóknaráætlanir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert viðaukasamninga við sóknaráætlanir þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið með samningunum er að styrkja sóknaráætlanir landshlutanna þriggja með sérstöku framlagi og treysta þannig byggð á tilteknum svæðum.
Meira

Þrír nýir fyrir Norðvesturkjördæmi

Nú þegar mesta rykið er setjast eftir kosningar helgarinnar er ljóst að stjórnmálaleiðtogar þeirra átta flokka sem náðu mönnum inn á þing munu heimsækja Bessastaði í dag. Bjarni Benediktsson ríður á vaðið þar sem Sjálfstæðisflokkur fékk flest atkvæði og svo koma aðrir í þeirri röð sem þingstyrkur segir til um.
Meira

Chilli camenbert dýfa, pestókjúklingaréttur og dísætur kókosbolludesert

„Við kjósum að elda einfalda og fljótlega rétti,“ segja matgæðingar 41. tölublaðs ársins 2015, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kristinn Rúnar Víglundsson í Dæli í Víðidal, Húnaþingi vestra. Þau bjóða lesendum upp á ofnhitaða Chilli camenbert dýfu í forrétt, pestókjúklingarétt í aðalrétt og að lokum dísætan desert.
Meira

Framsókn með flest atkvæði lesenda Feykis

Feykir stóð fyrir óvísindalegri netkönnun á Feyki.is hvernig atkvæði lesenda myndi raðast í komandi kosningum. Í morgun var lokað fyrir þátttöku og hafði þá Framsóknarflokkurinn mest fylgi eða 29% og Píratar komu næstir með 20% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17% atkvæða og á hæla hans kom Miðflokkurinn með 15%.
Meira

Tryggjum Bjarna sæti á Alþingi

Í komandi alþingiskosningum verður m.a. kosið um framtíð hinna dreifðu byggða, vöxt og viðgang þeirra. Bjarni Jónsson er ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einn reyndasti sveitastjórnarmaður á Norðurlandi vestra, sem er dýrmæt reynsla fyrir alþingismann. Bjarni mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum dreifbýlisins, nái hann kjöri, enda mun ekki af veita.
Meira

Ég fagna!

Ég fagna því að allt ísland fari að virka saman sem ein heild. Ég fagna því að geta notið fullkominnar læknisþjónustu nær heimabyggð, sem stórlækkar kostnað fólks. Ég fagna bættri geðheilsugæslu um allt land. Ég fagna því að vörður verði staðinn um sjávarútveg og landbúnað.
Meira

Íslenskur vinnumarkaður og afnám frítekjumarks

Það er staðreynd að íslenskur vinnumarkaður tekur breytingum í samræmi við framþróun þjóðfélagsins. Ekki bara að störfin breytist heldur tekur samsetning vinnuaflsins breytingum. Þar kemur til menntun, aldur, þjóðerni og bætt heilsa. Heilbrigiðsvísindum fleygir fram og fólk verður eldra og lifir lengur við betri heilsu.
Meira