V-Húnavatnssýsla

Sjálfsafgreiðslustöð í Víðihlíð

Sótt hefur verið um byggingarleyfi til þess að setja upp sjálfsafgreiðslustöð N1 fyrir eldsneyti á plani á lóð félagsheimilisins Víðihlíðar í Húnaþingi. Í því felst að setja upp; tvöfaldan geymi (gám), sambyggða olíu- og sandskilju, Ad-Blue geymi í jörð, afgreiðsluplan og afgreiðslutæki ásamt lögnum sem tilheyra framkvæmdinni samkvæmt því sem kemur í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra.
Meira

230 stelpur af öllu Norðurlandi kynna sér tækninám og tæknistörf á Stelpum og tækni

230 stelpur úr 9. bekkjum tuttugu grunnskóla á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga austur á Húsavík, sækja vinnustofur í HA og heimsækja tæknifyrirtæki á Akureyri í dag. Viðburðurinn Stelpur og tækni er nú haldinn í annað sinn á Akureyri af Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.
Meira

Í FÍNU FORMI á Hvammstanga á morgun

Kór eldri borgara á Akureyri “Í FÍNU FORMI” heldur tónleika í Félagsheimili Hvammstanga á morgun, þriðjud.15. maí kl. 17:00. Söngstjóri er Petra Björk Pálsdóttir, meðleikari Valmar Valjaots og einsöngvari Þór Sigurðsson. Allir eru hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir, segir í tilkynningu frá kórnum.
Meira

Bókartitlarnir um 8000 talsins

Örn Þórarinsson, 67 ára bóndi á Ökrum í Fljótum, er innfæddur Fljótamaður og hefur búið á Ökrum frá níu ára aldri. Ásamt búskapnum rekur Örn fornbókaverslun sem hann hefur starfrækt frá árinu 2008 og hefur umfang starfseminnar farið vaxandi ár frá ári og selur hann bækur um allt land, bæði til þeirra sem kaupa bók og bók á stangli en þó mest til safnara. Kveikjan að fornbókaversluninni var sú að Örn fór að huga að einhverju til að hafa fyrir stafni á efri árunum og hvað er þá betra en að sameina atvinnu og áhugamál? Örn svaraði spurningum í þættinum Bók-haldið í 7. tbl. Feykis 2017
Meira

Hrikalega gott í saumaklúbbinn - eða bara í Eurovisionpartýið

„Það er fátt betra en gott salat eða pestó á kexið eða snittubrauðið og gaman að geta boðið upp á þess háttar gúmmelaði, auk hins hefðbundna camembert osts og vínberja. Ekki skemmir fyrir hafa smá rautt eða hvítt með, eftir smekk, og að sjálfsögðu að kveikja á kertaljósum. Hér eru nokkrar hrikalega góðar uppskriftir sem hafa verið á boðstólnum hjá mínum saumaklúbbi en það ber að varast að það er með eindæmum erfitt að hætta borða eftir að byrjað er," segir í matgæðingaþætti Feykis í 20. tbl. ársins 2016. Þar birtust nokkrar uppskriftir sem henta vel í saumaklúbbinn og örugglega ekki síður í Eurovisionpartýið sem vafalaust verður haldið víða í kvöld.
Meira

FNV er hástökkvari ársins sem fyrirmyndarstofnun

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra komst í hóp fimm Fyrirmyndarstofnana árið 2018 í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Þá fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari í sínum flokki. Viðurkenninguna fær skólinn á grundvelli árlegrar könnuna á vegum SFR, sem er stéttarfélag í almannaþjónustu og er félagssvæði þess allt landið.
Meira

Hvítasunnuhret með snjókomu og kulda

Þriðjudaginn 8. maí komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í maí mánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn tíu talsins sem fóru yfir sannleiksgildi síðustu spár og voru fundarmenn að vonum sæmilega ánægðir með hvernig til hefði tekist. Að vísu hafði veður verið heldur kaldara en ráð var fyrir gert, en spáin vel innan skekkjumarka eins og gjarnan er sagt um spár af hvaða tagi sem þær svo sem eru.
Meira

Ráðstefnan Hvar, hvert og hvernig? á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum boðar til ráðstefnu um ferðaþjónustu á Íslandi dagana 16. og 17. maí næstkomandi. Háskólinn á Hólum hefur staðið fyrir kennslu og rannsóknum á ferðaþjónustu í 21 ár en eins og flestum er kunnugt hefur ferðaþjónusta á Íslandi vaxið mjög hratt undanfarin ár.
Meira

Ítalskar uppskriftir frá Skagaströnd

„Okkur hjónunum finnst notalegt að dútla við matargerð og spjalla saman á meðan. Oftast sér Valtýr um hversdagseldamennskuna, soðningu og grjónagrauta, en Ástrós er meira fyrir að dedúa við mat í lengri tíma. Hún bjó á Ítalíu um árabil og tók með sér margar skotheldar uppskriftir þaðan. Þær hafa síðan breyst og lagast að okkar smekk í gegnum árin svo uppruni úr kokkabókum er óljós.
Meira

Vordagur ferðaþjónustunnar

Vordagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn fimmtudaginn 17. maí nk. í Eyvindarstofu á Blönduósi. Hefst hann klukkan 13:00 og stendur til 17:00. Um svipað leyti á síðasta ári áttu ferðaþjónustuaðilar á svæðinu sambærilegan fund sem þótti takast með ágætum og mæltist sú nýbreytni vel fyrir að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norðurlandi vestra hefðu möguleika á að kynna sína starfsemi hver fyrir öðrum.
Meira