V-Húnavatnssýsla

Útsaumsnámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Til stendur að halda námskeið í útsaumi í Kvennaskólanum á Blönduósi dagana 21. og 22. október og er námskeiðið ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á útsaumi og einnig þeim sem áhuga hafa á að prófa eitthvað nýtt. Kennari á námskeiðinu verður Björk Ottósdóttir, kennari við Skals design og håndarbejdsskole, í Danmörku en sá skóli er mörgu íslensku handverksfólki að góðu kunnur.
Meira

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir ráðstefnu um viðburðarstjórnun

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stóð sl. fimmtudag fyrir ráðstefnu í Hörpu sem bar titilinn Viðburðalandið Ísland. Háskólinn á Hólum er nú eini háskólinn hérlendis sem býður upp á nám í þessari sívaxandi grein og því var ákveðið að blása til ráðstefnu til að vekja athygli á náminu og mikilvægi þess að skipulag viðburða sé unnið faglega.
Meira

Kosningahugleiðingar

Þegar maður knýr dyra og óskar inngöngu er það gamall og góður siður að kynna sig. Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi blása til kjördæmisþings þann 8. október nk á Bifröst þar sem kjósa skal listann sem verður í framboði til alþingiskosninga nú í haust. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til kjörs í 2. sæti á listann. Halla Signý Kristjánsdóttir heiti ég og er búsett í Bolungarvík.
Meira

Hanna og smíða hleðslustöð fyrir rafmagnsreiðhjól

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tekur þátt í Evrópuverkefninu Easy Sharging Green Driving ásamt fjórum öðrum skólum frá Noregi, Belgíu, Tékklandi og Þýskalandi. Í síðustu viku var komið að FNV að halda utan um sameiginlegan fund allra skólanna.
Meira

Þrettán sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Þrettán manns sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Húnaþingi vestra sem nýlega var auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur út þann 18. þessa mánaðar og vinnur ráðningarskrifstofa nú að mati á hæfi umsækjenda. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með rekstri skrifstofu sveitarfélagsins á Hvammstanga og ber ábyrgð á fjárhagsáætlunum, fjárreiðum og bókhaldi svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Sigurður Orri sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef lýst yfir framboði í 1. Sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég lít á það sem nauðsyn að Samfylkingin verði að styrkja sig í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Ég tel að ég sé rétti maðurinn vegna þess að ég hef óbilandi baráttugleði og sannfæringu fyrir því hvað þarf að gera í Samfylkingunni og fyrir samfélagið.
Meira

Tveir fyrirlestrar á Hólum

Háskólinn á Hólum býður upp á tvo áhugaverða fyrirlestra í þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn, sem haldinn verður miðvikudaginn 27. september kl. 15:30, fjallar um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu viðburða og ferðaþjónustu. Þar verður meðal annars fjallað um dæmi um notkun samfélagsmiðla við markaðssetningu ferðaþjónustu og viðburða í Finnlandi.
Meira

Tinna Björk ráðin verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Tinna Björk Arnardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki. Á heimasíðu Nmi.is segir að hennar sérþekking sé alþjóðaviðskipti, frumkvöðlastyrkir, fyrirtækja- og hugmyndaþróun, handleiðsla, námskeið, nýsköpun og frumkvöðlar, stuðningsverkefni. Sjónvarpsstöðin N4 tók viðtal við Tinnu Björk í Föstudagsþættinum sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.
Meira

Bara Vinstri, ekki Græn

Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aukins kjördæmisþings sunnudaginn 1. október kl. 13 þar sem gengið verður frá framboðslistanum fyrir alþingiskosningar 2017. Fundað verður á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit.
Meira