Útsaumsnámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.09.2017
kl. 09.30
Til stendur að halda námskeið í útsaumi í Kvennaskólanum á Blönduósi dagana 21. og 22. október og er námskeiðið ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á útsaumi og einnig þeim sem áhuga hafa á að prófa eitthvað nýtt. Kennari á námskeiðinu verður Björk Ottósdóttir, kennari við Skals design og håndarbejdsskole, í Danmörku en sá skóli er mörgu íslensku handverksfólki að góðu kunnur.
Meira