Góð aðsókn í sundlaugina á Hvammstanga í sumar
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.09.2017
kl. 11.01
Sundlaugin á Hvammstanga hefur verið vel sótt í sumar, jafnt af ferðamönnum og heimamönnum. 12.500 gestir sóttu afþreyingu af einhverju tagi hjá íþróttamiðstöðinni yfir sumarmánuðina að því er segir á vef Húnaþings vestra. Eru það fleiri gestir en á sama tíma í fyrra þegar talan var 11.510 fyrir sömu mánuði. Sundgestum hefur fjölgað mest og hafa starfsmenn íþróttamiðstöðvar fengið mikið hrós frá innlendum gestum fyrir hófsamt verð á sundmiða en á Hvammstanga kostar stakur miði í sund aðeins 550 krónur. Starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar hafa orðið þess varir að ferðamenn sem eru á staðnum í nokkra daga leyfi sér að koma aftur og aftur í sund vegna viðráðanlegs kostnaðar.
Meira