V-Húnavatnssýsla

Góð aðsókn í sundlaugina á Hvammstanga í sumar

Sundlaugin á Hvammstanga hefur verið vel sótt í sumar, jafnt af ferðamönnum og heimamönnum. 12.500 gestir sóttu afþreyingu af einhverju tagi hjá íþróttamiðstöðinni yfir sumarmánuðina að því er segir á vef Húnaþings vestra. Eru það fleiri gestir en á sama tíma í fyrra þegar talan var 11.510 fyrir sömu mánuði. Sundgestum hefur fjölgað mest og hafa starfsmenn íþróttamiðstöðvar fengið mikið hrós frá innlendum gestum fyrir hófsamt verð á sundmiða en á Hvammstanga kostar stakur miði í sund aðeins 550 krónur. Starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar hafa orðið þess varir að ferðamenn sem eru á staðnum í nokkra daga leyfi sér að koma aftur og aftur í sund vegna viðráðanlegs kostnaðar.
Meira

Réttað í 200 ára gömlu morðmáli

Á laugardaginn kemur, þann 9. september, stendur Lögfræðingafélag Íslands fyrir vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi. Á annað hundrað manns eru væntanlegir til Hvammstanga þar sem ný réttarhöld í málinu, sem átti sér stað fyrir tæpum 200 árum, verða settt á svið.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands mun standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land, alla miðvikudaga í september að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga, vítt og breitt um landið, og verður fyrsta gangan í dag, 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangurinn með verkefninu að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Sóknaráætlun Norðurlands vestra stendur fyrir starfakynningu

Nær daglega heyrist í fréttum að erfiðlega gangi að fá iðnaðarmenn til starfa, að mikill skortur sé á iðn- og tæknimenntuðu fólki og þar fram eftir götunum. Ýmsar tilgátur hafa verið uppi um ástæðu þess að unga fólkið okkar leitar síður í nám í þessum greinum en í hefðbundið bóklegt nám, meðal annars er því kennt um að skólakerfið sé frekar sniðið að þörfum þeirra sem hyggja á bóklegt nám en hinna.
Meira

Innköllun á Floridana safa í plastflöskum

Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllun Ölgerðarinnar á ávaxtasafa, öllum bragðtegundum og öllum dagsetningum. Innköllunin er gerð vegna þess að yfirþrýstingur hefur myndast í flöskunum og valdið nokkrum slysum þegar flöskurnar hafa verið opnaðar.
Meira

Kjúklingaréttur með Ritzkexi og sjúklega gott Nicecream

Matgæðingar vikunnar í 34. tölublaði Feykis árið 2015 voru Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Jón Benedikts Sigurðsson á Hvammstanga. Þau buðu lesendum upp á uppskrift af kjúklingarétti með Ritzkexi í aðalrétt en svokallað Nicecream í eftirrétt.
Meira

Fyrstu réttir um helgina

Nú styttist í göngur og réttir sem eru án efa viðburðir sem margir bíða með eftirvæntingu. Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra verða á morgun, þann 2. september, þegar réttað verður á fjórum stöðum í Skagafirði og einum í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir hefur nú tekið saman lista yfir réttir á svæðinu. Er hann að mestu unninn upp úr Bændablaðinu og er þar tekið fram að ekki sé ólíklegt að eitthvað sé um villur á listanum og eins geti náttúruöflin átt þátt í að breyta fyrirætlunum með stuttum fyrirvara. Ef glöggir lesendur verða varir við rangar dagsetningar væru athugasemdir vel þegnar á netfangið feykir@feykir.is.
Meira

Plastlaus september

Í dag, 1. september, hófst formlega árvekniátakið Plastlaus september. Verkefninu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hve gífurlegt magn af plasti er í umferð og að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.
Meira

Ályktun fundar sauðfjárbænda

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi á Blönduósi í fyrrakvöld. Svohljóðandi ályktun var lögð fyrir fundinn og hún samþykkt.
Meira

Fullt hús á bændafundi á Blönduósi í gærkvöldi

Í gærkvöldi stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem staða sauðfjárbænda var rædd. Á fjórða hundrað manns mættu á fundinn og var þungt yfir fundargestum enda um grafalvarlegt mál að ræða þar sem fyrirhuguð skerðing sláturleyfishafa á afurðaverði gæti valdið allt að 56% launalækkun til bænda. Framsögu á fundinum höfðu þau Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur á rekstrarsviði RML.
Meira