V-Húnavatnssýsla

Íbúafundur á Borðeyri - Verndarsvæði í byggð

Húnaþing vestra hefur nú í undirbúningi umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að elsti hluti Borðeyrar verði skilgreindur sem Verndarsvæði í byggð. Vegna þessa verður boðið til íbúafundar í Tangahúsi á Borðeyri miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 18:00. Þar verður tillaga um verndarsvæði kynnt fyrir íbúum og gefst þeim kostur á að bera upp spurningar og koma með athugasemdir.
Meira

Búist við ofsaveðri, suðaustan og sunnan 25-30 m/s

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Strandir og Norðurland vestra. Búist er við sunnan og suðaustan ofsaveðri á Ströndum og Norðurlandi vestra. Búast má við að vegir lokist eða verði ófærir á meðan veður sem spáð er gengur yfir. Viðvörunin gildir miðvikudaginn 21 feb. kl. 09:00 – 15:00
Meira

Húnvetnska Liðakeppnin fór af stað sl. sunnudag

Fyrsta mót Húnvetnsku Liðakeppninnar fór fram sl. sunnudag í reiðhöllinni á Hvammstanga. Keppt var í fyrsta skipti í TREC en það er vinsælt keppnisform meðal frístundarhestamanna víða um heim en um er að ræða þrautakeppni sem kallar fram það besta í góðum reiðhesti. Á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts segir að fjölhæfni og geðslag íslenska hestsins séu talin vel til þess fallin að nota í TREC. Hesturinn þurfi að vera vel taminn, kjarkaður og hlýðinn til að farnast vel í greininni en reglur Þyts í greininni má sjá á heimasíðu félagsins http://www.thytur.123.is.
Meira

KS deildin að hefjast - Ráslistinn fyrir gæðingafimina er tilbúinn

Ráslistinn er klár fyrir fyrsta mót meistaradeildar KS sem haldið verður á morgun, miðvikudaginn 21.febrúar. Húsið opnar kl 17:30 en setning deildarinnar hefst kl 18:30. Seldar verða veitingar í reiðhöllinni fyrir mót svo fólk er hvatt til að mæta snemma. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að mikil spenna sé fyrir fyrsta mótinu og hafa sést flottar æfingar í höllinni á Sauðárkróki. „Við hvetjum alla norðlendinga til að fjölmenna í Svaðastaðahöllina á miðvikudaginn. Beinar útsendingar verða á netinu frá öllum keppniskvöldum deildarinnar fyrir aðra landshluta og útlönd og hefjast þær kl 18:50.
Meira

101 tekinn fyrir of hraðan akstur um helgina

Hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra var mikið að gera í umferðareftirliti um helgina enda veður gott og margt fólk á ferðinni í vetrarfríi skóla. Akstursskilyrði víðast hvar góð enda vegir víðast orðnir auðir í umdæminu.
Meira

Áhugamaður um forvarnir áfengis og vímuefnaneyslu

Sigurður Páll Jónsson kemur nýr inn í þingmannalið Norðvesturkjördæmis en hann sat sem varamaður á Alþingi haustið 2013. Sigurður Páll býr í Stykkishólmi, kvæntur Hafdísi Björgvinsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Sigurður er menntaður rafvirki og með skipstjórnar og vélstjórapróf á báta að 30 tonnum og hefur starf hans verið sjómennska undanfarin ár auk þess að vera varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Stykkishólmi síðan árið 2014. Sigurður Páll er þingmaður vikunnar á Feyki.
Meira

Arto Paasilinna og Jón Kalman Stefánsson meðal uppáhaldshöfunda

Það er Guðmundur Jónsson á Hvammstanga sem situr fyrir svörum í Bók-haldinu að þessu sinni. Guðmundur er 56 ára gamall og starfar við Bókasafn Húnaþings vestra sem bókavörður, eða sem deildarstjóri útlánadeildar, eins og hann titlar sig til gamans. Guðmundur er Húnvetningur í húð og hár en hann er uppalinn á Ytri-Ánastöðum á Vatnsnesi þar sem hann bjó til ársins 1995 þegar hann flutti til Hvammstanga. Síðustu 14 árin hefur hann unnið á bókasafninu og unir hag sínum vel meðal bókanna.
Meira

Deiliskipulagstillaga fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga auglýst að nýju

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. febrúar sl. var samþykkt að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga en hún var áður auglýst frá 2. maí til 14. júlí á síðasta ári. Vegna athugasemda sem komu fram var sú ákvörðun tekin að auglýsa tillöguna að nýju, breytta og endurbætta, að undangengnum íbúafundi sem haldinn var í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 15. janúar 2018.
Meira

Atvinnuveganefnd skoðar lækkun veiðigjalda

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent formanni og varaformanni atvinnuveganefndar, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Ingu Sæland erindi þar sem hún óskar eftir því að boðað verði til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða stöðu minni útgerða og áhrif hækkunar veiðigjalda á rekstrarstöðu þeirra.
Meira

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra 90% af landsmeðaltali

Heildaratvinnutekjur á landinu voru 9,7% hærri að raunvirði á árinu 2016 en þær voru árið 2008 en hafa verið lægri öll árin fram að því. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um atvinnutekjur á árunum 2008-2016 eftir atvinnugreinum og svæðum. Mestu atvinnutekjurnar voru í heilbrigðis- og félagsþjónustu, iðnaði og fræðslustarfsemi en mesta aukningin á tímabilinu varð í greinum er tengjast ferðaþjónustu, þ.e. gistingu og veitingum, flutningum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu. Mesti samdrátturinn varð hins vegar í fjármála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Meðalatvinnutekjur voru hæstar á Austurlandi og þar næst kemur höfuðborgarsvæðið en lægstar eru þær á Norðurlandi vestra og á Suðurnesjum.
Meira