Íbúafundur á Borðeyri - Verndarsvæði í byggð
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
21.02.2018
kl. 08.03
Húnaþing vestra hefur nú í undirbúningi umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að elsti hluti Borðeyrar verði skilgreindur sem Verndarsvæði í byggð. Vegna þessa verður boðið til íbúafundar í Tangahúsi á Borðeyri miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 18:00. Þar verður tillaga um verndarsvæði kynnt fyrir íbúum og gefst þeim kostur á að bera upp spurningar og koma með athugasemdir.
Meira
