V-Húnavatnssýsla

Markaðskönnun fyrir Feyki

Sigfús Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi starfsmaður Nýprents og núverandi hjá VÍS á Sauðárkróki, er að vinna lokaverkefnið sitt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni lokaverkefnisins er markaðsáætlun fyrir héraðsfréttablaðið Feyki.
Meira

Slapp vel frá handavinnu í barnaskóla

Ásta Ólöf Jónsdóttir sagði frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á pjónunum? í 34. tbl. Feykis 2017. Ásta er uppalin í Óslandshlíðinni í Skagafirði og hún segir að handavinna hafi sko ekki verið í miklu uppáhald þegar hún var barn. „Ég var svo „heppin“ að handavinnukennarar voru ekki á hverju strái í sveitinni í gamla daga svo ég slapp vel frá handavinnu í barnaskóla. Ég lærði nú samt að prjóna og hekla. Mamma hefur trúlega kennt mér það. Það var ekki fyrr en ég var komin í menntaskóla sem ég fór að hafa gaman af handavinnu og fór þá meira að segja á saumanámskeið og saumaði dragtina sem ég klæddist á útskriftardaginn,“ segir Ásta þegar hún er spurð að því hvað hún hafi stundað hannyrðir lengi.
Meira

Skráning hafin á Landsmótið

„Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vinahópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþróttafélagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar. Þarna verður einnig hefðbundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í gær var opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki.
Meira

Marokkóskur lambapottréttur og Súkkulaði-ávaxta-rjómi Birtu

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis árið 2016 voru þau María Ösp Ómarsdóttir og Jónas Þorvaldsson á Skagaströnd. Þau buðu upp á girnilegar uppskriftir af Marokkóskum lambapottrétti og Nan-brauði í aðalrétt og svokallaðan Súkkulaði-ávaxta-rjóma Birtu í eftirrétt.
Meira

GLEÐILEGA PÁSKA

Feykir óskar öllum gleðilegra páska. Á Wikipedia segir að páskar, sem upphaflega kemur af hebreska orðinu pesaḥ eða pesach, þýði að „fara framhjá“, „ganga yfir“ en hafi komið inn í íslensku gegnum orðið pascha í latínu. Það er sameiginlegt heiti á einni af aðalhátíðum gyðinga og mestu hátíð í kristnum sið. Þær eigi þó fátt annað sameiginlegt.
Meira

Lögreglan biður fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sinnt öflugu eftirlit með umferðinni sl. viku. Mikil umferð hefur verið í embættinu og allt of mikill hraðakstur að sögn lögreglu en hún hefur haft afskipti af 322 ökumönnum og kært vegna hraðaksturs. Þessi fjöldi hraðakstursmála er eitthvað sem ekki hefur sést áður á svo skömmum tíma og hvað þá þessum árstíma.
Meira

Það væsir ekki um skíðafólk í Skagafirði

Það er hið ágætasta veður á Norðurlandi vestra í dag, reyndar skýjað en vindur lítill og hiti yfir frostmarki. Það ætti því ekki að væsa um skíðakappa sem ýmist renna sér til ánægju á skíðasvæðinu í Tindastóli eða taka þátt í árlegu skíðagöngumóti í Fljótum sem hófst nú kl. 13:00.
Meira

Harry Potter og Anna í Grænuhlíð í miklu uppáhaldi

Helga Gunnarsdóttir, kennari á Skagaströnd, svaraði spurningum í Bók-haldinu í páskablaði Feykis árið 2017. Helga bjó í Kaupmannahöfn fyrstu sjö árin en síðan á Hvanneyri og Selfossi þar til hún flutti að Akri í Austur-Húnavatnssýslu þar sem foreldrar hennar búa nú. Helga hefur gaman af ýmiss konar bókum, ekki síst ævintýrabókum, og tekur oft miklu ástfóstri við persónur þeirra.
Meira

Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, segir í tilkynningu frá Fuglavernd. Helsti vorboði Íslendinga kom á tilsettum tíma nú rétt fyrir páska en fyrstu lóurnar sáust í Flóanum í dag. Aðeins tvisvar sinnum hafa lóurnar komið seinna en 28. mars, 1999 og 2001, en meðalkomudagur þeirra 1998-2017 hefur verið 23. mars.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir tillögu um verndarsvæði í byggð á Botrðeyrartanga

Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkt að leggja tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan Borðeyrar í Hrútafirði. Þannig vill Húnaþing vestra staðfesta menningarsögulegt gildi verslunarstaðarins á Borðeyri. Svæðið sem um ræðir er 14.771 m2 á stærð eða tæplega 1,5 hektarar og stendur á landspildu sem kallast Borðeyrartangi og gekk undirviðurnefninu Plássið.
Meira