V-Húnavatnssýsla

Framtíð Vestfjarða er björt

Líf okkar sem búum á Vestfjörðum er eftirsóknarvert og mörg tækifæri eru í farvatninu til að efla samfélagið. Tækifærin felast fyrst og fremst í auðugri náttúru okkar í bland við hugvit og sköpun fólksins sem hér býr. Ég fullyrði að það sé ansi langt síðan svo bjart hafi verið yfir samfélaginu okkar. Við upplifum nú vaxandi þrótt eftir mörg mögur ár sjávarbyggða í tilvistarkreppu, gjaldþrot fiskvinnsla, kvóta sem seldur var hæstbjóðanda og fólksflótta. Nú er staðan önnur víðast hvar á Vestfjörðum, þó enn séu fámennustu byggðirnar í vanda. Ný tækifæri í ferðaþjónustu, menntun og fiskeldi hafa gjörbreytt trú fólks á samfélagið.
Meira

And­lát: Pálmi Jóns­son á Akri

Pálmi Jónsson á Akri, bóndi og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 9. október. Hann var fæddur 11. nóvember 1929 á Akri í Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna þar, Jóns Pálmasonar, bónda, alþingismanns og ráðherra, og Jónínu Valgerðar Ólafsdóttur, húsfreyju.
Meira

Réttað í Víðidalstungurétt - Myndasyrpa

Réttað var í Víðidalstungurétt um helgina í prýðis veðri og samkvæmt venju mætti fjöldi gesta og fylgdist með bændum koma hrossum sínum í rétta dilka. Að sjálfsögðu var Anna Scheving mætt í réttina með myndavélina og kom svo aðeins við á Stóru-Ásgeirsá og myndaði þar kisu, geitur og nokkra graðfola hjá Magnúsi bónda.
Meira

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þriðjudaginn 17. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka kl. 10:30 – 12:00 og sá seinni á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30
Meira

Ungar konur ráða byggð

Ungar konur eru lykillinn að blómlegri byggð, það er náttúrulögmál. Þar sem ungar konur velja sér að búa og eiga börnin sín, þar dafnar lífið, svo einfalt er það. Því ætti að vera kappsmál að hvetja ungar konur til þess að gefa sig að stefnumótun vítt og breitt í samfélaginu. Enda vita ungar konur manna best hvað þarf til að skapa frjósaman jarðveg fyrir ungt fólk og skapandi framtíð á landinu okkar góða.
Meira

Ásmundur, Halla og Stefán Vagn í efstu þremur hjá Framsókn

Um helgina fór fram tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Bifröst í Borgarfirði. Þar var samþykkt að Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, muni skipa efsta sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi í næstu alþing­is­kosn­ing­um.
Meira

Eftirlaun og atvinnuþátttaka

Talsverðar breytingar urðu á lífeyriskerfinu um síðustu áramót. Ýmislegt jákvætt hefur áunnist með þessum breytingum en það eru þættir sem þarf að lagfæra. Einn af þeim þáttum sem þarfnast breytinga er sú staðreynd að nýja kerfið er atvinnuletjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun. Þetta er þáttur sem mikilvægt er að breyta.
Meira

Áskorun tekið!

Áskorendapenninn Sigurvald Ívar Helgason
Meira

Fiskisúpan úr brúðkaupsveislunni og hjónabandssæla á efti

Hjónin Friðrik Már Sigurðsson og Sonja Líndal Þórisdóttir, ábúendur á Lækjamóti í Víðidal, voru matgæðingar vikunnar í 38. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Vaskur hópur VG!

Kosningar til alþingis á hverju ári er ekki óskastaða en bregðast verður við þegar ríkisstjórnin ræður ekki við hlutverk sitt eins og raun ber vitni. Nú liggur fyrir öflugur listi VG í norðvesturkjördæmi sem ætlar að berjast fyrir hag landsbyggðarinnar og réttlátu og heiðarlegu samfélagi sem gerir ungu fólk kleift að mennta sig og stofna heimili og öldruðum og öryrkjum fært að lifa mannsæmandi lífi. Fátækt er óásættanleg í ríku samfélagi.
Meira