Af flutningum til Danmerkur - Áskorandapenninn Turid Rós
feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
07.04.2018
kl. 07.10
Nú sit ég fyrir framan arineldinn með tölvuna í kjöltunni og velti því fyrir mér hvernig Þóra náði að plata mig til þess að taka áskoruninni um að setjast niður og skrifa í blaðið. Það brýst um í huga mínum hvað ég eigi nú að skrifa tek svo ákvörðun um að skrifa um nýlega flutninga fjölskyldunnar til Danmerkur. Það er nú ekki langt síðan að við fjölskyldan tókum þá ákvörðun um að svala ævintýraþránni og flytja til annars lands. Við fórum nú svo sem ekkert mjög langt í burtu.
Meira
