V-Húnavatnssýsla

Af flutningum til Danmerkur - Áskorandapenninn Turid Rós

Nú sit ég fyrir framan arineldinn með tölvuna í kjöltunni og velti því fyrir mér hvernig Þóra náði að plata mig til þess að taka áskoruninni um að setjast niður og skrifa í blaðið. Það brýst um í huga mínum hvað ég eigi nú að skrifa tek svo ákvörðun um að skrifa um nýlega flutninga fjölskyldunnar til Danmerkur. Það er nú ekki langt síðan að við fjölskyldan tókum þá ákvörðun um að svala ævintýraþránni og flytja til annars lands. Við fórum nú svo sem ekkert mjög langt í burtu.
Meira

Skemmtileg hvatning til lestrar

Mikið hefur verið rætt um lestur og læsi undanfarin misseri og hafa margir áhyggjur af minnkandi færni þjóðarinnar á því sviði. Kennarar eru margri hverjir duglegir við að hvetja nemendur sína til lestrar og gera hann oft að skemmtilegum leik.
Meira

Framsókn og framfarasinnaðir í Húnaþingi vestra kynna lista sinn

B-listi Framsóknar og annarra framfararsinna í Húnaþingi vestra fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018 hefur verið birtur. Listinn, sem er skipaður sjö konum og sjö körlum, er talsvert breyttur frá síðustu kosningum og er þar mörg ný nöfn að finna. Elín R. Líndal sem lengi hefur skipað fyrsta sætið er nú í því 14. eða heiðurssæti listans. Oddviti listans nú er Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður, sem áður var í 14. sæti. Þrjú næstu sæti eru öll skipuð nýjum liðsmönnum, í öðru sæti er Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi í því þriðja og í fjórða sætinu er Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur.
Meira

Gestakennsla kennara Ferðamáladeildar í Háskólanum í Suðaustur-Noregi í Bø

Guðrún Helgadóttir, prófessor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, gegnir einnig um þessar mundir prófessorsstöðu í ferðamálafræði við Háskólann í Suðaustur-Noregi, (University College of Southeast Norway) í bænum Bø i Telemark, um 150 km frá Osló. Eitt af námskeiðunum sem Guðrún kennir þetta vorið heitir Nature, Culture and Guiding og fékk hún samstarfsfólk sitt á Hólum til að taka þátt í því með sér.
Meira

Vinnustofur um þróun á upplifun í tengslum við Norðurstrandarleið

Þriðja áfangaskýrslan um Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way kom út fyrr á þessu ári. Í henni er fjallað um þróun á upplifunum og er sú vinna unnin í samstarfi við breska ráðgjafarfyrirtækið Blue Sail.
Meira

Svipað veður og verið hefur - Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 3. apríl komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skini að huga að veðurhorfum í nýbyrjuðum mánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn átta talsins. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að fundarmenn hafi verið nokkuð sáttir við hvernig síðasta spá gekk eftir. Páskahretið var þó öllu minna en ráð var fyrir gert. Það er að segja á okkar svæði.
Meira

Ekkert Sjónhorn né Feykir í dag

Rétt er að vekja athygli á því að hvorki Sjónhorn né Feykir kemur út í þessari viku. Frétta og tilkynningaþyrstir verða því að bíða fram í næstu viku. Auglýsingar í næstu blöð þurfa að berast eigi síðar en mánudaginn 9. apríl.
Meira

Frumkvöðlakonur samtíðar hittast á Króknum

Ráðstefna fyrir frumkvöðlakonur samtíðar og framtíðar verður haldin í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki 18. apríl nk. en þar verður boðið upp á fyrirtækjakynningar, fyrirlestra og örvinnustofur fyrir frumkvöðlakonur. Árangur FREE Evrópuverkefnisins verður kynntur og Sirrý Arnarsdóttir, fjölmiðlakona gefur góð ráð til frumkvöðla til að koma sér og fyrirtækinu á framfæri. Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun, hefur leitt verkefnið sem er samstarfsverkefni sex aðila frá fimm löndum. Auk Vinnumálastofnunar tekur Byggðastofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen. Feykir sendi Ásdísi spurningar og forvitnaðist um verkefnið.
Meira

Þingsályktunartillaga um heilsársveg yfir Kjöl

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og Haraldur Benediktsson hafa lagt fram til Alþingis þingsályktunartillögu þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að hefja undirbúning að endurnýjun vegarins yfir Kjöl sem heilsársvegar með einkaframkvæmd. Mælst er til að ráðherra láti gera forkönnun á umhverfisáhrifum og samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum framkvæmdarinnar, m.a. á ferðaþjónustu, byggðaþróun og náttúruvernd. Stefnt skuli að því að undirbúningi framkvæmda ljúki fyrir 1. febrúar 2019 og framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi.
Meira

5,7 milljónir til safna á Norðurlandi vestra

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði alls 114.770.000 kr. að fenginni umsögn safnaráðs. Hlutu söfn á Norðurlandi vestra styrki sem nema 5.750.000 kr. Alls voru veittir 88 verkefnastyrkir að heildarupphæð 90.620.000 kr. og voru þeir á bilinu 200.000 kr. upp í 3,0 milljónir króna hver. Einnig fengu 35 viðurkennd söfn rekstrarstyrki sem námu frá 600.000 kr. til 900.000 kr. en alls var 24.150.000 kr. úthlutað í rekstrarstyrki fyrir árið 2018.
Meira