V-Húnavatnssýsla

Þrjár húnvetnskar laxveiðiár á topp 10 í sumar

Húni.is greinir frá því að laxveiði sé nú lokið í flestum ám landsins og þá sér í lagi þeim sem flokkaðar eru sem náttúrulegar ár. Þrjár húnvetnskar ár eru á lista yfir tíu Veiði í ám sem byggja á seiðasleppingum verður stunduð fram eftir þessum mánuði. Þær húnvetnsku laxveiðiár sem eru á lista Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu ár landsins hafa allar lokað. Á topp tíu listanum eru þrjár húnvetnskar ár, Miðfjarðará, Blanda og Laxá á Ásum.
Meira

Kjöt á beinin

Bændum er nóg boðið. Þeir eru uggandi um framtíð greinarinnar. Bændur gera sér grein fyrir að lengra verður ekki haldið á sömu braut, átak og breytingar séu nauðsynlegar. Þetta kom m.a. berlega fram á gríðarlega fjölmennum fundi á Blönduósi fyrir nokkrum vikum. Þangað flykktust bændur, nánast af öllu landinu.
Meira

Bergþór Ólason efstur á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

Nú hamast stjórnmálaflokkar landsins við að stilla upp á framboðslista sína. Í gær var tilkynnt að Bergþór Ólason framkvæmdastjóri á Akranesi muni leiða lista Miðflokksins, flokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. Bergþór er framkvæmdastjóri Byggingalausna ehf. og LOB ehf, áður Loftorka í Borgarnesi ehf, að því fram kemur í tilkynningu.
Meira

Lokað hjá sýslumanni

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar föstudaginn 6. október vegna starfsdags.
Meira

Hlýnar um helgina en kólnar svo aftur

Íbúar á Norðurlandi vestra hafa orðið eitthvað varir við að það hefur haustað og styttist í veturinn. Snjórinn hefur þó haldið sig til hlés að mestu þetta haustið, og eiginlega mest allt árið, en síðustu dagana hefur þó krítað á kolla og eitthvað niður eftir hlíðum.
Meira

Tæplega 1180 tonnum landað á Króknum í síðustu viku

Í síðustu viku, eða dagana 24.-30. september, var 1.412.407 kílóum landað á Norðurlandi vestra. Munaði þar mest um rækjufarm sem norska flutningaskipið Silver Fjord kom með til Sauðárkróks, eða rúmlega 660 tonnum. Þá lönduðu bæði Málmey og Klakkur á Króknumí vikunni og voru með samanlagt ríflega 240 tonn.
Meira

Hækkun til sauðfjárbænda

Kaupfélag Skagfirðinga ætlar að greiða 13% viðbótarálag á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar nú í haust, á hvert kíló dilkakjöts, sem lagt er inn hjá afurðastöð KS. Í tilkynningu frá Kjötfurðastöð KS segir að greitt verði fyrir innlegg í september og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verður greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember nk.
Meira

Gunnar í fram­boð fyr­ir Miðflokk­inn

Króksarinn Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksin sem sagði sig úr flokknum á dögunum, hefur ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn, sem eins og flestum ætti að vera kunnugt er nýt flokkur Sigmundar Davíðs. Morgunblaðið telur sig hafa öruggar heimildir fyrir þessu og að Gunnar Bragi muni fara í framboð fyrir Miðflokkinn fyrir kosningarnar 28. október næstkomandi.
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði frumsýndur í kvöld

Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur í kvöld, klukkan 20:30. Sambærilegir þættir voru á dagskrá N4 í upphafi ársins þar sem kastljósinu var beint að Eyjafjaðrarsvæðinu. Þeir þættir féllu í góðan jarðveg hjá áhrofendum og atvinnulífið tók umfjölluninni fagnandi. Umsjónarmenn Atvinnupúlsins í Skagafirði eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson. Í þáttunum verður rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt.
Meira

Auðlindagjald eða landsbyggðarskattur?

Í febrúar s.l. lagði undirrituð fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfis- og auðlindaráðherra sem sneri að skilgreiningu á auðlindum Íslands og hvaða auðlindir borga auðlindagjald. Það kom ekki á óvart að af sex skilgreindum náttúruauðlindum er auðlindagjald í formi skattlagningar eingöngu lagt á auðlindir sjávar, sbr. lög um veiðigjöld, nr. 74/2012. Í svarinu kom svo fram að náttúruauðlindir landsins séu flokkaðar í sex yfirflokka, eða náttúruauðlindir a) lands, b) hafs, c) stranda, d) vatns, e) orkuauðlindir og f) villt dýr, þ.m.t. fiskar, fuglar og spendýr. Þessum flokkum er síðan skipt í fjölmarga undirflokka
Meira