V-Húnavatnssýsla

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú eru páskarnir framundan og margt fólk á faraldsfæti. Sundlaugarnar eru alltaf vinsælar til afþreyingar og hafa margar þeirra opið lengur þessa daga en gengur og gerist. Hér að neðan má sjá opnunartíma sundlauganna á Hvammstanga, Blönduósi og í Skagafirði:
Meira

Nýdönsk – heiðurstónleikar á Hvammstanga

Laugardagskvöldið 31. mars nk. setja Ingibjörg Jónsdóttir og Menningarfélag Húnaþings vestra upp heiðurstónleika með lögum Nýdanskrar í Félagsheimilinu Hvammstanga. Æfingar hafa staðið yfir frá áramótum og verða tónleikarnir hinir glæsilegustu. Allir sem að tónleikunum koma eru heimamenn og -konur, hvort sem það eru söngvarar hljóðfæraleikarar, hljóðmenn, margmiðlunarhönnuðir eða aðrir.
Meira

Randsokkaðir Molduxar halda vormót sitt 12. maí

Nú er síðasti sjens að kaupa sokka til styrktar Mottumars en síðasti söludagur sokkanna er í dag, mánudaginn 26. mars. Hægt er að nálgast sokkana í mörgum verslunum landsins sem og á vefverslun Krabbameinsfélags Íslands. Körfuboltafélagið Molduxar fékk sér þessa líka æðislegu sokka og hvetur önnur félög og hópa að gera það sama.
Meira

Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður fá styrk til lagningar ljósleiðara

Í síðustu viku skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga undir 24 samninga um styrki fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram í ráðuneytinu.
Meira

Humarsúpa Mæju og Dóra og besta brauðið

„Kristín og Eiríkur skoruðu á okkur Helga að birta hér uppskriftir. Þeir sem til okkar þekkja vita að í eldhúsinu er bara ein manneskja. Í einu. Einhver þarf að hafa ofan fyrir börnunum þremur sem eiga það til að hanga í fótleggjum foreldra sinna þegar þessi iðja er stunduð. Þegar Helgi lætur til sín taka í eldhúsinu eru hans meistaraverk makkarónugrautur, kanelsnúðar, lummur og vanillubúðingssúpa. Hann er ekki bara útlitið hann Helgi.....en að öðru,“ segir Vala Kristín Ófeigsdóttir en hún og Helgi Hrannar Traustason á Hofsósi voru matgæðingar vikunnar í 13. tbl. árið 2016.
Meira

Öflugt umferðareftirlit hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það sem af er ári hafi mikil áhersla verið lögð á eftirlit með umferð í umdæminu. Frá áramótum hafa rúmlega 1000 ökumenn verið sektaðir fyrir of hraðan akstur sem er aukning um 650 mál en alls voru 350 ökumenn kærðir í umdæminu á sama tímabili í fyrra. Á sama tímabili hefur umferðaróhöppum fækkað um 18% í umdæminu sem skýrist að einhverju leyti af aukinni löggæslu í embættinu.
Meira

Krækjur unnu sig upp í aðra deild

Síðasta keppnishelgi Íslandsmótsins í Blaki fór fram um síðustu helgi. Krækjur frá Sauðárkróki spiluðu sína síðustu fimm leiki í 3. deild á Neskaupstað og náðu að knýja fram fjóra sigra en einn leikur tapaðist. Birnur Bombur frá Hvammstanga léku á Ísafirði og Birnur A í Kópavogi.
Meira

Styrkjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í dag tilkynntu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum.
Meira

Lið Grunnskóla Húnaþings sigruðu í Vesturlandsriðli Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra, tryggði sér í gær þátttökurétt í úrslitum í Skólahreysti sem fram fer 2. maí. Skólinn er skráður í Vesturlandsriðilinn og stóð hann uppi sem sigurvegari í keppninni í gær sem fram fór í TM höllinni í Garðabæ. Fjórir aðrir skólar hafa komist áfram en það eru Holtaskóli, Súðavíkurskóli, Laugalækjarskóli og Varmárskóli. Miðvikudaginn 4. apríl munu svo skólar af Norðurlandi etja kappi í Íþróttahöllinni á Akureyri og er búist við um 16 skólum.
Meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag en það var árið 2011 sem Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn þar sem hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukaeintaki í 21. litningi, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.
Meira