V-Húnavatnssýsla

Ærnar á Hóli í Sæmundarhlíð skiluðu rúmum 20 kg meðalvigt lamba

Í niðurstöðum sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017 sem Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, RML, birti í gær kemur fram að Íslandsmet var sett í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. Þar var um afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 að ræða sem er Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum. Í öðru sæti er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð en það skilaði 40,4 kg eftir hverja kind.
Meira

Ellefu sóttu um stöðu sviðsstjóra hjá Húnaþingi vestra

Ellefu umsóknir bárust um starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs hjá Húnaþingi vestra en starfið var auglýst laust til umsóknar með fresti til 22. janúar sl. Einn dró umsókn sína til baka. Í starfi sviðsstjóra felst að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- og auðlindamálum en undir þau falla meðal annars vatnsveita, fráveita og hitaveita. Einnig fer sviðið með málefni brunavarna, rekstur eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar, garðyrkju- og umhverfismála, hafnarsjóðs og annarra eigna er tilheyra sveitarfélaginu.
Meira

112-dagurinn í Húnavatnssýslum

Á sunnudaginn kemur, þann 11. febrúar. verður 112 dagurinn haldinn líkt og gert hefur verið undanfarin ár en þann dag efna samstarfsaðilar 112-dagsins til kynningar á starfsemi sinni og búnaði víða um landið.
Meira

Stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu

Athygli er einnig vakin á austanstormi með snjókomu og skafrenningi S-lands í kvöld og stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu.Varað er við óveðri á öllu landinu en gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland. Veðrið verður mun verra á Suðausturlandi en þar er appelsínugul viðvörun.
Meira

Lokanir fjallvega hafa sannað sig

Breytt aðferðafræði Vegagerðarinnar við að loka fjallvegum vegna ófærðar og veðurs hefur margsannað sig, segir á vef Vegagerðarinnar, en aðferðafræðinni hefur verið beitt í nokkur ár og hefur bætt ástand sem annars stefndi í óefni. Þær breytingar sem orðið hafa á samsetningu vegfarenda t.d. vegna stóraukinnar vetrarferðamennsku kalla á breytt verklag við lokanir fjallvega.
Meira

Rysjótt tíðarfar með umhleypingum - Veðurklúbburinn á Dalbæ

Þriðjudaginn 6. febrúar, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í febrúarmánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn átta talsins. Af tæknilegum ástæðum reyndist ekki unnt að birta spá fyrir janúar mánuð, sem var engu að síður gerð og reyndust félagar hafa þar verið sannspáir eins og oft áður.
Meira

Blöndulína felld niður sem varnarlína

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að með ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafi Blöndulína verið felld niður sem varnarlína vegna dýrasjúkdóma. Við þessa breytingu sameinast Húnahólf og Skagahólf í eitt varnarhólf sem kallast Húna- og Skagahólf og verður varnarhólf nr. 9. Hólfið mun afmarkast af Vatnsneslínu, Miðfjarðarlínu og Tvídægrulínu að vestan, Kjalarlínu að sunnan og Héraðsvatnalínu að austan.
Meira

Tveir Húnvetningar syngja í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Sönghópurinn Fókus flytur eitt af tólf lögum sem hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2018. Í sönghópnum eru tveir Húnvetningar þau Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal og Sigurjón Örn Böðvarsson sem bjó mörg ár á Blönduósi sem barn. Fókus stígur á stokk í fyrri undanúrslitum sem fram fara í Háskólabíói næsta laugardag.
Meira

Tafir á ársuppgjöri stuðningsgreiðslna til sauðfjárbænda

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að óviðráðanlegar tafir hafa orðið á uppgjöri á heildarframlagi til sauðfjárbænda vegna ársins 2017 og fyrstu greiðslu beingreiðslna á árinu 2018 miðað við það sem áður hafði verið gefið út.
Meira

Í dag er dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta mun vera í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið enda er tilgangur Dags leikskólans að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.
Meira