V-Húnavatnssýsla

Stólarnir æfa körfu á Hvammstanga í kvöld

Í kvöld mun Dominos-deildar lið Tindastóls í körfubolta heimsækja Hvammstanga og halda þar æfingu á nýja parketinu í íþróttahúsinu. Æfingin fer fram fyrir opnu húsi og eru allir áhugasamir á svæðinu hvattir til að mæta og verða vitni af því hvernig Maltbikarmeistararnir æfa.
Meira

Kláraði peysufötin fyrir fimmtugsafmælið

Handavinnukonan Hlíf Sumarrós Hreinsdóttir á Sauðárkróki sagði frá broti af handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í 30. tölublaði Feykis 2017. Hún hefur verið afkastamikil handverkskona, allt frá því hún prjónaði fyrsta skylduverkið sitt í barnaskóla og um fermingu tók hún þá ákvörðun að sauma á sig íslenskan búning fyrir fimmtugt. Hún stóð við það og á sjáum við afraksturinn á einni myndanna sem fylgja.
Meira

Skyrtertan tilvalin fyrir tímanauma bændur

Matgæðingar vikunnar í 7. tölublaði Feykis árið 2016 voru bændurnir Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson á Tannstaðabakka í Hrútafirði sem buðu upp á Tex Mex hakkrétt í aðalrétt og skyrköku í eftirrétt. „Skyrtertan er tilvalin fyrir tímanauma bændur að útbúa og hakkrétturinn slær alltaf í gegn,“ segir Guðrún.
Meira

Sjötíu milljónir í styrki á árinu 2018

Miðvikudaginn 21. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Húnaveri, Húnavatnshreppi. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum króna í styrki. Sjötíu styrkir voru veittir til 54 aðila að upphæð tæpar 55,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Níu umsóknir bárust þar sem óskað var eftir 73 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 14,6 millj. kr.
Meira

Ráðið í starf sviðsstjóra hjá Húnaþingi vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sl. þriðjudag var samþykkt að ráða Lúðvík Friðrik Ægisson, vélstjóra og BSc í véla- og orkutæknifræði, í starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs hjá sveitarfélaginu. Lúðvík er einn ellefu umsækjenda um starfið en einn dró umsókn sína til baka.
Meira

Vegagerðin varar við skemmdum í slitlagi

Vegagerðin vill vekja athygli vegfarenda á því að slitlag er víða illa farið eftir veturinn og þá umhleypinga sem verið hafa undanfarið. Þegar snjóa leysir koma þessar skemmdir í ljós og vinnur Vegagerðin að því að bæta þær eins fljótt og kostur er en vegna þess hve þær eru umfangsmiklar er ekki unnt að lagfæra allt samstundis. Vegfarendur eru því beðnir að aka með gát og vera viðbúnir hugsanlegum skemmdum í slitlagi, hvort heldur sem er í malbiki eða klæðningu.
Meira

Opnað fyrir skimunarsögu íslenskra kvenna

Á vefgáttinni Mínar síður á island.is geta konur nú skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.
Meira

Veður að ganga niður eftir mikinn storm

Það hefur verið í ýmsu að snúast hjá björgunarsveitunum í Húnavatnssýslunum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í dag. Á Hvammstanga losnaði klæðning af húsi og rúða gekk inn á einum stað en í báðum tilfellum var um minni háttar aðgerðir að ræða að því er Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga sagði í samtali við Ruv.is í morgun. Einnig fóru menn frá sveitinni upp á Holtavörðuheiði í morgun til aðstoðar tveimur erlendum ferðamönnum sem lent höfðu í vandræðum þar.
Meira

Hviður yfir 30 m/s

Bálhvasst er víða á landinu þessa stundina og ekkert ferðaveður á Norðurlandi vestra frekar en annars staðar. Vindhraði slagar hátt í 30 metra á sekúndu á nokkrum stöðum og hviður hafa kitlað 40 metrana og jafnvel yfir. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður. Um klukkan 11:20 í morgun mældust 42 m/s á sjálfvirkri veðurathugunarstöð við Miðsitju í Blönduhlíð og 39,2 m/s við Blönduós svo það er ástæða til að fara varlega.
Meira

Engin keppni í KS deildinni í kvöld

Ákveðið hefur verið að fresta fyrsta móti Meistaradeildar KS sem fara átti fram í kvöld, miðvikudaginn 21.febrúar vegna slæmrar veðurspár. Í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildarinnar segir að ákvörðun verði tekin fljótlega um nýja dagsetningu.
Meira