V-Húnavatnssýsla

Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm

Sl. laugardag stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi og réttuðu á ný í máli Friðriks Sigurðssonar og Agnesar Magnúsdóttur sem dæmd voru til dauða fyrir að myrða Natan Ketilsson, bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi, og Pétur Jónsson, vinnumann, þann 13. mars 1928. Sigríður Guðmundsdóttir, 16 ára vinnukona, var einnig dæmd til dauða en var náðuð af kónginum og dæmd í lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin voru að sjálfsögðu sett á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga, bæði til gamans og fróðleiks.
Meira

Góðar undirtektir við starfakynningu

Eins og Feykir fjallaði um fyrir nokkru hefur verið ákveðið að halda svokallaða starfakynningu á vegum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Leitað er til fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi vestra á sviði iðn-, verk-, raun- og tæknigreina um að kynna þau störf sem innt eru af hendi á þeirra vinnustöðum fyrir nemendum í eldri bekkjum grunnskólanna á svæðinu svo og nemendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ennfremur verður kynningin opin foreldrum. Lögð er áhersla á að hér er um starfakynningu að ræða en ekki kynningu á fyrirtækjunum sem slíkum.
Meira

„Stórauknir skattar á búsetu fólks“

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins boðar stórfellda skattheimtu á fjarlægðir frá höfuðborginni eða næsta stórþéttbýli. Samgöngur og flutningskostnaður ráða miklu um samkeppnishæfni búsetu fólks og atvinnureksturs í landinu. Ísland er strjálbýlt land með miklum vegalengdum. Fjarlægðir á milli fólks er eini reginmunurinn á dreifbýli og þéttbýli...
Meira

Birgðir við upphaf sláturtíðar mun minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti síðasta árs þann 1. september 2017 voru 1.063 tonn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsambandi sauðfjárbænda. Á sama tíma í fyrra voru brigðirnar 1.262 tonn. Birgðir við upphaf sláturtíðar eru því 16,6% minni á en í fyrra. Frá þessum birgðum munu dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu á markað en sala á innanlandsmarkaði er um 560 tonn á mánuði að meðaltali. Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem eru um 10 þúsund tonn.
Meira

Miðfjarðarrétt - Myndir

Réttað var í Miðfjarðarrétt sl. laugardag í ágætis veðri. Bæði hross og fé komu til réttar og fólk dreif víða að eins og venja er. Anna Scheving mætti með myndavélina og tók margar skemmtilegar myndir.
Meira

Ítölsk kjúklingasúpa og grillaður ananas með ís

„Hér er smá uppskrift sem er fljótlegt að gera og er alveg rosalega góð. Svakalega holl og matarmikil. Fundum hana upprunalega á eldhússögur.is og eldum hana reglulega. Okkur finnst líka alveg frábært hvað það þarf lítið að vaska upp, það bara fer allt í sama pottinn,“ segja matgæðingar vikunnar, í 35. tölublaði Feykis árið 2015, Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson á Sauðárkróki.
Meira

Bókasafnsdagurinn er í dag

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, þann 8. september, á alþjóðlegum degi læsis. Það var árið 1965 sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu daginn að aðþjóðadegi læsis og þennan dag er fólk um allan heim hvatt til að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða nota tungumálið á einhvern annan hátt til ánægjulegra samskipta.
Meira

Ágæt veiði í Miðfjarðará

Nú hafa veiðst 3239 laxar i Miðfjarðará og er hún enn sem fyrr í öðru sæti á listanum yfir aflahæstu árnar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 3677 laxar í ánni. Blanda, sem verið hefur í fimmta sæti á listanum, fellur nú niður í það sjötta með 1430 laxa en ekki veiddust nema 13 laxar í ánni í síðustu viku. Er þar fyrst og fremst að kenna yfirfallinu í Blöndulóni. Miklu munar á veiðinni í Blöndu nú og á síðasta ári þegar hún hafði skilað 2330 löxum á sama árstíma.
Meira

Leikfélag Akureyrar æfir Kvenfólk

Leikfélag Akureyrar æfir nú í Samkomuhúsinu sýninguna Kvenfólk eftir Hund í óskilum. Í sýningunni fara þeir félagar í Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Sýningin verður frumsýnd þann 29. september og sýnd í október og nóvember í Samkomuhúsinu.
Meira

List fyrir alla í grunnskólunum

Grunnskólanemendur á Norðurlandi vestra fengu góða heimsókn í gær og fyrradag þegar hljómsveitin Milkywhale hélt tónleika á sex stöðum á svæðinu. Tónleikarnir eru á vegum barnamenningarverkefnisins List fyrir alla sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er því ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum, óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og stefnt að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Hægt er að kynna sér verkefnið betur á heimasíðunni List fyrir alla.
Meira