V-Húnavatnssýsla

Fljótlegur svartfugl og agalega góð desertsósa

„Einföld og fljótleg eldamennska hefur í gegnum tíðina verið mest í uppáhaldi á heimilinu. Að vísu er minn gamli að koma sterkur inn, sérstaklega ef hann hefur veitt það sem á að elda, þá er tekinn tími og sönglað meðan á eldun stendur. Í tilefni af áskorun úr næsta hreppi þá verður boðið upp á þríréttað, takk fyrir pent, en samt einfalt og fljótlegt,“ sagði Sigríður Gestsdóttir enhún og maður hennar, Stefán Jósefsson voru matgæðingar vikunnar í 36. tölublaði Feykis árið 2012.
Meira

100 ára fullveldi og sjálfstæði Íslands

Í morgun opnaði ný vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Á sama tíma er kallað eftir verkefnum á dagskrá afmælisársins. Afmælinu verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt.
Meira

Tröll gera víðreist

Handbendi – brúðuleikhús, atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, sem rekið er á Hvammstanga sýnir brúðuverkið Tröll eftir Gretu Clough í Tjarnarbíói þann 30. september kl. 15:30. Í framhaldi af því verða nokkrar sýningar á verkinu á Norðurlandi en að þeim loknum verður haldið til Englands þar sem sýnt verður á nokkrum stöðum áður en leikferðinni lýkur með sýningu í South Bank Centre í Lundúnum. Það verður að teljast merkilegur viðburður að verk frá atvinnuleikhúsi sem rekið er í litlu þorpi eins og Hvammstanga sýni í jafn glæsilegu húsi og South Bank Centre er, við bakka Thames í miðborg Lundúna.
Meira

Feykir um allt Norðurland vestra

Í Feyki vikunnar er ýmislegt skemmtilegt að sjá eins og oft áður. Þar sem tími gangna og rétta, þá sérstaklega stóðrétta, eru um þessar mundir eru viðtöl við valinkunna hestamenn í blaðinu ásamt öðru skemmtilegu efni. Feykir vikunnar á að berast inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra að þessu og vonandi heimilisfólki til ánægju.
Meira

Minnt á reglur um útivistartíma barna

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á reglur um útivistartíma barna en kveðið er á um hann í 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem segir:
Meira

Nemendur rafiðna fá spjaldtölvur gefins

Í gær komu þau Bára Halldórsdóttir, frá fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeildar rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki.
Meira

Þú kemst þinn veg er gestasýning LA í október

Leikfélag Akureyrar laðar að gestasýningar á hverju leiksári sem auka fjölbreytni, dýpka leikhúsupplifun og auðga leikhúslíf hér norðan heiða. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að nýlokið sé sýningum á Hún pabbi í Samkomuhúsinu og voru viðtökurnar frábærar og sýningin vel sótt. Þann 15. október verður tekið á móti Þú kemst þinn veg sem er frelsandi og fyndin heimildarsýning sem veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm.
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra úthlutar styrkjum

Nýlega var úthlutað styrkjum úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Fjárhæðin, sem nam tveimur milljónum króna, skiptist milli þriggja verkefna en alls bárust fjórar styrkumsóknir.
Meira

Vill leiða lista Pírata í komandi kosningum

Eva Pandora Baldursdóttir þingmaður Pírata hefur tilkynnt að hún sækist eftir að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Eva Pandora 27 ára Skagfirðingur, viðskiptafræðingur að mennt en hefur einnig stundað nám í menningarstjórnun og er nú að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu.
Meira

Haustlitaferð um Skagafjörð

Farið var í hina árlegu Haustlitaferð sem prestarnir í Húnaþingi bjóða eldriborgurum á hverju hausti. Að þessu sinni var farið í Skagafjörðinn og húsbændur á Miklabæ, Löngumýri og Kakalaskála við Kringlumýri voru heimsóttir. Anna Scheving á Hvammstanga var með í för og að sjálfsögðu var myndavélin við höndina.
Meira