feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.07.2016
kl. 09.22
Þann 14. júní sl. voru 15 ár liðin frá því fyrsta fréttin var birt á vefmiðlinum Húnahornið, eða Húni.is. Óslitið síðan hafa verið sagðar fréttir af mannlífi, atvinnulífi, framkvæmdum og framförum í héraðinu, eflingu byggðar og öllu því sem gerir Húnavatnssýslu sérstaka að lifa og starfa í eða heimsækja sem ferðamaður. „Það hefur ýmislegt gengið á sl. 15 ár en ekkert svo stórt að það hafi haft áhrif á vinnuna við vefinn. Vissulega höfum við rætt það nokkrum sinnum hvort að komið væri nóg, hvort að þörfin væri fyrir hendi o.s.frv. en á meðan okkur finnst þetta svona skemmtilegt og við höfum tíma, þá höldum við áfram,“ sagði Ragnar Z, Guðjónsson, ábyrgðar- og fyrirsvarsmaður Húnahornsins, í samtali við Feyki.
Meira