Þrír af hverjum fjórum fjarnemum við HA búa áfram í heimabyggð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.01.2017
kl. 10.26
Þrír af hverjum fjórum fjarnemum við Háskólann á Akureyri búa áfram í heimabyggð fimm árum eftir brautskráningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af Þóroddi Bjarnasyni, Inga Rúnari Eðvarðssyni, Ingólfi Arnarsyni, Skúla Skúlasyni og Kolbrúnu Ósk Baldursdóttur. Greinin birtist í Tímariti um uppeldi og menntun og ber heitið „Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla“.
Meira
