V-Húnavatnssýsla

Séstakur byggðastyrkur til lagningar ljósleiðara

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þar af fara 4,3 milljónir í Húnaþing vestra og 9,8 í Sveitarfélagið Skagafjörð, að því er fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.
Meira

Margt um manninn á Mannamótum

Mannamót, viðburður á vegum Markaðsstofa landshlutunna,var haldinn í flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudaginn var. Um þrjátíu ferðaþjónustufyrirtæki af Norðurlandi vestra mættu þangað og kynntu starfsemi sína. Var þetta í fjórða sinn sem sýningin var haldin og hafa gestir aldrei verið fleiri.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar um helgina

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 27. - 30. jan. nk. en þá munu áhugasamir þátttakendur fylgjast með garði í einn klukkutíma. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að talningin miði við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hættir störfum

Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur gegnt því starfi frá stofnun þess er lögregluembættin á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinuð í ársbyrjun 2015. Páll, sem er komin á 69. aldursár, segist þeirrar skoðunar að menn eigi að hætta störfum áður en þeir verði að gera það við 70 ára aldur. Starfslok hans verða 31. mars nk.
Meira

Húnvetnska liðakeppnin hófst á þorrablóti

Á föstudagskvöldið voru fyrstu keppendurnir í Húnvetnsku liðakeppninni dregnir í lið og haldin keppni án hests. Það var fjólubláa liðið sem vann keppnina og fékk þar með tvö stig inn í mótaröðina.
Meira

Nýjar reglur um veitinga- og gististaði

Gefin hefur verið út, ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á grundvelli breytinga sem gerðar voru á síðasta ári. Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að væntanlega verði helstu áhrif reglugerðarinnar, annars vegar einföldun á leyfisveitingu til minnstu gististaðanna þ.e. heimagistingar og hins vegar að auka umsýslu sveitarfélaga við leyfisveitingar og minnka tekjur þeirra.
Meira

Fjöldi leitarmanna tóku þátt í leit að Birnu

Einbeiting, kraftur og samkennd einkenndu hóp björgunarsveita landsins um helgina þegar leitað var að Birnu Brjánsdóttur en um umfangsmestu leit var að ræða sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt hingað til. Félagar úr björgunarsveitum á Norðurlandi vestra slógust í hópinn en um 500 björgunarsveitamenn, tóku þátt í leitinni. Eins og fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fannst Birna í gær og var hún þá látin.
Meira

Besta ár í lambakjötssölu frá hruni

Innanlandssala á lambakjöti var 5,2% meiri 2016 en árið á undan samkvæmt nýjum tölum Matvælastofnunnar en alls seldust 6.797 tonn innanlands í fyrra. Í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda segir að salan hafi ekki verið meiri síðan hrunárið 2008 en samdráttur var í sölunni þrjú ár þar á undan. Erlendir ferðamenn virðast vera komnir á bragðið.
Meira

Kvöldið leggst vel í Hrafnhildi Ýr

Söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal kemur fram í beinni útsendingu í Voice Ísland í kvöld. „Kvöldið leggst mjög vel í mig,“ sagði Hrafnhildur þegar Feykir hafði samband við hana rétt í þessu. „Mig langar að þakka fyrir allan stuðninginn og minna á að ég kemst ekki áfram nema vera kosin,“ sagði hún ennfremur.
Meira

Bóndadagur markar upphaf þorra

Í dag er bóndadagur sem er jafnframt fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar, eða á tímabilinu 19.-25. janúar, að forníslensku tímatali. Samkvæmt gömlum heimildum var sú hefð meðal almennings að húsfreyjan færi út kvöldið áður og byði þorrann velkominn og inn í bæ, líkt og um tiginn gest væri að ræða.
Meira