V-Húnavatnssýsla

Seal Travel hefur starfsemi

Í dag opnar formlega ferðaskrifstofa í eigu Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Hefur hún fengið heitið Seal Travel, og selur pakka með hópafslætti til ferðamanna á netinu.
Meira

Styrktarreikningur opnaður fyrir unga fjölskyldu

Þann 14. júlí síðastliðinn eignuðust þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard á Blönduósi yndislegar tvíburastelpur. Fljótlega kom í ljós að önnur þeirra er með hjartagalla og þurfti hún að fara nokkurra daga gömul með pabba sínum og föðurömmu til Lundar í Svíþjóð. Hún fór í aðgerð 2. ágúst og gekk hún vel en sama dag flugu mamma hennar, tvíburasystir, Guðjón stóri bróðir þeirra og móðuramma til Svíþjóðar.
Meira

Glæný verslun á Hvammstanga

Ný verslun opnaði á Hvammstanga þann 21. júlí og ber hún heitið Ægissíða. Verslunin er til húsa á hafnarsvæðinu en það eru bræðurnir Magnús Atli og Hannes Þór Péturssynir sem reka verslunina.
Meira

Skagfirðingur ríður um Vatnsnesið

Hestamannafélagið Skagfirðingur ætlar að viðhalda siðum fyrirrennara sinna og býður félagsmönnum sínum og gestum uppá þriggja daga ferð, aðra helgina í ágúst. Farið verður um Vatnsnes og Vesturhóp í Húnaþingi Vestra. Lagt verður af stað föstudaginn 12. ágúst kl.13:00 frá Tjörn á Vatnsnesi, riðið inn Katadal yfir Heiðargötur og endað á náttstað á Syðri-Þverá.
Meira

Byggðaráætlun 2017 - 2023 í mótun

Viljirðu setja fram tillögu í byggðaáætlun 2017-2023 sem nú er í mótun er það hægt hér á heimasíðu Byggðastofnunar, undir BYGGÐAÁÆTLUN. Tillögur sem gerðar verða í tillöguformið verða lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og hún tekur afstöðu til þeirra. Á þessu svæði heimasíðunnar er líka að finna upplýsingar um áætlunarvinnuna, fyrri byggðaáætlanir og sóknaráætlanir landshluta. Eftir því sem efni verður til, tengt byggðaáætlun, mun það verða lagt þarna inn.
Meira

Norðurland vestra með flest sauðfjárbú með yfir 600 kindur

Í skýrslu Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjár á Íslandi segir að af 470.678 kindum á landinu í nóvember 2015, voru 37.716 í Vestur-Húnavatnssýslu og 38.266 í Austur-Húnavatnssýslu. Þá kemur einnig fram að af 2.498 sauðfjárbúum á Íslandi, voru 108 í Vestur-Húnavatnssýslu og 120 í Austur-Húnavatnssýslu. Norðurland vestra státar af flestum sauðfjárbúum með fleiri en 600 kindum en þau eru 35 talsins. Sauðfjárbú með 400-599 kindur voru einni flest á Norðurlandi vestra, 75 talsins.
Meira

Miðfjarðará önnur aflahæsta laxveiðiá landsins

Það sem af er sumri er Miðfjarðará önnur aflahæsta laxveiðiá landsins en þar höfðu samkvæmt síðustu tölum, veiðst 1996. laxar.
Meira

Björgunarsveitir frá Norðurlandi vestra á hálendisvaktinni

Greint er frá hálendisvakt Landsbjargar á huni.is. Björgunarsveitin Húnar í Húnaþingi vestra tekur þátt í vaktinni en félagar úr sveitinni eru nú komnir í Nýjadal en þar verður dvalið í viku.
Meira

Fjallaskokk USVH 2016 - Úrslit

Átjánda Fjallaskokk USVH fór fram fimmtudaginn 21. júlí 2016 og voru þátttakendur tíu talsins, fjórir í gönguhóp og sex í keppnishóp. Frá þessu er greint á heimasíðu Ungmennasambandi Vestur-Húnvetninga.
Meira

Umferðin getur tekið sinn toll

Margir verða á faraldsfæti þessa stærstu ferðahelgi ársins. Til að mynda eru bæjarhátíðir a.m.k. á átta stöðum og umferðin verður þung. Þegar svo ber við er mikilvægt að stíga létt á bensíngjöfina. Halda sig innan leyfilegs hámarkshraða og við þann umferðarhraða sem ríkir hverju sinni. Láta framúrakstur bíða betri tíma ef umferð er mikil enda ávinningur af honum lítill við þessar aðstæður. Í mesta lagi nokkrar bíllengdir en áhættan þeim mun meiri.
Meira