Séstakur byggðastyrkur til lagningar ljósleiðara
feykir.is
Skagafjörður, Vestur-Húnavatnssýsla
26.01.2017
kl. 16.25
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þar af fara 4,3 milljónir í Húnaþing vestra og 9,8 í Sveitarfélagið Skagafjörð, að því er fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.
Meira
